Vöðvabúnt óskast á morgun laugardaginn 28. júní kl. 10:30 í Endurvinnsluna Knarrarvogi 4 til að massa smá stálramma í langþráð gróðurhús sem verður síðan reist í matjurtargarði Miðgarðs - borgarbýlis í Seljahverfi sem fengið hefur nafnið Seljagarður.

Mæting í Seljagarð kl. 12:00 allir sem vettlingi geta valdið. Veðurguðirnir hafa lofað sól og sumaryl og ekkert er skemmtilegra en að taka obbolítið á í góðum félagsskap.

Sjá vef Miðgarðs - borgarbýlis hér.

Sjá matjurtagarða á öllu landinu hér á Græna kortinu. Seljgarður er í Jöklaseli.

Ljósmynd: Sjálfboðaliðar að bera hluta grindar í Seljagarðinn.

Birt:
June 27, 2014
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir, Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir „Vertu með að reisa gróðurhús í Seljagarði“, Náttúran.is: June 27, 2014 URL: http://nature.is/d/2014/06/27/vertu-med-ad-reisa-grodurhus-i-seljagardi/ [Skoðað:July 23, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: Jan. 27, 2016

Messages: