Miðgarður - borgarbýli 06/02/2014

Heil og sæl náttúruverndarsinnar og umbótafólk!

Miðgarður - borgarbýli er hópur aðgerðarsinna sem hefur hafið uppbyggingu á samfélagsreknum og sjálfbærum borgarbýlum (e. City Farm). Hópurinn var stofnaður í vor en hefur náð að koma langt á stuttum tíma. Við erum komin í samráð við Þjónustumiðstöð Breiðholts og garðyrkjustjóra borgarinnar og fengið lóð fyrir tilraunaverkefni í sumar. Garðurinn nefnist Seljagarður og er við Jöklasel í Seljahverfi. Annar garður er einnig risinn í Laugardalnum og nefnist hann Laugargarður.

Verkefnin eru unnin í sjálfboðavinnu ...

Garðveisla í SeljagarðiÍ Seljahverfi hefur hópur fólks komið á laggirnar samfélagsreknu borgarbýli undir nafninu Seljagarður.

Seljagarður er skapaður í anda vistræktar og með þekkingu og getu samfélagsins má búast við miklu í framtíðinni. Verið er að reisa gróðurhús og garðræktin er komin vel á veg.

Í Seljagarði er einnig boðið upp á dagksrá en næstkomandi sunnudag þ. 17. ágúst  kl 16:00 ...

Vöðvabúnt óskast á morgun laugardaginn 28. júní kl. 10:30 í Endurvinnsluna Knarrarvogi 4 til að massa smá stálramma í langþráð gróðurhús sem verður síðan reist í matjurtargarði Miðgarðs - borgarbýlis í Seljahverfi sem fengið hefur nafnið Seljagarður.

Mæting í Seljagarð kl. 12:00 allir sem vettlingi geta valdið. Veðurguðirnir hafa lofað sól og sumaryl og ekkert er skemmtilegra en að ...

Myndskreyting fyrir sáningarhátíð í Seljagarði. Heil og sæl náttúruverndarsinnar og umbótafólk!

Miðgarður - borgarbýli er hópur aðgerðarsinna sem hefur hafið uppbyggingu á samfélagsreknum og sjálfbærum borgarbýlum (e. City Farm). Hópurinn var stofnaður í vor en hefur náð að koma langt á stuttum tíma. Við erum komin í samráð við Þjónustumiðstöð Breiðholts og garðyrkjustjóra borgarinnar og fengið lóð fyrir tilraunaverkefni í sumar. Garðurinn nefnist Seljagarður og er ...

Við fengum lóð í Seljahverfi til að hefjast handa við að setja upp samfélagsrekið borgarbýli. Staður þar sem að fólk getur komið saman með sameiginlegt markmið að rækta mat og stigið inn í náttúruna á ný. Við viljum endilega fá ykkur með í lið, þið eruð bæði með þekkinguna og ástríðuna sem er frábært kombó :)

Næsta laugardag þ. 31. maí ...

Laugardaginn 24. maí kl. 2:30 verður fyrsti fundur samfélagsrekna grenndargarðsins í Seljahverfi.

Í sumar viljum við skapa fagran samfélagsgarð í matjurgörðunum í Jaðarsel. Garðurinn verður skapaður í anda vistræktar og með þekkingu og getu samfélagsins. Þessi fundur er ætlaður sem kynning bæði á vistrækt (e. permaculture) og á samfélagsgörðum (e. community gardens)

Þetta er tækifæri til að kynnast ...

Nýtt efni:

Messages: