Við fengum lóð í Seljahverfi til að hefjast handa við að setja upp samfélagsrekið borgarbýli. Staður þar sem að fólk getur komið saman með sameiginlegt markmið að rækta mat og stigið inn í náttúruna á ný. Við viljum endilega fá ykkur með í lið, þið eruð bæði með þekkinguna og ástríðuna sem er frábært kombó :)

Næsta laugardag þ. 31. maí höldum við sáningarhátíð þar sem við bjóðum hverfisbúum og öðrum áhugasömum að koma og gróðursetja matjurtaplöntur. Viðburðurinn hefst klukkan 13 og súpa verður í boði Slow food hreyfingarinnar. Þar sem að við erum að byrja algjörlega frá byrjun væri gott ef þið kæmuð með forræktaðar plöntur, fræ og líka skóflur, hjólbörur og hvað sem er.

Endilega verið í bandi ef ykkur langar til að heyra meira eða eruð með spurningar!

Sjá Faceboosíður Miðgarðs borgarbýlis.

Sjá Facebookviðburð Sáningarhátíðarinnar.

Birt:
May 26, 2014
Tilvitnun:
Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir „Sáningarhátíð í Seljagarði“, Náttúran.is: May 26, 2014 URL: http://nature.is/d/2014/05/26/saningarhatid-i-seljagardi/ [Skoðað:Sept. 17, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: