Kynningarfundur grenndargarðsins í Seljahverfi
Laugardaginn 24. maí kl. 2:30 verður fyrsti fundur samfélagsrekna grenndargarðsins í Seljahverfi.
Í sumar viljum við skapa fagran samfélagsgarð í matjurgörðunum í Jaðarsel. Garðurinn verður skapaður í anda vistræktar og með þekkingu og getu samfélagsins. Þessi fundur er ætlaður sem kynning bæði á vistrækt (e. permaculture) og á samfélagsgörðum (e. community gardens)
Þetta er tækifæri til að kynnast og sjá hverjir vilja taka þátt og hvernig. Margar leiðir eru til þátttöku og við bjóðum öllum að vera með.
Á fundinum munum við einnig byrja að hanna garðinn sjálfan ef veður leyfir.
Hvar og hvenær:
14:30 -15:00 Matjurtagarðarnir í Jaðarsel.
15:15 Kaffihúsið Spíran, Garðheimar í Mjódd.
Ljósmynd: Af Facebookviðburðinum um fundinn.
-
Kynningarfundur grenndargarðsins í Seljahverfi
Tengdir viðburðir
Birt:
Tilvitnun:
Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir „Kynningarfundur grenndargarðsins í Seljahverfi“, Náttúran.is: May 19, 2014 URL: http://nature.is/d/2014/05/20/kynningarfundur-grenndargardsins-i-seljahverfi/ [Skoðað:Oct. 13, 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: May 20, 2014