Eldhúsgarðurinn fær góðar viðtökur
Sýningin Blóm í bæ var haldin í Hveragerði nú um helgina. Aldrei hafa fleiri gestir sótt bæinn heim en um þessa helgi. Bílaumferðin á mili Hveragerðis og Selfoss var það þétt og hægfara að það tók um einn og hálfan klukkutíma fyrir fólk að komast frá Selfossi til Hveragerðis eftir hádegi í dag.
Eldhúsgarðurinn var til sýnis í Listigarðinum en stöðugur straumur gesta var inn á sýningarsvæðið og sýndu gestir Eldhúsgarðinum mikinn áhuga. Eldhúsgarðurinn var settur upp sem raungerð mynd af lifandi Eldhúsgarði með sama skipulagi og með sömu jurtum og birtist hér á vefnum í Eldhúsgarðinum.
Öllum er velkomið að senda tillögur og athugasemdir og fyrirspurnir um garðinn en við munum leitast við að nálgast sem réttust svör í hverju tilviki fyrir sig. Skrifið okkur á nature@nature.is.
Myndin er af Hildi og Guðrúnu við Eldhúsgarðinn á sýningunni Blóm í bæ. Ljósmynd: Einar Bergmundur.
Birt:
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Eldhúsgarðurinn fær góðar viðtökur“, Náttúran.is: June 28, 2009 URL: http://nature.is/d/2009/06/28/eldhusgarourinn-faer-gooar-viotokur/ [Skoðað:Sept. 17, 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: July 31, 2011