Waldorfskólinn í Lækjarbotnum er sjálfstæður grunnskóli sem hefur starfað síðan 1990.  Starfsemi skólans byggist á uppeldisfræði Rudolf Steiner, þar sem áhersla er lögð á þroska hugar, handa og hjarta.

Samþætting þessara þriggja þátta endurspeglast í listrænni framsetningu á námsefni, fjölbreytni í kennsluháttum og sveigjanleika í námsskrá þar sem einstaklingurinn er ávallt í fyrirrúmi.

Með slíkri nálgun fær hver einstaklingur tækifæri til að þroska eigin hæfileika og öðlast það sjálfstæði sem hann þarfnast til að takast á við lífið.


Lækjarbotnar, Suðurlandsvegur
110 Reykjavík

5874499
http://www.vefsmidjan.is/waldorf

Á Græna kortinu:

Umhverfisfræðsla

Allt frá skipulögðu námi á öllum skólastigum, til einstakra umhverfisfræðslunámskeiða og fyrirlestra ætluðum almenningi.

Grænn skóli

Waldorfskólar, leik- og grunnskólar sem sérhæfa sig í útikennslu og umhverfismennt ásamt þátttökuskólum á öllum skólastigum í verkefninu Skólar á grænni grein, einnig þeir sem hafa hlotið viðurkenninguna Grænfánann.

Skilaboð: