Alþingi - styrkir Náttúruna
Fyrri hluta vetrar 2007 sóttu forsvarsmenn Náttúrunnar til fjárlaganefndar Alþingis um framlag til verkefnisins á fjárlögum 2008 enda sinni vefurinn því hlutverki að samtvinna upplýsingar úr öllum áttum og þjónar þannig almannahagsmunum án þess að sérstakt gjald sé tekið fyrir þjónustuna. Eftir kynningu í umhverfismálanefnd Alþingis fékk verkefnið úthlutað styrk á fjárlögum ársins 2008.
Náttúran sótti um framlag fyrir árið 2009 vegna þýðinga og gerðar Græns Íslandskorts á íslensku og ensku og fékk Náttúran úthlutun annað árið í röð.
Náttúran sótti enn um styrk til fjárlaganefndar fyrir árið 2010, í þetta sinn til að þróa vistvænar innkaupaleiðbeiningar fyrir almenning og grænt bókhald fyrir heimili og smærri fyrirtæki í samvinnu við Landsvirkjun og fékk Náttúran úthlutun þriðja árið í röð.
Náttúran sótti um styrk til ýmissa verkefna ársins 2011 og fékk styrk, fjórða árið í röð.
Náttúran.is þakkar kærlega fyrir stuðninginn!
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Alþingi - styrkir Náttúruna“, Náttúran.is: 5. janúar 2011 URL: http://nature.is/d/2007/12/21/althingi-islendinga-styrktaraoili-natturunnar/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 21. desember 2007
breytt: 20. janúar 2011