Magnið tvöfaldast í bláum tunnum 21.5.2013

Árangur þess að nú er skylda að flokka pappír frá rusli er byrjaður að koma í ljós jafnvel þótt öll hún sé ekki hafin í öllum hverfum borgarinnar.

Ef aprílmánuður 2012 og 2013 eru bornir saman kemur í ljós að magn pappírs sem skilað er í bláu tunnuna hefur tvöfaldast. Það var 80 tonn í apríl 2012 en varð rúmlega 160 tonn í apríl 2013. Þetta magn pappírs verður nú endurunnið í aðrar vörur í stað þess að enda sem ...

Nagladekk eru bönnuð á götum Reykjavíkur eftir 15. apríl. Hlutfall nagladekkja reyndist vera 22,8% þegar talning var gerð miðvikudaginn 18. apríl sem er meira en var á sama tíma í fyrra eða 20,3%. Naglar valda bæði hljóð- og loftmengun í borginni. Styrkur svifryks hefur aðeins farið einu sinni á árinu yfir heilsuverndarmörk en hafði á sama tíma í ...

Hvernig geta heimili sparað orku? er þýðingarmikil spurning. Engin ástæða er til að sóa orku og sá sem getur dregið úr orkunotkun vinnur bæði sigra fyrir heimilið og umhverfið. Þessari spurningu verður svarað á opinni málstofu á vegum Reykjavíkurborgar 22. júní næstkomandi.

Reykjavíkurborg tekur þátt í Evrópsku orkuvikunni annað árið í röð en hún stendur yfir dagana 18. - 22. júní ...

Sölustöðvun og innköllun á " Kolaportshlaup - Sértilboð (marglit hlaup), Kolaportshlaup – sértilboð (rauð hlaup), Súkkulaðihjúpaðar rískúlur  þar sem ekki kemur fram á umbúðum þeirra að vörurnar innihalda afurð úr glúten, sem er ofnæmis- og óþolsvaldur, Völu Froskabitar þar sem ekki kemur fram á umbúðum vörunnar að hún inniheldur afurðir úr glúten  og soja  sem eru ofnæmis- og óþolsvaldar og á vörunni Salt ...

26. maí 2011

Reykjavíkurborg fagnar Degi umhverfisins 2011 með því að bjóða til náttúruleikja í Grasagarðinum og ratleikja í Laugardalnum, laugardaginn 30. apríl. „Við hvetjum fjölskyldur til að koma í skemmtilega náttúruleiki þar sem allir eru velkomnir: börn í vögnum, afar og ömmur,“  segir Hildur Arna Gunnarsdóttir fræðslustjóri í Grasagarðinum.

Félagar í Rathlaupsfélaginu Heklu kynna þennan dag fyrir gestum rathlaup og nýja varanlega ...

28. apríl 2011

Reykjavíkurborg stendur fyrir mörgum grænum viðburðum í apríl meðal annars skógargöngu, málþingi um orkumál og ferðaþjónustu, opnum fundi umhverfis- og samgönguráðs ásamt rathlaupi og umhverfisleikjum. Borgin tekur bæði þátt í Evrópskum orkudögum og verkefninu Grænn apríl.

Markmið Evrópskra orkudaga, sem fram fara 11.-15. apríl, er að efla hagkvæma orkunýtingu og styðja nýtingu vistvænnar orku. Markmið Grænna daga sem borgin ...

01. apríl 2011

Aðföng hafa tilkynnt matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um innköllun á Alletiders frosnum hindberjum. Um er að ræða varúðarráðstöfun þar sem Aðföngum hefur borist  tilkynning frá A Frost A/S í Danmörku um að þar hafi greinst nóróveira í vörunni. Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vöruna sem innköllunin einskorðast við:

Tegund innköllunar:  Mengun af völdum nóróveira.
Vöruheiti:  Alletiders Frugt Hindbær (hindber).
Umbúðir:  Poki.
Nettóþyngd ...

04. febrúar 2011

Nagladekkjum stórfækkar í Reykjavík. Hlutfall negldra dekkja var 32% undir lok janúar 2011 en var 42% í janúar árið 2008. „Þetta eru ánægjulegar fréttir þar sem Reykvíkingar geta aukið loftgæði og bætt hljóðvistina í borginni með því að velja önnur dekk en nagladekk,“ segir Eygerður Margrétardóttir framkvæmdastýra Staðardagskrár 21 í Reykjavík.

Hlutfall negldra dekkja undir bifreiðum var mælt 26. janúar ...

28. janúar 2011

Styrkur svifryks (PM10) mun mælast yfir  heilsuverndarmörkum í Reykjavík í dag, 4. janúar. Líkur eru á svifryksmengun næstu daga. Hálftímagildi svifryks klukkan 11 mældist tæplega 500 míkrógrömm á rúmmetra við Grensásveg og meðaltalið frá miðnætti var 231. Heilsuverndarmörk á sólarhring eru 50 míkrógrömm.

Hálftímagildið klukkan 10 í farstöð Umhverfis- og samgöngusviðsvið Tunguveg í Bústaðahverfi mældist 143 míkrógrömm á rúmmetra og ...

04. janúar 2011

Styrkur svifryks (PM10) verður undir mörkum fyrsta dags ársins í Reykjavík 2011. Hæst mældist hann á mælistöðvum 353 míkrógrömm á rúmmetra við Grensásveg og 226 við Blesugróf á miðnætti. Heilsuverndarmörkin á sólarhring eru 50 míkrógrömm á rúmmetra.

Loft er ferskt og tært í borginni í dag og bílaumferð hverfandi enda mældist vart loftmengun klukkan 14 í dag. Sennilega skutu borgarbúar ...

01. janúar 2011

Styrkur svifryks (PM10) er iðulega hár í Reykjavík fyrstu klukkustund nýs árs og oft nýársnóttina alla ef veður er stillt. 1. janúar 2010 var til dæmis fyrsti svifryksdagur ársins. Líklegt er að styrkur svifryks muni lækka hratt á nýársnótt 2011 vegna austlægra vinda og spáðri úrkomu síðar um nóttina. „Það er því óljóst hvort styrkur svifryks fer yfir sólarhringsmörk þennan ...

31. desember 2010

Borgarbúar geta farið sjálfir með jólatrén sín endurgjaldslaust á endurvinnslustöð eða keypt þjónustuna hjá sorphirðufyrirtækjum og íþróttafélögum. Sorphirða Reykjavíkur hirðir ekki jólatré fremur en 2010. Flestir fara eina ferð um jólin á endurvinnslustöðvar Sorpu með ýmsar umbúðir, pakkningar utan um flugelda og annað sem til fellur. Jólatréð er eitt af því sem þarf að fara í endurvinnslu.

Nokkur íþróttafélög í ...

30. desember 2010

86% Reykvíkinga segja að græn svæði í borginni skipti þá miklu máli. Fjölmennar fjölskyldur og íbúar í Miðborg og Vesturbæ kunna best að meta svæðin. Þetta kemur fram í könnun sem Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavikurborgar lét gera í október. Einnig var spurt um dýrahald og gjald á notkun nagladekkja.

„Það er sannarlega gaman að sjá hvað græn svæði borgarinnar skipta ...

12. nóvember 2010

Breytt hegðun og neyslumynstur borgarbúa kemur greinilega fram í umhverfisvísum Reykjavíkurborgar fyrir árið 2009. Dregið hefur úr heimilisúrgangi, losun gróðurhúsalofttegunda og ársmeðaltal á styrk svifryks í Reykjavík lækkar. „Umhverfisvísarnir eru mjög öflugt tæki til að sjá breytingar í umhverfismálum og þeir hjálpa okkur til að setja stefnuna,“ segir Karl Sigurðsson formaður umhverfis- og samgönguráðs.

Umhverfisvísar Reykjavíkurborgar eru af ýmsum toga ...

12. nóvember 2010

Svifryksgildi mældist há við Grensásveg í Reykjavík í gær. Hálftímagildið klukkan 15:30, þ. 2. nóvember, mældist yfir eitt þúsund míkrógrömm á rúmmetra. Heilsuverndarmörkin á sólarhring eru 50 míkrógrömm á rúmmetra. Meðaltal frá miðnætti er 113.

Hér er um staðbundin áhrif á Grensásvegi að ræða, sennilega vegna uppþyrlunar ryks frá götum, frá framkvæmdasvæðum eða salts úr sjónum. Þetta bendir til ...

03. nóvember 2010

„Of lengi hafa of fáir farið með vald þjóðarinnar án auðmýktar. Íslendingar eru óánægðir lýðræðissinnar sem geta tekið valdið til sín aftur,” segir í nýrri bók eftir Gunnar Hersvein sem Skálholtsútgáfan gefur út. Bókin nefnist Þjóðgildin og fjallar um gildin sem viska fjöldans valdi á Þjóðfundinum 14. nóvember 2009:

Heiðarleiki, jafnrétti, virðing, réttlæti, kærleikur, ábyrgð, frelsi, sjálfbærni, lýðræði, fjölskylda, jöfnuður ...

29. október 2010
Spænska borgin Vitoria-Gasteiz og franska borgin Nantes verða Grænu borgirnar í Evrópu árið 2012 og 2013. Þetta var tilkynnt rétt í þessu í Stokkhólmi á alþjóðaráðstefnu um Grænar borgir í Evrópu. Reykjavíkurborg var meðal sex tilnefndra borga sem komu til greina.
Fyrir um það bil ári var ákveðið að Reykjavíkurborg leitaði eftir tilnefningunni um að vera European Green Capital eða ...
21. október 2010

Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands boðaði til opinnar samræðu 7. október um niðurstöður nefndar um orku- og auðlindamál sem ríkisstjórnin skipaði til að rannsaka söluna á HS orku. Í skýrslunni er sýnt fram á hvernig hið svokallaða Magma-mál snýst um grundvallarákvörðun sem Íslendingar þurfa að taka um sjálfræði þjóðarinnar og almannahag til frambúðar. Erindi og umræður voru mjög góðar og ...

Sextíu ár eru liðin frá því að Heiðmörk var opnuð sem útivistar- og friðland. Skógræktarfélagi Reykjavíkur var jafnframt falin varðveisla og umsýsla um henni. Jón Gnarr borgarstjóri Reykjavíkur flytur ræðu á fjölskylduhátíð í Heiðmörk á laugardaginn og gróðursetur garðahlyn í tilefni dagsins.

Milljónir trjáplantna hafa verið gróðursettar í Heiðmörk og er svæðið  nú vaxið samfelldum skógi. Heiðmörk er eitt af ...

24. júní 2010

Umhverfis- og samgönguráð Reykjavíkur verður umhverfis- og auðlindaráð og er því meðal annars ætlað að móta orku- og auðlindastefnu borgarinnar, segir í samstarfsyfirlýsingu Besta flokksins og Samfylkingarinnar sem kynnt var í dag, 15. janúar. Ráðið á að tryggja sameiginlegt eignarhald borgarbúa á auðlindum borgarlandsins og kveða á um eðlilegt afgjald af þeim.

Forgangsmál til framtíðar verða orkuskipti í samgöngum og ...

15. júní 2010

BrönugrasÁrlega er haldið upp á sameiginlegan Dag villtra blóma á Norðurlöndum. Grasagarðurinn í Reykjavík býður af því tilefni upp á leiðsögn um Laugarnestanga sunnudaginn 13. júní, kl. 11-13. Plöntur verða greindar til tegunda, fjallað um gróður svæðisins og starfsemi Flóruvina kynnt. Ekkert gjald er tekið fyrir þátttökuna. Leiðsögn er í höndum Hjartar Þorbjörnssonar safnvarðar Grasagarðsins.
Gestir mæta við Listasafn Sigurjóns ...

11. júní 2010

Gosmökkur yfir SuðurlandiStyrkur svifryks á höfuðborgarsvæðinu fer yfir heilsuverndarmörkin í dag, 4. júní. Hálftímagildið klukkan 12.30  í dag á mælistöð Reykjavíkurborgar við Grensásveg mældist 116 míkrógrömm á rúmmetra og í Fjölskyldu – og húsdýragarðinum var 86. Meðalgildið frá miðnætti við Grensásveg í hádeginu var 85 míkrógrömm á rúmmetra. Heilsuverndarmörk svifryks á sólarhring eru 50 míkrógrömm á rúmmetra. Svifryk berst sennilega að mestu ...

04. júní 2010

Hlutfall negldra dekkja í Reykjavík var talið miðvikudaginn 17. mars. Hlutfallið skiptist þannig að 39% ökutækja voru á negldum dekkjum og 61% var á öðrum dekkjum. Á sama tíma í fyrra var hlutfallið 42% negld á móti 58% ónegldum. Búist er við að styrkur svifryks verði yfir heilsuverndarmörkum í dag og á morgun.

Hvössum vindi er spáð í Reykjavík í ...

23. mars 2010

Styrkur svifryks verður líklega yfir heilsuverndarmörkum við miklar bílaumferðargötur í Reykjavík í dag og næstu daga. Styrkur svifryks mældist 100 míkrógrömm á rúmmetra milli 14:30 og 15:00 í dag við gatnamót Stakkahlíðar og Miklubrautar. Heilsuverndarmörkin á sólarhring eru 50 míkrógrömm á rúmmetra.

Skilyrði til svifryksmengunar eru oft fyrir hendi í borginni í febrúar og mars: þurrt í veðri ...

03. febrúar 2010

Eurpean Green CapitalBorgarstjórn Reykjavíkur hefur samþykkt tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um að Reykjavíkurborg sæki um tilnefningu sem Græna borgin í Evrópu (European Green Capital) árið 2012 eða 2013. Evrópusambandið útnefnir árlega Grænu borgina í Evrópu í þeim tilgangi að vekja athygli á mikilvægi umhverfismála í borgum.

Viðurkenningin er ætluð sem hvatning til borga um að skapa gott og heilnæmt umhverfi fyrir ...

09. janúar 2010

Styrkur köfnunarefnisdíoxíða (NO2) getur farið yfir heilsuverndarmörk í þéttbýli en efnin geta í háum styrk ert lungu manna og dýra. Á lognblíðum vetrardögum í Reykjavík myndast slör af menguðu lofti yfir borginni og þá fer magn köfnunarefnisdíoxíðs (NO2) á sólarhring stundum yfir viðmiðunarmörkin.

Sólarhringsmörk NO2 eru 75 míkrógrömm á rúmmetra og hefur þegar farið einu sinni yfir þau mörk á ...

04. janúar 2010

Styrkur svifryks í Reykjavík mældist hæstur 2.185 míkrógrömm á rúmmetra á mælistöð á ný ársnótt við Grensásveg. Á sama tíma, klukkan 1:30, mældist styrkurinn 1.260 á færanlegri mælistöð á horni Miklubrautar og Stakkahlíðar og 1.151 í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum klukkan 1:00. Heilsuverndarmörkin eru 50 míkrógrömm á rúmmetra á sólarhring.

Styrkur svifryks mældist í 20. sinn ...

Hávaða- og loftmengun fylgir gjarnan flugeldunum, skottertum og blysum. Búist er við stilltu veðri um þessi áramót og því líklegt að svifryksmengun í Reykjavík liggi í loftinu fram eftir nóttu.

„Loftmengunin fer eftir veðurskilyrðum á ný ársnótt,“ segir Anna Rósa Böðvarsdóttir hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur og að búast megi við töluverðri mengun ef veðurspáin gengur eftir. Styrkur svifryks (PM10) hefur oft ...

30. desember 2009

Bardagatertur, skotkökur og risatertur hafa átt vaxandi vinsældum að fagna meðal almennings og því er líklegt að víða standi tómir tertukassar á ný ársdagsmorgni. Mælst er til þess að kaupendur flugelda á höfuðborgarsvæðinu fari sjálfir með umbúðir og aðrar skotleifar í endurvinnslustöðvar Sorpu.

Þrátt fyrir að verulega hafi dregið úr innflutningi á flugeldum er búist við að kveikt verði í ...

29. desember 2009

Styrkur svifryks fór yfir heilsuverndarmörk á mælistöð Reykjavíkurborgar við Grensásveg bæði á laugar- og sunnudag. Svifryksmengun var hins vegar innan marka í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum þar sem önnur mælistöð er staðsett. Veðurstofan spáir áfram þurrviðri, kulda og tölvuverðum vindi og því má búast við staðbundinni svifryksmengun í borginni næstu daga.

Styrkur svifryks verður um þessar mundir mestur þar sem ryk ...

21. desember 2009

Óflokkað heimilissorp í Reykjavík dróst saman um 14% fyrstu níu mánuði ársins 2009 í samanburði við árið 2008. Þá hefur magn í grenndargáma og bláu tunnuna (fyrir pappír) dregist saman um helming á tveimur árum.

Meginástæða þessara breytinga er falin í bankahruninu því breytingin verður í október 2008. Minni neysla, betri nýting á mat og minni sóun er stór þáttur ...

17. desember 2009

Líkur eru á að styrkur svifryks verði yfir mörkum í Reykjavík í dag, 15. desember. Áfram er spáð hægum vindi og þurrviðri í vikunni og líkur eru á svifryksmengun næstu daga. Sökum hlýviðris er ekki hægt að rykbinda umferðagötur.

Sólarhringsmörk svifryks (PM10) eru 50 míkrógrömm á rúmmetra en mælist núna 53. Hæsta hálftímagildið í dag mældist 118 á Grensásvegi. Sjá ...

15. desember 2009

Færri fara nú einir í einkabíl til vinnu eða skóla á morgnana en árið 2008. 71% reyndust keyra í vinnuna samkvæmt ferðavenjukönnun sem Umhverfis- og samgöngusvið lét gera í nóvember. Árið 2008 keyrðu 76% í vinnuna. Um það bil 4% fleiri ganga til vinnu en áður og fleiri hjóla.

„Græna skrefið að greiða götu fólks í umferðinni hefur greinilega skilað ...

14. desember 2009

Um þessar mundir búa ökumenn bifreiðar sínar undir veturinn og hjólreiðamenn huga að hjólum sínum en spáð er að hlutur reiðhjóla á götum borgarinnar eflist í vetur. Ný talning á hlutdeild bifreiða og reiðhjóla á völdum götum sýnir að hlutur reiðhjóla í Austurstræti er 11%, Suðurhlíð 10% og 6% á Bíldshöfða.

Fullyrt hefur verið að reiðhjólið sé einn snjallasti fararskjóti ...

03. nóvember 2009

Reykjavík stefnir að því að verða forystuborg á heimsvísu í rafbílavæðingu. Umhverfis- og samgönguráð stofnaði í dag starfshóp sem á að finna leiðir til að ná þessu markmiði eins fljótt og auðið er. Kjöraðstæður eru taldar vera fyrir hendi í Reykjavík til að gera borgarbúum fært að reka rafbíla í borginni á hagkvæman hátt.

Samgöngur er helsta uppspretta losunar gróðurhúsalofttegunda ...

27. október 2009

Magn úrgangs frá heimilum í Reykjavík hefur dregist saman, gæði drykkjarvatns og strandsjávar er áfram mjög gott og laxastofninn í Elliðaánum tekur aftur við sér eftir lægð, þetta kemur fram í skýrslu um umhverfisvísa í Reykjavík. Samgöngur eru áfram sá þáttur sem helst hefur áhrif á umhverfi borgarinnar.

„Umhverfisvísarnir sýna að við höfum náð miklum árangri, þótt við þurfum að ...

23. október 2009

Dregið hefur jafnt og þétt úr notkun nagladekkja í Reykjavík undanfarin ár. Á liðnum vetri töldust 42% bifreiða á nöglum í marsmánuði en 44% árið áður. Veturinn 2004-2005 voru 58% bifreiða á nöglum í mars. Nagladekk spæna upp malbikið hundrað sinnum hraðar en önnur dekk og valda með því meira svifryki og auknum kostnaði við viðhald gatna.

Svifryk hefur farið ...

06. október 2009

Köstulum og sandkössum er markvisst fækkað þegar opin leiksvæði eru endurnýjuð og fallundirlag leiktækja bætt. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur eftirlit með opnum leiksvæðum í borginni og gerðu heilbrigðisfulltrúar úttekt á þeim í vor. 144 leiksvæði voru skoðuð eða rúmlega helmingur þeirra með áherslu á öryggismál.

Niðurstaðan var að athugasemdir Heilbrigðiseftirlits vegna opinna leiksvæða í Miðbænum og Vesturbænum reyndust töluvert fleiri en ...

02. október 2009

Borgarstjórinn og bæjarstjórar á Höfuðborgarsvæðinu tóku þátt í hjóladegi fjölskyldunnar með því að sameinaðist í Nauthólsvík og hjóla þaðan í Ráðhúsið þar sem Tjarnarspretturinn í götuhjólreiðum var í þann mund að hefjast.
Hjólalestir sveitafélaganna á Höfuðborgarsvæðinu tengdust við Ylströndina áður en stígið var á sveif beint í Ráðhúsið þar sem boðið var upp á heilsusamlegar veitingar.

Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri ...

19. september 2009

Hjóladagur fjölskyldunnar verður laugardaginn 19. september. Þátttakendur munu hittast á völdum áfangastöðum þar sem reyndir hjólreiðamenn taka á móti og fylgja hópnum í Nauthólsvík. Borgarstjóri og bæjarstjórar á höfuðborgarsvæðinu munu hittast á reiðhjólum í Nauthólsvík og hjóla ásamt hópnum í Ráðhúsið þar sem boðið verður upp á hressingu.

„Við ætlum að fá sem flesta út að hjóla og skapa góða ...

18. september 2009

Hjóladagur, fjársjóðsleit í strætó, vistgötur, ný r vefur um öryggi barna á leið í skólann, bíllausir leikskólar og hjólalestar er meðal þess sem boðið er upp á í Samgönguviku Reykjavíkurborgar 2009. Markmið vikunnar er meðal annars að vekja borgarbúa til umhugsunar um eigin ferðavenjur.

Reykjavíkurborg tekur þátt í Evrópskri samgönguviku ásamt 2000 öðrum borgum og bæjum. Eitt af verkefnunum er ...

15. september 2009

Fyrsta samgöngustefnan fyrir starfsemi Reykjavíkurborgar var samþykkt í borgarráði í dag. Stefnunni er ætlað að gera samgöngur á vegum borgarinnar vistvænar, draga úr ferðaþörf og stuðla að bættu borgarumhverfi til framtíðar.

Samgöngustefnan tekur til allra sviða og stofnana borgarinnar. Hún gefur borginni tækifæri til að sýna gott fordæmi í samgöngumálum, draga úr mengun og stuðla að betri borg. Árlega ...

11. september 2009

Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar og Landvernd hafa gert með sér samning til þriggja ára um alþjóðlega verkefnið Vistvernd í verki. „Allir geta gert eitthvað, einn flokkað betur úrgang, annar dregið úr orkunotkun á heimilinu og sá þriðji getur breytt ferðavenjum sínum,“ segir Eygerður Margrétardóttir.

Vistvernd í verki felur í sér lífsstíll sem hefur góð áhrif á umhverfi, heilsu og fjárhag ...

09. september 2009

Fjölmenni á Laugavegi"Við viljum gefa fótgangandi meira rými og afslappaðra andrúmsloft til að njóta verslunar og menningarlífs á Laugaveginum," segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi og að ef borgarbúar taki strikið á Laugaveginn á morgun muni þeir upplifa bæði skemmtilega verslanir og lifandi tónlist þar að auki." Laugavegurinn frá Frakkastíg og Bankastræti verður göngugata eftir hádegi laugardaginn 5. september og vonast er til ...

40% ökumanna á Laugaveginnum í miðborg Reykjavíkur keyra þar í gegn án erindis eða til að sækja vinnu. Tæplega annar hver bílstjóri (45%) sem keyrir Laugaveginn í miðborg Reykjavíkur á erindi í verslun, á veitingastað eða leitar eftir annarri þjónustu þar. Aðrir ökumenn fara þar um til að njóta mannlífs, skoða í glugga eða eiga beinlínis heima við götuna. 1 ...
02. september 2009

Loftslags- og loftgæðastefna Reykjavíkurborgar var samþykkt í borgarstjórn í dag. Stefnan er eitt af Grænu skrefunum í Reykjavík og meginmarkmið hennar er að draga úr losun á gróðurhúsalofttegundum og bæta loftgæðin í borginni.

Reykjavíkurborg er fyrsta sveitarfélagið á Íslandi sem setur sér stefnu af þessu tagi. Stýrihópur hefur undanfarið unnið að undirbúningi stefnunnar og meðal annars lagt fram fjölda tillagna ...

01. september 2009

Maðurinn sem leggur sig allan fram við að tína rusl úr görðum í miðborginni heitir Grímur Þorkell Jónasson og á hann í dag, 28. ágúst 2009, þrjátíu ára starfsafmæli hjá Garðyrkju Reykjavíkur.

Grímur er gjarnan með ruslatínustöng við hönd og svartan ruslapoka. Þeir sem á annað borð fara í miðborgina eru líklegir til að hafa einhvern tíma komið auga á ...

28. ágúst 2009
Gerð verður tilraun til að stýra umferð á morgnanna á virkum dögum á Hlíðarfæti við Öskjuhlíð með því móti að leyfa aðeins umferð þeirra sem fara samferða í bíl. Umhverfis- og samgönguráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í gær að fela samgöngustjóra borgarinnar að gera tilraun með þetta að leiðarljósi. „Við viljum með þessari samþykkt stuðla að vistvænni ferðamáta til ...
26. ágúst 2009

„Það gleður mig afar mikið að hér sé að hefjast sjálfsprottið verkefni þar sem grasrótin, íbúarnir, taka að sér að gera gott hverfi betra,“ sagði Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir formaður umhverfis- og samgönguráðs á íbúahátíð á leikvellinum við Lynghaga 18. ágúst.

Íbúahátíðin var fjölsótt þótt sumarið hopaði á fæti þennan dag. Verkefninu á vellinum er ætlað að efla samstarf borgar og ...

20. ágúst 2009

Fleiri en 600 börn á aldrinum 8 – 12 ára hafa ræktað sitt eigið grænmeti í Skólagörðum Reykjavíkur í sumar og komið reglulega heim færandi hendi. Uppskeruhátíð verður í görðunum í næstu viku. Hver garður var vel nýttur í sumar.

„Sumarið hefur gengið mjög vel,“ segir Auður Jónsdóttir hjá Skólagörðum Reykjavíkur, „en börnin hafa oft þurft að vökva garðana vegna þess ...

14. ágúst 2009
Ferðavenjur vegfarenda á Laugavegi og Skólavörðustíg voru kannaðar í júlímánuði og reyndust langflestir fótgangandi. Helstu erindi fólks á Laugavegi verða könnuð á næstu dögum. „Veðrið hefur leikið við okkur í sumar og margir gengið Laugaveginn til að versla, skoða í glugga, fá sér matarbita eða bara til að njóta mannlífsins,“ segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir formaður umhverfis- og samgönguráðs.

Rþmi fyrir ...
13. ágúst 2009

Mávi hefur nú fjölgað aftur við Tjörnina í Reykjavík, sennilega vegna þess að fæða hans í sjó hefur brugðist. Mávar leita fæðis í borginni og því er mikilvægt að draga úr óbeinum matargjöfum bæði með tryggum frágangi á matarleifum og með því að draga úr brauðgjöfum á Tjörninni á sumrin.
Fræðsluskilti eru við Tjörnina með upplýsingum um sterk samband milli ...

29. júlí 2009

Pósthússtræti var lokað í gær og verður áfram lokað um helgina vegna góðviðris. Betri aðstaða fyrir gangandi vegfarendur í miðborginni er eitt af Grænu skrefunum í Reykjavík. Lokun götunnar í blíðviðri hefur lagst vel í bæði gangandi vegfarendur og þá sem reka veitingahús umhverfis Austurvöll.

Pósthússtræti hefur iðulega verið lokað í sumar á góðum dögum. Umhverfis - og samgöngusviði hafa reglulega ...

11. júlí 2009
Landnemahópur Vinnuskóla Reykjavíkur rúllaði hjólbörum inn á Lækjartorg í hádeginu í dag og bauð gestum og gangandi að grilla í þeim. „Við viljum laða fjölskyldufólk í bæinn með því að virkja græn svæði og torg í borginni,“ segir Guðlaug Hrefna Jónasdóttir landnemi.

Hjólbörugrill verður fastur liður á Lækjartorgi í sumar og er fólk hvatt til að koma í hádeginu á ...
29. júní 2009

Flest starfsfólk Umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar eða 85% segjast taka virkan þátt í að skapa betra borgarumhverfi. 75% þeirra segjast einnig leggja metnað sinn í að vera fyrirmynd í umhverfismálum. „Ánægjulegt að sjá að starfsfólk sviðsins finnur að með verkum sínum bæti það borgarumhverfið,“ segir Ellý Katrín Guðmundsdóttir sviðsstýra.

Niðurstaðan kom fram í viðhorfskönnun meðal starfsmanna Umhverfis- og samgöngusviðs þar ...

25. júní 2009

Heilbrigðieftirlit Reykjavíkur tilkynnir um innköllun á grísagúllasi vegna salmonellu.
Ferskar kjötvörur ehf.  hafa í varúðarskyni innkallað grísagúllas sem framleitt var af fyrirtækinu þann 5.6. 2009. Ástæða innköllunarinnar er að í sýnum sem tekin voru af vörunni greindist salmonella. Varan er ekki lengur á markaði.

Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vöruna sem innköllunin einskorðast við: Vöruheiti: Grísagúllas. Pökkunardagur: 5.6.2009. Síðasta ...

19. júní 2009

,,Almenningur er sífellt meira vakandi fyrir loftslags- og loftgæðamálum og það er gaman að sjá að meirihluti innsendra ábendinga komu frá áhugasömum íbúum,“ segir Eygerður Margrétardóttir umhverfisfræðingur hjá Umhverfis- og samgöngusviði. En Reykjavíkurborg óskaði í vor liðsinnis borgarbúa um hvernig annars vegar mætti sporna gegn gróðurhúsaáhrifum af mannavöldum og hvernig hinsvegar bæta mætti loftgæði í borginni.
 
Fjölmargar góðar ábendingar bárust ...

04. júní 2009

Líkur eru á að styrkur svifryks verði yfir mörkum í Reykjavík í dag, 13. maí. Svifryksmengunin virðist helst berast til borgarinnar frá meginlandi Evrópu og með sandstormum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Styrkur ósons (O3) er einnig hár.

Sólarhringsmörk svifryks (PM10) eru 50 míkrógrömm á rúmmetra en hálftímagildið mældist klukkan 11 í dag 165 á Grensásvegi og 138 í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum ...

13. maí 2009

„Ég veit að margir Reykvíkingar eru spenntir að koma áhugamáli sínu um matjurtarækt í framkvæmd, þessi samningur ætti að styðja vel við þann áhuga,“ sagði Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir formaður umhverfis- og samgönguráðs í tilefni af samkomulagi Reykjavíkurborgar og Garðyrkjufélags Íslands um matjurtagarða við Stekkjarbakka í sumar.

„Garðyrkjufélagið getur með þessum samningi stutt við matjurtarækt með fræðslu og tengslum milli ræktenda ...

30. apríl 2009

Samráðsfundur Reykjavíkurborgar og borgarbúa um endurnýjað Miklatún verður haldinn miðvikudaginn 6. maí á Kjarvalsstöðum kl. 17:00- 19:00. Fundurinn er liður í því verkefni að móta Miklatúnið til framtíðar. „Markmiðið er að fá sem Reykvíkinga úr öllum hverfum til að segja skoðun sína á Miklatúni og koma með tillögur að borgargarði,“ segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir formaður umhverfis- og samgönguráðs ...

29. apríl 2009

Strandlengja Reykjavíkur er hrein og hæf sem útivistarsvæði og til að böðunar. „Niðurstöðurnar eru sérlega ánægjulegar fyrir Reykjavíkurborg og alla þá sem leggja stund á sjóböð í Nauthólsvík,“ segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir formaður umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.

Valdir staðir á strandlengju Reykjavíkurborgar henta vel til útivistar og sjósund í Nauthólsvík ný tur nú mikilla vinsælda  Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur vaktar strandsjóinn umhverfis ...

27. apríl 2009

Nagladekk eru óleyfileg undir bifreiðum eftir 15. apríl 2009. Nagladekk spæna upp malbik hundrað sinnum hraðar en önnur dekk og eru áhrifamikill valdur að svifryksmengun í Reykjavík. Svifryk fór fjórum sinnum yfir heilsuverndarmörk í marsmánuði og hefur farið sex sinnum yfir á árinu. Ökumenn eru hvattir til að skipta um hjólbara við fyrsta tækifæri.

Sjá nánari upplýsingar um svifryk og ...

03. apríl 2009

Hægt er að spara tíunda hvern tank með því að tileinka sér nokkur einföld brögð í akstri. Bílstjórar Sorphirðu Reykjavíkur sitja nú verklegt og bóklegt námskeið í vistakstri. Einnig dregur vistakstur úr mengun í borginni.

Jón Haukur Edwald er einn af kennurunum í vistakstri. Hann kennir á Benz. Hann mældir aksturinn út í fyrri hluta ökuprófs og tæki skannar aksturinn ...

31. mars 2009

Reykjavíkurborg hefur óskað eftir liðsinni borgarbúa um ábendingar um hvernig bæta megi annars vegar loftgæði í borginni og hins vegar hvernig sporna megi gegn gróðurhúsaáhrifum af mannavöldum.

Lokadagur til að senda inn ábendingar og umsagnir um stefnu og aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar í loftlags- og loftgæðamálum er í dag 31. mars. Reykjavíkurborg vill með stefnunni leggja sitt að mörkum til að sporna ...

31. mars 2009

Umhverfis- og samgönguráð brást í janúar hratt við þeirri hugmynd að bæta við matjurtagörðum í borginni og vonir standa til að fjöldi garða anni eftirspurn. „Heimaræktað grænmeti er ofarlega á lista hjá fjölskyldum í Reykjavík enda uppbyggilegt og vistvænt verkefni að hugsa um matjurtagarða,“ segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir formaður umhverfis-og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.

 Jákvæð umræða skapaðist um matjurtagarða í kjölfar greinar ...

26. mars 2009
„Vistvæn innkaup geta sparað hinu opinbera stórfé og dregið úr losun gróðurhúsaáhrifa á jörðinni.“ Þessi fullyrðing verður studd gögnum á alþjóðaráðstefnu um vistvæn innkaup sem stendur yfir í Reykjavík dagana 26. og 27. mars.

Reykjavíkurborg heldur ráðstefnuna EcoProcura fyrir hönd ICLEI - alþjóðasamtaka sveitarstjórna um sjálfbærni. Alls eru 209 gestir hvaðanæva úr heiminum skráðir á hana eða frá 40 löndum. Hanna ...
25. mars 2009
„Borgin ætlar að sýna gott fordæmi og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og bæta loftgæðin með því að gera starfsemi borgarinnar visthæfa og hvetja fyrirtæki og íbúa til að gera það sama,“ segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir formaður umhverfis- og samgönguráðs í tilefni af því að Reykjavíkurborg hefur óskað eftir umsögnum, hugmyndum og áliti á drögum að Stefnu og aðgerðaráætlun í loftlags- ...
17. mars 2009
„Ég er stolt af því að geta boðið öllum unglingum í 8.,9. og 10. bekk í Vinnuskóla Reykjavíkur í sumar,“ segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir formaður umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar. Áfram verður tekið á móti öllum nemendum sem skrá sig í Vinnuskólann en að vinnutími nemenda verðiur styttur.

Búist er við miklum fjölda í Vinnuskólann í sumar. Skólinn hefur verið ...
10. mars 2009
Styrkur svifryks fór yfir heilsuverndarmörk þrjá daga í röð í liðinni viku. Rykbinding á helstu umferðagötum á föstudag dugði ekki allan daginn vegna þess að blandan var of þunn. Ekki er búist við svifryksmengun næstu daga.

Heilsuverndarmörk svifryks (PH10) eru 50 míkrógrömm á rúmmetra. Sólarhringsstyrkur svifryks við Grensásveg reyndist 61 fimmtudaginn 5. mars, 54,1 á föstudag og 55,6 ...
09. mars 2009
Helstu umferðagötur í Reykjavík voru rykbundnar í nótt til að koma í veg fyrir að svifryk fari yfir heilsuverndarmörk á föstudaginn 6. mars. Styrkur svifryks (PH10) var við heilsuverndarmörk í gær, 5. mars. „Aðalumferðagötur höfðu þornað í gær og ryk þyrlast upp af þeim,“ segir Anna Rósa Böðvarsdóttir heilbrigðisfulltrúi Umhverfis- og samgöngusviðs.

Í dag verða aðstæður fyrir svifryksmyndun í Reykjavík ...
06. mars 2009
Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur samþykkti í dag, 2. mars 2009, viðbragðsáætlun um loftgæði í Reykjavík. „Viðbragðsáætlunin er sett með því markmiði að draga úr þeirri hættu sem mengunarefni í andrúmslofti geta haft á borgarana og þakkar nefndin þá metnaðarfullu vinnu sem starfsfólk Umhverfis- og samgöngusviðs hefur lagt í áætlunina,“ segir í bókun nefndarmanna.

Heilbrigðisnefnd telur einnig brýnt að skapa hið fyrsta aðstæður ...
02. mars 2009
Líklegt er að loftmengun verði yfir heilsuverndarmörkum í dag, þriðjudag. Kalt er í lofti, lítill raki og logn og götur þurrar.  Bæði svifryk (PM10) og köfnunarefnisdíoxíð (NO2) gæti því farið yfir mörkin við helstu umferðargötur á höfuðborgarsvæðinu.

Bílaumferðin er meginorsök loftmengunar í Reykjavík og því er besta ráðið til að draga úr mengun að hvíla bílinn í dag. Svifryksmengun (PM10 ...
10. febrúar 2009

Svifryksmengun á áramótum mældist mest við Melatorg í Reykjavík en þar er ein mælistöð Umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar nú staðsett. Heilsuverndarmörk svifryks eru 50 míkrógrömm á rúmmetra en mengunin við Melatorg mældist 425 míkrógrömm á rúmmetra fyrstu klukkustund ársins.

Svifryksmengunin mældist enn yfir heilsuverndarmörkum við Melatorg á hádegi í dag en sólarhringurinn allur mun mælast undir mörkum. Mengunin mældist 300 ...

01. janúar 2009
Útikennsla hefur skotið rótum í fjölmörgum grunn- og leikskólum í borginni og er nú fastur þáttur í skólastarfinu. Nemendur í langflestum leikskólum, þar sem lagt er stund á útinám, fara einu sinni í viku eða oftar í útikennslu. Þetta kemur fram í könnun Náttúruskóla Reykjavíkur á útikennslu í grunn- og leikskólum Reykjavíkurborgar.

Niðurstöður benda sterklega til þess að þeir leik- ...
Borgarstjórn Reykjavíkur hefur ákveðið að unnin verði græn samgöngustefna fyrir starfsemi Reykjavíkurborgar. „Slík stefna gæti orðið eitt af aðalsmerkjum Reykjavíkurborgar,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri en tillaga þessa efnis var samþykkt með öllum atkvæðum á fundi borgarstjórnar í dag.

Á fundi borgarstjórnar kom fram að markmið samgöngustefnunnar yrði að innleiða vistvænar samgöngur í starfsemi borgarinnar og stuðla að betra og ...
18. nóvember 2008
Ef engin bifreið á götum borgarinnar væri búin nagladekkjum gæti Reykjavíkurborg sennilega sparað um það bil 300 milljónir króna árlega. Gert er ráð fyrir að árlega þurfi um það bil 10.000 tonn meira af malbiki en ella vegna mikillar nagladekkjanotkunar. Svifryk hefur farið 22 sinnum yfir heilsuverndarmörk á árinu.

Nagladekk spæna upp malbikið á götum borgarinnar hundrað sinnum hraðar ...
05. nóvember 2008
í dag, á Evrópska umferðaröryggisdeginum leggur Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar áherslu á að vegfarandendur búi sig undir veturinn. Ökumenn bifreiða þurfa t.d. að kanna bílljósin og skoða vetrardekkin. Erlendar rannsóknir á vetrardekkjum benda til þess að alhliða vetrardekk dugi í fleiri tilfellum betur en nagladekk.

Naglar á reiðhjóladekkjum henta hins vegar vel enda spæna þau ekki upp malbik og ...
13. október 2008

Undanfarið hefur verið unnið að bættum samgöngum fyrir reiðhjólafólk í Reykjavík. Nú standa yfir reiðhjólamerkingar á Suðurgötu og á Einarsnesi. Margir notuðu helgina til að koma reiðhjólum sínum í stand á nýjan leik.

Starfsmaður Umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar fór í hjólaferð á laugardaginn, kannaði hjólreiðastíga og -merkingar og ræddi við hjólreiðafólk. Eitt af grænu skrefunum í Reykjavík felst í því ...

13. október 2008

Ekkert sýni af íslensku grænmeti og ávöxtum innihélt varnarefnaleifar yfir hámarksgildum og einungis 3.3% sýna af erlendu grænmeti  og ávöxtum samkvæmt skýrslu Matvælastofnunar. Varnarefnaleifar í matmælum  er viðfangsefni fræðslufundar fyrir almenning sem Matvælastofnun heldur þriðjudaginn 30. september.

Reglubundnu eftirliti með varnarleifum í ávöxtum og grænmeti var háttað þannig að starfsmenn matvælaeftirlits Umhverfis og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar tóku sýni vikulega hjá ...

„Strætóreinin bætir hag strætó til muna og á næstu árum mun Reykjavíkurborg halda áfram að bæta við forgangsbrautum víðs vegar um borgina,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri þegar hún opnaði ásamt Kristjáni Möller samgönguráðherra forgangsakrein á Miklubraut fyrir almenningssamgöngur.

„Strætó fær nú aukinn forgang í umferðinni í Reykjavík en það er liður í þeim Grænum skrefum sem stigin hafa verið ...

Einkabílinn er klárlega ofnotaður í Reykjavík að mati Sigrúnar Helgu Lund ný kjörins formanns Samtaka um bíllausan lífsstíl. „Við viljum láta rödd okkar heyrast, rödd sem andmælir slæmum tillögum, mælir með öðrum góðum og sem styður jafnræði millli samgöngumáta,“ sagði hún á fjölmennum stofnfundi í gærkvöldi.

„Hver og einn þarf að spyrja sig: Hvernig nota ég bílinn? Gæti ég komist ...

Viðmiðunargildi fyrir heilsuverndarmörk eða lyktarmörk vegna brennisteinsvetnis hafa ekki verið sett hér á landi. Ef miðað er við leiðbeiningargildi Alþjóðaheilbrigðisstofnunar (WHO) hefur styrkur brennissteinsvetnis ekki farið yfir heilsuverndarmörk í Reykjavík. Hins vegar hefur styrkurinn oft  farið yfir lyktarmörkin.

Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar keypti mælitæki árið 2006 til að mæla brennisteinsvetni (H2S) og hóf mælingar 22. febrúar sama ár í mælistöðinni ...
10. september 2008

Árleg uppskeruhátíð verður haldin í nytjajurtagarði Grasagarðsins í Laugardal laugardaginn 30. ágúst klukkan 13-16. Garðyrkjufræðingar taka á móti gestum og borð verða hlaðin af fjölbreyttum og ferskum matjurtum.

Fólki gefst kostur á að fræðast um ræktun á laugardaginn og bragða á hinum ýmsu tegundum grænmetis, kryddjurta og berja. Kartöflum verður sýndur sérstakur sómi því fyrir 250 árum voru fyrst teknar ...

29. ágúst 2008

Bílstjórar í Reykjavík hafa lagt undir sig margar gangstéttar sem börn þurfa að nota til að komast til og frá skóla. Þeir nota gangstéttar eins og bílastæði og gangandi börn þurfa að hörfa út á götu. Stöðuverðir Reykjavíkurborgar munu fylgjast sérlega vel með þessum götum næstu daga og skrifa stöðubrotsmiða.

Umhverfis- og samgönguráð hefur hvatt alla borgarbúa sem geta til ...

27. ágúst 2008

Pósthússtræti er lokað í dag fyrir bílaumferð vegna veðurblíðu. Lokun götunnar á góðviðrisdögum í sumar hefur mælst vel fyrir hjá veitingahúsaeigendum og gestum sem njóta veitinga utandyra. Lokunin dregur úr hljóðmengun á Austurvelli og mengun vegna útblásturs bifreiða.

Græna skrefið að loka Pósthússtræti á góðviðrisdögum tókst vel í sumar að mati Pálma Freys Randverssonar verkefnisstjóra hjá Umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkurborgar ...

Loftgæði í Reykjavík í dag eru góð en svifryk fór yfir heilsuverndarmörk á sunnudaginn vegna mengunar frá meginlandi Evrópu. Mengun sem berst á milli landa er algeng í Evrópu.

Mengað meginlandsloft hefur gengið yfir sunnanvert Ísland undanfarna daga. Sunnudaginn 17. ágúst skreið styrkur svifryks rétt yfir sólarhingsheilsuverndarmörk í Reykjavík og mældist 52,3 míkrógrömm á rúmmetra við Grensásveginn en viðmiðunarmörkin ...
19. ágúst 2008
Viðskiptavinur í byggingavöruverslun getur gert ráð fyrir að í tæplega 30% tilvika vanti alfarið íslenskar varnaðarmerkingar á efnavörur. Þetta sýnir könnun sem framkvæmd var á felstöllum heilbrigðiseftirlitssvæðum á landinu.

Almenningur kaupir gjarnan efnavörur í byggingavöruverslunum á sumrin meðal annars vegna viðgerða og viðhalds á eigin húsnæði. „Verulegur misbrestur er á merkingum í byggingavöruverslunum. Sérstaklega vantar íslenskar varnaðarmerkingar á efnavörur frá ...
13. júlí 2008
„Strætó er visthæfur og góður samgöngukostur og standa vonir borgarinnar til að verkefnið um námsmannakortin verði þáttur í því að gera almenningssamgöngur að kröftugum ferðamáta til frambúðar,“ segir Gísli Marteinn Baldursson formaður umhverfis- og samgönguráðs en borgarráð samþykkti nýlega að fella áfram niður gjald í strætó fyrir reykvíska framhalds- og háskólanemendur.

Græna skrefið „Miklu betri strætó“ tókst afar vel skólaárið ...
07. júlí 2008

Í tilkynningu frá Umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkur segir að öll sýni sem tekin voru í júní við strandlengju Reykjavíkur hafi verið innan viðmiðunarmarka. Hvergi hefur orðið vart við skólpmengun. Mörkin í nánd við fjörur eru 100 saurkólígerlar í 100 millilítrum.

Umhverfis- og samgöngusvið vaktar strandlengju borgarinnar. Heilbrigðisfulltrúar taka sýni mánaðarlega á ellefu stöðum. Sýnatökustaðir eru valdir með tilliti til þess ...

04. júlí 2008
Mengun hefur verið undir umhverfismörkum í Skerjafirði og Nauthólsvík síðastliðin fjögur ár. „Við höfum vaktað strandlengjuna undanfarin ár og það hefur ekki orðið vart við skólpmengun á þessu svæði,“ segir Svava S. Steinarsdóttir hjá umhverfiseftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar.

Fréttablaðið, Stöð 2 og Vísir.is hafa að undanförnu fjallað um mögulega skólpmengun í Skerjafirði og Nauthólsvík. Umhverfis- og samgöngusvið vill af þessu ...
26. júní 2008

„Nú er tími til að hefja nýja sókn í gróðursetningu trjáa,“ sagði Gísli Marteinn Baldursson formaður umhverfis- og samgönguráðs eftir að hafa skrifað undir samkomulag við Skógræktarfélag Reykjavíkur um gróðursetningu 460 þúsund skógarplantna.

Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar og Skógræktarfélag Reykjavíkur gerðu með sér samning um gróðursetningu 460 þúsund skógarplantna í Heiðmörk, Esjuhlíðum og Úlfarsfelli. Plantað verður árin 2008, 2009 og ...

Sandur berst nú með austlægum áttum yfir höfuðborgarsvæðið og hefur svifryk því mælst yfir heilsuverndarmörkum í dag. Meðaltalsstyrkur svifryks (PM10) frá miðnætti í dag er 120 míkrógrömm á rúmmetra. Veðurstofan spáir svipuðu veðri í kvöld og á morgun og má því búast við að svifryk mælist áfram yfir mörkum. Ryk berst af hálendinu og sennilega úr opnum grunnum og óbundnum ...
04. júní 2008
„Ég vildi endurhugsa og -hanna í stað þess að bæta nýjum hlutum við heiminn,“ sagði Hlín Helga Guðlaugsdóttir sem útskrifaðist úr vöruhönnun við Listaháskóla Íslands um helgina. „Mig langaði til að skoða betur það sem til er og kanna nýjar víddir og urðu bílastæði fyrir valinu.“

Bílastæði er afmarkað svæði ætlað undir bifreiðar í skamman tíma. Ökumaður í borginni leitar ...
03. júní 2008

Flestir Íslendingar eru jákvæðir gagnvart flokkun á sorpi og sýna vilja til að flokka. Þó flokka 20% lítið sem ekkert og eru neikvæðir eða afskiptalausir gagnvart flokkun. 61% svarenda telja sig sóa peningum en ástæðurnar eru mismunandi. Þetta kemur fram í könnun á neysluvenjum og viðhorfum til endurvinnslu sem nú hefur verið gefin út.

Rannsóknin leiddi meðal annars í ljós ...

20. maí 2008
Sérstakur átta kílómetra langur hjólastígur frá Faxaskjóli að Reykjanesbraut var kynntur í umhverfis- og samgönguráði Reykjavíkur í gær. „Hjólandi umferð fær sérakrein sem bætir öruggi þeirra og gangandi vegfarenda, og þjónusta við stíginn verður jafnframt aukin,“ segir Gísli Marteinn Baldursson formaður ráðsins.

Markmiðið er að bæta aðstæður fyrir gangandi og hjólandi með breiðari stíg, aðskilnaði og breyttri legu. Lagt er ...
14. maí 2008

„Leiðin til að skapa rými fyrir fólk í borgum er að ganga á rými bifreiða,“ sagði Jan Gehl á fyrirlestri í hádeginu á vegum Félags íslenskra landslagsarkitekta. Gehl er arkitekt og starfaði sem prófessor í Kaupmannahafnarháskóla. „Fleiri og betri vegir og bílastæði merkir aðeins meiri umferð og loftmengun.“
Fræðasvið Gehls hefur í fjóra áratugi beinst að því að skapa meira ...

13. maí 2008

„Á leið minni heim í gær tók fjölskyldubíll af stað á hjárein, bílstjórinn taldi sig einungis þurfa að líta í eina átt og ók yfir hjólið mitt með mig á því,“ segir Guðrún skólastjóri Vinnuskóla Reykjavíkur. Hún stóð upp óbrotin en lemstruð. „Óverjandi er að hjólreiðamenn verji ekki toppstykkið sitt með hjálmi því það fæst ekki endurútgefið eða viðgert hjá ...

08. maí 2008

Kvartanir hafa undanfarið borist Hundaeftirliti Reykjavíkur og stjórn hestamannafélagsins Fáks vegna lausagöngu hunda á svæði Fáks. Hundaeftirlitsmenn hafa rætt við hundaeigendur og bent þeim á að lausaganga hunda er bönnuð.

Ef hundar trufla hesta verður talsverð slysahætta og hafa ófá slys orð á liðnum árum. Hundaeigendur eru því beðnir um að sýna aðgát í nánd við hesta jafnvel þótt hundarnir ...

02. maí 2008
Borgarráð fól í dag umhverfis- og samgönguráði að láta framkvæma könnun á viðhorfi borgarbúa til umhverfismála. „Við viljum kanna hvað Reykvíkingar vilja gera næst í umhverfismálum og hvað hver og einn vill leggja að mörkum,“ segir Gísli Marteinn Baldursson formaður umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.

Borgarráð vill láta kanna viðhorf borgarbúa til vistvæns lífsstíls en það er þema Dags umhverfisins og ...
25. apríl 2008

Salt og sandur var ofarlega í huga gesta á málþingi Félags umhverfisfræðinga á Íslandi um umferðarmengun og loftgæði en það var haldið á Akureyri í gær. „Sandur á götum er aukauppspretta svifryks,“ segir Anna Rósa Böðvarsdóttir hjá Umhverfis- og samgöngusviði.

Sandi er dreift á götur til að vinna bug á hálkunni á Akureyri en salt er notað í Reykjavík. Árið ...

15. apríl 2008
Eigendur rafbifreiða í Reykjavík eiga nú kost á ókeypis áfyllingu og bílastæði í miðborginni. Orkuveitan og Reykjavíkurborg kynntu orkupóst sem settur var upp við stæði í Bankastræti í dag.

Grænt skref var stígið í samgöngumálum í Reykjavík í dag. Þeir sem hyggjast festa kaup á rafbílum geta nú fengið ókeypis áfyllingu á þremum stöðum á höfuðborgarsvæðinu: Bankastræti og í verslunarmiðstöðvunum ...
01. apríl 2008
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur eftirlit með íbúðarhúsnæði en öll híbýli sem ætluð eru til íbúðar þurfa samþykki byggingafulltrúa. Flutningsgámur fær ekki leyfi sem íbúðarhúsnæði. Ef leyfi á að fást til að búa í gámi er um að ræða íbúðargám með leyfi byggingafulltrúa fyrir staðsetningu og þar sem gengist er undir skilmála um aðstöðu í og við gám.

„Ef íbúar húsnæðis telja ...
27. mars 2008
Svifryksmengun er undir heilsuverndarmörkum í dag þótt götur borgarinnar séu þurrar og verður stillt. Ástæðan er sú að í nótt og í morgun voru 290 km eknir til að dreifa 27 þúsund lítrum af rykbindiefnum á allar helstu umferðargötur í Reykjavík.

Götur borgarinnar koma nú rykugar undan snjó en dreifing magnesíumklóríðs kemur í veg fyrir að svifryk (PM10) þyrlist upp ...
14. mars 2008
Grágæsin er algengasti varpfuglinn í friðlandinu í Vatnsmýri. Engar stokkendur, gargendur, duggendur eða skúfendur notuðu friðlandið til varps árið 2007. Aðstæður tjarnarfugla eru óviðunandi að mati Ólafs K. Niesen og Jóhanns Óla Hilmarssonar sem tóku saman árskýrslu fyrir Umhverfis- og samgöngusvið um Fuglalíf Tjarnarinnar.

Fjórar tegundir anda reyndu varp við Tjörnina 2007: stokkönd, duggönd, skúfönd og æður. Eitt gargandapar var ...
12. mars 2008
Hlutfall negldra hjólbarða reyndist vera 44% á móti 56% ónegldra þegar talning fór fram 3. mars 2008. Á sama tíma í fyrra voru 47% ökutækja á negldum hjólbörðum. Svifryk hefur farið tvisvar yfir heilsuverndarmörk í mælistöð Umhverfis- og samgöngusviðs við Grensásveg. Úrkoman dregur úr mengun í borginni.

Farstöð mengunarvarna Umhverfis- og samgöngusvið er nú staðsett á gatnamótum Langholtsvegar og Skeiðarvogs ...
05. mars 2008

Börn á leikskólanum Bakka í Grafarvogi hafa tekið fjöruna fyrir neðan Staðarhverfið í fóstur. Þau afla gagna um fjöruna fyrir mengunarvarnir Umhverfis- og samgöngusviðs. Heilbrigðisfulltrúar eru leikskólanum innan handar vegna athugana og mælinga í fjörunni.

Leikskólinn Bakki, Umhverfis- og samgöngusvið og Náttúruskóli Reykjavíkur hafa einnig undirritað samstarfssamning um þetta verkefni. Vonir standa til að fleiri grunnskólar og leiksólar taki þátt ...

28. febrúar 2008

Nýtt efni:

Skilaboð: