Reykjavíkurborg hefur óskað eftir liðsinni borgarbúa um ábendingar um hvernig bæta megi annars vegar loftgæði í borginni og hins vegar hvernig sporna megi gegn gróðurhúsaáhrifum af mannavöldum.

Lokadagur til að senda inn ábendingar og umsagnir um stefnu og aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar í loftlags- og loftgæðamálum er í dag 31. mars. Reykjavíkurborg vill með stefnunni leggja sitt að mörkum til að sporna gegn hlýnun jarðar og stuðla að því að loftið í borginni sé heilnæmt.

Umsagnir ýmissa hagsmunaaðila ásamt ábendingum frá íbúum borgarinnar berast þessa dagana. Nokkrar hugmyndir hafa til að mynda borist um hvernig draga megi úr umferð í Reykjavík. Ein hugmyndin snýst um aðferð til að auðvelda fólki að verða samferða öðrum til og frá vinnu eða skóla.

Umsagnir má senda í tölvupósti á netfang Eygerðar Margrétardóttur framkvæmdastýru Staðardagskrár 21: eygerdur.margretardottir@reykjavik.is eða til Umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík, í síðasta lagi 31. mars 2009 merkt: „Ábending varðandi drög að Stefnu og aðgerðaáætlun í loftlags- og loftgæðamálum Reykjavíkurborgar.“

Birt:
March 31, 2009
Höfundur:
Gunnar Hersveinn
Tilvitnun:
Gunnar Hersveinn „Hvernig má bæta loftgæði í Reykjavík“, Náttúran.is: March 31, 2009 URL: http://nature.is/d/2009/03/31/hvernig-ma-baeta-loftgaeoi-i-reykjavik/ [Skoðað:Sept. 28, 2022]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: