Styrkur svifryks (PM10) mun mælast yfir  heilsuverndarmörkum í Reykjavík í dag, 4. janúar. Líkur eru á svifryksmengun næstu daga. Hálftímagildi svifryks klukkan 11 mældist tæplega 500 míkrógrömm á rúmmetra við Grensásveg og meðaltalið frá miðnætti var 231. Heilsuverndarmörk á sólarhring eru 50 míkrógrömm.

Hálftímagildið klukkan 10 í farstöð Umhverfis- og samgöngusviðsvið Tunguveg í Bústaðahverfi mældist 143 míkrógrömm á rúmmetra og meðaltalið frá miðnætti var 103.

Norðanstæður vindur er á Faxaflóasvæðinu, þurrviðri og lágt rakastig. Töluverður vindur ásamt bílaumferð þyrlar nú upp ryki í borginni og veldur svifryksmengun. Þeir sem eru með viðkvæm öndunarfæri ættu taka tillit til aðstæðna og fylgjast með loftgæðum á vefmæli borgarinnar sem sýnir svifryksmengun við Grensásveg en þar mælist jafnan mesta mengunin.

Sjá loftgæða vefmæli Reykjavíkurborgar.

Birt:
Jan. 4, 2011
Höfundur:
Gunnar Hersveinn
Tilvitnun:
Gunnar Hersveinn „Svifryk yfir mörkum í dag og ef til vill næstu daga“, Náttúran.is: Jan. 4, 2011 URL: http://nature.is/d/2011/01/04/svifryk-yfir-morkum-i-dag-og-ef-til-vill-naestu-da/ [Skoðað:June 12, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: