Hlutfall negldra dekkja í Reykjavík var talið miðvikudaginn 17. mars. Hlutfallið skiptist þannig að 39% ökutækja voru á negldum dekkjum og 61% var á öðrum dekkjum. Á sama tíma í fyrra var hlutfallið 42% negld á móti 58% ónegldum. Búist er við að styrkur svifryks verði yfir heilsuverndarmörkum í dag og á morgun.

Hvössum vindi er spáð í Reykjavík í dag, 23. mars, en engri úrkomu. Þannig að það er líklegt að svifryksgildi muni fara hækkandi í dag - og farið verði yfir heilsuverndarmörkin í 12 sinn á þessu ári, segir Anna Rósa Böðvarsdóttir heilbrigðisfulltrúi og að jafnframt séu líkur á að svifryksgildi verði há á morgun, 24. mars, þar sem spáin er svipuð. Svifrykið berst meðal annars frá samgöngum í borginni, en ryk hefur safnast upp í vetur, framkvæmdasvæðum og öðrum uppsprettum.

Styrkur svifryks klukkan 10.30 í morgun var 43 míkrógrömm á rúmmetra á mælistöð Umhverfis- og samgöngusviðs við Grensásveg. Ég býst við að mælistöðvarnar við Grensásveg og leikskólann Furuborg munu fara yfir heilsuverndarmörk í dag og á morgun, segir Anna Rósa, en heilsuverndarmörkin eru 50 míkrógrömm á rúmmetra.

Birt:
23. mars 2010
Höfundur:
Gunnar Hersveinn
Tilvitnun:
Gunnar Hersveinn „Svifryk yfir mörkum og 39% á negldum “, Náttúran.is: 23. mars 2010 URL: http://nature.is/d/2010/03/23/svifryk-yfir-morkum-og-39-negldum/ [Skoðað:28. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 23. apríl 2010

Skilaboð: