Nagladekkjum stórfækkar í Reykjavík. Hlutfall negldra dekkja var 32% undir lok janúar 2011 en var 42% í janúar árið 2008. „Þetta eru ánægjulegar fréttir þar sem Reykvíkingar geta aukið loftgæði og bætt hljóðvistina í borginni með því að velja önnur dekk en nagladekk,“ segir Eygerður Margrétardóttir framkvæmdastýra Staðardagskrár 21 í Reykjavík.

Hlutfall negldra dekkja undir bifreiðum var mælt 26. janúar síðastliðinn og reyndust 32% ökutækja á negldum en 68% á ónegldum. Hlutfallið er það sama og mældist í 17. nóvember 2010. Hlutfall nagladekkja í janúar 2009 var 41% og 42% árið 2008.

Reykjavíkurborg hefur undanfarin ári í beðið ökumenn að endurmeta dekkjakost bifreiða og hvatt þá til að velja fremur góð vetrardekk en nagladekk. Ókosturinn við nagladekk í borgum er að þau valda hávaða- og loftmengun og hækka verulega kostnað við viðhald gatna. Góð vetrarþjónusta er á götum borgarinnar og akstur eftir aðstæðum gera nagladekk óþörf í Reykjavík.

Birt:
28. janúar 2011
Höfundur:
Gunnar Hersveinn
Tilvitnun:
Gunnar Hersveinn „Nagladekkjum stórfækkar í Reykjavík“, Náttúran.is: 28. janúar 2011 URL: http://nature.is/d/2011/01/28/nagladekkjum-storfaekkar-i-reykjavik/ [Skoðað:28. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: