Bardagatertur, skotkökur og risatertur hafa átt vaxandi vinsældum að fagna meðal almennings og því er líklegt að víða standi tómir tertukassar á ný ársdagsmorgni. Mælst er til þess að kaupendur flugelda á höfuðborgarsvæðinu fari sjálfir með umbúðir og aðrar skotleifar í endurvinnslustöðvar Sorpu.

Þrátt fyrir að verulega hafi dregið úr innflutningi á flugeldum er búist við að kveikt verði í sex til sjö hundruð tonnum af flugeldum í kringum áramótin. Íbúar á Höfuðborgarsvæðinu eru því hvattir til þess að skila umbúðum og leifum af flugeldum og tertum á endurvinnslustöðvar Sorpu sem opna 2. janúar.

Flugeldar eiga ekki að fara í sorptunnur heimila. Þær myndu fyllast of fljótt og einnig er hætta á íkveikju. Meginreglan er að íbúar í hverju borgarhverfi hreinsi sjálfir sitt nánasta umhverfi eftir að hafa kvatt gamla árið með flugeldum og fari með leifarnar í Sorpu 2. janúar.

Búast má við svifryksmengun á gamlárskvöld og ný ársnótt því skottertur og blys valda miklum reyk. Heilsuverndarmörk fyrir svifryk eru 50 míkrógrömm á rúmmetra. Svifryk hefur farið yfir heilsuverndarmörk á ný ársdag undanfarin ár.

Grafík: Brunnin sprengiterta, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.

Birt:
29. desember 2009
Höfundur:
Gunnar Hersveinn
Tilvitnun:
Gunnar Hersveinn „Risatertur og skotkökur í endurvinnslu “, Náttúran.is: 29. desember 2009 URL: http://nature.is/d/2008/12/29/risatertur-og-skotkokur-i-endurvinnslu/ [Skoðað:24. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 29. desember 2008
breytt: 29. desember 2009

Skilaboð: