Heilbrigðieftirlit Reykjavíkur tilkynnir um innköllun á grísagúllasi vegna salmonellu.
Ferskar kjötvörur ehf.  hafa í varúðarskyni innkallað grísagúllas sem framleitt var af fyrirtækinu þann 5.6. 2009. Ástæða innköllunarinnar er að í sýnum sem tekin voru af vörunni greindist salmonella. Varan er ekki lengur á markaði.

Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vöruna sem innköllunin einskorðast við: Vöruheiti: Grísagúllas. Pökkunardagur: 5.6.2009. Síðasta neysludagur: 11.6.2009. Strikamerki: 2282974.

Heilbrigðiseftirlitið biður neytendur, sem kunni að eiga vöruna í frysti, um að hafa samband við fyrirtækið í síma 693-5645 eða 660-6330 og skila vörunni. Matvælaeftirlit Umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar hefur átt gott samstarf við Ferskar kjötvörur vegna þessa atviks. Öll önnur sýni sem tekin hafa verið af hráefnum og fullunnum vörum fyrirtækisins í þessum mánuði og fyrr hafa greinst neikvæð fyrir Salmonellu.

Sjá fréttatilkynningu frá Ferskum kjötvörum ehf.

Birt:
June 19, 2009
Höfundur:
Gunnar Hersveinn
Tilvitnun:
Gunnar Hersveinn „Innköllun á grísagúllasi vegna salmonellu“, Náttúran.is: June 19, 2009 URL: http://nature.is/d/2009/06/19/innkollun-grisagullasi-vegna-salmonellu/ [Skoðað:Sept. 28, 2022]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: