Árleg uppskeruhátíð verður haldin í nytjajurtagarði Grasagarðsins í Laugardal laugardaginn 30. ágúst klukkan 13-16. Garðyrkjufræðingar taka á móti gestum og borð verða hlaðin af fjölbreyttum og ferskum matjurtum.

Fólki gefst kostur á að fræðast um ræktun á laugardaginn og bragða á hinum ýmsu tegundum grænmetis, kryddjurta og berja. Kartöflum verður sýndur sérstakur sómi því fyrir 250 árum voru fyrst teknar upp kartöflur á Íslandi. Fimm kartöfluyrki voru í ræktun í sumar í Grasagarðinum þar á meðal bláar íslenskar eða blálandsdrottning. Gömul kartöflugeymsla verður til sýnis en nýlega var lokið við að endurhlaða hana.

Safnhaugurinn er miðjan í hverju matjurtargarði og fer allt lífrænt efni sem til fellur í hauginn úr verður úrvalsmold. Leiðbeint verður um jarðgerð í heimilisgörðum á laugardaginn og safnkassar til sýnis. Boðið verður upp á heimaræktað piparmintute og  rjúkandi stilkbeðjusúpa og stilkbeðjubaka verður til sölu í Café Flóru.

Mynin er af Valurt [Symphytum officinale] í Grasagarði Reykjavíkur. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
Aug. 29, 2008
Höfundur:
Gunnar Hersveinn
Tilvitnun:
Gunnar Hersveinn „Uppskeruhátíð í Grasagarðinum “, Náttúran.is: Aug. 29, 2008 URL: http://nature.is/d/2008/08/29/uppskeruhatio-i-grasagaroinum/ [Skoðað:Sept. 28, 2022]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: