Green Map® System er alþjóðlegt flokkunarkerfi til að auðvelda þér að taka þátt í því að skapa sjálfbært samfélag. Þú finnur grænni fyrirtæki, vörur, og þjónustu sem og menningarstarfsemi og náttúrufyrirbæri alls staðar á landinu. Athugið að sumir flokkar taka einnig til varhugaverðra fyrirbæra og svæða.
NÝTT! Grænt kort – Suður, sérstök app-útgáfa um Suðurland.
Grænkortakerfið byggir á þremur yfirflokkum sem standa fyrir hinar þrjár stoðir sjálfbærrar þróunar, þ.e.; Náttúru (grænu flokkarnir), Menningu (appelsínugulu flokkarnir) og Hagkerfi (bláu flokkarnir).
Þú velur þann flokk sem þú vilt skoða en flokkarnir opnast niður við smell. Þá sérð þú nöfn og táknmyndir hvers flokks. Með smelli á táknmynd sérð þú alla aðilana í flokknum birtast á kortinu. Hægt er að slökkva á flokki með því að smella aftur. Með smelli á táknmyndirnar á kortinu opnast nánari upplýsingar. Þú færð enn nákvæmari upplýsingar um hvern aðila fyrir sig með því að smella á nöfn þeirra á kortinu eða á listanum.
Hugsum hnattrænt, kortleggjum nærumhverfið!
Grænt kort – Ísland. Framleiðandi Náttúran er ehf. 2014. Green Map® er skrásett vörumerki Green Map System, Inc. Táknmyndir Græna kortsins © Green Map® System, Inc. 2014. Öll réttindi áskilin.
Finnir þú ekki aðila eða stað er hægt að láta vita af því hér og verður þá bætt úr því falli skráningin undir viðfangsefni Græna kortsins.
NýskráEf þú tengist aðila á Græna kortinu og vilt bæta við upplýsingar eða breyta þeim.
Ítarskráning