Tegund bús: Geitfjárrækt. Sauðfé. Hestar. Landnámshænur.
Til sölu: Kiðlinga-/geitakjöt. Egg. Handverk. Sápur.
Tökum á móti: Hópum og einstaklingum.
Opnunartími árs: Allt árið eftir samkomulagi.
Aðstaða: Rósagarður og barnvæn aðstaða, hægt að panta kaffi, pönnukökur, vöfflur úr geitamjólk – borið fram úti.
Annað: Í næsta nágrenni eru: Húsafell, Reykholt, Hraunfossar og Deildartunguhver, þekktir sögu- og útivistarstaðir.


Háafell
311 Borgarnes

Á Græna kortinu:

Matur úr héraði

Matur sem er ræktaður og unninn í nágrenni. Ekki endilega vottuð lífræn framleiðsla nema slíkt sé tekið sérstaklega fram.

List

Staðir tengdir list og menningu um allt land.

Nýsköpun í heimabyggð

Nýsköpun þar sem náttúruafurðir og vistvænar/sjálfbærar framleiðsluaðferðir eru í hávegum hafðar.

Náttúruvöruframleiðandi

Frumframleiðandi vöru eða hráefnis sem unnið er úr íslensku náttúruefni.

Vottanir og viðurkenningar:

Beint frá býli

Beint frá býli er samvinnuverkefni um sölu afurða beint frá býli bóndans á Íslandi. Markmið verkefnisins er að þróa vörumerki og veita bændum ráðgjöf og stuðning varðandi heimavinnslu og sölu. Einnig að miðla upplýsingum um verkefnið til framleiðenda og neytenda í gegnum heimasíðu verkefnisins. Að verkefninu stóðu; Háskólinn á Hólum, Lifandi landbúnaður, Ferðaþjónusta bænda, Landbúnaðarháskóli Íslands, Bændasamtök Íslands og Impra nýsköpunarmiðstöð.

Félagið „Beint frá býli - félag heimavinnsluaðila“ var síðan stofnað í byrjun árs 2008.

Skilaboð: