Verkefnisstjórn rammaáætlunar skilar ráðherra tillögum sínum 26.8.2016

Verkefnisstjórn 3. áfanga rammaáætlunar skilaði í dag umhverfis- og auðlindaráðherra tillögum sínum að flokkun virkjunarkosta.

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, segir afhendingu tillagna verkefnisstjórnar mikil tímamót. „Þetta er í fyrsta sinn sem lögð er fram tillaga sem er unnin að öllu leyti í samræmi við lög um rammaáætlun sem tóku gildi að fullu árið 2013. „Ekki er síður ánægjulegt að tímaáætlun og ferlið sem lagt var upp með stóðst. Þessu ber að fagna og á verkefnastjórn rammaáætlunar þakkir skildar fyrir ...

Skýrslan afhent. Verkefnisstjórn 3. áfanga rammaáætlunar afhenti ráðherra lokaskýrslu sína í dag. Ljósm. Umhverfisráðuneytið.Verkefnisstjórn 3. áfanga rammaáætlunar skilaði í dag umhverfis- og auðlindaráðherra tillögum sínum að flokkun virkjunarkosta.

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, segir afhendingu tillagna verkefnisstjórnar mikil tímamót. „Þetta er í fyrsta sinn sem lögð er fram tillaga sem er unnin að öllu leyti í samræmi við lög um rammaáætlun sem tóku gildi að fullu árið 2013. „Ekki er síður ánægjulegt að ...

26. ágúst 2016

Umhverfis- og auðlindaráðherra býður til morgunarverðarfundar fimmtudaginn 17. mars undir yfirskriftinni Saman gegn sóun.

Á fundinum verður stefna ráðherra um úrgangsforvarnir, Saman gegn sóun,  kynnt ásamt námsefni um úrgangforvarnir.

Matarsóun verður í forgangi fyrstu tvö ár stefnunnar og verða ýmsar aðgerðir á því sviði kynntar á fundinum, m.a. ný vefgátt um matarsóun og nýtt kerfi strikamerkja sem stuðlað getur ...

Göngufólk á Heklu.Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að frumvarpi til laga um landsáætlun um uppbyggingu innviða fyrir ferðamenn í þágu náttúruverndar.

Frumvarpið kveður á um að gerð verði tólf ára stefnumarkandi áætlun um uppbyggingu innviða en innan hennar verði þriggja ára verkefnaáætlanir, sem lagðar verða fyrir Alþingi í formi þingsályktunartillagna. Er markmiðið með áætluninni að móta stefnu, samræma og ...

28. september 2014

Ráðherra ásamt verðlaunahöfum. Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra ásamt verðlaunahöfunum, Vigdísi Finnbogadóttur og Páli Steingrímssyni.
Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra ásamt verðlaunahöfunum, Vigdísi Finnbogadóttur og Páli Steingrímssyni.

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, veitti í dag í tilefni af Degi íslenskrar náttúru, Páli Steingrímssyni, kvikmyndagerðarmanni, fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Við sama tækifæri veitti hann Vigdísi Finnbogadóttur, Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti.

Tilnefndir til fjölmiðlaverðlaunanna voru: 

  • Guðbjörg Gissurardóttir, ritstjóri tímaritsins Í boði náttúrunnar fyrir vandað og ...

Vegna frétta af umræðum á Alþingi í gær vill umhverfis- og auðlindaráðuneytið koma eftirfarandi á framfæri:

Veðurstofa Íslands spáði ítrekað stormi og snjókomu á Norðurlandi í aðdraganda óveðurs sem gekk yfir landshlutann dagana 9. - 11. september síðastliðinn.

Fyrsta spá um veðrið kom fram í textaspá tæpri viku áður en óveðrið reið yfir, eða þriðjudaginn 4. september þar sem spáð var ...

Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) hefur opnað vefsvæði þar sem nálgast má með einföldum hætti nýjustu upplýsingar um vörur, aðrar en matvæli, sem hafa verið innkallaðar af markaði í Evrópu, Bandaríkjunum, Ástralíu og Kanada.

Vefsvæðinu, globalrecalls.oecd.org, er ætlað að ýta undir og bæta vöruöryggi en Efnahags- og framfarastofnunin telur kostnað vegna dauðsfalla og slysa af völdum skaðlegra framleiðsluvara nema ...

Umhverfisráðuneytið auglýsir eftir tilnefningum til tveggja verðlauna, sem afhent verða á Degi íslenskrar náttúru, sem haldinn verður hátíðlegur öðru sinni þann 16. september næstkomandi. Annars vegar er um að ræða Fjölmiðlaverðlaun umhverfisráðuneytisins og hins vegar náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti.

Fjölmiðlaverðlaun umhverfisráðuneytisins voru veitt í fyrsta skipti á Degi íslenskrar náttúru í fyrra. Verðlaununum er ætlað að hvetja til hverskyns umfjöllunar ...

Alþingi hefur samþykkt ný lög um loftslagsmál, sem leysa af hólmi lög nr. 65/2007 um losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta er fyrsta heildstæða löggjöf á sviði loftslagsmála hérlendis.

Markmið lagasetningarinnar er að meginstefnu tvíþætt. Annars vegar að setja heildarlöggjöf um loftslagsmál og gefa með því málaflokknum tilhlýðinlegan gaum sem sjálfstæðum málaflokki meðal umhverfismála. Með því er loftslagsmálum mörkuð viðeigandi staða í ...

Umhverfisráðuneytið, Umhverfisstofnun, Veðurstofa Íslands, Landgræðsla ríkisins og Íslenska vatnafræðinefndin bjóða til hádegisfyrirlesturs undir yfirskriftinni „Vatnsmiðlun og lífið“ þar sem Ólafur Arnalds, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands fjallar um samspil vatns og jarðvegs.

Erindið verður haldið í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins, fimmtudaginn 7. júní og hefst kl. 12:10.

Mold er mikilvægur liður í hringrás vatnsins á jörðinni. Jarðvegsvernd er því sérlega þýðingarmikil en ...

„Hvað munu næstu fjórir áratugir hafa í för með sér?“ er spurning sem ný skýrsla OECD um horfur í umhverfismálum fram til 2050 glímir við. Skýrslan beinir sjónum að fjórum meginatriðum: loftslagsbreytingum, líffræðilegri fjölbreytni, vatni og lýðheilsu og loks umhverfi.

„Mannkynið hefur orði vitni að fordæmalausum vexti og velmegun á síðastliðunum fjórum áratugum, stærð efnahagskerfis heimsins hefur meira en þrefaldast ...

Umhverfisráðuneytið stendur fyrir málþingi um Árósasamninginn, þar sem fjallað verður um upplýsingagjöf og samráð í umhverfismálum og aðkomu almennings, félagasamtaka og hagsmunaaðila að ákvarðanatöku í umhverfismálum. Málþingið fer fram miðvikudaginn 30. maí næstkomandi í Þjóðminjasafninu frá kl. 13:00 til 16:30. Það er öllum opið og er aðgangur ókeypis.

Alþingi samþykkti síðastliðið haust fullgildingu Árósasamningsins og tóku lög þar ...

Iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra hafa skipað nefnd er móta skal stefnu um lagningu raflína í jörð í samræmi við þingsályktun Alþingis í þskj. 748 frá 1. febrúar 2012.  Á undanförnum árum hefur orkuframleiðsla á Íslandi aukist mjög og jafnframt gagnrýni á neikvæð umhverfisáhrif hennar.  Einn þáttur þeirra áhrifa er sjónmengun af völdum háspennulína og hefur sú krafa orðið háværari að jarðstrengir ...

Umhverfisráðuneytið, Umhverfisstofnun, Veðurstofa Íslands, Landgræðsla ríkisins og Íslenska vatnafræðinefndin efna til hádegisfyrirlestra undir yfirskriftinni Má bjóða þér vatn? Fyrstu erindin verða í Norræna húsinu, miðvikudaginn 2. maí kl. 12:10 ­­– 13:00 og verður fjallað um vatnsauðlindina á Íslandi og aðgang að vatni á heimsvísu.

Fyrirlesarar eru tveir:

  • Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofu Íslands, flytur erindi um Vatnsauðlindir Íslands. Hann fjallar ...

Umhverfisráðherra hefur breytt reglugerð nr. 456/1994 um fuglaveiðar og nýtingu hlunninda af villtum fuglum á þann veg að stytta veiðitíma fimm tegunda svartfugla nú í vor. Veiðar á álku, langvíu, lunda, stuttnefju og teistu verða heimilar til 25. apríl í stað 10. maí nú í vor. Með styttingu veiðitímans nú er vonast til að dragi úr afföllum og álagi ...

Utanríkisráðuneyti, umhverfisráðuneyti, Stofnun Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun og þverfræðilegar rannsóknir, Alþjóðamálastofnun og Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi boða til opins fundar um Ríó+20, ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, sem fram fer í Ríó de Janeiro í júní n.k. Á Ríó+20 verður áhersla m.a. lögð á endurnýjuð pólitísk heit og græna hagkerfið sem leið að ...

Draga verður úr losun sóts og metans til að sporna gegn loftslagsbreytingum á Norðurskautssvæðinu. Þetta segja norrænu umhverfisráðherrarnir í sameiginlegri yfirlýsingu sem gefin var út í lok fundar þeirra á Svalbarða í gær.

Sót og metan hafa mikil áhrif á loftslag þrátt fyrir stuttan líftíma í andrúmsloftinu. Með því að draga úr losun slíkra efna er hægt að hafa mikil ...

Úthlutunarnefnd á vegum umhverfisráðuneytisins óskar eftir tilnefningum um fyrirtæki eða stofnun, sem vegna verka sinna og athafna á síðasta ári, er þess verðugt að hljóta umhverfisviðurkenninguna Kuðunginn fyrir árið 2011.

Óskað er efti því að stutt greinargerð fylgi með tilnefningunni. Fyrirtæki og stofnanir geta hvort heldur tilnefnt sig sjálf eða verið tilnefnd af öðrum.

Tillögur skulu berast umhverfisráðuneytinu eigi síður ...

Sérákvæði um starfandi sorpbrennslustöðvar hafa nú verið felld úr gildi með breytingu á reglugerð um brennslu úrgangs. Reglugerðin, sem nýlega var undirrituð, hefur í för með sér að allar íslenskar sorpbrennslustöðvar eiga nú að uppfylla sömu kröfur og gerðar eru til sambærilegrar starfsemi á Evrópska efnahagssvæðinu.

Með breytingunni er sorpbrennslustöðvum gert að uppfylla öll ákvæði reglugerðarinnar eigi síðar en 1 ...

Umhverfisráðuneytið hefur úthlutað styrkum til verkefna er stuðla að faglegri uppbyggingu á sviði umhverfismála.Úthlutunin er í samræmi við breytt fyrirkomulag úthlutunar styrkja til félaga, samtaka og lögaðila en Alþingi hefur hætt úthlutun á styrkjum til ýmissa verkefna eins og verið hefur. Alþingi ákvarðar áfram umfang fjárframlaga en úthlutun er í höndum mismunandi ráðuneyta eftir málefnasviðum þeirra.  Í úthlutun umhverfisráðuneytisins ...

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur skipað starfshóp um myrkurgæði, en hópnum er ætlað að taka saman upplýsingar um þau lög og reglur sem gilda um ljósmengun á Íslandi og víðar. Hópurinn skal skila tillögum um hugsanlegar úrbætur á þessu sviði til umhverfisráðherra næstkomandi haust.

Ákveðið var að skipa starfshópinn í framhaldi af fyrirspurn Marðar Árnasonar þingmanns á Alþingi í janúar síðastliðnum ...

Umhverfisráðuneytið óskar eftir tillögum og ábendingum frá almenningi og hagsmunaaðilum vegna landsáætlunar um úrgang 2012 – 2023 en gerð hennar stendur nú yfir. Áætlunin mun geyma stefnu stjórnvalda í úrgangsmálum auk þess að tilgreina stöðu úrgangsmála í landinu.

Landsáætlunin tekur til hvers kyns úrgangsmála, hvort sem um er að ræða hvernig auðvelda eigi almenningi flokkun úrgangs, hvernig standa skuli að endurvinnslu ...

Með rammaáætlun er mörkuð stefna um það hvaða virkjunarkostir komi til greina og hvaða svæði beri að friða. Frá 19. ágúst hafa drög að rammaáætlun verið til umsagnar hjá þjóðinni og rennur umsagnarfrestur út á miðnætti föstudaginn 11. nóvember. Allar innkomnar umsagnir má sjá á vefsvæðinu rammaaaetlun.is.

Opnu 12 vikna samráðs og kynningarferli um drög að þingsályktun iðnaðarráðherra og ...

Umhverfisþing verður haldið þ. 14. október nk. á Hótel Selfossi. Á þinginu verður fjallað um náttúruverndarmál, þar á meðal nýútkomna hvítbók um endurskoðun náttúruverndarlaga, friðlýsingar, ferðaþjónustu, útivist, náttúruvísindi og viðmið fyrir náttúruvernd.

Heiðursgestur er Ella Maria Bisschop-Larsen, formaður Dönsku náttúruverndarsamtakanna sem fagna 100 ára afmæli í ár.

Dagskrá þingsins og nánari upplýsingar er að finna á vef umhverfisráðuneytisins.

Nauðsynlegt  er ...

Alþingi hefur samþykkt  frumvarp til laga um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vegna fullgildingar Árósasamningsins, en hann fjallar um aðgang almennings að upplýsingum, þátttöku hans í ákvarðanatöku og aðgang að réttlátri málsmeðferð í umhverfismálum. Að auki samþykkti Alþingi annað frumvarp til ýmissa breytinga á lögum sem eiga að tryggja að íslensk löggjöf samræmist samningnum. Lögin taka gildi 1. janúar nk.

Fullgilding ...

Umhverfisráðuneytið hefur staðfest samning Umhverfisstofnunar og sveitarfélagsins Mýrdalshrepps um umsjón og rekstur friðlandsins í Dyrhólaey sem Umhverfisstofnun og sveitarfélagið höfðu gert í samræmi við 30. gr. laga nr. 44/1999 um náttúruvernd. Í samningnum er m.a. kveðið á um réttindi og skyldur samningsaðila, mannvirkjagerð og aðrar framkvæmdir, landvörslu, menntun starfsmanna, móttöku ferðamanna og fræðslu. Hlutverk Umhverfisstofnunar er m.a ...

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra opnaði formlega nýja sýningu í Mývatnsstofu, gestastofu verndarsvæðis Mývatns og Laxár, í húsnæði Umhverfisstofnunar í Reykjahlíð á laugardag. Þar gefst gestum tækifæri til að kynna sér hið sérstaka náttúrufar svæðisins þar sem jarðeldar og vatn hafa skapað umhverfi einstakra og fagurra hraunmyndana ásamt auðugu og fjölbreyttu lífríki.

Um 120 manns komu í gestastofuna á opnunardaginn en sýningin ...

Ný heimasíða, agengar.land.is var opnuð í dag þar sem dregnar eru saman upplýsingar er varða eiginleika og útbreiðslu ágengu plöntutegundanna skógarkerfils og lúpínu með leiðbeiningum um mögulegar aðgerðir til upprætingar þeirra.

Á undanförnum árum hefur verið nokkur umræða um áhrif ágengra framandi tegunda á lífríki Íslands. Alaskalúpína og skógarkerfill eru framandi plöntutegundir sem voru fluttar til landsins, m ...

Þann 12. janúar síðastliðinn óskaði umhverfisráðuneytið eftir því við Ríkisendurskoðun að hún gerði úttekt á forsendum, skilyrðum og eftirfylgni undanþágu frá tilskipun EB sem starfandi sorpbrennslur hérlendis fengu árið 2003. Ráðuneytið fagnar skýrslu Ríkisendurskoðunar um málið sem birt var í dag enda er hún þýðingarmikið innlegg í vaxandi umræðu um mengun hér á landi.

Í skýrslunni koma fram mikilvægar ábendingar ...

  • Jafn margir birnir á 3 árum og á 70 árum þar á undan
  • Sérfræðiúttekt taldi björgunartilraunir ekki réttlætanlegar vegna óvissu um árangur
  • Óskað eftir greinargerð frá Náttúrufræðistofnun Íslands
  • Erindi sent til Grænlands vegna austur-grænlenska ísbjarnarkvótans

Umhverfisráðherra hefur óskað eftir greinargerð frá Náttúrufræðistofnun Íslands í samvinnu við Umhverfisstofnun, Veðurstofuna og aðra hlutaðeigandi aðila um hugsanlegar orsakir aukinnar tíðni komu hvítabjarna hingað ...

Ríkisstjórn Íslands hefur samþykkt tillögu Svandísar Svavarsdóttur, umhverfisráðherra, um að veita 41,9 m kr. til brýnna framkvæmda nú í vor og sumar á friðlýstum svæðum sem jafnframt eru vinsælir viðkomustaðir ferðamanna.

Á síðastliðnu ári urðu miklar umræður um hnignandi ástand fjölmargra fjölsóttra ferðamannastaða. Umhverfisráðuneytið óskaði þá eftir sérstakri úttekt á þeim svæðum sem Umhverfisstofnun taldi að verst stæðu og ...

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra afhenti Þóru Ellen Þórhallsdóttur Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti við athöfn í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Við sama tækifæri fengu Farfuglaheimilin í Reykjavík afhentan Kuðunginn, umhverfisviðurkenningu umhverfisráðuneytisins, og nemendur Þjórsárskóla voru útnefndir Varðliðar umhverfisins.

Náttúruverndarviðurkenning Sigríðar í Brattholti

Þetta er í annað sinn sem Náttúruverndarviðurkenning Sigríðar í Brattholti er veitt. Með viðurkenningunni er lögð áhersla á mikilvægi framlags almennings ...

Dagur umhverfisins er haldinn 25. apríl ár hvert og í ár verður hann tileinkaður skógum. Efnt verður til ýmissa viðburða af þessu tilefni:

Reykjavíkurborg stendur fyrir mörgum viðburðum í apríl sem eru meðal annars tengdir Degi umhverfisins. Hægt er að nálgast upplýsingar um þá á heimasíðu borgarinnar og í Viðburðardagatlainu hér t.h. á síðunni.

Í Borgarbyggð mun umsjónarnefnd Einkunna ...

Umhverfisráðuneytið og Náttúrufræðistofnun Íslands efna til málstofu fimmtudaginn 31. mars um ástand og þróun helstu stofna sjófugla við landið, hvernig loftslags- og umhverfisbreytingar hugsanlega virka á stofnana og umhverfi þeirra og hvernig bregðast megi við slíkum breytingum.

Málstofan er haldin á Hótel Sögu í sal Harvard II, kl. 13:00 til 17:00. Hólmfríður Arnardóttir, framkvæmdastjóri Fuglaverndar, er fundarstjóri.

Dagskrá ...

Umhverfisráðuneytið hefur látið taka saman svör við spurningum umhverfisnefndar Alþingis um Stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs. Spurningarnar komu fram á opnum fundi nefndarinnar með Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra fyrr í þessum mánuði og vörðuðu meðal annars fjölda athugasemda, samráð, umferð um Vonarskarð, aðgengi fatlaðra og heimildir til að tjalda.

1. Hver var fjöldi athugasemda?

Spurningar og svör

Alls bárust 274 athugasemdir og ...

Dagur umhverfisins er haldinn 25. apríl ár hvert, en þann dag árið 1762 fæddist Sveinn Pálsson, fyrsti íslenski náttúrufræðingurinn. Hann var einna fyrstur til að hvetja til aðgerða gegn skógareyðingu á Íslandi og orðaði þá hugsun sem nú kallast sjálfbær þróun.

Undanfarin ár hefur verið efnt til fjölda viðburða um allt land í tilefni dagsins, m.a. hefur umhverfisráðherra veitt ...

Kvískerjasjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2011. Stjórn sjóðsins mun horfa sérstaklega til umsókna sem tengjast störfum og áhugasviði Kvískerjasystkinanna. Umsóknarfrestur er til 4. apríl 2011 og skal umsóknum skilað í rafrænu formi.  Úthlutað verður fyrir lok apríl og verður öllum umsóknum svarað.

Umsóknum skal fylgja:

  • Greinagóð lýsing á verkefninu og markmiðum þess.
  • Tímaáætlun, sem gerir grein fyrir ...

Náttúruverndarviðurkenning Sigríðar í Brattholti verður afhent í annað sinn á degi umhverfisins 25. apríl næstkomandi. Viðurkenningin er veitt einstaklingi sem hefur unnið markvert starf á sviði náttúruverndar. Umhverfisráðuneytið óskar eftir tilnefningum til viðurkenningarinnar. Tilnefningar þurfa að berast umhverfisráðuneytinu eigi síðar en 1. apríl 2011, merktar Náttúruverndarviðurkenning Sigíðar í Brattholti, á póstfangið postur@umhverfisraduneyti.is eða með pósti í umhverfisráðuneytið, Skuggasundi ...

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur ákveðið að veita almenningi og fjölmiðlum aðgang að minnisblöðum er varða annars vegar ákvörðun ráðherra um að synja skipulagi Flóahrepps staðfestingar og hins vegar ákvörðun um að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu.

Eyjan.is og Morgunblaðið hafa óskað eftir aðgangi að lögfræðilegum álitsgerðum og minnisblöðum sem tengjast málinu. Tvö skjöl falla undir beiðni þeirra, en ...

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur staðfest stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs. Vatnajökulsþjóðgarður er umfangsmesta verkefni á sviði náttúruverndar sem ráðist hefur verið í hérlendis en hann nær yfir 13% landsins og er stærsti þjóðgarður Evrópu. Stjórnunar- og verndaráætlunin felur í sér stefnu, markmið og framtíðarsýn þjóðgarðsins hvað varðar náttúruvernd, útivist og byggðarþróun. Þar er kveðið á um skipulag samganga í þjóðgarðinum, þjónustu ...

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur skipað Björn Karlsson forstjóra Mannvirkjastofnunar frá og með 1. mars til fimm ára. Björn starfaði sem forstjóri Brunamálastofnunar árin 2001 til 2010 og var settur forstjóri Mannvirkjastofnunar frá 1. janúar 2011. 

Sex sóttu um starf forstjóra Mannvirkjastofnunar en umsóknarfrestur rann út 21. janúar síðastliðinn. Umhverfisráðuneytið skipaði þriggja manna nefnd til að fara yfir og leggja mat ...

22. febrúar 2011

Umhverfisráðuneytið og sveitarstjórn Skaftárhrepps hafa náð samkomulagi um stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs innan lögsögu sveitarfélagsins. Samkvæmt samkomulaginu mun verða unnið að friðlýsingu á Langasjó, hluta Eldgjár og nágrennis eins og lagt er til í Náttúruverndaráætlun 2009-2013. Innan þessa svæðis eru náttúruminjar sem taldar eru hafa mikið gildi á heimsvísu, auk hins háa útivistar, fræðslu og vísindagildis svæðisins. 

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra segir samkomulagið ...

17. febrúar 2011

Búsvæði tjarnaklukku á Hálsum við Djúpavog hefur verið friðlýst. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra undirritaði friðlýsinguna nýverið með samþykki sveitarstjórnar Djúpavogshrepps og landeigenda jarðarinnar Strýtu við Berufjörð. Með friðlýsingunni varð Djúpavogshreppur fyrst íslenskra sveitarfélaga til að samþykkja friðlýsingu svæðis til verndar smádýralífi. Samhliða friðlýsingunni gerði Umhverfisstofnun samning við sveitarfélagið um umsjón með hinu friðlýsta svæði.

Við þetta tilefni hrósaði umhverfisráðherra sveitarstjórn Djúpavogshrepps ...

Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði sveitarstjóri Flóahrepps að framkvæmdir í sveitarfélaginu hefðu legið í láginni vegna ákvörðunar umhverfisráðherra að staðfesta ekki aðalskipulag sveitarfélagsins á sínum tíma. Sagði sveitarstjórinn að ekki hefði verið hægt að deiliskipuleggja, ekki hægt að byggja við hús, útihús og í raun ekkert hægt að gera. Svona hafi ástandið verið í tvör ár.

Í ákvörðun umhverfisráðherra frá  janúar ...

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur beint þeirri ósk til sveitarstjórna Skaftárhrepps, Hornafjarðar og Vestmannaeyja að þær skoði alla möguleika til að hætta eða draga verulega úr sorpbrennslu þar til niðurstöður frekari rannsókna liggja fyrir. Bréf þess efnis var sent í dag. Óskin er sett fram í kjölfar mælinga á díoxíni úr búfjárafurðum og fóðri sem tekin voru á Vestfjörðum og í ...

Umhverfisráðuneytið boðar til opins kynningarfundar um  helstu niðurstöður nýrrar skýrslu OSPAR um ástand Norð-Austur Atlantshafsins. Flutt verða erindi um ástand hafsins kringum Ísland, mengun, súrnun og fyrirhuguð verndarsvæði OSPAR. Fundurinn verður haldinn í Þjóðminjasafninu við Suðurgötu, föstudaginn 4. febrúar kl. 12:00-13:00.

Erindi:

  • Mengandi efni í hafinu umhverfis Ísland - niðurstöður ástandsskýrslu OSPAR. Helgi Jensson, ráðgjafi hjá Umhverfisstofnun.
  • Súrnun hafsins ...
01. febrúar 2011

Landmælingar Íslands hafa samþykkt stefnumótun fyrir stofnunina til ársins 2015. Stefnumótunin er unnin í ljósi mikilla breytinga á starfsumhverfi stofnunarinnar og forystuhlutverks sem henni verður falið við uppbyggingu á grunngerð landupplýsinga á Íslandi samkvæmt frumvarpi umhverfisráðherra.

Miklar breytingar hafa orðið á starfsumhverfi Landmælinga Íslands undanfarin ár vegna aukinnar notkunar almennings á kortum og öðrum landupplýsingum auk örrar tækniþróunar á þessu ...

Almenningi gefst nú tækifæri til að koma á framfæri athugasemdum við drög að frumvörpum sem lögð eru fram vegna fullgildingar Árósasamningsins. Hægt er að senda athugasemdir með tölvupósti á postur@umhverfisraduneyti.is til og með 4. febrúar næstkomandi. Árósasamningurinn fjallar um aðgang að upplýsingum, þátttöku almennings í ákvarðanatöku og aðgang að réttlátri málsmeðferð í umhverfismálum.

Frumvörpunum er ætlað að tryggja ...

Boðað er til árlegrar verkefnasamkeppni um umhverfismál á meðal grunnskólabarna í 5. til 10. bekk. Keppnin kallast Varðliðar umhverfisins og það eru umhverfisráðuneytið, Landvernd og Náttúruskóli Reykjavíkur sem standa að henni. Markmið keppninnar er að hvetja ungt fólk til góðra verka í umhverfisvernd, vekja athygli á sýn ungs fólks á umhverfismál og kalla eftir leiðsögn yngri kynslóðarinnar á því sviði ...

Sameinuðu þjóðirnar tileinka árið 2011 skógum að frumkvæði allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Markmið Sameinuðu þjóðanna með því er að auka vitund um sjálfbæra nýtingu, verndun og þróun í öllum gerðum skóglenda.

Sameinuðu þjóðirnar hafa úbúið sérstakt merki ársins sem hefur yfirskriftina Skógar fyrir fólk og á að endurspegla þá fjölþættu umhverfisþjónustu sem skógar veita.

Á alþjóðlegu ári skóga 2011 verða ýmsir ...

Frumvarpsdrög um breytingar á lögum um náttúruvernd eru nú opin öllum til umsagnar og hefur umsagnarfrestur verið framlengdur til og með 21. janúar 2011. Til stóð að umsagnarfrestur yrði til 7. janúar en vegna fjölda óska hefur ráðuneytið ákveðið að framlengja hann eins og að framan greinir.

Drögin voru unnin af nefnd sem Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra skipaði í nóvember 2009 ...

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra og forstöðumenn átta stofnana ráðuneytisins undirrituðu nýverið árangursstjórnunarsamninga milli umhverfisráðuneytisins og stofnana þess. Samningarnir festa í sessi samskiptaferli milli ráðuneytisins og stofnananna og eru grundvöllur áætlanagerðar, stefnumótunar og árangursmats. Markmiðið með gerð samninganna er að efla og formfesta samstarf ráðuneytisins og stofnana þess og auka gæði í starfi þeirra.

Samkvæmt samningnum eiga stofnanirnar meðal annars að gera ...

Ný reglugerð umhverfisráðuneytisins gerir auknar kröfur um menntun og starfsumhverfi bifvélavirkja, rafvirkja og starfsfólks í kæli- og frystiiðnaði. Markmið reglugerðarinnar er að draga úr losun flúoreraðra gróðurhúsalofttegunda sem Kýótó-bókunin við rammasamning Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar nær yfir og stuðla að öruggari meðhöndlun þeirra. Þessar lofttegundir eru öflugar gróðurhúsalofttegundir með háan hlýnunarstuðul og hafa margföld áhrif á umhverfið til upphitunar lofthjúpsins ...

Magnús Jóhannesson, ráðuneytisstjóri umhverfisráðuneytisins og Ian Whitting, sendirherra Bretlands á Íslandi, undirrituðu í dag viljayfirlýsingu umhverfisráðuneytis Íslands og viðskipta- og nýsköpunarráðuneytis Bretlands um samstarf þjóðanna á sviði rannsókna og eftirlits með með eldsumbrotum á Íslandi og umhverfisáhrifum og áhættu af völdum þeirra.

Yfirlýsingin er undirrituð í kjölfar vaxandi samstarfs íslenskra og breskra vísindamanna í tengslum við eldgosið í Eyjafjallajökli. Vísindamenn ...

Drög að frumvarpi til laga um breytingar á náttúruverndarlögum er nú opið til umsagnar. Drögin voru unnin af nefnd sem Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra skipaði í nóvember 2009 til að vinna að endurskoðun náttúruverndarlaga. Öllum er frjálst að senda umhverfisráðuneytinu athugasemdir við drögin með tölvupósti á postur@umhverfisraduneyti.is til og með 7. janúar næstkomandi.

Nefndin skilaði ráðherra áfangaskýrslu í mars ...

Stóraukin fjárframlög til þróunarríkja. Efldar rannsóknir og dreifing á loftslagsvænni tækni. Tillögur Íslands samþykktar og útfærðar. Enn óvissa um framhald Kýótó-bókunarinnar.

Samkomulag náðist í dag á loftslagsráðstefnunni í Cancún í Mexíkó um efldar alþjóðlegar aðgerðir og fjármögnun í loftslagsmálum. Eitt stærsta skrefið í samkomulaginu eru vilyrði um stóraukin framlög til þróunarríkja til að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga og draga ...

Þema náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2011 er sjálfbær ferðaþjónusta. Verðlaunin verða veitt í sautjánda sinn og nema 350.000 dönskum krónum. Þau verða veitt fyrirtæki, samtökum eða einstaklingi sem hefur verið í fararbroddi og stuðlað að því að draga úr umhverfisáhrifum ferðaþjónustu á Norðurlöndum.

Öllum er heimilt að senda inn tillögur um verðlaunahafa. Í tillögunum þarf eftirfarandi að koma fram ...

Velferð til framtíðar, stefnumótun Íslands um sjálfbæra þróun hefur nú verið uppfærð fyrir tímabilið 2010-2013 og hefur skýrslan verið gefin út á netinu. Stefnumörkun um sjálfbæra þróun var fyrst gefin út árið 2002 og hefur hún verið endurskoðuð á fjögurra ára fresti í tengslum við umhverfisþing, nú síðast á sjötta umhverfisþingi haustið 2009. Metþátttaka var á þinginu og endurspeglar hún ...

Umhverfisráðuneytið og iðnaðarráðuneytið efna til fundar um náttúruvernd og ferðaþjónustu á Grand Hótel, fimmtudaginn 18. nóvember kl. 8:30-10:00. Á fundinum verður fjallað um nýlega úttekt Umhverfisstofnunar á álagi á friðlýstum svæðum vegna ferðamanna, úrræði til umbóta, fjármögnun þeirra og leiðir til að tryggja að ferðaþjónusta og náttúruvernd fari saman.

Dagskrá:

  • Ávarp Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra.
  • Ástand og umbætur á ...

Ríkisstjórnin samþykkti nýverið aðgerðaáætlun í loftslagsmálum sem felur í sér að dregið verði úr nettólosun gróðurhúsalofttegunda um allt að 30% til ársins 2020 með tíu lykilaðgerðum. Fjármálaráðherra hefur þegar lagt fram frumvarp um eina af lykilaðgerðunum, sem er breyting á bifreiðasköttum og gjöldum.

Markmið áætlunarinnar er að draga úr nettólosun gróðurhúsalofttegunda hér á landi svo stjórnvöld fái staðið við stefnu ...

Fimmtudaginn 11. nóvember nk. mun umhverfisráðuneytið standa fyrir kynningarfundi um aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í lofslagsmálum. Fundurinn verður haldinn í Tjarnarbíói frá kl. 12:00 til 13.00.

Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum er hugsuð sem tæki sem stjórnvöld geta notað til að draga úr nettólosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi í því skyni að standa við stefnu stjórnvalda og skuldbindingar í loftslagsmálum. Í áætluninni eru ...

09. nóvember 2010

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur skipað Kristveigu Sigurðardóttur formann stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs og Rósu Björk Halldórsdóttur varaformann.

Kristveig hefur starfað hjá Almennu verkfræðistofunni frá árinu 2007 og er formaður Vistbyggðarráðs. Hún vann áður við landvörslu í Jökulsárgljúfrum. Kristveig lauk B.Sc. í umhverfis- og byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands 2004 og Civ.Ing. prófi frá Kungliga Tekniska Högskolan i Stokkhólmi 2007með áherslu á ...

Vinnuhópur sem Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra skipaði til að kanna hvort skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis kallaði á breytingar á starfsháttum ráðuneytisins hefur lokið störfum. Það er mat vinnuhópsins að í öllum aðalatriðum sé viðhöfð góð stjórnsýsla í ráðuneytinu og vekur hópurinn sérstaka athygli á því að nú er unnið að innleiðingu gæðakerfis í ráðuneytinu sem felur í sér gerð gæðahandbókar þar sem ...

Á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun var ákveðið að 16. september, fæðingardagur Ómars Ragnarssonar, verði héðan í frá dagur íslenskrar náttúru. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra lagði fram tillögu þess efnis. Hún segir ákvörðun ríkisstjórnarinnar vera viðurkenningu á framlagi Ómars til náttúruverndar og almenningsfræðslu um mikilvægi íslenskrar náttúru sem og allra þeirra sem lagt hafa sitt af mörkum til að efla fræðslu um ...

Sex verndarsvæði hafa verið stofnuð í Norðaustur-Atlantshafi, meðal annars á Mið-Atlantshafshryggnum, samkvæmt ákvörðun ráðherrafundar Samningsins um vernd NA-Atlantshafsins (OSPAR) sem fram fór í Bergen í Noregi í liðinni viku. Þetta er í fyrsta sinn sem verndarsvæði af þessu tagi eru sett á fót fyrir utan efnahagslögsögu ríkja og er vonast til að þau geti orðið öðrum svæðisbundnum samningum fyrirmynd á ...

Fyrstu samgöngusamningar umhverfisráðuneytisins og starfsfólks þess voru undirritaðir í dag. Samkvæmt samningunum mun umhverfisráðuneytið kaupa strætisvagnakort fyrir starfsfólk sem að jafnaði notar almenningssamgöngur og komið verður til móts við þá sem ganga eða hjóla til og frá vinnu með þátttöku í útlögðum kostnaði, til dæmis vegna hlífðarfatnaðar.

Samningarnir eru hluti af nýlegri samgöngustefnu ráðuneytisins og í anda umhverfisstefnu þess. Í ...

Frumvarp umhverfisráðherra til nýrra skipulagslaga var samþykkt á Alþingi í gær. Lögin kveða á um fjölda nýmæla en markmið þeirra er að auka skilvirkni, sveigjanleika og gæði við gerð skipulags. Lögin gera ráð fyrir aukinni þátttöku almennings við gerð skipulagsáætlana og í þeim er kveðið á um landsskipulagsstefnu þar sem stjórnvöld móta heildstæða sýn í skipulagsmálum. 
Landsskipulagsstefna

Landsskipulagsstefnunni er ætlað ...

Áherslur stjórnvalda til sjálfbærrar þróunar árin 2010 til 2013 voru samþykktar á fundi ríkisstjórnarinnar í gær að tillögu Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra. Áherslurnar byggja á stefnumörkun Íslands um sjálfbæra þróun sem ber yfirskriftina Velferð til framtíðar og var fyrst samþykkt í ríkisstjórn árið 2002.

Í upphaflegri stefnumörkun voru sett fram 17 markmið um umhverfisvernd og nýtingu auðlinda fram til ársins 2020 ...

Evrópska efnahagssvæðiðFramkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur ákveðið að hefja endurskoðun á tilskipun um mat á umhverfisáhrifum. Íslensk löggjöf á þessu sviði er byggð á tilskipuninni í samræmi við EES-samninginn. Ákveðið hefur verið að gefa öllum tækifæri til að koma á framfæri athugasemdum og ábendingum um lykilatriði tilskipunarinnar, svo sem um matsáætlanir, árangur við framkvæmd umhverfismats, samhæfingu milli landa, hlutverk umhverfisyfirvalda og tengsl við ...

Skotinn fálkiSvandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur sett af stað vinnu til að bregðast við rannsóknum Náttúrufræðistofnunar Íslands sem sýna fram á að skothögl finnast í fimmta hverjum erni og fjórða hverjum fálka sem fundist hafa dauðir hér á landi. Báðar tegundirnar eru friðaðar og skráðar á válista vegna þess hve fáliðaðir stofnarnir eru. Talið er að 65 varppör séu í íslenska arnarstofninum ...

Umhverfisráðuneytið hefur sett sér samgöngustefnu sem stuðlar að því að starfsfólk ráðuneytisins noti vistvænan ferðamáta. Þannig leggur ráðuneytið sitt af mörkum til að bæta umhverfið og heilsu starfsfólks ráðuneytisins.

Til þess að hvetja starfsfólk til að nota almenningssamgöngur til og frá vinnu mun ráðuneytið kaupa strætisvagnakort fyrir það starfsfólk sem að jafnaði notar almenningssamgöngur. Þá mun ráðuneytið koma til móts ...

08. júlí 2010

3 ísbirnir á ísjakaTeikn eru á lofti um að hækkun yfirborðs sjávar og súrnun hafsins vegna loftslagsbreytinga verði meira vandamál en áður var talið. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu sem Norræna ráðherranefndin hefur gefið út um helstu vísindaniðurstöður sem birst hafa síðan fjórða skýrsla Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar kom út árið 2007. Halldór Björnsson, verkefnisstjóri loftslagsrannsókna hjá Veðurstofu Íslands, er einn af ...

05. júlí 2010

GMO tilraunaglösAlþingi samþykkti nýverið breytingar á lögum um erfðabreyttar lífverur sem kveða meðal annars á um aukinn aðgang almennings að upplýsingum og aukinn rétt til að gera athugasemdir vegna umsókna um ræktun og notkun erfðabreyttra lífvera.

Breytingarnar á lögunum byggja á tilskipun Evrópusambandsins. Markmið tilskipunarinnar er að samræma lög og stjórnsýslufyrirmæli aðildarríkjanna sem og að vernda heilsu manna og umhverfi við ...

Losun C02 1990-2012Útstreymi gróðurhúsalofttegunda hér á landi jókst um 8% milli áranna 2007 og 2008 og hefur aukist um 43% frá 1990. Þetta kemur fram í skýrslu sem Umhverfisstofnun hefur skilað til Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna.

Langstærstan hluta aukningarinnar milli 2007 og 2008 má rekja til Fjarðaráls sem var gangsett árið 2007 en komst í fulla framleiðslu árið 2008. Umhverfisstofnun spáir því að ...

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur sett reglugerð um leyfilegan styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti. Markmið reglugerðarinnar er að draga úr mengun brennisteinsvetnis frá jarðhitavirkjunum og mögulegum neikvæðum áhrifum hennar á heilsu fólks.

Eftir að nýting jarðhita var aukin á Hellisheiðarsvæðinu fyrir fáum árum hefur mælst mun meiri styrkur brennisteinsvetnis á höfuðborgarsvæðinu og í sveitarfélögum í nágrenni virkjunarinnar. Brennisteinsvetni getur haft áhrif á ...

Á heimsráðstefnunni um umhverfi og þróun í Ríó de Janeiro árið 1992, ákváðu ríki heims að sporna við neikvæðum áhrifum mannsins á umhverfi og lífríki jarðar - með öðrum orðum að stuðla að sjálfbærri þróun. Meginregla sjálfbærrar þróunar er að mæta þörfum samtímans en um leið draga ekki úr möguleikum komandi kynslóða til þess að mæta þörfum sínum. Skuldbindingar Ríó-ráðstefnunnar voru ...

VatnshellirSvandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra opnaði Undirheima Vatnshellis í gær og staðfesti um leið verndaráætlun fyrir þjóðgarðinn Snæfellsjökul.

Vatnshellir
Vatnshellir er í suðurhlíðum Purkhólahrauns. Þjóðgarðurinn hefur unnið að því í samstarfi við sjálfboðaliða að bæta aðgengi að hellinum síðastliðinn vetur. Skýli hefur verið byggt yfir opið niður í hellinn og hringstigi lagður niður. Með skýlinu er komið í veg fyrir að snjór ...

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur sett reglugerð um kjölfestuvatn. Markmið reglugerðarinnar er að takmarka losun kjölfestuvatns til að koma í veg fyrir að framandi lífverur, svo sem þörungar, krabbadýr og sýklar, berist með kjölfestuvatni til hafsvæða og stranda umhverfis Ísland.

Flutningur framandi lífvera milli hafsvæða með kjölfestuvatni er vaxandi vandamál og áhyggjuefni, meðal annars vegna aukinnar skipaumferðar og hlýnunar sjávar. Alþjóða ...

Í Parísaryfirlýsingunni felst m.a. fjölþjóðlegt átak til að tryggja samræmi milli starfsaðferða og reglna þróunarstofnana, tvíhliða sem marghliða, við starfsaðferðir og stjórnkerfi þróunarlandanna. Í hverju ríki starfa fjölmargir aðilar að þróunaraðstoð. Þannig vinna margir að því að leysa sömu vandamálin og verkefnavinna skarast. Stjórnkerfi þróunarríkja þurfa að sinna mörgum samstarfsaðilum með ólíar kröfur um t.d. aðferðafræði og skýrslugerð ...

Vinnu við að kortleggja og skilgreina vegi á hálendinu hefur miðað vel að undanförnu og hefur starfshópur umhverfisráðuneytisins, Landmælinga, Umhverfisstofnunar og Vegagerðarinnar átt fundi með fulltrúum allra sveitarfélaga sem fara með skipulagsvald á hálendinu.

Að sögn Sesselju Bjarnadóttur, formanns starfshópsins, er markmið hópsins að skilgreina vegi á hálendinu. Hluti af því vandamáli sem stjórnvöld hafa glímt við varðandi akstur utan ...

Með Monterrey samþykktinni frá því 2002, um fjármögnun þróunar, skuldbinda þróunarríki sig til að vinna að efnahagslegum og félagslegum umbótum, að bæta stjórnarfar og viðhalda lögum og reglum. Á móti stefna iðnríkin að því að auka framlög til þróunarsamvinnu, vinna frekar að opnu og sanngjörnu aljþjóðaviðskipta- og fjármálakerfi og draga úr skuldabyrði fátækra landa.

Sjá nánar um Montterey samþykktina á ...

Þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna voru samþykkt á 55. allsherjarþingi S.þ. í september 2000. Þúsaldarmarkmiðin leggja áherslu á að ríkar þjóðir og snauðar verði að taka höndum saman í baráttunni gegn fátækt og stefni að því markmiði að helminga fátækt í heiminum fyrir árið 2015.

Átta helstu áhersluatriði yfirlýsingarinnar eru kölluð Þúsaldarmarkmið um þróun:

  1. Eyða fátækt og hungri
  2. Öll börn njóti ...

Akstur utan vega virðist vera vaxandi vandamál á Íslandi. Margbrotin náttúra Íslands, sem er lítt snortin miðað við mörg þéttbýlli ríki, er eitt helsta aðdráttarafl þeirra sem ferðast um landið. Landið er víða viðkvæmt fyrir ágangi og gáleysislegur akstur getur valdið skemmdum á náttúrunni sem eru ár eða jafnvel áratugi að jafna sig.

Umhverfisráðuneytið hefur unnið aðgerðaráætlun gegn akstri utan ...

Föstudaginn 21. maí stóðu Skógræktarfélag Íslands, Yrkjusjóður og umhverfisráðuneytið að viðburðum í tilefni alþjóðlegs dags líffræðilegrar fjölbreytni.

Á vegum samnings Sameinuðu þjóðanna um líffræðilegan fjölbreytileika voru lönd heims hvött til að taka þátt í Grænu bylgjunni (Green Wave) sem er alþjóðlegt verkefni sem ætlað er að vekja athygli á fjölbreytni lífs á jörðinni í tengslum. Verkefnið snýst um að hvetja ...

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra tilnefndi Guðlaugstungur og Snæfells- og Eyjabakkasvæðið á lista Ramsarsamningsins yfir alþjóðlega mikilvæg votlendissvæði á ráðstefnu um votlendissvæði á Hvanneyri í dag. Umhverfisráðherra og landeigendur undirrituðu einnig viljayfirlýsingu um að friðlýsa votlendissvæði við Hvanneyri og að tilnefna svæðið á lista Ramsarsamningsins.

Markmið Ramsarsamningsins er að stuðla að verndun og skynsamlegri nýtingu votlendissvæða í heiminum, sérstaklega alþjóðlega mikilvæg svæði ...

Að frumkvæði umhverfisráðuneytisins verður efnt til ráðstefnu í samstarfi við Landbúnaðarháskóla Íslands um votlendi og endurheimt þess. Titill ráðstefnunnar er Endurheimt votlendis - hvað þarf til? Ráðstefnan er haldin í tilefni alþjóðlegs árs líffræðilegrar fjölbreytni og í ljósi vaxandi umræðu um mikilvægi votlendis í loftslagsbreytingum. 

Meðal fyrirlesara er Hans Joosten, prófessor við Greifswaldháskóla í Þýskalandi, sem er mjög virtur sérfræðingur ...

Sex milljónum króna verður varið til kaupa og uppsetningar á sjálfvirkum mæli til að mæla svifryk á áhrifasvæði eldgossins í Eyjafjallajökli. Tillaga Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra þess efnis var samþykkt á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun.

Umhverfisstofnun hefur að undanförnu lagt áherslu á að mæla eftir fremsta megni styrk svifryks á svæðum sem orðið hafa fyrir öskufalli í nágrenni Eyjafjallajökuls. Einnig hefur ...

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur sett af stað vinnu í umhverfisráðuneytinu til að fara yfir skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og skoða hvort niðurstöður hennar kalli á breytingar á starfsháttum ráðuneytisins. Fulltrúar allra skrifstofa ráðuneytisins munu taka þátt í vinnunni auk aðstoðarmanns ráðherra. Hópnum er ætlað að rýna skýrslu rannsóknarnefndarinnar á næstu vikum og meta hvort þörf sé úrbóta og gera þá í ...

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra afhenti Sigrúnu Helgadóttur náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti við athöfn í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Haldið var upp á dag umhverfisins í dag með afhendingu viðurkenninga og ýmsum viðburðum. Við sama tækifæri fékk prentsmiðjan Oddi afhentan Kuðunginn, umhverfisviðurkenningu umhverfisráðuneytisins og nemendur Hvolsskóla voru útnefndir varðliðar umhverfisins.

Sigrún Helgadóttir hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti

Sigrún Helgadóttir og föruneytiSvandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra afhenti Sigrún Helgadóttur ...

Dagur umhverfisins er tileinkaður líffræðilegri fjölbreytni í ár

Dagur umhverfisins er haldinn 25. apríl ár hvert en þann dag árið 1762 fæddist Sveinn Pálsson, fyrsti íslenski náttúrufræðingurinn. Hann var einna fyrstur til að hvetja til aðgerða gegn skógareyðingu á Íslandi og orðaði þá hugsun sem nú kallast sjálfbær þróun. Í ár verður dagurinn tileinkaður líffræðilegri fjölbreytni.

Viðburðir í tengslum við ...

Gígjökull

Aukin sjálftavirkni í morgun. Fjórir skjálftar frá því rétt fyrir klukkan 9. Þeir eru 1 til 1,5 á stærð. Þá hafði skjálfti ekki mælst síðan rétt fyrir kl. 19 í gærkvöldi.

Gosstrókar fóru upp fyrir 8 km hæð þrisvar í morgun en er að jafnaði í um 5 kílómetra hæð. Óróatoppar komu fram á svipuðum tíma á skjálftamælum. Þeir ...

Vatnshæð í Markarfljóti hækkaði aftur milli kl. 2 og 3 í nótt og varð svipuð því sem var í hámarki flóðs í gærkvöldi. Hefur farið lækkandi síðan. Hugsanlega á það hlut að máli að aur og sandur hafi hækkað botn árinnar.

Enginn skjálfti hefur mælst á svæðinu síðan fyrir klukkan sjö í gærkvöldi.

Nú er ákveðin vestanátt yfir Eyjafjallajökli. Öskufall ...

Hætta á dreifingu alaskalúpínu nema á skilgreindum svæðum.
Leggja á áherslu á að uppræta alaskalúpínu og skógarkerfli á hálendi og á friðlýstum svæðum.

Hætta á dreifingu alaskalúpínu í landinu nema á skilgreindum landgræðslu- og ræktunarsvæðum og í ár þarf að hefja starf við að uppræta alaskalúpínu og skógarkerfil á svæðum ofan 400 metra hæðar, í þjóðgörðum og öðrum friðlýstum svæðum ...

09. apríl 2010

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur falið Umhverfisstofnun að kanna hvernig staðið hefur verið við þau skilyrði sem umhverfisráðuneytið setti í úrskurði um mat á umhverfisáhrifum Kárahnjúkavirkjunar í desember 2001.

Í úrskurði ráðuneytisins var fallist á framkvæmdina með 20 tölusettum skilyrðum sem var ætlað að draga úr umhverfisáhrifum virkjunarinnar. Framkvæmdaraðila var falið að sjá til þess að skilyrðunum yrði fullnægt. Rekstur virkjunarinnar ...

Umhverfisráðuneytið, Landvernd og Náttúruskóli Reykjavíkur óska eftir tilnefningum til Varðliða umhverfisins 2010, verkefnasamkeppni um umhverfismál á meðal grunnskólabarna í 5. til 10. bekk. Markmið keppninnar er að hvetja ungt fólk til góðra verka í umhverfisvernd, vekja athygli á sýn ungs fólks á umhverfismál og kalla eftir leiðsögn yngri kynslóðarinnar á því sviði.

Skilafrestur verkefna er til 25. mars 2010 og ...

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur ákveðið að hefja undirbúning að friðlýsingu Gjástykkis í Þingeyjarsveit. Ákvörðun þess efnis var tilkynnt á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun.

Umhverfisráðuneytið óskaði eftir því í ágúst síðastliðnum að Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands sendu ráðuneytinu álit á hugmyndum sem fram höfðu komið um friðlýsingu Gjástykkis, þar á meðal frá Samtökum um náttúruvernd á Norðurlandi. Í áliti Náttúrufræðistofnunar kemur ...

Á 17. Stefnumóti umhverfisráðuneytisins og Stofnunar Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun verður fjallað um bráðnun jökla í Himalayafjöllum og loftslagsskýrslu Sameinuðu þjóðanna. Þorsteinn Þorsteinsson, jöklafræðingur hjá Veðurstofu Íslands, mun flytja erindi um útbreiðslu jökla í Himalayafjöllum og stöðu þekkingar á afkomu þeirra. Hann mun einnig greina frá margumtalaðri umfjöllun IPCC skýrslunnar varðandi spár um bráðnun
jöklanna á komandi áratugum. Þá ...

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur skipað nefnd til að semja frumvarp til laga vegna innleiðingar reglna um viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir gróðurhúsalofttegunda (ETS).

Á grundvelli EES samningsins mun stór hluti losunar gróðurhúsalofttegunda á Íslandi falla undir viðskiptakerfi ESB frá og með 1. janúar 2013. Þar er meðal annars um að ræða alla losun frá stóriðju, og er reiknað með að rúmlega ...

Vinna er hafin hjá umhverfisráðuneytinu við að semja frumvarp til innleiðingar Árósasamningsins. Samningurinn tryggir aðgang að upplýsingum, þátttöku almennings í ákvarðanatöku og aðgang að réttlátri málsmeðferð í umhverfismálum. Umhverfisráðherra hefur skipað nefnd til að semja lagafrumvarp til innleiðingar samningsins, sem stefnt er á að leggja fyrir Alþingi næstkomandi haust. Gert er ráð fyrir að drög að frumvarpi liggi fyrir 1 ...

Vegna frétta af bókun sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps, þar sem meintum ærumeiðingum umhverfisráðherra í ákvörðun um breytingu á aðalskipulagi hreppsins er mótmælt, vill umhverfisráðuneytið koma eftirfarandi leiðréttingu á framfæri.

Bókun sveitarstjórnarinnar byggir að mati ráðuneytisins á misskilningi á einni efnisgrein í bréfi umhverfisráðherra. Má ef til vill rekja misskilninginn til þess að sveitarstjórnarmönnum hafi yfirsést að síðasta sögn efnisgreinarinnar er ...

Föstudaginn 5. febrúar verður málþingið Kyn og loftslagsbreytingar haldið í Háskóla Íslands, stofu 101 Lögbergi, kl. 14.:0-16:45. Samstarfsaðilar um málþingið eru Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum, EDDA - öndvegissetur, Jafnréttisstofa og Stofnun Vilhjálms Stefánssonar. Sjá nánar á heimasíðu RIKK.

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra mun flytja ávarp við upphaf málþingsins, en hún tók við verðlaunum fyrir Íslands hönd á loftslagsráðstefnunni í ...

Umhverfisráðherra hefur synjað staðfestingar skipulagsbreytingum sem snúa að virkjunum í neðri Þjórsá, þar sem þátttaka Landsvirkjunar í kostnaði sveitarfélaga við skipulagsvinnu hafi stangast á við skipulags- og byggingarlög. Annars vegar er um að ræða tillögu að breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps, sem ráðuneytið telur sér ekki heimilt að staðfesta. Hins vegar er um að ræða aðalskipulag Flóahrepps 2006-2018, sem ...

Umhverfisráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Skipulagsstofnunar frá 30. október 2009 um að ekki skuli fara fram sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar Suðvesturlínur, styrking raforkuflutningskerfis á Suðvesturlandi, og öðrum framkvæmdum sem henni eru háðar og/eða eru á sama svæði. Ráðuneytinu bárust kærur frá Landvernd, Náttúruverndarsamtökum Íslands og Græna netinu vegna ákvörðunar Skipulagsstofnunar.

Umhverfisráðherra vísaði með úrskurði sínum 29. september 2009 fyrri ...

Vinna er hafin við að endurskoða byggingarreglugerð, sem ætlað er að standast samanburð við það sem best gerist hvað varðar sjálfbæra þróun þar sem opin stjórnsýsla, gegnsæi og lýðræðisumbætur eru höfð að leiðarljósi. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra skipaði nefnd til endurskoðunar reglugerðarinnar í dag.

Nefndin mun í starfi sínu hafa hliðsjón af nýju frumvarpi um mannvirkjalög, sem lagt verður fyrir Alþingi ...

Þriðjudaginn 12. janúar kl. 12.00-13.30 verður haldið 16. stefnumót umhverfisráðuneytisins og Stofnunar Sæmundar fróða. Fundurinn er haldinn í fundarsala Þjóðminjasafnsins. Fjallað verður um niðurstöður loftslagsráðstefnunnar í Kaupmannahöfn og þau atriði sem sendinefnd Íslands lagði áherslu á. Þá verður vikið að mögulegum næstu skrefum í átt til alþjóðlegs samkomulags um úrbætur í loftslagsmálum, sem og þeim aðgerðum sem framundan ...

Hið íslenska náttúrufræðifélag hélt í dag afmælisfund í tilefni af 120 ára afmæli sínu. Yfirskrift hennar var „Náttúruminjasafn Íslands: Hvernig safn viljum við eignast?“ Fjölluðu ræðumenn um það ástand sem lengi hefði ríkt í húsnæðismálum Náttúruminjasafnsins, sem áratugum saman hefur verið á hrakhólum. Í lok fundarins voru pallborðsumræður þar sem Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra og Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra voru meðal gesta ...

Svandís Svavarsdóttir undirritaði í dag nýtt aðalskipulag Fljótsdalshéraðs fyrir árin 2008-2028, sem sveitarfélagið vann í samstarfi við ráðgjafarfyrirtækið Alta. Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs, segir undirbúning aðalskipulagsins hafa tekið langan tíma, enda hefðu lýðræðisleg vinnubrögð verið í hávegum höfð í skipulagsferlinu. Með ríku samráði við íbúa sveitarfélagsins hefði náðst skynsamleg lending í skipulagsmálum, sem vonandi muni tryggja að skipulagið lifi ...

Yfirlit yfir niðurstöður loftslagsráðstefnunnar

Niðurstöður loftslagsráðstefnunnar í Kaupmannahöfn eru jákvæðar í baráttunni gegn loftslagsbreytingum þótt skrefið sé lítið, að mati Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra, sem sótti fundinn fyrir Íslands hönd. Með Kaupmannahafnar-samkomulaginu er opnað á að Bandaríkin og Kína og öll helstu ríki sem losa gróðurhúsalofttegundir í andrúmsloftið grípi til aðgerða til að draga úr losun.

Með því er komið til ...

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hélt í nótt ræðu fyrir Íslands hönd á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn. Hún sagði að lausn loftslagsmála þyrfti á hnattrænu samkomulagi að halda, sem væri lagalega bindandi fyrir alla. Ísland væri tilbúið að taka á sig umtalsverðan niðurskurð á losun gróðurhúsalofttegunda á komandi árum í samvinnu við önnur ríki. Í samvinnu við Evrópusambandið myndi Ísland vinna að markmiði ...

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra sagði á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn í gær að súrnun hafanna væri dulinn vandi innan loftslagsvandans, sem ógnaði lífi í höfunum og afkomu ríkja sem byggðu á lífríki hafsins. Svandís var meðal framsögumanna á fundi sem fjallaði um áhrif loftslagsbreytinga á hafið, sem var stýrt af Kaj Leo Johannessen, lögmanni Færeyja. Auk þeirra héldu erindi á fundinum ráðherrar ...

„Ekki má eingöngu líta á konur sem þolendur loftslagsbreytinga, heldur sem mikilvæga gerendur við lausn vandans,“ sagði Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra í opnunarávarpi sem hún hélt fyrr í dag á málstofu sem haldin var á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn, sem bar yfirskriftina „Konur sem afl til breytinga.“

Við þetta tilefni afhentu regnhlífarsamtök kvenna, „Women and Gender Constituency,“ stjórnvöldum á Íslandi og í ...

Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, hefur send Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra hvatningarbréf á loftslagsráðstefnuna í Kaupmannahöfn, þar sem áréttað er hversu brýnt ASÍ telji það vera að ná samkomulagi um loftslagsbreytingar fyrir árslok 2009. Í bréfinu eru stjórnvöld hvött til að styðja tillögur Alþjóðasambands verkalþðsfélaga í tengslum við loftslagsráðstefnuna.

Tillögurnar eru þríþættar:

  • Að metnaðarfullur, bindandi og sanngjarn samningur náist í Kaupmannahöfn ...

Ráðherraráð Evrópusambandsins ákvað á fundi sínum í dag að ganga til samninga við Ísland um fulla þátttöku Íslands í aðgerðum ESB til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda eftir 2012, en þá lýkur fyrsta skuldbindingartímabili Kýótóbókunarinnar. Með bréfi dagsettu 3. júní sl. til formennskuríkis og framkvæmdastjórnar ESB óskaði Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra eftir því að grundvöllur slíks samkomulags yrði kannaður.

Með samþykkt ...

  • Átta meginaðgerðir eiga að leiða til 19-32% minni losunar 2020
  • Minnka á losun frá samgöngum og sjávarútvegi og auka bindingu kolefnis
  • Ísland á að geta staðið við líklegar skuldbindingar til 2020

Verkefnisstjórn um aðgerðaáætlun í loftslagsmálum, sem umhverfisráðherra skipaði í júlí 2009, hefur gert fyrstu drög að áætlun, sem eru birt hér opinberlega til kynningar. Verkefnisstjórnin á að skila fullbúnum ...

Samkvæmt 3. mgr. 11. gr. laga nr. 64/1994, um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, eins og henni var breytt með 39. gr. laga nr. 164/2002, úthlutar umhverfisráðherra fé til rannsókna af tekjum vegna sölu veiðikorta.

Umhverfisráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki til rannsókna á stofnum villtra dýra sem undir áðurnefnd lög falla og ...

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra og starfsfólk Landmælinga kynntu í dag niðurstöður CORINE-verkefnisins. Meðal þess sem fram kemur í niðurstöðunum er að byggingarsvæði stækkuðu um 1055% árin 2000 til 2006 og jöklar minnkuðu um 1,63%. Niðurstöðurnar eru birtar í heild sinní skýrslu sem gefin hefur verið út (http://atlas.lmi.is/corine/) og á vefsjá Landmælinga (http://atlas.lmi.is/corine ...

Vernd náttúru og umhverfis er aukin til mikilla muna með nýju frumvarpi umhverfisráðherra um ábyrgð þess sem veldur umhverfisstjóni frá ákveðinni starfsemi. Frumvarpið er byggt á mengunarbótareglunni og felur í sér að þeim sem veldur tjóni á umhverfinu ber að bæta það, án tillits til þess hvort rekja megi tjónið til ásetnings eða gáleysis og þess hvort mengunin valdi einkaaðilum ...

Vegna umfjöllunar fjölmiðla um mælingar á brennisteinsvetnismengun í Hveragerði vill umhverfisráðuneytið taka fram að nú er unnið að gerð reglugerðar um losun brennisteinsvetnis. Vegna ríkra hagsmuna íbúa á Suðvesturhorni landsins hefur Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra lagt áherslu á að vinnu við gerð reglugerðarinnar verði flýtt eins og kostur er.

Markmið með gerð reglugerðarinnar eru þrenns konar:

  • Tryggja viðunandi mælingar á styrk ...

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur ákveðið að hefja endurskoðun á lögum um náttúruvernd með það fyrir augum að styrkja stöðu náttúruverndar í landinu. Ráðist er í endurskoðunina vegna brýnnar þarfar á að styrkja stöðu náttúrunnar og umhverfissjónarmiða í íslenskum rétti. Kveðið er á um endurskoðun laganna í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnar Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og Samfylkingar. Þar er sérstaklega tekið fram að verndarákvæði ...

Nýr kennsluvefur um loftslagsbreytingar verður opnaður í Sjálandsskóla í Garðabæ á morgun, miðvikudaginn 11. nóvember kl. 12:00. Fjölmiðlar eru hvattir til að mæta. Norræni loftslagsdagurinn verður haldinn hátíðlegur þennan dag, en hann er hluti af undirbúningi fyrir loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn í desember. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra mun opna kennsluvefinn, sem er hluti af námsefni um loftslagsbreytingar sem Námsgagnastofnun ...

Umhverfisráðuneytið hefur vakið athygli Landsnets og Skipulagsstofnunar á röngum fullyrðingum um fyrirhugaða orkuþörf álvers Norðuráls í Helguvík sem fram koma í matsáætlunum Landsnets um Suðvesturlínu og ákvörðun Skipulagsstofnunar um sameiginlegt umhverfismat. Í gögnum frá Landsneti kemur fram að Norðurál hafi hafið framkvæmdir við allt að 360.000 tonna álver í Helguvík og sé aflþörf þess 435 MW. Þessi ranga fullyrðing ...

Umhverfisráðuneytið, Landvernd og Náttúruskóli Reykjavíkur buðu nemendum í Hjólaríi Snælandsskóla í hjólreiðaferð í liðinni viku. Nemendurnir voru útnefndir Varðliðar umhverfisins á Degi umhverfisins í ár og var ferðin viðurkenning fyrir þann árangur.

Hjólreiðaferðin hófst á ferð í klúbbhús Hjólafélags Reykjavíkur í Nauthólsvík þar sem Pétur Þór Ragnarsson tók á móti hópnum. Pétur sýndi Varðliðunum m.a. nýtt keppnishjól sem er ...

Nú er unnið að endurskoðun á stefnu stjórnvalda um sjálfbæra þróun. Stefnumótunin ber yfirskriftina Velferð til framtíðar 2010-2013. Fyrstu drög voru kynnt á Umhverfisþingi 9. og 10. október þar sem þinggestir tóku virkan þátt í umræðum um sjálfbæra þróun í íslensku samfélagi. Í drögunum er að finna yfirlit yfir helstu lykilverkefni á sviði sjálfbærrar þróunar hér á landi.

Umhverfisráðuneytið óskar ...

Á 15. Stefnumóti umhverfisráðuneytisin og Stofnunar Sæmunar fróða verður fjallað um tengsl milli hnattrænna loftslagsbreytinga, sjálfbærrar þróunar og öryggismála. Einnig verður rætt um alþjóðlegar samningaviðræður um loftslagsmál í aðdraganda Kaupmannahafnarfundarins.

Það er dr. Adil Najam, framkvæmdastjóri Pardee Center við Boston University, sem flytur erindið Loftslagsbreytingar, þróun og öryggi. Dr. Adil Najam er einn af aðalhöfundum 3. og 4. skýrslu Vísindanefndar ...

Vegna umræða í fjölmiðlum um að umhverfisráðherra hafi brotið lög með úrskurði sínum um Suðvesturlínu vill umhverfisráðuneytið koma eftirfarandi á framfæri:

Fullyrðingar þess efnis að úrskurðurinn sé ólögmætur vegna þess að málshraðareglur hafi verið brotnar eiga ekki við rök að styðjast. Samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum er frestur ráðherra til að úrskurða vegna mats á umhverfisáhrifum tveir mánuðir frá ...

Vegna fréttar á Visi.is með fyrirsögninni Afþakkar 15 milljarða loftslagskvóta vill umhverfisráðuneytið koma eftirfarandi á framfæri:

Ísland er þegar aðili að viðskiptakerfi ESB og frá og með 1. janúar 2013 mun nærri helmingur losunar Íslands falla undir það samkvæmt ákvæðum EES-samningsins, þar á meðal öll losun frá stóriðju. Það liggur því fyrir að stóriðja á Íslandi á að búa ...

Umhverfisþing hefst á morgun á Hótel Nordica í Reykjavík. Rúmlega 400 hafa skráð sig til þátttöku á þinginu og verður það því fjölmennasta Umhverfisþing sem haldið hefur verið. Sjálfbær þróun verður meginefni þingsins að þessu sinni. Lögð verður áhersla á virka þátttöku þinggesta og því verður efnt til umræðna í heimskaffistíl sem nýtast svo við gerð stefnumörkunar stjórnvalda um sjálfbæra ...

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra og Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, hafa undirritað friðlýsingar Gálgahrauns í Garðabæ og Skerjafjarðar innan lögsögu Garðabæjar.

Markmiðið með friðlýsingu Gálgahrauns er að vernda nyrsta hluta Búrfellshrauns, þann hluta hraunsins sem runnið hefur í sjó fram, bæði vegna jarðmyndana og lífríkis. Verndargildi hraunsins byggir m.a. á því að Gálgahraunið er að mestu ósnortið á þessu svæði. Þar ...

Sænska verkefnið I ur og skur hlaut náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs í ár. Dómnefnd verðlaunanna ákvað þetta á fundi, sem haldinn var hér á landi í gær.

Í rökstuðningi dómnefndar segir að aðferðir I Ur og skur hvetji til til útivistar og séu frábært dæmi um verkefni sem stuðlar að velferð barna og auki skilning þeirra á náttúrunni. Verkefnið er ...

Umhverfisráðuneytið hefur gefið út skýrsluna Umhverfi og auðlindir sem fjallar um stöðu umhverfismála hér á landi. Skýrslan verður til umfjöllunar á Umhverfisþingi sem hefst næstkomandi föstudag, 9. október. Þar mun Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri í umhverfisráðuneytinu, kynna skýrsluna og Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor við Háskóla Íslands mun flytja sínar hugleiðingar um umhverfismál með hliðsjón af skýrslunni.

Eitt af helstu verkefnum umhverfisráðuneytisins ...

Umhverfisfræðsluráð og Landvernd efndu til málþings um þjóðaráætlun um menntun til sjálfbærni í liðinni viku. Þingið var fjölmennt og voru Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra og Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra meðal framsögumanna. Nú er hægt að skoða upptöku af erindum sem flutt voru á þinginu með því að smella hér.

Í ávarpi sínu sagði umhverfisráðherra m.a. að stjórnvöld ynnu nú að ...

Umhverfisráðherra hefur fellt úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar um að ekki skuli fara fram sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum framkvæmda vegna Suðvesturlínu og öðrum tengdum framkvæmdum. Málinu hefur verið vísað aftur til Skipulagsstofnunar til efnilegrar meðferðar og úrlausnar.

Ráðuneytinu bárust þann 24. apríl 2009 tvær kærur, annars vegar frá Landvernd og hins vegar frá Náttúruverndarsamtökum Íslands, vegna ákvörðunar Skipulagsstofnunar frá 25. mars ...

Montrealbókunin um vernd ósonlagsins er fyrsti alþjóðasamningur á sviði umhverfismála sem öll 196 ríki heims hafa staðfest. Austur-Tímor undirritaði samninginn, síðust þjóða, á degi ósonlagsins 16. september síðastliðinn.

Montrealbókunin var gerð 1987 við Vínarsáttmálann um verndun ósonlagsins frá 1985 og er því 22 ár síðan bindandi samkomulag var gert til varnar rþrnun ósonlagsins. Á þessum ríflega 20 árum hefur notkun ...

Dagskrá Umhverfisþings dagana 9. og 10. október liggur nú fyrir og er sjálfbær þróun meginefni þingsins að þessu sinni. Á þinginu verður m.a. kynnt ný skýrsla umhverfisráðherra um umhverfi og auðlindir og drög að nýjum áherslum í stefnumótun stjórnvalda um sjálfbæra þróun.

Í málstofum á þinginu verður fjallað um umhverfismál í sveitarfélögum og atvinnulífinu. Einnig er lögð áhersla á ...

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur óskað eftir áliti Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar á tillögum Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi um friðlýsingu Gjástykkis. Umhverfisráðherra skoðaði Gjástykki í liðinni viku í fylgd Árna Einarssonar, forstöðumanns Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn, og Bergþóru Kristjánsdóttur, starfsmanns Umhverfisstofnunar við Mývatn.

Í kjölfar þess að Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi (SUNN) sendu umhverfisráðherra tillögu þess efnis að hafinn verði undirbúningur ...

Ósk Vilhjálmsdóttir og Ásta Arnardóttir eru komnar áfram í aðra umferð í vali um það hver hlýtur Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs í ár. Níu af þeim 63 sem tilnefndir voru í upphafi komust áfram í aðra umferð.

Verðlaunin eru að þessu sinni veitt norrænu fyrirtæki, samtökum eða einstaklingi sem hefur á einstakan hátt skapað gott fordæmi við að fá fólk ...

Dagana 17.-19. september 2009 verður efnt til alþjóðlegrar ráðstefnu á Grand Hótel Reykjavík sem einkum hefur það að markmiði að varpa ljósi á þátt skóga og skógræktar í því að efla útivist og lþðheilsu almennings í þéttbýli.

Áherslan er á löndin við norðvestanvert Atlantshaf sem eru flest, líkt og Ísland, fremur fátæk af skógum. Engin tilviljun ræður því að ...

Umhverfisráðuneytið, Stofnun Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun, Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og utanríkisráðuneytið efna til opins fundar um alþjóðlegar samningaviðræður í aðdraganda Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem fram fer í Kaupmannahöfn í desember. Fundurinn fer fram í fundarsal Þjóðminjasafnsins fimmtudaginn 10. september 2009 kl. 12:00 til 13:30.

Richard B. Howarth, prófessor við Dartmouth College í New Hampshire í Bandaríkjunum og ...

Umhverfisráðherra mun á næstu dögum óska eftir frekari upplýsingum vegna skipulagstillögu Skeiða- og Gnjúpverjahrepps. Það er gert í ljósi úrskurðar samgönguráðuneytisins um að Flóahreppi hafi ekki verið heimilt að semja við Landsvirkjun um greiðslu kostnaðar vegna skipulagsvinnu sveitarfélagsins.

Umhverfisráðuneytið hefur til skoðunar skipulagstillögu vegna breytinga á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps sem sveitarfélagið hefur óskað staðfestingar umhverfisráherra á. Í rammasamkomulagi milli ...

Umhverfisráðherra boðar til VI. Umhverfisþings dagana 9.-10. október 2009. Þingið fer fram á Hótel Hilton Reykjavík Nordica. Sjáflbær þróun verður aðalumfjöllunarefni þingsins að þessu sinni. Kynntar verða tillögur að nýjum aherslum stjórnnvalda í á sviði sjálfbærrar þróunar næstu árin. Einnnig verður kynnt ný skýrsla umhverifsráðherra um stöðu og þróun umhverfismála. Umhverfismál í sveitarfélögum og atvinnulífinu verða í brennidepli í ...

Umhverfisfræðsluráð og Landvernd boða til málþings um þjóðaráætlun um menntun til sjálfbærni. Málþingið fer fram á Grand Hótel þriðjudaginn 15. september kl. 13:00 til 16:00. Þátttaka tilkynnist með tölvupósti á postur@umhverfisraduneyti.is. Aðgangur er ókeypis.

Dagskrá málþingsins:

  • Ávarp Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra.
  • Niðurstöður úttektar á menntun til sjálfbærni á Íslandi sem unnin er fyrir umhverfisfræðsluráð. Stefán Gíslason, Environice ...

Náttúrufræðistofnun Íslands hefur opnað sérstakt vefsvæði á heimasíðu stofnunarinnar með fróðleik um pöddur. Stofnunin reynir með þessu að mæta auknum áhuga landsmanna á náttúru landsins. Á heimasíðu stofnunarinnar verður fjallað um pöddur af ýmsu tagi, tegundir sem lifa í íslenskri náttúru og görðum landsmanna, híbýlum og gripahúsum, útlendar tegundir sem flækjast til landsins með vindum, svo og tegundir sem slæðast ...

Undirbúningur að stækkun friðlandsins í Þjórsárverum hefst nú þegar samkvæmt tillögu Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra sem var samþykkt á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Umhverfisráðherra vill ljúka stækkun friðlandsins eigi síðar en snemma árs 2010.

Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir að friðlandið í Þjórsárverum verði stækkað og friðun þess lokið hið fyrsta.

Stækkunin verður unnin í samræmi við ákvæði náttúruverndarlaga og undirbúningurinn verður ...

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi í morgun að hefja gerð áætlunar um sjálfbærar samgöngur með það að markmiði að draga úr þörf fyrir einkabílinn. Áætluninn verður unnin á vegum Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra og Kristjáns Möller samgönguráðherra en auk þess verður haft náið samstarf við fulltrúa fjármálaráðherra vegna breytinga sem lúta t.d. að skatta- og gjaldamálum. Þeir sem vilja ná tali ...

Landgræðsla ríkisins veitti hin árlegu landgræðsluverðlaun við hátíðlega athöfn á Kirkjubæjarklaustri í liðinni viku. Umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, afhenti verðlaunin. Verðlaunahafar eru hjónin Drífa Hjartardóttir og Skúli Lýðsson á Keldum á Rangárvöllum, Óskar Þór Sigurðsson, fyrrverandi formaður Skógræktarfélags Árnesinga og Landgræðslufélag Skaftárhrepps. Verðlaunin voru afhent í tengslum við landgræðsludag, sem Landgræðslufélag Skaftárhrepps hélt í samstarfi við Landgræðsluna.

Við afhendingu verðlaunanna sagði ...

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur skipað verkefnisstjórn til að vinna aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Við gerð áætlunarinnar verður stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda höfð að leiðarljósi.

Nýútkomin skýrsla sérfræðinefndar frá júní 2009, sem ber heitið Möguleikar til að draga úr nettóútstreymi gróðurhúsalofttegunda á Íslandi, liggur einnig til grundvallar við störf verkefnisstjórnarinnar.

Verkefnastjórnin á að vinna í nánu samráði við alla ...

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra og eigendur Hoffells og Miðfells í sveitarfélaginu Hornafirðir undirrituðu í gær samning um friðlýsingu fjalllendis á jörðunum við Hoffellsjökul. Svæðið eru um 50 ferkílómetrar að stærð og verður hluti af Vatnajökulsþjóðgarði.

Landslag á svæðinu er stórbrotið og einkennist af lítt grónum fjöllum og grónum dölum. Birkiskógur með sérstæðu gróðurfari og mörgum sjaldgæfum fléttum og háplöntutegundum vex á ...

Alls bárust 63 tilnefningar til Náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs í ár, þar af átta frá Íslandi. Í ár verða verðlaunin veitt norrænu fyrirtæki, samtökum eða einstaklingi sem á einstakan hátt hefur stuðlað að góðu fordæmi við að fá fólk til að stunda útivist og sem hefur aukið skilning á þýðingu náttúrunnar. Verðlaunin, sem eru 350.000 danskar krónur, verða nú ...

Umhverfisráðherrar Norðurlandanna komu saman til fundar í Lúxemborg til að undirbúa umhverfisráðherrafund Evrópusambandsins. Stærsta mál þess fundar að þessu sinni var loftslagsmál og staða samningaviðræðna í aðdraganda loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn í desember. Lögð var áhersla á forystu ESB í viðræðunum og það mun koma í hlut Svíþjóðar að leiða viðræðurnar af hálfu ESB.

Ísland verði hluti af heildarfyrirkomulagi ...

Nýr vefur um vistvæn innkaup hefur verið opnaður á slóðinni vinn.is. Á vefnum eru hagnýtar upplýsingar sem gagnast kaupendum og útboðsaðilum, um það hvernig best er að kaupa inn og bjóða út á vistvænan hátt. Þar er einnig að finna ráðleggingar til seljenda.

Vefurinn styður við auknar áherslur opinberra aðila á því að taka tilltit umhverfissjónarmiða jafnt sem kostnaðar ...

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur skipað aðgerðateymi til að koma á átaki til að verja viðkvæma náttúru Reykjanesfólkvangs fyrir skemmdum af völdum aksturs utan vega og lagfæra þær skemmdir sem þegar hafa orðið. Yfirskrift átaksins er Á réttri leið á Reykjanesi.

Aðgerðateymið á að efla og samræma störf ýmissa aðila en í teyminu sitja fulltrúar frá umhverfisráðuneytinu, Reykjanesfólkvangi, Grindavíkurbæ, Sveitarfélaginu Vogum ...

Á vordögum 2007 skipaði umhverfisráðherra sérfræðinganefnd til að fjalla um tæknilega möguleika á að draga úr nettóútstreymi gróðurhúsalofttegunda í mismunandi geirum samfélagsins: orkuframleiðslu; samgöngum; iðnaðarferlum; sjávarútvegi; landbúnaði; og meðferð úrgangs. Einnig skyldi nefndin kanna möguleika á að beita öðrum mótvægisaðgerðum þ.e. bindingu kolefnis og notkun sveigjanleikaákvæða Kyoto bókunarinnar til að minnka nettóútstreymi. Þessi skýrsla er heildstæð samantekt á ...

Umhverfisráðuneytið og Landgræðsla ríkisins standa fyrir morgunverðarfundi þriðjudaginn 16. júní á Grand Hótel í tilefni af alþjóðlega jarðvegsverndardeginum, sem er 17. Júní. Boðið verður upp á morgunmat frá kl. 8:00 en fundurinn hefst kl. 8:30 og stendur til kl. 10:00.

Dagskrá:

  • Setning: Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri.
  • Ávarp: Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra.
  • Hlutverk og framkvæmd jarðvegsverndarstefnu Evrópusambandsins. Dr. Luca Montanarella ...
Íslensk stjórnvöld vilja draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um að minnsta kosti 15% til 2020, miðað við árið 1990. Ríkisstjórnin samþykkti tillögu Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra þess efnis á fundi í dag. Þessi tölulegu markmið verða tilkynnt á næsta samningafundi um loftslagsmál sem hefst í Bonn í næstu viku og verður það í fyrsta sinn sem íslensk stjórnvöld tilkynna á alþjóðavettvangi að ...

Aðildarríki Stokkhólmssamningsins hafa fallist á þýðingarmikið samkomulag um að banna níu þrávirk lífræn efni til viðbótar við þau tólf efni sem þegar hafa verið bönnuð. Þetta var niðurstaða fjórða aðildarríkjafundar samningsins sem haldinn var í Genf fyrir skömmu.

Stokkhólmssamningurinn var undirritaður árið 2001 og var mikilvægur áfangi í baráttunni gegn mengun hafsins. Ísland átti stóran þátt í gerð samningsins. Samningurinn ...

Norræna umhverfisfjármögnunarfélagið (NEFCO) og norræni verkefnaútflutningssjóðurinn (NOPEF) efna til kynningar á starfsemi sjóðanna miðvikudaginn 27. maí kl. 08.15–10.00 á Grand Hótel Reykjavík. Að fundinum loknum verða fulltrúar frá sjóðunum með viðtalstíma á Grand Hótel. Vinsamlegast skráið þátttöku í fundinum í síðasta lagi mánudaginn 25. maí á netfangið: postur@umh.stjr.is

NEFCO
Norræna umhverfisfjármögnunarfélagið (NEFCO) er alþjóðleg ...
Umhverfisráðuneytið og Náttúrufræðistofnun Íslands boða til morgunverðarfundar á degi líffræðilegrar fjölbreytni, 22. maí, kl. 8:00 til 10:00 í Sunnusal Hótel Sögu. Fjallað verður um ágengar framandi tegundir. Boðið verður upp á morgunverð frá kl. 8:00 en dagskrá hefst á ávarpi Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra kl. 8:30. Flutt verða fjögur erindi og opnað verður fyrir umræður að þeim ...

Loftslagsbreytingar á Norðurslóðum eru enn hraðari en talið hefur verið til þessa. Þetta er meðal þess sem kom fram á ráðstefnu sem haldin var í tengslum við ráðherrafund Norðurskautsráðsins í Tromsö í Noregi fyrir skömmu.

Ráðherrafundurinn í Tromsö var 7. ráðherrafundur Norðurskautsráðsins, en þeir eru haldnir á tveggja ára fresti. Átta ríki eiga sæti í Norðurskautsráðinu, auk fulltrúa samtaka frumbyggja ...

Svandís Svavarsdóttir tók við embætti umhverfisráðherra í dag, sunnudaginn 10. maí 2009, af Kolbrúnu Halldórsdóttur sem gegnt hefur embættinu síðan 1. febrúar 2009.
Svandís var kosin alþingismaður fyrir Vinstrihreyfinguna grænt framboð í Reykjavíkurkjördæmi Suður 25. apríl 2009.

Svandís er fædd 24. ágúst 1964. Eiginmaður Svandísar er Torfi Hjartarson lektor og eiga þau fjögur börn. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við ...
Ísland tók við formennsku í vinnuhóp Norðurskautsráðsins um vernd lífríkisins (CAFF) á ráðherrafundi Norðurskautsráðsins, sem haldinn var í Tromsö í Noregi 29. apríl sl. Ævar Petersen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, er ný r formaður vinnuhópsins.

Að sögn Ævars verður unnið að tveimur stórum verkefnum innan CAFF í formennskutíð Íslands 2009-2011. Annars vegar vöktun á líffræðilegum fjölbreytileika á norðurslóðum (Circumpolar Biodiversity ...

Vegna fréttar Ríkisútvarpsins um að heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis hafi vakið athygli umhverfisráðuneytisins á því að hún telji að mengun frá Hellisheiðavirkjun sé farin að valda óþægindum á höfuðborgarsvæðinu vill umhverfisráðuneytið koma eftirfarandi á framfæri.

Umhverfisráðuneytið lítur málið alvarlegum augum og hefur haft það til sérstakrar skoðunar undanfarna mánuði. Í kjölfar frétta í vetur af auknum styrk brennisteinsvetnis á höfuðborgarsvæðinu ...

Vegna umfjöllunar fjölmiðla um úrskurð umhverfisráðuneytisins varðandi kæru vegna útgáfu starfsleyfis til Lýsis hf. í Þorlákshöfn vill ráðuneytið koma eftirfarandi á framfæri.

Samkvæmt úrskurði umhverfisráðuneytisins er hert mjög á starfsskilyrðum verksmiðjunnar og starfsleyfistími styttur úr tólf árum í átta. Auk þess voru sett ný skilyrði í starfsleyfið. Það var gert til að koma til móts við kröfu kærenda og til ...

Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra tekur fyrstu skóflustunguna að Gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs á Skriðuklaustri í dag um kl. 16:45.

Gestastofan verður fyrsta byggingin hér á landi sem verður byggð samkvæmt vottuðum vistvænum byggingarstöðlum (Sjá frétt).

Við þetta tækifæri mun umhverfisráðherra jafnframt undirrita reglugerð um stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs til norðurs og verður þá Trölladyngja í heild, Askja og stór hluti Ódáðahrauns hluti af þjóðgarðinum ...

Framkvæmdasýsla ríkisins hefur auglýst eftir tilboðum í byggingu Gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs á Skriðuklaustri, en hún verður fyrsta byggingin hér á landi sem verður byggð samkvæmt vottuðum vistvænum byggingarstöðlum. Útboðið er unnið samkvæmt ný samþykktri stefnu ríkisstjórnarinnar um vistvæn innkaup.

Í stefnu ríkisstjórnarinnar er sagt fyrir um hvernig samþætta eigi umhverfissjónarmið í innkaupum hjá ríkinu. Íslenska ríkið kaupir vörur, þjónustu og verk ...

Umhverfisráðuneytið mun styðja uppbyggingu og rekstur upplýsingamiðstöðvar og gestastofu á Álftanesi samkvæmt viljayfirlýsingu sem Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra skrifað undir í dag.

Sveitarfélagið Álftanes hyggst í tengslum við friðlýsingu Skerjafjarðar setja á stofn upplýsingamiðstöð sem verður hluti af fyrirhuguðu menningar- og náttúrufræðasetri á Álftanesi. Markmið með rekstri upplýsingamiðstöðvarinnar er að samflétta kynningu á náttúru Álftaness og Skerjafjarðar, svo og sögu Bessastaða ...

Í kjölfar tillögu Kolbrúnar Halldórsdóttur umhverfisráðherra sem samþykkt var í ríkisstjórn um að framkvæmdum við ofanflóðavarnir verði hraðað, hefur ofanflóðanefnd óskað eftir heimild fjármálaráðuneytisins til að bjóða út famkvæmdir við varnargarða í Neskaupstað og í Ólafsfirði. Umhverfisráðherra lagði til við ríkisstjórn að tæpum 1.100 milljónum króna yrði varið í ofanflóðavarnir til viðbótar við þær tæpar 700 milljónir sem ákveðið ...
06. apríl 2009

Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra og Lúðvík Geirsson bæjarstjóri Hafnarfjarðar munu friðlýsa fimm svæði innan marka Hafnarfjarðar kl. 13:00 á morgun, föstudaginn 3. apríl. Athöfn fer fram við Hleina, skammt frá Hrafnistu í Hafnarfirði. Aldrei hafa svo mörg svæði verið friðlýst í sama sveitarfélaginu í einum vettvangi.

Þrír fólkvangar og tvö náttúruvætti verða friðlýst til útivistar og verndunar á lífríki og ...

Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra undirrituðu stefnu um vistvæn innkaup í dag. Ríkisstjórnin samþykkti stefnuna á fundi sínum í morgun. Í stefnuninni er sagt fyrir um hvernig samþætta á umhverfissjónarmið innkaupum hjá ríkinu.

Margs konar ávinningur
Íslenska ríkið kaupir vörur, þjónustu og verk fyrir meira en 100 milljarða króna á ári sem er um fjórðungur af útgjöldum ...

Ellefta landsráðstefna Staðardagskrár 21 á Íslandi var sett í Stykkishólmi í gær. Hundrað þátttakendur voru skráðir til þátttöku á ráðstefnunni og er hún því sú fjölmennasta hingað til.

Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra sagði í setningarávarpi að mikið hefði áunnist á þeim tíu árum sem liðin eru frá því að Staðardagskrárstarfið á Íslandi hófst fyrir alvöru með ráðningu verkefnisstjóra á vegum umhverfisráðuneytisins ...

Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra hefur skipað starfshóp til að kanna rekstrargrundvöll félagasamtaka á sviði umhverfismála við breyttar efnahagsaðstæður og til að leggja fram tillögur um hvernig efla megi starfsemi og fjárhag félaganna til frambúðar.

Starfshópurinn á að skoða á hvern hátt félagasamtök á sviði umhverfismála eru í stakk búin til að gegna sífellt mikilvægara hlutverki. Þau veita stjórnvöldum og atvinnurekendum mikilvægt ...

Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra hefur skipað starfshóp til að undirbúa fullgildingu Árósasamningsins hér á landi. Verkefni starfshópsins er að gera tillögu um hvernig best sé að tryggja almenningi aðgang að réttlátri málsmeðferð við fullgildingu Árósasamningsins hér á landi. Auk þess er starfshópnum falið að gera tillögu um frekari vinnslu málsins í kjölfarið, þ.e. samningu nauðsynlegra lagafrumvarpa.

Nefnd sem falið var ...

Líffræðilegur fjölbreytileiki á í vök að verjast á Norðurlöndum. Svæði með verðmætri náttúru hafa minnkað samhliða því að landbúnaður, samgöngukerfi og byggð breiða úr sér. Þetta eru niðurstöður nýrrar skýrslu sem Norræna ráðherranefndin hefur látið gera.

Í skýrslunni er bent á að dregið hafi hratt úr líffræðilegum fjölbreytileika á Norðurlöndum síðan 1990. Þessi óheillaþróun hefur jafnframt í för með sér ...

Á 12. stefnumóti umhverfisráðuneytisins og Stofnunar Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun verður fjallað um umhverfis- og auðlindaákvæði í stjórnarskrám. Á fundinum mun Aðalheiður Jóhannsdóttir, dósent við lagadeild Háskóla Íslands og sérfræðingur í umhverfisrétti, svara spurningunni hverju stjórnarskrárvernd umhverfisins breyti. Ellý Katrín Guðmundsdóttir, sviðsstýra umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar, flytur erindi undir yfirskriftinni: ,,Í hvaða sæti setjum við umhverfið?"
Frumvarp til ...

,,Norrænu ríkin gegna mikilvægu hlutverki við að knýja fram alþjóðlegar lausnir í loftslagsmálum". Þetta er meðal þess sem segir í sameiginlegri grein forsætisráðherra Norðurlandanna sem sátu norrænt hnattvæðingarþing á Íslandi 26. - 27. febrúar sl.

Í greininni segir að norrænu ríkin geti sýnt fram á að sameina megi hagvöxt og vistvæna framleiðslu. Takast megi á við viðfangsefni í umhverfismálum með því ...

Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra sat sinn fyrsta samráðsfund með félagasamtökum á sviði umhverfismála í Þjóðmenningarhúsinu á þriðjudag.

Á fundinum sagði umhverfisráðherra að í ljósi ástandsins í þjóðfélaginu yrðu efnahagsmál í forgangi hjá ríkisstjórninni. Engu að síður ætlaði hún að beita sér fyrir ákveðnum málum á verksviði síns ráðuneytis sem hún telur að hægt sé að koma á rekspöl á þeim stutta ...

Stórt skref var stigið í átt að alþjóðlegum samningi um kvikasilfur á árlegum ráðherrafundi Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNEP) sem haldinn var í Nairobi í Kenía í liðinni viku. Samkomulag náðist um að hefja samningaviðræður um bindandi samkomulagi árið 2013.

Norðurlöndin hafa lengi unnið að því að komið yrði á alþjóðlegu samkomulagi sem fæli í sér takmörkun á nýtingu á kvikasilfri ...

Úthlutunarnefnd á vegum umhverfisráðuneytisins óskar eftir tilnefningum um fyrirtæki eða stofnanir, sem vegna verka sinna og athafna á síðasta ári, er þess verðugt að hljóta umhverfisviðurkenningu umhverfisráðuneytisins, Kuðunginn fyrir árið 2008. Kuðungurinn verður afhentur á degi umhverfisins 25. apríl.

Óskað er eftir því að stutt greinargerð fylgi með tilnefningunum. Fyrirtæki og stofnanir geta hvort heldur sem er tilnefnt sig sjálf ...

Tillaga að náttúruverndaráætlun 2009-2013 verður til umfjöllunar á 11. Stefnumóti umhverfisráðuneytisins og Stofnunar Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun. Á fundinum mun Sigurður Á. Þráinsson úr umhverfisráðuneytinu fjalla um áherslur í áætluninni og dr. Hilmar J. Malmquist fjallar um náttúruverndaráætlun 2009-2013, kosti hennar, galla og efndir.

Fundurinn fer fram í fundarsal Þjóðminjasafnsins miðvikudaginn 4. febrúar kl. 12:00 til 13:30 ...

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra hefur undirritað friðlýsingu Vatnshornsskógar í Skorradal sem friðlands í samræmi við þingsályktun um náttúruverndaráætlun. Friðlýsingin var unnin í samvinnu við Skorradalshrepp og Skógrækt ríkisins.

Markmið friðlýsingarinnar er að vernda náttúrulegan, lítt snortinn og hávaxinn birkiskóg með gróskumiklum botngróðri og erfðafjölbreytileika birkisins á svæðinu. Á svæðinu er líffræðileg fjölbreytni mikil og þar vaxa sjaldgæfar tegundir. Með friðlýsingu skógarins ...

Ný stofnun, Veðurstofa Íslands, tók til starfa um áramótin. Stofnunin starfar samkvæmt lögum sem voru samþykkt á Alþingi síðastliðið sumar. Viðfangsefni nýrrar stofnunar snúa að eðlisþáttum jarðarinnar, þ.e. lofti, vatni, snjó og jöklum, jörð og hafi. Helsta hlutverk stofnunarinnar er að: afla, varðveita, vinna úr upplýsingum og stunda rannsóknir og að miðla upplýsingum til og þjónusta notendur um þá ...

Umhverfisstofnun Evrópu hefur gefið út skýrslu um átta mikilvæg verkefni á vettvangi umhverfismála í Evrópu um þessar mundir (EEA Signals 2009: Eight Environmental Stories for Europe). Í skýrslunni er m.a. fjallað um framrás Spánarsnigilsins og áhrif hans á líffræðilega fjölbreytni, hugmyndir um strangari takmarkanir af hálfu Evrópusambandsins á losun loftmengandi efna og vakin er athygli á aðferðum sem beitt ...

Norrænu ríkin skiptast á um að fara með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni og leiða starfsemina eitt ár í senn. Nú á árinu 2009 kemur það í hlut Íslendinga að gegna formennsku í nefndinni.

Yfirskrift formennskuáætlunar Íslands er „Norrænn áttaviti“. Í fjórum undirköflum er gerð grein fyrir helstu áherslumálum, en rauður þráður er að stórefla skuli rannsóknir og nýsköpun, ekki síst ...

Búið er að opna heimasíðu Vatnajökulsþjóðgarðs á slóðinni vatnajokulsthjodgardur.is. Á vefnum er m.a. fjallað um markverða staði innan þjóðgarðsins, samgöngur, gististaði og starfsemi stofnunarinnar.

Þjóðgarðurinn var formlega opnaður í sumar. Markmiðið með stofnun og rekstri þjóðgarðsins er að vernda Vatnajökul og landsvæði honum tengd.

Sjá vef Vatnajökulsþjóðgarðs.

Tilskipun Evrópusambandsins um notkun og miðlun landupplýsinga (INSPIRE) tók gildi í maí á liðnu ári. Tilskipunin mun taka gildi hér á landi á grundvelli samningsins um Evrópska efnahagssvæðið og nú er unnið að því í umhverfisráðuneytinu að undirbúa nauðsynlegar lagabreytingar vegna þess. Áskilið er að tilskipunin verði innleidd í íslenska löggjöf fyrir 15. maí 2009.  

Markmið tilskipunarinnar er að samræma ...

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra flutti í dag ræðu á 14. aðildarríkjaþingi Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna í Poznan í Póllandi. Á þinginu var fram haldið samningaviðræðum um hertar aðgerðir í loftslagsmálum, sem hófust fyrir rúmum tveimur árum og á að ljúka með samkomulagi á 15. aðildarríkjaþinginu í Kaupmannahöfn í lok árs 2009.

Umhverfisráðherra sagði að Ísland vildi reyna að halda hlýnun andrúmsloftsins innan ...

Í tillögu til þingsályktunar um náttúruverndaráætlun 2009-2013 sem Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra hefur lagt fram á Alþingi, er lagt til að þrettán svæði verði friðlýst. Markmið áætlunarinnar er að halda áfram að byggja upp net verndarsvæða til þess að tryggja verndun tegunda, líffræðilegrar fjölbreytni, landslags og náttúru.

Samkvæmt áæltuninni verður eitt svæði friðað vegna jarðfræði, en það er Langisjór og nágrenni ...

Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna hófst í dag í Poznan í Póllandi. Markmið fundarins er að færast nær samkomulagi um aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda þegar Kýótó-sáttmáli rennur sitt skeið á enda árið 2012. Stefnt er að því að ljúka samningaviðræðunum á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn á næsta ári.

Um 8.000 fulltrúar frá 190 ríkjum sækja fundinn í ...

Samkvæmt nýrri spá Umhverfisstofnunar verður losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi innan marka Kýótó-bókunarinnar, að því gefnu að losun flúorkolefna (PFC) frá áliðnaði haldist lág.

Heildarlosun gróðurhúsalofttegunda hér á landi jókst úr 3,4 milljónum tonna árið 1990 – sem er viðmiðunarár Kýótó-bókunarinnar – í 4,3 milljónir árið 2006, eða um 24%. Aukning losunar milli áranna 2005 og 2006 var 14%, sem ...

Umhverfisráðuneytið boðar til opins fundar um viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir gróðurhúsalofttegunda og fyrirhugaðar breytingar á því. Fundurinn verður mánudaginn 3. nóvember nk. kl. 14:00-16:00 í Sal B á Hótel Sögu.

Hér á landi er nú unnið að innleiðingu tilskipunar Evrópusambandsins um viðskiptakerfið. Flug mun falla undir gildissvið tilskipunarinnar frá og með 1. janúar 2012 og gert er ráð ...

Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs hefur ákveðið að gestastofa garðsins á Skriðuklaustri verði byggð samkvæmt vistvænum stöðlum. Talið er að gestastofan verði fyrsta húsið hér á landi sem fengi slíka vottun samkvæmt viðurkenndum stöðlum.

Notast verður við breska staðalinn BREEAM, sem tekur til hönnunar, byggingar og reksturs hússins. Staðallinn byggir á evrópskum byggingarreglum. Talið er að aukalegur kostnaður við að byggja samkvæmt staðlinum ...

Úthlutunarnefnd losunarheimilda lauk í dag fyrstu árlegu endurskoðun áætlunar um úthlutun heimilda til að losa gróðurhúsalofttegundir.

Fyrirtækin sem fá úthlutað losunarheimildum að þessu sinni eru: RioTinto Alcan í Straumsvík (152.255 losunarheimildir), Norðurál í Helguvík (539.000 losunarheimildir) og Alcoa Fjarðaál á Reyðarfirði (29.200 losunarheimildir). Samtals gera þetta 720.455 losunarheimildir.

Aðeins er úthlutað til atvinnurekstrar sem hyggur á ...

Umhverfisráðherra hefur ákveðið að fyrirkomulag rjúpnaveiða í haust verði með óbreyttu sniði frá fyrra ári og standi frá 1. til 30. nóvember. Veiðar verða heimilaðar fimmtudaga, föstudaga, laugardaga og sunnudaga. Mælst er til þess að hver veiðimaður skjóti ekki fleiri en tíu fugla. Sölubann á rjúpum og rjúpnaafurðum verður áfram í gildi. Ákvörðunin byggir á mati Náttúrufræðistofnunar Íslands á veiðiþoli ...

8. stefnumót umhverfisráðuneytisins og Stofnunar Sæmundar fróða.

Erindi:

  • „Umfang utanvegaaksturs og aðgerðir stjórnvalda“ - Ólafur Arnar Jónsson hjá Umhverfisstofnun.
  • „Hvernig tökum við á utanvegaakstri?“ - Þorsteinn Víglundsson, umhverfisnefnd Ferðaklúbbsins 4x4.

Umræður að erindum loknum.

Fundurinn verður í fundarsal Þjóðminjasafnsins miðvikudaginn 24. september 2008 kl. 12:00-13:30. Stefnumótin eru opnir fundir um umhverfismál sem efst eru á baugi hverju sinni. Allir velkomnir.

Ríkisstjórn Íslands hefur að tillögu Þórunnar Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra samþykkt stefnumörkun Íslands um framkvæmd Samningsins um líffræðilega fjölbreytni. Með gerð stefnumörkunarinnar er unnið að því að innleiða markmið samningsins í íslenska stjórnsýslu og vera heildarrammi um stefnumótun stjórnvalda sem lþtur að verndun og sjálfbærri nýtingu líffræðilegrar fjölbreytni landsins.

Í stefnumörkuninni er lögð áhersla á 10 meginmarkmið og 27 aðgerðir í þeim ...

Í dag boðaði umhverfisráðherra Þórunn Sveinbjarnardóttir til blaðamannafundar til að kynna niðurstöður vísindanefndar um loftslagsbreytingar en nefndin hefur skilað ráðherra skýrslu um áhrif hnattrænna loftslagsbreytinga á Íslandi. Megin niðurstaða vísindanefndarinnar er að áhrifa loftslagsbreytinga gæti þegar í náttúru landsins og að fyrirsjáanlegar loftslagsbreytingar munu einnig hafa veruleg áhrif á náttúrufar hér á landi.
Sjá skýrsluna í heild sinni.
Sjá kynningarmyndband ...

Umhverfisráðherra hefur úrskurðað að samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum beri að meta sameiginlega umhverfisáhrif álvers á Bakka við Húsavík, Þeistareykjavirkunar, Kröfluvirkjunar II og háspennulínu frá Kröflu og Þeistareykjum til Húsavíkur.

Hinn 31. júlí 2008, er kveðinn upp í umhverfisráðuneytinu svohljóðandi úrskurður:

Ráðuneytinu barst þann 18. mars 2008 kæra Landverndar vegna ákvörðunar Skipulagsstofnunar frá 13. febrúar 2008 um að ekki ...

Umhverfisráðherra Þórunn Sveinbjarnardóttir hefur sett reglugerð nr. 750/2008 um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir á efnum. Reglugerðin er sett til að innleiða nýja efnavörulöggjöf Evrópusambandsins, svokallaða REACH reglugerð (Registration, Evaluation, Authorisation and Restriction of Chemicals, REACH). Hún leysir af hólmi í áföngum u.þ.b. tuttugu gildandi reglugerðir er varða framleiðslu, markaðssetningu, notkun og takmarkanir ...

  • Starfshópur hefur verið skipaður til að vinna að viðbragðsáætlun.
  • Landhelgisgæslan hefur eftirlit með hvítabjörnum í samstarfi við Umhverfisstofnun.
  • Unnið að því að taka saman kostnað sem féll til vegna tilrauna við að bjarga hvítabirninum.

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra átti fund með Carsten Gröndal, yfirdýralækni dýragarðsins í Kaupmannahöfn, í umhverfisráðuneytinu í dag. Á fundinum var rætt um aðgerðir Umhverfisstofnunar við að bjarga ...

Umhverfisráðuneytið og Umhverfisstofnun vilja vekja athygli fjölmiðla á tímaáætlun dagsins við björgun hvítabjarnarins á Skaga.

- Carsten Gröndal kemur frá Kaupmannahöfn og lendir á Akureyrarflugvelli um kl. 14:30. Þaðan mun Landhelgisgæslan fljúga með hann að Hrauni á Skaga.

- Hjalti Guðmundsson og Bjarni Pálsson frá Umhverfisstofnun eru á leið til Akureyrar og verða þar um hádegi. Þaðan verður ekið með búr ...

Vatnajökulsþjóðgarður mun við stofnun ná yfir um 12.000 ferkílómetra svæði eða um 12 prósent af flatarmáli landsins. Vatnajökulsþjóðgarður verður stærsti þjóðgarður Evrópu. Landssvæði þjóðgarðsins er einstakt á heimsvísu. Þar er að finna síkvikt samspil jökla og eldvirkni, jökulhlaupa, eldgosa og jarðhita. Jarðfræðileg fjölbreytni er óvenjulega mikil og innan væntanlegra þjóðgarðsmarka er að finna afar sjaldgæfar landslagsheildir, m.a ósnortin ...

Fimmtudaginn 22. maí nk. kl. 8:00 til 10:00 heldur Umhverfisráðuneytið og Landgræðsla ríkisins morgunverðarfund í tilefni Dags líffræðilegrar fjölbreytni en fundurinn verður haldinn á Grand Hóteli í Reykjavík,

Dagur líffræðilegrar fjölbreytni er í ár tileinkaður landbúnaði. Fjallað verður um mikilvægi líffræðilegrar fjölbreytni fyrir landbúnað, næringu og matvælaöryggi. Einnig verður ný stefnumörkun Íslands um líffræðilega fjölbreytni kynnt.

Dagskrá:

  • Ávarp ...

Sólarræsting hlaut Kuðunginn, umhverfisviðurkenningu umhverfisráðuneytisins, við athöfn í Perlunni í dag, á Degi umhverfisins. Við sama tækifæri voru nemendur úr Lþsuhólsskóla og Fossvogsskóla útnefndir varðliðar umhverfisins.

Kuðungurinn
Sólarræsting hlaut Kuðunginn, umhverfisviðurkenningu umhverfisráðuneytisins, við athöfn í Perlunni í dag. Kuðungurinn er viðurkenning á því framlagi sem viðkomandi fyrirtæki hefur veitt til umhverfismála og öðrum fyrirtækjum hvatning til að leggja enn meira ...

Á morgun, á Degi umhverfisins, verða kynntar vinningstillögur úr arkitektasamkeppni sem efnt var til vegna byggingar gestastofa í Vatnajökulsþjóðgarði. Sýningin er haldin á Háskólatorgi Háskóla Íslands og hefst klukkan 16:00 en eftir verðlaunaafhendingu verða tillögurnar sem bárust til sýningar fram til 10. maí.

Gestastofur í Vatnajökulsþjóðgarði verða alls sex, þar af hafa tvær þegar verið byggðar í Skaftafelli og ...

Markmiðið með sýningunni er að skapa vettvang þar sem almenningur fær tækifæri til þess að kynna sér vistvænar vörur og þjónustu sem í boði eru. Með þessu er vonast til að áhugi neytenda á að skipta við vistvæn fyrirtæki og að láta sig umhverfissjónarmið varða í innkaupum og daglegu lífi aukist. Með því að huga að umhverfissjónarmiðum í innkaupum og ...

Úthlutunarnefnd á vegum umhverfisráðuneytisins óskar eftir tilnefningum um fyrirtæki, sem vegna verka sinna og athafna á síðasta ári, er þess verðugt að hljóta umhverfisviðurkenningu umhverfisráðuneytisins, Kuðunginn fyrir árið 2007. Óskað er eftir því að stutt greinargerð fylgi með tilnefningunum.

Tillögur skulu berast umhverfisráðuneytinu eigi síðar en föstudaginn 4. apríl næstkomandi, merktar ,,Kuðungurinn 2007", á póstfangið postur@umhverfisraduneyti.is eða með ...

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra mælir fyrir þremur frumvörpum til laga á Alþingi í dag; frumvarpi til laga um mannvirki, frumvarpi til skipulagslaga og frumvarpi um breytingu á lögum um brunavarnir. Í frumvarpi til skipulagslaga er m.a. lögð áhersla á að auka þátttöku almennings að gerð skipulagsáætlana og að ríkisvaldið geti lagt fram heildstæða sýn í skipulagsmálum sem varða almannahagsmuni. Í ...

Umhverfismál skipa veigamikinn sess í skýrslu um Ísland og Evrópusambandið sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra flutti á Alþingi þ. 31. janúar sl. Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra sagði við það tilefni að umhverfismál væru verulega þýðingarmikil í EES samstarfinu. Í skýrslu utanríkisráðherra segir að vægi umhverfismála hafi aukist innan Evrópusambandsins á undanförnum árum. ESB hafi myndi jafnan mikilvæga blokk í alþóðasamstarfi á ...
Umhverfisráðherra hefur ákveðið að skipa Kristínu Lindu Árnadóttur sem forstjóra Umhverfisstofnunar til næstu fimm ára. Kristín hefur starfað sem lögfræðingur hjá Umhverfisstofnun frá 1. september 2007 og gegnir nú starfi sviðsstjóra lögfræði- og stjórnsýslusviðs stofnunarinnar og er staðgengill forstjóra.

Kristín Linda lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1998, meistaranámi í umhverfisfræðum frá Háskólanum í Lundi árið 2002 og ...

6. stefnumót Umhverfisráðuneytisins og Stofnunar Ara fróða.

Umferð skipa með ströndum Íslands er í örum vexti, ekki síst siglingar olíuskipa. Fjallað verður um spár um aukna umferð, hvaða vandamál geta fylgt og viðbrögð við þeim.

Erindi:

  • Kristján Geirsson, fagstjóri á stjórnsýslusviði Umhverfisstofnunar.
  • Ásgrímur L. Ásgrímsson, yfirmaður vaktstöðvar siglinga hjá Landhelgisgæslu Íslands.

Fundurinn hefst kl. 12:00, fimmtudaginn 31. janúar, í ...

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra hefur mælt fyrir frumvarpi um breytingu á lögum um meðhöndlun úrgangs. Megin markmið frumvarpsins er að draga úr magni raftækjaúrgangs, auka endurnýtingu og endurnotkun á slíkum úrgangi og vinna að aukinni umhverfisvitund allra sem höndla með vöruna.

Frumvarpið byggir á svokallaðri framleiðendaábyrgð og samkvæmt henni eru settar skyldur á framleiðendur og innflytjendur til að fjármagna, safna, meðhöndla ...

Félagasamtök á sviði umhverfisverndar fá 12 milljónir króna í rekstrar- og verkefnastyrki á þessu ári frá umhverfisráðuneytinu, en það er tveimur milljónum króna meira en á liðnu ári. Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra tilkynnti þetta á samráðsfundi umhverfisráðuneytisins og félagasamtaka í dag. Samráðsfundir sem þessir fara fram með reglulegu millibili og þar er fjallað um þau mál sem fulltrúar félagasamtaka vilja bera ...

Umhverfisráðherra hefur skipað nefnd sem á að gera tillögu til ráðherra um aðgerðir til að minnka úrgang og auka endurvinnslu á dagblöðum, tímaritum og öðrum óumbeðnum prentpappír. Nefndin á að kanna mögulegar lausnir, þar á meðal framleiðendaábyrgð.

Í skipunarbréfi nefndarinnar segir að mikilvægt sé að auka ábyrgð þeirra sem framleiða og flytja inn blöð, tímarit, bækur og auglýsingabæklinga, þannig að ...
Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra hefur beint þeim tilmælum til umhverfisráðherra Norðurlandanna og fleiri ríkja að ráðherraráð Evrópusambandsins taki tillit til sérstöðu Íslands þegar það fjallar um tillögur um að fella flugsamgöngur undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir á gróðurhúsalofttegundum. Í bréfi sem umhverfisráðherra hefur sent umhverfisráðherrum ríkja innan Evrópska efnahagssvæðisins segir að málið varði Íslendinga mjög miklu vegna landfræðilegrar legu landsins.

Í ...
Samkomulag náðist á Balí eftir næturlanga fundi um að hefja víðtækar samningaviðræður um aðgerðir í loftslagsmálum, sem taki mið af niðurstöðum Vísindanefndar S.þ. um þörf á samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda.

,,Þetta er sögulegt samkomulag,” sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra. ,,Öll ríki heims taka þátt í nýjum viðræðum , líka stóru þróunarríkin sem eru að auka losun sína mikið og Bandaríkin, sem ...

Óskað eftir athugasemdum við drög að stefnumörkun um líffræðilega fjölbreytni

Almenningi, félagasamtökum og stofnunum gefst tækifæri til að senda inn athugasemdir við drög að stefnumörkun um líffræðilega fjölbreytni, sem kynnt voru á Umhverfisþingi 12.-13. október sl. Athugasemdirnar má senda í tölvupósti á netfangið umhverfisthing@umhverfisraduneyti.is fyrir 15. desember 2007.

Sjá drög að stefnumörkun um líffræðilega fjölbreytni.

Myndin er ...

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra afhenti forsvarsmönnum Alnæmisbarna og Alnæmissamtakanna styrki í dag, hvorn að andvirði 200.000 kr. Umhverfisráðherra ákvað að senda ekki út jólakort með kveðjum ráðherra og starfsfólks en verja andvirði kortanna þess í stað til góðgerðamála.

Félagið Alnæmisbörn var stofnað árið 2004 til að styðja starf Candle Light Foundation í Kampala í Úganda. Candle Light Foundation var stofnað ...

Íslensk stjórnvöld leggja höfuðáherslu á að samstaða náist á fundi aðildarríkja loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna í Balí í Indónesíu um gerð ný s samkomulags sem feli í sér skuldbindingar fyrir öll helstu losunarríki heims. Þetta kemur fram í minnisblaði sem ríkisstjórnin samþykkti á fundi í dag að tillögu ráðherrahóps um loftslagsmál sem í sitja Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra, Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra, Árni ...

Umhverfisráðuneytið hefur að tillögu Umhverfisstofnunar ákveðið að heimilt verði að veiða allt að 1.333 hreindýr á veiðitímabili komandi árs sem stendur frá 1. ágúst til 15. september. Að mati Náttúrustofu Austurlands mun veiði á þessum fjölda hreindýra ekki hafa áhrif á stærð hreindýrastofnsins. Náttúrustofan annast vöktun á stærð stofnsins. Tillagan hefur einnig hlotið umfjöllun hreindýraráðs.

Heimildin er veitt með ...

Þrettánda Loftslagsþing aðildarríkja Rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar hófst á Balí í Indónesíu í dag og stendur til 14. desember. Fulltrúar 180 ríkja sitja fundinn ásamt fulltrúum alþjóðastofnana, félagasamtaka og fjölmiðla. Hægt er að fylgjast með vefútsendingum frá þinginu og nálgast upplýsingar um gang þess á heimasíðu rammasamningsins á slóðinni: www.unfccc.int. Hægt er að ná tali af Huga ...
Umhverfisráðuneytið efndi til upplýsingafunda um loftslagsmál fyrir alþingismenn og frétta- og blaðamenn í dag. Efnt var til fundanna vegna þess hversu mikið er um að vera á þessu sviði um þessar mundir. Í næstu viku hefst loftslagsráðstefna í Balí þar sem samningar hefjast um hvað taki við þegar Kyoto-bókunin rennur út og fyrr í þessum mánuði gaf Vísindanefnd Sameinuðu þjóðanna ...

Vísindanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) hefur samþykkt samantekt á 4. yfirlitsskýrslu sinni um loftslagsbreytingar. Viku löngum fundi nefndarinnar lauk í Valencia á Spáni í dag. Samantektin er ætluð stefnumótendum og í henni eru dregnar saman helstu upplýsingar um stöðu vísindalegrar þekkingar á loftslagsbreytingum – orsökum þeirra, umfangi og afleiðingum, en einnig varðandi aðgerðir til að draga úr loftslagsbreytingum og aðlagast ...

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra hefur ákveðið að skipa starfshóp til að skoða möguleika á að koma á framleiðendaábyrgð á pentpappír, t.d. pappír sem er notaður í dagblöð, tímarit, bæklinga og bækur.

Inn á söfnunarstöðvar sveitarfélaga, í grenndargáma og með heimahirðu almenns heimilisúrgangs kemur verulega mikið af óumbeðnum pósti, s.s. dagblöðum og auglýsingarbæklingum. Magn fjölpósts hefur aukist um 76% frá ...

Í fréttatilkynningu frá Umhverfisráðuneytinu segir:

Umhverfisráðuneytið hefur hnekkt ákvörðun Skipulagsstofnunar um að fyrirhuguð virkjun í Hverfisfljóti skuli ekki sæta mati á umhverfisáhrifum. Telur ráðuneytið að umhverfisáhrif framkvæmdanna geti orðið umtalsvert og því verði ekki komist hjá því að fallast á kröfu kærenda* um að framkvæmdin sæti mati á umhverfisáhrifum.

Fyrirhuguð framkvæmd við virkjun Hverfisfljóts samanstendur einkum af gerð ný s ...

06. nóvember 2007

Fréttatilkynning frá Umhverfisráðuneyti:

Umhverfisráðherrar Norðurlanda samþykktu á fundi sínum í Ósló í dag yfirlýsingu, þar sem lýst er yfir áhyggjum vegna hraðrar bráðnunar hafíss á Norðurslóðum. Útbreiðsla hafíss á norðurheimskautssvæðinu hefur aldrei mælst minni en í september sl., en þá var hún 23% minni en árið 2005, þegar fyrra met var sett. Bráðnun hafíssins á þessu ári er mun meiri ...

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra flutti ávarp við setningu Umhverfisþings í dag. Þar kom m.a. fram að hún hafi óskað eftir því að þrjú ný svæði verði tekin inn á skrá Ramsar-samningsins um vernd votlendissvæða. Þessi nýju Ramsar-svæði eru: Breiðafjörður, Guðlaugs- og Álfgeirstungur í hálendinu sunnan Skagafjarðar, og Eyjabakkar norðan Vatnajökuls. Með því að tilnefna svæðin á Ramsar-skrá njóta þau öflugri ...

12. október 2007

Umhverfisþing verður haldið að Hótel Nordica dagana 13.-14. október nk. Dagskrá Umhverfisþings 2007 er sem hér segir:

Föstudagur 12. okt.

09.00 - 10.40 Þingsetning

09.00 - 09.25 Ávarp: Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra

09.25 - 10.00 Ávarp: Achim Steiner, framkvæmdastjóri UNEP

10.00 - 10.10 Ávarp: Kristín Helga Gunnarsdóttir, rithöfundur, fulltrúi umhverfisverndarsamtaka

10.10 - 10.20 Ávarp: Þórður ...

Ríkisstjórn Íslands hefur samþykkt tillögu Þórunnar Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra um að settur verði á fót starfshópur ráðherra sem hafi það hlutverk að móta samningsmarkmið Íslands í væntanlegum viðræðum um samkomulag um loftslagsmál eftir 2012. Umhverfisráðherra mun leiða hópinn en auk hennar eiga sæti í hópnum Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra, Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra.

Á alþjóðavettvangi fer nú ...

18. september 2007

Í gær opnaði umhverfisráðherra Þórunn Sveinbjarnardóttir sýninguna „Framhaldslíf hlutanna“ í Hönnunarsafni Íslands að Garðatorgi 9 í Garðabæ. Hún stendur til 30. september og er opin frá klukkan 14:00 til 18:00 alla daga nema mánudaga.

Boðskapur sýningarinnar er sá að varla sé lengur hægt að ræða fagurfræði og nytsemi hönnunar án þess að taka tillit til þeirra áhrifa sem ...

16. september 2007

Umhverfisráðuneytið og Umhverfisstofnun boða til málstofu föstudaginn 14. september í tilefni af 20 ára afmæli Montrealbókunarinnar. Málþingið fer fram á Hótel Loftleiðum og stendur frá kl. 9:00 til 12:00. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.

Montrealbókunin um verndun ósonlagsins var undirrituð 16. september 1987 í Montreal í Kanada og hefur þessi dagur verið valinn „Dagur ósonlagsins“. Montrealbókunin er talin ...

13. september 2007
Umhverfisráðherra hefur ákveðið að rjúpnaveiðitímabilið í ár standi frá 1. til 30. nóvember. Mælt er með því að veiddir verði að hámarki 38.000 fuglar. Áfram mun ríkja sölubann á rjúpum og rjúpnaafurðum. Ákvörðunin byggir á mati Náttúrufræðistofnunar Íslands á veiðiþoli rjúpnastofnsins og mati Umhverfisstofnunar á heildarveiði árið 2006.

Rjúpum fækkar nú annað árið í röð frá síðasta uppsveifluskeiði, en ...
Umhverfisráðherra hefur skipað stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs til næstu fjögurra ára og verður Anna Kristín Ólafsdóttir, aðstoðarkona umhverfisráðherra, formaður hennar. Gert er ráð fyrir að þjóðgarðurinn verði formlega stofnaður snemma á næsta ári.

Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs hefur umsjón með náttúruvernd í Vatnajökulsþjóðgarði og eru helstu verkefni hennar eftirfarandi:
  1. Stefnumótun í málefnum þjóðgarðsins í samræmi við markmið laga þessara.
  2. Yfirumsjón með gerð tillögu að ...
16. ágúst 2007

Fulltrúi Alþjóða náttúruverndarsamtakanna metur tilnefningu Surtseyjar og hittir umhverfisráðherra

Chris Wood, fulltrúi Alþjóða náttúruverndarsamtakanna (IUCN), er nú staddur hér á landi vegna tilnefningar Surtseyjar á Heimsminjaskrá UNESCO. IUCN gegna því hlutverki að leggja mat á umsóknir og verndun náttúruminja sem tilnefndar eru á heimsminjaskrána. Chris Wood fór til Surtseyjar í gær í fylgd fulltrúa umhverfisráðuneytisins, Umhverfisstofnunar, Náttúrufræðistofnunar Íslands og bæjarstjórnar ...

Anna Kristín Ólafsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður ný s umhverfisráðherra Þórunnar Sveinbjarnardóttur. Anna Kristín sinnti starfi forstöðumanns háskólaskrifstofu Listaháskóla Íslands frá 2004. Hún lauk BA prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands 1995 og meistaraprófi í stjórnsýslu og stefnumótun (MPA) frá Háskólanum í Wisconsin í Bandaríkjunum vorið 2000. Hún starfaði sem fulltrúi í sendiráði Bandaríkjanna á Íslandi 1990 - 96, sem sérfræðingur ...

Nýtt efni:

Skilaboð: