Fundur um mengun hafsins, súrnun og verndarsvæði
Umhverfisráðuneytið boðar til opins kynningarfundar um helstu niðurstöður nýrrar skýrslu OSPAR um ástand Norð-Austur Atlantshafsins. Flutt verða erindi um ástand hafsins kringum Ísland, mengun, súrnun og fyrirhuguð verndarsvæði OSPAR. Fundurinn verður haldinn í Þjóðminjasafninu við Suðurgötu, föstudaginn 4. febrúar kl. 12:00-13:00.
Erindi:
- Mengandi efni í hafinu umhverfis Ísland - niðurstöður ástandsskýrslu OSPAR. Helgi Jensson, ráðgjafi hjá Umhverfisstofnun.
- Súrnun hafsins umhverfis Ísland - þróun síðustu ára og horfur. Jón Ólafsson, haffræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun.
- Stofnun verndarsvæða á hafsvæðum OSPAR. Sesselja Bjarnadóttir, sérfræðingur í umhverfisráðuneytinu.
Birt:
Feb. 1, 2011
Tilvitnun:
Umhverfisráðuneytið „Fundur um mengun hafsins, súrnun og verndarsvæði“, Náttúran.is: Feb. 1, 2011 URL: http://nature.is/d/2011/02/01/fundur-um-mengun-hafsins-surnun-og-verndarsvaedi/ [Skoðað:Sept. 14, 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: Feb. 3, 2011