Norræna umhverfisfjármögnunarfélagið (NEFCO) og norræni verkefnaútflutningssjóðurinn (NOPEF) efna til kynningar á starfsemi sjóðanna miðvikudaginn 27. maí kl. 08.15–10.00 á Grand Hótel Reykjavík. Að fundinum loknum verða fulltrúar frá sjóðunum með viðtalstíma á Grand Hótel. Vinsamlegast skráið þátttöku í fundinum í síðasta lagi mánudaginn 25. maí á netfangið: postur@umh.stjr.is

NEFCO
Norræna umhverfisfjármögnunarfélagið (NEFCO) er alþjóðleg fjármálastofnun í eigu ríkisstjórna Norðurlandanna. Meginmarkmið NEFCO er að fjármagna hagkvæm verkefni á grannsvæðum Norðurlandanna í Austur-Evrópu, Rússlandi og Úkraínu. Verkefnin skulu miða að því að minnka umhverfisáhrif, t.d. við öflun og nýtingu orku, í iðnaði og við meðhöndlun úrgangs.

NOPEF
Norræni verkefnaútflutningssjóðurinn (NOPEF) er sjóður sem starfar á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar. Meginmarkmiðið með starfsemi NOPEF er að styrkja alþjóðlega samkeppnishæfni lítilla og meðalstórra fyrirtækja á Norðurlöndum.

Dagskrá fundarins:

  • Setning: Magnús Jóhannesson, ráðuneytisstjóri og formaður stjórnar NEFCO.
  • Kynning á starfsemi NEFCO: Magnús Rystedt, framkvæmdastjóri NEFCO og Þórhallur Þorsteinsson, fjárfestingaráðgjafi hjá NEFCO.
  • Lán til orkusparnaðar og samstarf við NEFCO: Margeir Pétursson, stjórnarformaður MP banka.
  • Kynning á starfsemi NOPEF: Brynhildur Bergþórsdóttir, formaður stjórnar NOPEF.

Heimasíða NEFCO.

Heimasíða NOPEF.

Birt:
23. maí 2009
Tilvitnun:
Umhverfisráðuneytið „Opinn kynningarfundur með NEFCO og NOPEF“, Náttúran.is: 23. maí 2009 URL: http://nature.is/d/2009/05/23/opinn-kynningarfundur-meo-nefco-og-nopef/ [Skoðað:24. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 26. maí 2009

Skilaboð: