Málþing um raflínur og strengi
Iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra hafa skipað nefnd er móta skal stefnu um lagningu raflína í jörð í samræmi við þingsályktun Alþingis í þskj. 748 frá 1. febrúar 2012. Á undanförnum árum hefur orkuframleiðsla á Íslandi aukist mjög og jafnframt gagnrýni á neikvæð umhverfisáhrif hennar. Einn þáttur þeirra áhrifa er sjónmengun af völdum háspennulína og hefur sú krafa orðið háværari að jarðstrengir séu nýttir í stað loftlína. Mikilvægt er að fyrir liggi stefnumörkun um með hvaða hætti og á hvaða forsendum skuli stefnt að lagningu raflína í jörð og til hvaða þátta skuli sérstaklega taka tillit í þeim efnum. Nefndin boðar til opins málfundar um málefnið þann 11. maí næstkomandi.
Fundurinn fer fram í stofu 101 í Odda, Háskóla Íslands 11. maí næstkomandi og stendur frá kl. 13.00-15.15.
Dagskrá
- 13.00-13.05 Setning. Þingsályktun. Nefnd um stefnumörkun.
- 13.05-13.25 Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets: Jarðstrengir – flutningsgjaldskrá og umhverfi.
- 13.25-13.45 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar: Mikilvægi umhverfisþátta í stefnumörkun um jarðstrengi.
- 13.45-14.05 Daði Már Kristófersson, dósent við Háskóla Íslands: Mat á umhverfiskostnaði raflínulagna.
- 14.05-14.15 Hlé
- 14.15-14.35 Stefán Thors, forstjóri Skipulagstofnunar, Raflínur, skipulag, mat á umhverfisáhrifum
- 14.35-15.15 Umræður
Fundarstjóri: Róbert H. Haraldsson, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands
Aðgangur er ókeypis. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
Ljósmynd: Fótur á raflínumastri á Hellisheiði, Guðrún A. Tryggvadóttir.
Birt:
Tilvitnun:
Umhverfisráðuneytið „Málþing um raflínur og strengi“, Náttúran.is: May 8, 2012 URL: http://nature.is/d/2012/05/08/malthing-um-raflinur-og-strengi/ [Skoðað:Sept. 17, 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.