Umhverfisráðherra hefur skipað nefnd sem á að gera tillögu til ráðherra um aðgerðir til að minnka úrgang og auka endurvinnslu á dagblöðum, tímaritum og öðrum óumbeðnum prentpappír. Nefndin á að kanna mögulegar lausnir, þar á meðal framleiðendaábyrgð.

Í skipunarbréfi nefndarinnar segir að mikilvægt sé að auka ábyrgð þeirra sem framleiða og flytja inn blöð, tímarit, bækur og auglýsingabæklinga, þannig að þeir beri kostnað vegna meðhöndlunar úrgangs þessarar framleiðslu. Gert er ráð fyrir að nefndin skili tillögum sínum til ráðherra fyrir 1. júlí.

Í riti um áherslur Þórunnar Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra á kjörtímabilinu segir að auka beri ábyrgð þeirra sem dreifa fjölpósti á kostnaði við söfnun og förgun úrgangs vegna hans. Fram hefur komið að magn fjölpósts hafi aukist um 76% frá árinu 2003 til 2007. Sjá ritið.

Nefndina skipa:

Sigurbjörg Sæmundsdóttir, deildarstjóri í umhverfisráðuneytinu, formaður.
Glóey Finnsdóttir, lögfræðingur í umhverfisráðuneytinu.
Ari Edwald forstjóri, tilnefndur af Samtökum atvinnulífsins.
Björn Halldórsson, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Bryndís Skúladóttir, tilnefnd af Samtökum iðnaðarins.
Guðrún Tryggvadóttir, tilnefnd af félagasamtökum.
Gunnlaug Einarsdóttir, tilnefnd af Umhverfisstofnun.
Ólafur Kjartansson, tilnefndur af Úrvinnslusjóði.
Sigurður Örn Guðleifsson, tilnefndur af Félagi íslenksra stórkaupmanna. Myndin er úr fréttablaði Fenúr 2006.
Birt:
Jan. 4, 2008
Tilvitnun:
Umhverfisráðuneytið „Nefnd skipuð til að minnka úrgang og auka endurvinnslu á óumbeðnum prentpappír“, Náttúran.is: Jan. 4, 2008 URL: http://nature.is/d/2008/01/04/nefnd-skipuo-til-ao-minnka-urgang-og-auka-endurvin/ [Skoðað:Sept. 12, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: