Losun C02 1990-2012Útstreymi gróðurhúsalofttegunda hér á landi jókst um 8% milli áranna 2007 og 2008 og hefur aukist um 43% frá 1990. Þetta kemur fram í skýrslu sem Umhverfisstofnun hefur skilað til Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna.

Langstærstan hluta aukningarinnar milli 2007 og 2008 má rekja til Fjarðaráls sem var gangsett árið 2007 en komst í fulla framleiðslu árið 2008. Umhverfisstofnun spáir því að Ísland muni standa við sínar skuldbindingar í Kýótó-bókuninni á tímabilinu 2008 til 2012, en telur þó ljóst að svigrúm verði lítið.

Ef litið er til útstreymis eftir tegund starfsemi, kemur í ljós að tvær uppsprettur eru fyrirferðarmestar hér á landi árið 2008. Útstreymi vegna iðnaðar og efnanotkunar er samtals 47% og 20% vegna samgangna. Frá 1990, sem er grunnár Kýótó-bókunarinnar, hefur útstreymi aukist mest frá áliðnaði, eða um 169%, og vegasamgöngum um 63%. Útstreymi frá sjávarútvegi hefur hins vegar dregist saman um 25% og um 2% í landbúnaði.

Sjá nánar á vef Umhverisstofnunar.

Birt:
June 25, 2010
Tilvitnun:
Umhverfisráðuneytið „Útstreymi gróðurhúsalofttegunda jókst um 8% milli 2007 og 2008“, Náttúran.is: June 25, 2010 URL: http://nature.is/d/2010/06/25/utstreymi-grodurhusalofttegunda-jokst-um-8-milli-2/ [Skoðað:June 20, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: