Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra tekur fyrstu skóflustunguna að Gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs á Skriðuklaustri í dag um kl. 16:45.

Gestastofan verður fyrsta byggingin hér á landi sem verður byggð samkvæmt vottuðum vistvænum byggingarstöðlum (Sjá frétt).

Við þetta tækifæri mun umhverfisráðherra jafnframt undirrita reglugerð um stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs til norðurs og verður þá Trölladyngja í heild, Askja og stór hluti Ódáðahrauns hluti af þjóðgarðinum.

Í ferð sinni austur mun umhverfisráðherra einnig þiggja heimboð Sambands sveitarfélaga á Austurlandi. Sambandið sendi umhverfisráðherra heimboð í febrúar og óskaði eftir að fá að kynna fyrir henni þau áhrif sem stóriðja hefur haft á landsfjórðunginn. Umhverfisráðherra mun því snæða hádegisverð með fulltrúum Fjarðarbyggðar í Ráðhúsinu Reyðarfirði og fara síðan í skoðunarferð um Reyðarfjörð og nærsvæði.

Birt:
16. apríl 2009
Tilvitnun:
Umhverfisráðuneytið „Fyrsta skóflustunga tekin að Gestastofu á Skriðuklaustri“, Náttúran.is: 16. apríl 2009 URL: http://nature.is/d/2009/04/16/fyrsta-skoflustunga-tekin-ao-gestastofu-skriouklau/ [Skoðað:16. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: