Ósk Vilhjálmsdóttir og Ásta Arnardóttir eru komnar áfram í aðra umferð í vali um það hver hlýtur Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs í ár. Níu af þeim 63 sem tilnefndir voru í upphafi komust áfram í aðra umferð.

Verðlaunin eru að þessu sinni veitt norrænu fyrirtæki, samtökum eða einstaklingi sem hefur á einstakan hátt skapað gott fordæmi við að fá fólk til að stunda útivist og bæta skilning á þýðingu náttúrunnar fyrir andlegt og líkamlegt heilbrigði.

Dómnefnd Náttúru- og umhverfisverðlaunanna ákveður hver hlýtur verðlaunin á fundi sem haldinn verður á Íslandi þann 7. október. Verðlaunin nema jafnvirði 350.000 danskra króna og verða afhent á Norðurlandaráðsþingi sem haldið verður í Stokkhólmi í lok október. Kolbrún Halldórsdóttir er formaður dómnefndarinnar og Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, formaður SUNN, situr einnig í dómnefndinni.

Frétt á norden.org.

Mynd: Ásta Arnardóttir og Ósk Vilhjálmsdóttir standa sína „pflicht“ við Kárahnjúka sumarið 2006.

Birt:
10. september 2009
Tilvitnun:
Umhverfisráðuneytið „Ósk og Ásta í aðra umferð“, Náttúran.is: 10. september 2009 URL: http://nature.is/d/2009/09/10/oisk-og-asta-i-aora-umfero/ [Skoðað:26. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: