Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur sett af stað vinnu í umhverfisráðuneytinu til að fara yfir skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og skoða hvort niðurstöður hennar kalli á breytingar á starfsháttum ráðuneytisins. Fulltrúar allra skrifstofa ráðuneytisins munu taka þátt í vinnunni auk aðstoðarmanns ráðherra. Hópnum er ætlað að rýna skýrslu rannsóknarnefndarinnar á næstu vikum og meta hvort þörf sé úrbóta og gera þá í kjölfarið tillögur um þær.

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra segir gríðarlega mikilvægt að samfélagið allt dragi lærdóm af skýrslunni, ekki síst stjórnarráðið. Í umhverfisráðuneytinu sé lögð áhersla á faglega og lýðræðislega stjórnsýslu og skýrsla rannsóknarnefndarinnar sé áskorun til að efla frammistöðu ráðuneytisins enn frekar.

Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis.

Birt:
26. apríl 2010
Tilvitnun:
Umhverfisráðuneytið „Umhverfisráðuneytið kannar hvort skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis kalli á breytta starfshætti“, Náttúran.is: 26. apríl 2010 URL: http://nature.is/d/2010/04/26/umhverfisraduneytid-kannar-hvort-skyrsla-rannsokna/ [Skoðað:24. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: