Green Key/Græni lykillinn er alþjóðleg umhverfisvottun fyrir hóteliðnaðinn. Um 2.300 hótel í 46 löndum hafa uppfyltt skilyrði Græna lykilsins. Til að fá Græna lykilinn verða hótel að uppfylla strangar umhverfiskröfur og viðmið sem taka bæði til starfseminnar sem slíkrar, fræðslu og samskipta. Græni lykillinn tekur til ábyrgðar fyrirtækisins gagnvart umhverfinu og samfélaginu.

Græni lykillin sefnir að:

  • því að auka umhverfisvitund hótelgesta- og viðskiptavina
  • auka notkun sjálfbærra lausna í rekstri og tækni
  • reka umhverfislega ábyrgt fyrirtæki og takmarka notkun hráefna og orku.
Vefsíða: http://www.green-key.org/

Messages: