}

Vistmorð - Opnar samræður milli Polly Higgins og Kristínar Völu Ragnarsdóttur

Staðsetning
Norræna húsið
Hefst
Laugardagur 16. ágúst 2014 15:30
Lýkur
Laugardagur 16. ágúst 2014 16:30
til baka sjá mánuð

Tengt efni

Kristín Vala Ragnarsdóttir við rannsóknarstörfLaugardaginn 16 ágúst kl 15:30-16:30 mun Kristín Vala Ragnarsdóttir prófessor við Jarðvísindastofnun eiga opnar samræður við Polly Higgins lögræðing frá Bretlandi um vistmorð. Þær munu fjalla um hugtakið, útskýra það og hvernig við getum barist gegn þeirri hröðu þróun eyðileggingar sem maðurinn veldur. Polly vinnur að því að vistmorð verði viðurkennt sem glæpur til þess að unnt verði að vernda vistkerfi og lífverurnar sem þar eiga búsvæði.
Kristín Vala mun ræða við Pollý á opinskáan máta og gefa áheyrendum tækifæri til að taka þátt í umræðunum. 
Að loknu viðtali þeirra tveggja munum þær fá sér kaffi á AALTO Bistro í Norræna húsinu og þeir sem voru viðstaddir á meðan samræðunum stóð geta sest með þeim og rætt við Polly á óformlegri máta.
Samræðurnar fara fram á ensku og allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis.

Þjóðarmorð (Genocide) er hugtak sem allir þekkja og hefur verið lýst ólöglegu á alþjóðavísu.  Polly Higgins hefur undanfarin ár verið að vekja athygli á nýja hugtakinu vistmorð (Ecocide) sem hún nú berst fyrir að verði einnig gert ólöglegt af alþjóðasamfélaginu.  Hún vinnur sína vinnu undir slagorðinu „Upprætum vistmorð“ (Eradicating Ecocide).  Ástæðan baráttu hennar er sú staðreynd að líffræðilegur fjölbreytileiki er að minnka frá ári til árs, og um 10.000 lífverur verða útdauðar á ári hverju og fer hraði þessa útdauðaferils hækkandi með ári hverju. Ástæðan er sú að maðurinn er að eyðileggja vistkerfin, þannig að stór hluti vistkerfa heimsins er nú í hættu. 

Polly Higgins er sjálstætt starfandi lögfræðingur í Bretlandi.  Henni er er mjög annt um jörðina og allar lífverur sem á henna búa. Hún nýtir þekkingu sína í lögfræði og ástúð við vinnu sína, við það geta ný lög þróast, lögð fram og viðurkennd. 

Kristín Vala Ragnarsdóttir er prófessor við Jarðvísindastofnun og Stofnun Sæmundar fróða við Háskóla Íslands og hefur undanfarin 15 ár verið að þróa ramma og hugmyndir fyrir sjálfbærni í heiminum.

Hvað þýðir vistmorð?
http://en.wikipedia.org/wiki/Ecocide

Meira um baráttuna gegn vistmorði:
 http://eradicatingecocide.com/

Meira um Polly Higgins
http://eradicatingecocide.com/
 http://pollyhiggins.com/

Birt:
12. ágúst 2014
Höfundur:
Norræna húsið
Uppruni:
Norræna húsið
Tilvitnun:
Norræna húsið „Vistmorð - Opnar samræður milli Polly Higgins og Kristínar Völu Ragnarsdóttur“, Náttúran.is: 12. ágúst 2014 URL: http://nature.is/d/2014/08/12/vistmord-opnar-samraedur-milli-polly-higgins-og-kr/ [Skoðað:19. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Nýtt efni:

Veður frá windyty.com

Skilaboð: