Gunnsteinn Ólafsson I

Steinunn Harðardóttir
author

Steinunn Harðardóttir sér um þáttinn Með náttúrunni á Náttúran.is. Steinunn er með BA í almennri þjóðfélagsfræði og hefur verið stundakennari á ýmsum skólastigum, haldið sjálfstyrkingarnámskeið, starfað sem leiðsögumaður og síðustu 25 ár sem dagskrárgerðarmaður á Ríkisútvarpinu. Lengst af var hún með þætti sem tengjast náttúrunni, útivist og ferðamálum. Þátturinn „Út um græna grundu“ hafði verið 18 ár á dagskrá þegar hann hætti haustið 2013 og átti þá stóran hlustendahóp. Hann hlaut viðurkenningu Umhverfiráðuneytisins fyrir umfjöllun um umhverfismál 1998 og var tilnefndur til fjölmiðlaverðlauna á Degi íslenskrar náttúru 2011.

Náttúran.is
producer

Náttúran.is er sjálfstætt starfandi vefsetur með aðaláherslu á að þjóna hinum almenna neytanda með áreiðanlegum upplýsingum um allt sem snertir umhverfi okkar og heilsu. Í raun er hér allt undir, nærumhverfi okkar og náttúran sjálf sem og heimilið, neyslan og fyrirtækin sem upplýstir borgarar vilja fá til aðstoðar við að skapa sjálfbæra framtíð.

Náttúran.is var stofnuð árið 2006.
Stofnandi og framkvæmdastjóri Náttúrunnar er Guðrún Arndís Tryggvadóttir.

Náttúran.is hlaut Kuðunginn fyrir árið 2011 fyrir „framúrskarandi vefsíðu um umhverfismál, og jákvæð áhrif þess á almenning og fyrirtæki.“  Segir í ...


Related content

Komið þið sælir kæru náttúruunnendur!

Gunnsteinn Ólafsson flytur ávarp á aðalfundi Landverndar 2014. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Gunnsteinn Ólafsson tónlistarmaður er einn níumenninganna sem seint á síðasta ári voru dæmdir fyrir mótmæli við vegalagningu í Gálgahrauni, í október 2013. Næstu vikurnar segir hann frá því hér í Grænvarpi Náttúran.is hvers vegna hann tók þátt í mótmælum við vegagerð gegnum hraunið, aðgerðunum, framkomu lögreglu, fangelsisvist, dómnum og áfrýjun til Evrópudómstólsins.

Gunnsteinn er fæddur á Siglufirði og er því ekki tengdari Gálgahrauni en mörgum öðrum stöðum á landinu. Hann vildi láta til sín taka varðandi náttúruvernd og Gálgahraun varð fyrir valinu þegar hann flutti á Álftanes árið 1999. Eftir að hann skrifaði grein um málið var ekki aftur snúið. Gunnsteinn var mikið í gönguferðum með foreldrum sínum þegar hann var ungur og þykir mjög vænt um Ísland og náttúru þess. Þegar hann var 19 ára fór hann í 6 vikna leiðangur um hálendið með breskum skólakrökkum en þar komst hann í ótrúlegt samband við náttúru landsins. 

Gunnsteinn á Hornbjargi sumarið 2012 ásamt Eygló konu sinni og þremur börnum, Áslaugu Elísabetu, Jakobi Fjólari og Sindra.Hann hafði mikinn áhuga á að læra jarðfræði en tónlistin varð þó fyrir valinu. Eftir tónlistarnám í Þýskalandi starfaði hann sem leiðsögumaður á Íslandi og þá gerði hann sér grein fyrir hvað hér er einstakt landslag. Einhverjir gaurar mega ekki bara koma og eyðileggja það segir Gunnsteinn. Ég skil ekki hvers vegna það var byggð heilt hverfi á hrauni sem var á náttúruminjaskrá segir hann.

Þegar ég fór að kynna mér málin kom í ljós að það átti að byggja umferðamannvirki fyrr 50 þúsund bíla á sólarhring á hrauni sem er á náttúruminjaskrá. Mér fannst þetta eitthvað skrítið. Umhverfismatið reynist bara vera blöff og fólk sem átti að koma með athugasemdir hafði ekki spyrnt við fótum. Mér fannst ekki hægt að láta stjórnsýsluna ráðskast svona með landið og fór aðskipta mér af. Það endaði með mótmælum og handtökum en ég held að það hafi vakið menn til umhugsunar um hvernig stjórnsýslan tekur á sínum málum. Fyrsta greinin mín birtist  þ. 4. apríl 2009.

Ég var Hraunavinur en hafði ekki verið virkur fram að þessu. Nú var baráttan tekin upp að fullu, haldnir fundir, skrifaðar greinar og farið í gönguferðir. Skelfilegast er að umhverfismatið sem leyfði þessar framkvæmdir virtist vera eilíft. Gert var ráð fyrir 50 þúsund bíla umferð án rökstuðnings. Samkvæmt vegagerðinni eykst umferðin aðeins um 6% á ári þó datt engum í huga að gagnrýna slíkt mannvirki. Enginn umsagnaraðila minntist  á að hraunið væri á náttúruminjasrká. Það var ekki fyrr en við bentum á það að það var tekið með í reikninginn segir Gunnsteinn

Steinunn Harðardóttir.

Náttúruverndarsjóður Pálma Jónssonar styrkir þáttagerðina.

Tengdar hjóðupptökur:

Gunnsteinn Ólafsson I


Birt:
Jan. 30, 2015
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Steinunn Harðardóttir „Með náttúrunni – Gunnsteinn Ólafsson í eldlínunni - 1. þáttur“, Náttúran.is: Jan. 30, 2015 URL: http://nature.is/d/2015/01/29/med-natturunni-gunnsteinn-olafsson-i-eldlinunni-1-/ [Skoðað:June 20, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: Jan. 29, 2015
breytt: March 1, 2015

Messages: