Við afhendingu Umhverfisstyrkja Landsbankans föstudaginn 30. nóvember sl. Ljósm. Landsbankinn.Sautján verkefni hlutu umhverfisstyrki úr Samfélagssjóði Landsbankans í sl. viku. Þrjú verkefni fengu 500 þúsund krónur hvert og fjórtán verkefni 250 þúsund krónur, samtals fimm milljónir króna. Þetta er í fimmta sinn sem Landsbankinn veitir umhverfisstyrki úr Samfélagssjóði bankans og bárust um 70 umsóknir. Alls hafa tæplega 80 verkefni hlotið umhverfisstyrki á síðustu fimm árum, samtals 25 milljónir króna.

Umhverfisstyrkjum er ætlað að styðja við verkefni á sviði umhverfismála og náttúruverndar og dómnefnd leitast við að velja metnaðarfull verkefni sem hafa skýra þýðingu fyrir íslenska náttúru og vistkerfið. Þessir styrkir byggja á stefnu Landsbankans um samfélagslega ábyrgð þar sem fram kemur m.a. að bankinn hyggist flétta umverfismálum, efnahagsmálum og samfélagsmálum saman við rekstur sinn.

Í dómnefnd sátu Dr. Brynhildur Davíðsdóttir, dósent í Umhverfis- og auðlindafræðum við Háskóla Íslands, Finnur Sveinsson, sérfræðingur í samfélagsábyrgð og Dr. Guðrún Pétursdóttir, forstoðumaður stofnunar Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun við Háskóla Íslands, en hún var jafnframt formaður nefndarinnar.

Eftirtaldir hlutu umhverfisstyrki úr Samfélagssjóði bankans að þessu sinni:

500.000 kr. styrkir

  • Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs – Endurheimt birkiskóga í samvinnu við nemendur á grunn- og framhaldsskólastigi.
  • Raggagarður – Uppbygging útivistarsvæðis með tilvísun í vestfirska náttúru og sogu í fjolskyldugarðinum Raggagarði.
  • Náttúrusetrið á Húsabakka – Bætt aðgengi að friðlandi Svarfdæla með smíði 120 metra flotbrúar meðfram Tjarnartjörn.

250.000 kr. styrkir

  • Blái herinn – Hreinn ávinningur: Unnið að hreinsunarverkefnum á strandlengju landsins og rusli komið í endurvinnslu.
  • Framkvæmdasjóður Skrúðs – Bætt aðgengi að Skrúði og girðing umhverfis garðinn endurnýjuð og yfirfarin.
  • Fuglaverndarfélag Íslands – Útgáfa fræðslurits um fuglaskoðun til að auðvelda ungum fuglaskoðurum að taka sín fyrstu skref í fuglaskoðun.
  • Giljaskóli á Akureyri – Grenndarskógur skólans gerður aðgengilegur sem útivistarstaður fyrir almenning
  • Hjólafærni á Íslandi – Þróun á hjólakortinu Cycling Iceland, efnisöflun, hönnun og útfærslu kortsins fyrir vefmiðla.
  • Íbúasamtök á Völlunum – Hreinsunarátak í hrauninu umhverfis Vallahverfi í Hafnarfirði þannig að íbúar og gestir geti notið útivistar þar.
  • Ína Dagbjört Gísladóttir – Viðhald og endurbygging á göngubrú á Selá í Seldal í Norðfirði. Brúin hefur sögulegt gildi og er lykill að náttúruperlum og veiðilöndum.
  • Landsbyggðarvinir – Verkefnið Framtíðin er núna, samkeppni meðal grunnskóla um allt land um nýsköpun og umhverfisvernd.
  • Leikhúsið 10 fingur – Tíu ára börnum á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri boðið á leiksýninguna Lífið og fá fræðslu um mikilvægi jarðvegs fyrir líf á jörðinni.
  • Náttúran.is – Þróun á Græna kortinu en það byggir á alþjóðlegu flokkunarkerfi sem auðveldar almenningi að finna vistvæn fyrirtæki, vörur, þjónustu, menningarstarfsemi og náttúrufyrirbæri alls staðar á landinu.
  • Norðurhjari – ferðaþjónustusamtök – Uppsetning á fræðsluefni við útsýnispall við Skjálftavatn í Kelduhverfi og bætt aðgengi að pallinum
  • Sjálfboðasamtök um náttúruvernd – Vinnuferðir í þágu náttúruverndar.
  • Sjöunda listgreinin – Verkefnið Earth101, en því er ætlað að miðla til almennings upplýsingum um alvarlegar afleiðingar loftslagsbreytinga á veðurfar og vistkerfi jarðar í náinni framtíð.
  • Skaftholt sjálfseignarstofnun – Verkefni í samstarfi við Skeiða- og Gnúpverjahrepp þar sem tekið er á móti lífrænu hráefni frá heimilum og stofnunum og það jarðgert. Í Skaftholti búa átta íbúar með þroskahomlun og þar hefur umhverfisvernd, sjálfbærni og virðing fyrir náttúrunni verið hofð að leiðarljósi í daglegu starfi.
Birt:
5. nóvember 2015
Höfundur:
Landsbankinn
Tilvitnun:
Landsbankinn „Landsbankinn veitir fimm milljónir króna í umhverfisstyrki“, Náttúran.is: 5. nóvember 2015 URL: http://nature.is/d/2015/11/05/landsbankinn-veitir-fimm-milljonir-krona-i-umhverf/ [Skoðað:18. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: