Undir lok síðustu aldar, sammæltust fjórir bæjarstjórar á Ítalíu um að nóg væri komið af hnattvæðingu og hraðaáráttu nútímans. Þeirra tilburða að vilja steypa ólíka menningarheima umhugsunarlaust í sama mót og skeyta lítið áhrif þess á samfélög og umhverfi. Töldu þeir nauðsynlegt að sett væri fram stefna sem legði áherslu á hið gagnstæða; þar sem virðing fyrir fólki, staðbundinni menningu og umhverfi væri í heiðri höfð. Með þessa sýn og hugmyndafræði SlowFood-samtakanna að leiðarljósi varð Cittaslow-hreyfingunni hleypt af stokkunum árið 1999.

Síðan þá hafa margir fundið samhljóm með Cittaslow-hreyfingunni. Henni hefur vaxið hratt fiskur um hrygg og í apríl árið 2013 höfðu 176 bæir og sveitarfélög í 27 löndum víðsvegar um heiminn gerst aðilar að hreyfingunni.

Vefsíða: http://www.cittaslow.org

Skilaboð: