Í kjölfar hraðrar útbreiðslu "fast food" byltingarinnar spratt upp félagsskapur í Evrópu sem nefnist "Slow Food". Í stuttu máli hratt stöðlun í matvælaframleiðslu og aukin útbreiðsla næringarsnauðs og einsleits skyndibitafæðis þessari þróun af stað. Hópur fólks, með Ítalann Carlo Petrini í broddi fylkingar, kom af stað grasrótar hreyfingu sem í dag á meðlimi í rúmlega 100 löndum. Megin markmið Slow Food er að auka meðvitund fólks um mikilvægi matarmenningar, þekkingar, hefðar og landfræðilegs uppruna matvæla. Einkunnarorð samtakanna eru Góður, hreinn og sanngjarn, og er þar átt við að maturinn eigi að bragðast vel, hann eigi að vera laus við aukaefni og sem náttúrulegastur, og sanngjarn á þann hátt að sá sem framleiðir matinn fái sanngjarnt verð fyrir vinnu sína og afurðir.

 

Heiðarbær 12
110 Reykjavík

slowfood.is

Á Græna kortinu:

Umhverfistengt félag

Samtök, félög eða klúbbar sem hafa umhverfisvernd og fræðslu sem megin viðfangsefni og starfa ekki í hagnaðarskyni.

Skilaboð: