Fyrsti alþjóðlegi Terra Madre dagurinn verður haldinn 10. desember n.k. til að fagna 20 ára afmæli Slow Food samtakanna og vekja athygli á staðbundnum gæðum í matvælaframleiðslu. Ætlunin er að vekja fólk til vitundar um matvæli sem eru góð, hrein og sanngjörn, en þessi einkunnarorð Slow Food vísa til þess að maturinn eigi að bragðast vel, að hann eigi að vera framleiddur af virðingu fyrir náttúrunni og á grundvelli félagslegs réttlætis.  Haldið verður upp á daginn í 150 löndum, en skipuleggjendur eru 100.000 meðlimir í samtökunum sem mynda 1.300 deildir (Convivium)  um allan heim, ásamt svokölluðu “Terra Madre” tengslaneti sem telur 2.000 manns, matreiðslumenn, kennara, námsmenn, sérfræðinga o.fl. sem koma að landbúnaði og matvælaframleiðslu með einhverjum hætti. 

Stofnsáttmáli Slow Food  var undirritaður í París 10. desember árið 1989, og hafa þessi alþjóðlegu samtök því starfað í 20 ár.  Það þótti viðeigandi að dreifa veisluhöldunum með þessum hætti til þess að vekja athygli á því mikilvæga starfi sem unnið er í grasrótinni um allan heim í nafni Slow Food. Terra Madre ráðstefnan er líklega einn stærsti og mikilvægasti samkomustaður smábænda og framleiðenda í heiminum í dag, og því viðeigandi að  Slow Food veki athygli á þessum málaflokki sem miðar að því að snúa þróun í matvælaframleiðslu í átt til aukinnar sjálfbærni, bragðgæðum og fjölbreytileika. 

Terra Madre dagurinn verður eitt stærsta, samræmda, alþjóðlega átak sem staðið hefur verið fyrir til að hvetja fólk til að velja staðbundin gæðamatvæli umfram annað.  Ætlunin er að vekja athygli á stöðu landbúnarðarins og rétti samfélaga til að viðhalda smáframleiðslu og fjölbreytni í matvælaframleiðslu, framleiðslu sem viðheldur menningu og er í sátt við umhverfið.

Terra Madre dagurinn á Íslandi:

Verslanir í Reykjavík:
Búrið
, Nóatúni 17: Hitta framleiðendurna hjá Eirnýju. Jóhanna frá Háafelli mun kynna afurðir úr geitamjólk, Guðmundur frá Holtseli mun kynni ísframleiðslu sína sem hefur heillað 25000 manns í sumar – og í sameiningu munu þau bjóða geitajogúrtís, sem hefur aldrei verið gert á Íslandi (svo vitað sé).

Bændamarkaður Frú Lauga v/Laugalæk: Hitta framleiðendurna hjá Arnari og Rakel. Frosti frá Sólheimum í Grímsnesi mun kynna lífrænar brauðvörur þaðan, og trillukarl frá Hornafirði mun kynna makrílafurðir.

Veitingahúsin í Reykjavík:
Dill Restaurant
: Sérmatseðill með jólablæbrigðum í tilefni dagsins með úrvals íslenskum hráefnum, Slow Food teymið Gunnar Karl og Ólafur Örn stjórna ferðinni.

La Primavera: Sérmatseðill þar sem íslenska hráefnið er matreitt að hætti Slow Food Ítala eins og Leifi einum er lagið.

Veitingahúsin á landsbyggðinni:
Friðrík V á Akureyri: sérmatseðill í tilefni dagsins að hætti Slow Food matreiðslumanni Friðríki og sérdagskrá í Menntaskóla á Akureyri, sýning á hluta af Terra Madre myndinni sem var sýnd á RIFF í haust.

Slow Food Í Ríki Vatnajökuls, Höfn í Hornafirði: Móðir Jörð kvöldverður á Humarhöfn, matur úr héraði með hreindýraþema.

Terra Madre er alþjóðlegt átak sem ætlað að tengja saman bændur og matvælaframleiðendur,  matreiðslumenn, nemendur, sérfræðinga og alla þá sem áhrif geta haft til að vernda matarmenningu og stuðlað að sjálfbærri matvælaframleiðslu.  Hægt er að nálgast upplýsingar um alla þá viðburði sem í boði eru í 150 löndum þann 10. desember á www.slowfood.com. Nánar um Terra Madre á www.terramadre.com.

Nokkrar tölur um ástand heimsins...

  • Samkvæmt tölum frá FAO er ræktun  nægileg til að brauðfæða 12 miljarða jarðabúa en nú erum við 6,3 miljarðar – og á meðan rúmlega milja. jarðabúar eru í hungursneyð er helmingnum af matvælaframleiðslunni hent...
  • 1,7 milja. íbúa þjást af offeitu, sýkursýki eða öðrum sjúkdómum sem hægt að rekja til næringu sem ekki er í lagi.
  • Í Bandaríkjunum fara 146 milja. USD í að lækna þessa sjúkdóma en G8 þjóðir lofuðu 20 milja USD til að bregðast við verstu hungursneyð þróunalanda – sem hafa enn ekki skilað sér í peningum (sjá www.srfood.org).
  • Í Bandaríkjunum eru 22 000 t af ætu matvæli hent í rusli á hverjum degi, 4000 t á Ítalíu, 50 000 t í ESB-löndunum öllum.
  • Bændum fækkar með hraði: voru 40% af íbúafjölda Bandaríkjanna í 1950, eru 1% í dag, voru 50% á Ítalíu 1950 og eru í dag 4%.
  • Fjölskyldur eyddu í 1970 32% af tekjunum sínum í mat en í dag 12% - á meðan þær eyða 12-14% á GSM símum.
  • Árið 2008 voru fleiri búsettir í stórum borgum en í sveitum – hver ræktar svo afurðir til að brauðfæða okkur?
  • Í heiminum öllum hverfa 50 matjurtategundir daglega.
  • Bændur fá 0,09 $ pr dollar af matvælum sem neytendur kaupa, afgangurinn fer til milliliða og í flutningskostnað.
  • 36 af 40 ríkjum í Afríku rækta korn sem er flutt út til Bandaríkjanna í dýrafóður á meðan neyðarhjálpin semdir neyðarmatvæli til margra þeirra landa.
Birt:
7. desember 2009
Tilvitnun:
Dominique Plédel Jónsson „Terra Madre dagurinn er 10. desember“, Náttúran.is: 7. desember 2009 URL: http://nature.is/d/2009/12/07/terra-madre-dagurinn/ [Skoðað:23. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: