Dr. Vandana Shiva, baráttukona á sviði sjálfbærrar þróunar, umhverfis- og mannréttindamála, heldur opinberan fyrirlestur í Háskólabíó á vegum Háskóla Íslands, Slow Food Reykjavík, Framtíðarlandsins og EDDU - öndvegisseturs þ. 29. ágúst nk. kl. 17:00.

Dr. Vandana Shiva, baráttukona á sviði sjálfbærrar þróunar, umhverfis- og mannréttindamála, heldur opinberan fyrirlestur í Háskólabíó á vegum Háskóla Íslands, Slow Food Reykjavík, Framtíðarlandsins og EDDU - öndvegisseturs.

Vandana Shiva er þekkt um allan heim fyrir baráttu sína fyrir hag indverskra bænda og starf sitt í þágu líffræðilegrar fjölbreytni og bættrar umgengni við umhverfið. Shiva fór snemma á ferli sínum að beita sér fyrir sjálfbærni og var brautryðjandi í gagnrýni sinni á iðnaðarvæðingu matvælaframleiðslu og einka- leyfavæðingu í ræktun og landbúnaði.

Hún hefur einnig barist ötullega fyrir réttindum kvenna, m.a. til að auka áhrif þeirra í landbúnaði, og fyrir varðveislu þekkingar sem er að glatast vegna hnattrænna áhrifa og eyðingar á náttúruauðlindum, gæðum og menningu. Hún er ekki síst þekkt fyrir vísindalega nálgun sína á samskipti manns og náttúru. Hún hefur birt yfir 500 vísindagreinar, skrifað 20 bækur og haldið fjölda fyrirlestra. Shiva nýtur virðingar víða og hefur haft áhrif á starf margra alþjóðastofnana, s.s. Alþjóðabankans og Heimsviðskiptastofnunarinn​ar með vandaðri og málefnalegri umfjöllun.

Hún hefur einnig aðstoðað ýmis félagasamtök og grasrótarhreyfingar á Indlandi, í Kína, Afríku, Suður Ameríku, Sviss og Austurríki og víðar. Loks hefur hún veitt stjórnvöldum ýmissa landa ráðgjöf.

Sjá atburð á Facebook

Birt:
Aug. 14, 2011
Tilvitnun:
Irma Erlingsdóttir, Dominique Plédel Jónsson, Sigríður Þorgeirsdóttir „Vandana Shiva heldur opinberan fyrirlestur í Háskólabíói “, Náttúran.is: Aug. 14, 2011 URL: http://nature.is/d/2011/08/14/vandana-shiva-heldur-opinberan-fyrirlestur-i-hasko/ [Skoðað:March 3, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: Aug. 17, 2011

Messages: