Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa að umhverfismálum til að vernda og bæta lífsgæðin í landinu. Hlutverk Landverndar er að standa vörð um íslenska náttúru og vera virkur þátttakandi í stefnumótun, fræðslu og upplýstri ákvarðanatöku í málum er varða landnotkun, auðlindir og umhverfi.

Samtökin líta svo á að náttúru- og umhverfisvernd, sem og endurreisn spilltra náttúrugæða, séu forsenda efnahagslegrar og samfélagslegrar velferðar til lengri tíma litið. Þau hvetja til sjálfbærrar umgengni þjóðarinnar við náttúruna heima við og á hnattræna vísu, sem byggir á öflugri umhverfisvitund, þekkingu og verndarvilja.

Innan Landverndar eru 44 aðildarfélög um allt land en auk þess eru um 1.600 manns skráðir sem einstaklingsfélagar. Samtökin reka fjölmörg fræðsluverkefni en þar ber hæst Grænfánann, Bláfánann, landgræðsluverkefni með skólum á Suðurlandi, verkefni um náttúruvernd á jarðhitasvæðum o.fl. Samtökin voru stofnuð 1969.

 


Þórunnartún 6
105 Reykjavík

5525242
landvernd.is

Á Græna kortinu:

Vefmiðlun um umhverfismál

Vefslóðir á síður með staðbundnar upplýsingar um ýmiskonar umhverfismál.

Baráttusamtök umhverfisins

Aðgerðasinnuð félög eða samtök sem vinna að verndun umhverfisins og bættu sambýli mannsins við náttúruna, ekki endilega bara í tæknilegum skilningi heldur líka siðferðilegum.

Umhverfissérfræðingur

Sérfræðingar, þjónusta eða skrifstofur sem vinna að því að hjálpa bæði einstaklingum og samfélaginu í heild sinna við að móta umhverfisvænar stefnur og lífshætti. Geta verið ríkisrekin, frjáls félagasamtök, grasrótarsamtök, verkfræðistofur, umhverfisfræðingar og ráðgjafar á sviði umhverfisfræða og umhverfisfræðslu

Grænt verkefni

Tímabundið verkefni, útgáfa, sýning eða viðburður með aðaláherslu á náttúruna og umhverfið.

Umhverfisvæn upplýsingaþjónusta

Staður eða vefsvæði sem hægt er að leita til til að fá upplýsingar um ýmiskonar umhverfistengt málefni. Þaðan er vísað áfram á græn vefsvæði og aðra þjónustu á sviði umhverfismála.

Óháð umhverfismiðlun

Óháð umhverfismiðlun getur verið í formi vefja, tímarita, dagblaða, útvarps og sjónvarpsþátta, og myndbanda sem gerð eru til styrktar eða fræðslu um málefni umhverfisins.

Vottunarstofa

Stofnanir og umboðsaðilar sem hafa sérfræðiþekkingu á umhverfisvottunum, hvort sem um er að ræða IFOAM staðla, ISO staðla, Svaninn eða aðrar vottanir.

Skilaboð: