Landvernd sendir umhverfisráðherra áskorun - Hrafntinnumálið
Í fréttatilkynningu frá Berg Sigurðssyni framkvæmdastjóra Landverndar kemur fram að samtökin hafa sent umhverfisráðherra áskorun þar sem ráðherra er hvattur til þess að taka kæru Guðrúnar S. Gísladóttur til efnislegrar meðhöndlunar. Umhverfisráðherra er í sjálfsvald sett að túlka ákvæði stjórnsýslulaga um kæruaðild þröngt eða hvort rýmri túlkun, í anda Árósarsamningsins, eigi betur við í málinu.
Áður en lögum um mat á umhverfisáhrifum var breytt á liðnu ári hefði þessi efnistaka verið tilkynningarskyld til Skipulagsstofnunnar, sbr. 2. viðauka áður gildandi laga. Þar með hefðu frjáls félagasamtök og almenningur haft til eðlilegan aðgang og aðkomu að málinu. Haft skal í huga að hér er um að ræða nám á bergtegund með hátt verndargildi á heimsvísu úr friðlandi og ætti því að túlka ákvæði um aðildarrétt kæranda, Guðrúnu S. Gísladóttur, í hag.
Sjá málsgögn úr kæru samtakanna „Hrafntinnuriddaranna“ og Guðrúnar Gísladóttur. Svar umhverfisráðherra. Sjá ítrekun kröfu Guðrúnar, frá Atla Gíslasyni.
Áður en lögum um mat á umhverfisáhrifum var breytt á liðnu ári hefði þessi efnistaka verið tilkynningarskyld til Skipulagsstofnunnar, sbr. 2. viðauka áður gildandi laga. Þar með hefðu frjáls félagasamtök og almenningur haft til eðlilegan aðgang og aðkomu að málinu. Haft skal í huga að hér er um að ræða nám á bergtegund með hátt verndargildi á heimsvísu úr friðlandi og ætti því að túlka ákvæði um aðildarrétt kæranda, Guðrúnu S. Gísladóttur, í hag.
Sjá málsgögn úr kæru samtakanna „Hrafntinnuriddaranna“ og Guðrúnar Gísladóttur. Svar umhverfisráðherra. Sjá ítrekun kröfu Guðrúnar, frá Atla Gíslasyni.
Birt:
Nov. 18, 2006
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Landvernd sendir umhverfisráðherra áskorun - Hrafntinnumálið“, Náttúran.is: Nov. 18, 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/19/hrafntinnumalid/ [Skoðað:Nov. 1, 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: March 19, 2007
breytt: May 11, 2007