Landvernd og Ferðafélag Íslands standa fyrir ferð um Ölkelduháls sunnudaginn 27. maí. Þetta er önnur ferð samtakanna á sumrinu. Björn Pálsson, héraðsskjalavörður, og Freysteinn Sigurðsson, varaformaður Landverndar, munu flytja erindi um náttúrufar og sögu svæðanna sem gengið verður um.

Lagt verður af stað úr Mörkinni 6 kl. 9:00 og hefst fræðslufundur í hótel Eldhestum klukkan 10:00. Þar munu Freysteinn Sigurðsson, jarðfræðingur og varaformaður Landverndar, og Björn Pálsson, héraðsskjalavörður, halda erindi um náttúrufar sögur og sagnir af svæðinu.

Eftir léttan hádegisverð, upp úr kl. 12:30, verður lagt af stað með rútu. Ekið upp á Ölkelduháls, gengið á Tjarnarhjúk og Dalaskarðshnúk horft yfir Reykjadal og Grændal. Gengið suður Dalafell niður Rjúpnabrekkur þar sem rútan tekur á móti hópnum. Leiðsögumaður Bjön Pálsson.

Verð fyrir félaga í Landvernd eða FÍ kr: 3.000 kr.
Verð fyrir aðra 5.000 kr.
Innifalið: rúta, fræðslufundur, fararstjórn og léttur hádegisverður.

Myndin var tekín í gönguferð um Ölkelduháls með Birni Pálssyni þ. 26. ágúst 2006. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
May 25, 2007
Höfundur:
Landvernd
Tilvitnun:
Landvernd „Ölkelduháls og Reykjadalur“, Náttúran.is: May 25, 2007 URL: http://nature.is/d/2007/05/25/lkelduhls-og-reykjadalur/ [Skoðað:June 21, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: July 20, 2011

Messages: