TorfajökulssvæðiðLandvernd hefur nú ákveðið að bæta við einni jarðfræðiferð til viðbótar um Torfajökulssvæðið 13.-15. ágúst en fyrri ferðin 7.-9. er uppbókuð. Leiðangurinn er eins og hinn fyrri skipulagður í samvinnu við Hálendisferðir og farinn í fylgd jarðfræðinganna Sigmundar Einarssonar og Kristjáns Jónassonar.
Á Torfajökulssvæðinu sem er eitt mesta háhitasvæði í heimi er stórbrotið landslag hvera, lauga og líparítfjalla. Svæðið er víðáttumikið og sum þeirra svæða sem við skoðum eru lítt þekkt þrátt fyrir að Laugavegurinn, fjölfarnasta útivistarsvæði hálendisins, liggi þar um. Gist verður í tvær nætur í Dalakofanum í Vestur-Reykjadölum og allur matur innifalinn.
Enn eru nokkur sæti laus og hægt að bóka sig í síma 8640412 eða með tölvupósti info@halendisferdir.is

Tilgangurinn með ferðinni er sem fyrr að skoða hið stórfenglega landslag háhitasvæðisins frá sjónarhorni náttúruverndar. Jarðfræðingarnir Kristján og Sigmundur starfa hjá Náttúrufræðistofnun og höfðu þeir með höndum að rannsaka svæðið út frá verndargildi þess í tengslum við gerð rammaáætlunar um vernd og nýtingu náttúrusvæða sem nú er til afgreiðslu á þingi.
Ferðaáætlun fyrir Torfajökulssvæðið.

Ljósmynd frá Torfajökulssvæðinu af vef Landverndar.

Birt:
Aug. 10, 2010
Höfundur:
Landvernd
Tilvitnun:
Landvernd „Jarðfræðiferð um Torfajökulssvæðið endurtekin“, Náttúran.is: Aug. 10, 2010 URL: http://nature.is/d/2010/08/10/jardfraediferd-um-torfajokulssvaedid-endurtekin/ [Skoðað:Oct. 7, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: Sept. 13, 2010

Messages: