Skrifstofa Landverndar er þessa daga að senda bréf til nokkura hafna á landinu til að vekja athygli á Bláfánanum. Í bréfinu segir að hafnarstjórnir sem sækjast eftir Bláfánanum á árinu 2007 þurfa að leggja inn umsókn eigi síðar en 20. febrúar 2007. Í dag flagga tvær hafnir Bláfánanum, Stykkishólmshöfn og höfn Borgarfjarðar Eystri auk þess sem Bláfáninn blaktir við tvær baðstrandir þ.e. Bláa lónið á Reykjanesi og Nauthólsvík í Reykjavík. Bláfánaveifur fyrir smábáta og hvalveiðiskip er úthlutað gegn undirritun ákveðinnar yfirlýsingar um að umhverfisvernd sé tekin föstum tökum og fylgi ákveðinni stefnu sem að skrifstofa Landverndar gefur línurnar með.

Þann 12. maí síðastliðinn fengu fyrirtækin Hafsúlan hvalaskoðun og Elding hvalaskoðun leyfi til að flagga Bláfánaveifu á skipum sínum.
Sjá nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð um Bláfánann á vef Landverndar.
Birt:
3. febrúar 2007
Uppruni:
Landvernd
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Umhverfisvernd í verki, á og við hafið - Bláfáninn“, Náttúran.is: 3. febrúar 2007 URL: http://nature.is/d/2007/03/16/vistvernd_blafaninn/ [Skoðað:24. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 16. mars 2007
breytt: 20. maí 2011

Skilaboð: