Landvernd hefur farið fram á að stjórn Landsvirkjunar stöðvi nú þegar framkvæmdir við fyrirhugaða 45-90 MW Bjarnarflagsvirkjun og vinni nýtt mat á umhverfisáhrifum virkjunarinnar, en núgildandi mat er að verða tíu ára gamalt.

Á undanförnum árum hafa orkufyrirtækin öðlast mikilvæga reynslu af rekstri jarðvarmavirkjana og umhverfisáhrifum þeirra sem gæti haft áhrif á niðurstöðu nýs umhverfismats. Í þessu sambandi bendir stjórn Landverndar sérstaklega á spurningar sem hafa vaknað um mengun frá fyrirhugaðri virkjun, bæði affallsvatns og brennisteinsvetnis. Einnig getur möguleg kæling á grunnvatnsstreymi í kjölfar orkuvinnslu minnkað kísilstreymi til Mývatns, sem er ein undirstaða fjölbreyts lífríkis vatnsins.

Einstakt lífríki Mývatns skapar því sérstöðu á heimsvísu. Þess vegna segir í nýsamþykktri verndaráætlun fyrir Mývatn og Laxá að það sé skylda núlifandi kynslóðar að varðveita sérstöðu svæðisins og þar með að tryggja komandi kynslóðum sama aðgengi og svipaða upplifun og við getum notið nú í dag.

Þú getur tekið undir kröfu Landverndar um stöðvun framkvæmda við Mývatn og gerð nýs umhverfismats með því að skrá þig á síðu Landverndar.

Undirskriftarsöfnum

Birt:
11. október 2012
Höfundur:
Landvernd
Tilvitnun:
Landvernd „VERNDUM LÍFRÍKI MÝVATNS“, Náttúran.is: 11. október 2012 URL: http://nature.is/d/2012/10/11/verndum-lifriki-myvatns/ [Skoðað:23. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 13. október 2012

Skilaboð: