Dagskrá Alviðru sumarið 2013
Dagskrá Landverndar með fræðslu og gönguferðum í fallegu umhverfi Alviðru sumarið 2013. Þátttaka ókeypis.
miðvikudagur 3. júlí
Ganga upp á Ingólfsfjall. Krefjandi ganga upp á Ingólfsfjall frá Alviðru, með glæsilegu útsýni yfir Suðurland. Eiríkur Valdimarsson þjóðfræðingur sér um leiðsögn. Farið af stað frá Alviðru klukkan 17. Tekur 3 klst.
laugardagur 6. júli
Grasnytjar í Alviðru. Fræðsla og útivera í fögru umhverfi Alviðru fyrir alla fjölskylduna. Við lærum að þekkja nokkrar algengar íslenskar jurtir sem um aldir hafa verið nýttar í te, seyði, sem krydd og til matargerðar. Steinn Kárason annast dagskrána. Hefst klukkan 13. Tekur 2 til 3 klst.
miðvikudagur 10. júlí
Ganga um Öndverðarnes. Létt ganga í fallegu umhverfi Sogsins. Eiríkur Valdimarsson þjóðfræðingur sér um leiðsögn. Farið af stað frá Alviðru klukkan 17. Tekur 2 klst.
laugardagur 17. ágúst
Alviðrudagur. Náttúrufræðsla fyrir alla fjölskylduna á opnum degi í Alviðru. Hrefna Sigurjónsdóttir og Helena Óladóttir annast dagskrána.
Birt:
Tilvitnun:
Landvernd „Dagskrá Alviðru sumarið 2013“, Náttúran.is: June 25, 2013 URL: http://nature.is/d/2013/06/25/dagskra-alvidru-sumarid-2013/ [Skoðað:Dec. 9, 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: June 26, 2013