Umhverfisráðuneytið, Landvernd og Náttúruskóli Reykjavíkur boða til verkefnasamkeppni grunnskólabarna.
Keppnin er ætluð ungu fólki í 5. til 10. bekk. Keppnin á að hvetja ungt fólk til góðra verka í umhverfisvernd, vekja athygli á sýn ungs fólks á umhverfismál og kalla eftir leiðsögn yngri kynslóðarinnar á því sviði. Mikil vakning er nú að eiga sér stað varðandi nátturukennslu og útikennslu en Náttúruskóli Reykjavíkur hefur farið vel af stað og mikill áhugi er á að efla náttúru- og umhverfisvitund grunnskólabarna sem og kennara þeirra. Sjá vef Náttúruskóla Reykjavíkur. Sjá um samkeppnina á vef umhverfisráðuneytisins.

Myndirnar eru af börnum að skoða krabba og krossfiska í botnsjávardýrakassa í Húsdýragarðinum í Reykjavík.
Ljósmyndir: Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
24. febrúar 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Varðliðar umhverfisins - Verkefnasamkeppni grunnskólabarna“, Náttúran.is: 24. febrúar 2007 URL: http://nature.is/d/2007/03/16/verkefnasamkeppni_grunnskolabarna/ [Skoðað:26. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 16. mars 2007
breytt: 29. apríl 2007

Skilaboð: