Á heimasíðu Vistverndar í verki er að finna skemmtilega umfjöllun um vistvænt jólahald og, vistvænar jólagjafahugmyndir, jólahreingerninguna, jólapappír, jólatré og fleira.
Við höfum öll val um á hvern hátt við undirbúum jólin og hvort við tökum þátt í dansinum sem kaupmenn leggja upp fyrir okkur. Við getum spurt sjálf okkur; hvað viljum við? Gamlir vanar geta verið góðir og gildir en ef þeir skapa streitu og vanlíðan er þörf á endurskoðun. Verðgildi gjafa eða umfang hafa engin tengsl við jólagleði og hamingju. Kíkið á jólasíðuna og skoðið líka gjafakort Vistverndar í verki.


Þeim sem ekki þekkja Vistvernd í verki nú þegar er bent á að kynna sér verkefnið en það er alþjoðlegt umhverfisverkefni Global Action Plan, sem hefur það að markmiði að efla umhverfisvitund fjölskyldunnar á raunhæfan hátt.

Birt:
14. desember 2006
Uppruni:
Landvernd
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Eru jólin aðeins neysluhátíð? - Vistvernd í verki“, Náttúran.is: 14. desember 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/16/neysluhatid/ [Skoðað:18. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 16. mars 2007
breytt: 1. maí 2007

Skilaboð: