Nú þegar að kaupgleði landans er að ná hæstu hæðum og flestir halda að gefa þurfi efnislegar gjafir er gott að hafa í huga að góðar gjafir geta verið af allt öðrum toga.

Á vef Landverndar er stungið upp á því að þetta árið verði leitað nýrra og frumlegri leiða. Gefðu það fínasta og dýrmætasta sem þú átt, tíma og sameiginlegar upplifanir. Þetta eru gjafir sem hafa þann sérstaka eiginleka að sá sem gefur, fær líka. Og sá sem fær, gefur líka. Bestu hugmyndunum býrðu yfir sjálf/ur, en þurfirðu hjálp til að komast af stað geturðu kannski nýtt þér hugmyndaiistann á vef Landverndar.

Landvernd hefur gefið út falleg gjafakort fyrir vistvænar óhlutlægar gjafir. Gefandinn fyllir út kortið sjálfur. Er nokkuð dýrmætara en tíminn okkar og samverustundir? Gefum nuddtíma, barnapössun eða annað sem inniheldur meira af tíma en efni. Hægt er að panta 10 stk. á 500 kr.

Birt:
26. nóvember 2007
Höfundur:
Landvernd
Tilvitnun:
Landvernd „Gjafakort fyrir samveru, kennslu eða aðstoð“, Náttúran.is: 26. nóvember 2007 URL: http://nature.is/d/2007/11/26/gjafakort-fyrir-samveru-kennslu-eoa-aostoo/ [Skoðað:20. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: