Landvernd 177

Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa að umhverfismálum til að vernda og bæta lífsgæðin í landinu. Hlutverk Landverndar er að standa vörð um íslenska náttúru og vera virkur þátttakandi í stefnumótun, fræðslu og upplýstri ákvarðanatöku í málum er varða landnotkun, auðlindir og umhverfi.

Samtökin líta svo á að náttúru- og umhverfisvernd, sem og endurreisn spilltra náttúrugæða, séu forsenda efnahagslegrar og samfélagslegrar velferðar til lengri tíma litið. Þau hvetja til sjálfbærrar umgengni þjóðarinnar við náttúruna heima við og á hnattræna vísu, sem byggir á öflugri umhverfisvitund, þekkingu og verndarvilja.

Innan Landverndar eru 44 aðildarfélög um allt land en auk þess eru um 1.600 manns skráðir sem einstaklingsfélagar. Samtökin reka fjölmörg fræðsluverkefni en þar ber hæst Grænfánann, Bláfánann, landgræðsluverkefni með skólum á Suðurlandi, verkefni um náttúruvernd á jarðhitasvæðum o.fl. Samtökin voru stofnuð 1969.

 


Mývatn njóti vafans – ekki hótelstarfsemi 23.2.2017

Umhverfisstofnun veitti ekki leyfi fyrir tveimur hótelbyggingum á verndarsvæði Mývatns. Skolphreinsun hótelanna er einnig án leyfis Umhverfisstofnunar. Þá er frárennsli hótels skammt frá vatnsbakka Mývatns bæði í ósamræmi við skilmála deiliskipulags og reglugerðir um hreinsun frárennslis við vatnið. Starfsmannahúsum var bætt við annað hótelið í haust án leyfis Umhverfisstofnunar. Umhverfisstofnun veitti ekki leyfi fyrir vinnubúðum fyrir 50 manns við þriðja hótelið, sem nú er í byggingu. Landvernd freistar þess nú með röð stjórnsýslumála að fá tekið á málum sem varða ...

Frá MývatniUmhverfisstofnun veitti ekki leyfi fyrir tveimur hótelbyggingum á verndarsvæði Mývatns. Skolphreinsun hótelanna er einnig án leyfis Umhverfisstofnunar. Þá er frárennsli hótels skammt frá vatnsbakka Mývatns bæði í ósamræmi við skilmála deiliskipulags og reglugerðir um hreinsun frárennslis við vatnið. Starfsmannahúsum var bætt við annað hótelið í haust án leyfis Umhverfisstofnunar. Umhverfisstofnun veitti ekki leyfi fyrir vinnubúðum fyrir 50 manns við þriðja ...

23. febrúar 2017

MývatnUmhverfisverndarsamtök hafa stefnt umhverfisráðherra f.h. íslenska ríkisins vegna vanefnda á að friðlýsa ákveðin svæði í Skútustaðahreppi. Ljúka átti friðlýsingunum fyrir tæpum níu árum síðan samkvæmt ákvæðum laga um verndun Mývatns og Laxár, s.k. Mývatnslögum. Þrátt fyrir þessa lagaskyldu hafa fæst svæðanna enn verið friðlýst. Meðal þeirra svæða sem ekki hafa verið friðlýst eru svæði þar sem ógn stafar ...

Raflínur ljósm. Einar BergmundurLandsnet sendi nýlega frá sér tillögu að raflínuáætlun (kerfisáætlun) fyrir árin 2016 til 2025. Landvernd telur ástæðu til að hrósa fyrirtækinu fyrir nýjar áherslur og bætt vinnubrögð við gerð áætlunarinnar. Leiða má líkum að því að að alvarlegar athugasemdir almennings og umhverfisverndarsamtaka við vinnubrögð Landsnets á undanförum árum, þ.m.t. kærumál og dómsmál vegna eldri kerfisáætlana og einstakra framkvæmda ...

Háspennumastur. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Landvernd telur úrskurð þann sem úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi í gær um að ógilda framkvæmdaleyfi Skútustaðahrepps fyrir Kröflulínu 4 vera fordæmisgefandi. Jafnframt felur niðurstaðan í sér viðurkenningu á gildi náttúruverndarsjónarmiða við ákvarðanir stjórnvalda. Í ákvörðun sinni í gær setti úrskurðarnefndin fram mikilvægar stefnumarkandi efnisniðurstöður og leiðbeiningar um markmið umhverfismats, vinnubrögð framkvæmdaaðila, hlutverk Skipulagsstofnunar og ekki síst skyldur sveitarfélaga. Úrskurðurinn ...

11. október 2016

Við Mývatn. Ljósm. Landvernd.Náttúruverndarsamtökin Fjöregg í Mývatnssveit og Landvernd hafa kært fyrirhugaða lagasetningu um Bakkalínur til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Að mati samtakanna væru slík lög brot á rétti umhverfisverndarsamtaka til að bera ákvarðanir stjórnvalda undir dómstól eða annan óháðan og sjálfstæðan úrskurðaraðila. Framkvæmdaleyfi fyrir Bakkalínum, þar með talið umhverfismat frá 2010, eru nú í skoðun hjá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála í fjórum kærumálum ...

Við Mývatn. Ljósm. Landvernd.Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála fjallar nú um lögmæti framkvæmda við háspennulínur frá Kröflu að Bakka. Landvernd og Fjöregg í Mývatnssveit kærðu framkvæmdaleyfi sveitarfélaga fyrir lagningu raflína til nefndarinnar. Hlutverk nefndarinnar er að úrskurða í kærumálum vegna ákvarðana stjórnvalda. Lögum samkvæmt á úrskurðarnefndin að vera sjálfstæð í störfum sínum.

Um mikil náttúruverndarverðmæti er að ræða á línuleiðinni, sem liggur um víðerni ...

23. september 2016

ÞeistareykirLandsneti er skylt að veita Landvernd aðgang að samningi sínum við PCC um flutningslínur til  Bakka. Þetta var niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál í fyrri mánuði. Samningurinn ber að mati Landverndar vott um að of skammur tími hafi í upphafi verið ætlaður til  að standa við skuldbindingar um flutning raforku til PCC. 

Umhverfisverndarsamtökin Landvernd hafa undanfarin misseri látið reyna á réttmæti ...

20. september 2016

Landvernd hefur lagt til breytingar á frumvarpi innanríkisráðherra um gjafsóknarákvæði einkamálalaga. Málið er á dagskrá Alþingis í dag. Frumvarp ráðherra útilokar með öllu möguleika umhverfisverndarsamtaka til gjafsóknar fyrir dómi. Á sama tíma dregur innanríkisráðherra úr hömlu að svara ítrekuðum fyrirspurnum Umboðsmanns Alþingis vegna neitunar ráðuneytisins á veita Landvernd gjafsókn í dómsmáli sem samtökin reka fyrir Hæstarétti. Að mati Landverndar eru ...

19. september 2016

Frá KröfluLandvernd undrast fréttir af mögulegum pólitískum afskiptum ríkisstjórnar Íslands af máli sem rekið er fyrir úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vegna loftlína frá Kröflu að Bakka. Ríkisstjórn getur ekki haft áhrif á ákvarðanir óháðra úrskurðarnefnda eða dómstóla og Alþingi ekki breytt lögum afturvirkt, svo sem hugmyndir eru uppi um. Öll slík íhlutun væri einnig brot á alþjóðasamningum og rétti almennings til ...

12. september 2016

Háspennumastur. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Í ljósi fréttatilkynningar Landsnets hf. frá í gær, 22. ágúst, ítrekar Landvernd fyrri afstöðu sína um að umhverfismeta beri fleiri valkosti en loftlínu frá Kröflu að Bakka svo draga megi úr umhverfisáhrifum. Skoða þarf bæði jarðstrengi og loftlínur og valkosti sem sneiða hjá verðmætum hraunum eins og Leirhnjúkshrauni og Þeistareykjahrauni, en framkvæmdir Landsnets hf. hafa nú verið stöðvaðar til bráðabirgða ...

Landvernd hefur sent verkefnisstjórn rammaáætlunar athugasemdir sínar vegna tillögu að flokkun virkjunarhugmynda í 3. áfanga áætlunarinnar. Landvernd leggur ríka áherslu á nauðsyn þess að hægja verulega á eða stöðva uppbyggingu frekari stórvirkjana hérlendis, a.m.k. þar til fyrir liggur ígrunduð orkustefna sem m.a. tiltekur hvað megi virkja mikið á næstu árum / áratugum, hvenær réttlætanlegt er að ráðast í ...

05. ágúst 2016

Frá KerlingarfjöllumÚrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur tekið undir kröfu Landverndar í mikilvægu máli um nýja hótelbyggingu í Kerlingarfjöllum. Tveir úrskurðir nefndarinnar fela í sér skýr skilaboð til sveitarfélaga og Skipulagsstofnunar um vandaðri undirbúning ákvarðana sem hafa áhrif á náttúru og umhverfi. Úrskurðirnir skapa mikilvæg  fordæmi fyrir stjórnsýsluna. Kæruréttur umhverfissamtaka til óháðs úrskurðaraðila var tekin upp í íslenska löggjöf árið 2011 í ...

15. júlí 2016

Frá vinstri: Salome Hallfreðsdóttir, verkefnisstjóri Bláfánans á Íslandi hjá Landvernd Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Eldingar Hilmar Stefánsson, framkvæmdastjóri Special Tours Reynar Ottosson, framkvæmdastjóri Whale SafariLandvernd veitti fjórum hvalaskoðunarfyrirtækjum bláfánavottun fyrir sjálfbæra sjávarferðamennsku 2. júní sl. Þetta er í fyrsta skipti sem Bláfáninn er veittur hvalaskoðunarfyrirtækjum í heiminum. Viðurkenninguna hlutu Ambassador á Akureyri og Elding, Special Tours og Whale Safari í Reykjavík.

Bláfáninn er alþjóðleg umhverfisvottun sem veitt er fyrirtækjum og sveitarfélögum fyrir árangursríkt starf að umhverfismálum, og frá árinu 2016 einnig fyrirtækjum í sjávartengdri ...

06. júní 2016

Fótur masturs á Hellisheiði. Ljósm. Einar BergmundurLandsneti var skylt að afhenda Landvernd skýrslu um jarðstrengi, samkvæmt nýföllnum úrskurði. Landsnet neitaði að afhenda skýrsluna í mars í fyrra en Landvernd kærði málið til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Skýrslan er á ensku og ber heitið „High Voltage Underground Cables in Iceland“. Landsnet lét gera skýrsluna.

Í skýrslunni er greint frá niðurstöðum rannsókna á lagningu jarðstrengja við íslenskar aðstæður, en ...

01. júní 2016

Landvernd og Fjöregg í Mývatnssveit hafna því að raflínur Landsnets verði lagðar um náttúruverndarsvæði við Leirhnjúk. Hafa samtökin kært leyfi Skútustaðahrepps til lagningar Kröflulínu 4, frá Kröflu að Þeistareykjum. Leirhnjúkshraun á að friðlýsa samkvæmt lögum um verndun Mývatns og Laxár. Þrátt fyrir það stendur nú til að leggja Kröflulínu 4 yfir þetta verðmæta náttúruverndarsvæði. Samtökin telja forsendur eldra umhverfismats brostnar ...

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis-og auðlindaráðherraBrotið er á réttindum almennings og umhverfisverndarsamtaka samkvæmt niðurstöðu eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) frá í síðustu viku, sem nú hefur verið birt. Niðurstaðan er í samræmi við skýrslu Landverndar frá árinu 2014.  

Niðurstaða ESA er að íslensk lög tryggi ekki rétt almennings og umhverfisverndarsamtaka þegar kemur að kærurétti í umhverfismálum. Ekki er nægilegt að geta kært ákvarðanir og athafnir yfirvalda, heldur ...

10. maí 2016

Landvernd skorar á ríkisstjórn Íslands að grípa þegar til ráðstafana til bjargar lífríki Mývatns og Laxár. Fram hefur komið í fréttum að undanförnu að lífríki vatnsins sé í bráðri hættu vegna næringarefnaauðgunar. Ofauðgunin hefur leitt til mikils vaxtar blágerla, svokallaðs leirloss, í vatninu sem dregur úr birtuskilyrðum í vatnsbol og á botni og þar með vexti þörunga, undirstöðufæðu vatnsins. Kúluskíturinn ...


Jökulsárlón. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Landvernd skorar á Alþingi og ríkisstjórn að festa kaup á jörðinni Felli í Suðursveit sem á austurbakka Jökulsárlóns og vernda það ásamt Breiðamerkursandi í heild sinni sem hluta af Vatnajökulsþjóðgarði. Þá skorar Landvernd á stjórnvöld að veita auknu fjármagni í rannsóknir á einstöku lífríki Jökulsárlóns og í náttúruvernd á svæðinu.

Aðalfundur Landverndar árið 2015 ályktaði og skoraði á stjórnvöld að ...

Vatnajökull Ljósm. Guðrún TryggvadóttirSveitarfélagið Hornafjörður hefur fyrst sveitarfélaga á Íslandi hafið þátttöku í loftslagsverkefni Landverndar „Tækifærin liggja í loftinu“. Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri og Guðmundur Ingi Guðbrandsson framkvæmdastjóri Landverndar skrifuðu í síðustu viku undir yfirlýsingu um samdrátt sveitarfélagsins í útlosun mengunarefna sem valda loftslagsbreytingum í þremur geirum: Samgöngum, úrgangi og orkunotkun. „Með yfirlýsingunni ábyrgjumst við að vinna ötullega að því að draga úr ...

Náttúruverndarhreyfingin, útivistarsamtök og Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) hafa undirritað viljayfirlýsingu um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands (sjá viðhengi). Ný vefsíða hálendisverkefnisins var opnuð: http://halendid.is

Markmiðið með viljayfirlýsingunni er að ná sem víðtækastri samstöðu um verndun miðhálendis Íslands með stofnun þjóðgarðs í eigu íslensku þjóðarinnar. Þau samtök sem undirrita yfirlýsinguna eru sammála um að hálendisþjóðgarður geti orðið eitt stærsta framlag ...

Dynkur í Þjórsá. Ljósm. Árni Tryggvason.Landvernd gagnrýnir harðlega málsmeðferð og ákveðin efnisatriði í drögum að breytingum á starfsreglum verkefnisstjórnar rammaáætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða, sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsti til umsagnar í byrjun febrúar.

Telur Landvernd málsmeðferðina ekki standast lög og aðkomu Landsvirkjunar að gerð draganna hingað til óeðlilega og óásættanlega, enda endurspegla drögin kröfur Landsvirkjunar. Vísað er til bréfaskifta og fundar Landsvirkjunar og ...

23. febrúar 2016

Dynkur í efri hluta Þjórsár. Ljósm. Landvernd.Landvernd hefur sett af stað undirskriftsöfnun Áskorun á umhverfisráðherra til að hvetja umhverfisráðherra til að staðfesta ekki kynntar breytingar á starfsreglum verkefnisstjórnar rammaáætlunar.

Sjá frétt hér á Náttúrunni og drögin að breytingum á starfsreglum verkefnisstjórnar verndar- og orkunýtingaráætlunar (pdf skjal).

Hægt er að skila athugasemdum til ráðuneytisins til 22. febrúar. Nánar má lesa um málið hér að neðan.

Áskorunin á ...

17. febrúar 2016

Dynkur í Þjórsá. Ljósm. Árni Tryggvason.Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands í samvinnu við Náttúruverndarsjóð Pálma Jónssonar halda ráðstefnu í Hörpu 26.-27. febrúar næstkomandi.

Efni ráðstefnunnar er miðhálendið og stofnun þjóðgarðs á hálendi Íslands. Þar munu innlendir og erlendir sérfræðingar, sem þekkja til náttúrufars og útivistar á hálendinu halda fyrirlestra, auk þess sem fjallað verður um reynsluna af stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs.

Ókeypis er á ráðstefnuna og hún ...

Kindur á beit við Kjalveg. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands og Skógræktarfélag Íslands telja það grundvallaratriði að ríkisstuðningur við bændur í nýjum búvörusamningum verði skilyrtur við sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda og að komið verði í veg fyrir beit á örfoka landi.  Samtökin hafa sent landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, viðeigandi þingnefndum, og forystumönnum Bændasamtaka Íslands og Landssamtökum sauðfjárbænda áherslur sínar vegna samninganna (sjá hér).

Síðustu mánuði hafa fulltrúar bænda og ...

Nemendur í 9. bekk í Lágafellsskóla hlutu útnefninguna 2015. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Óskað er eftir verkefnum til þátttöku í hinni árlegu verkefnasamkeppni, Varðliðum umhverfisins. Þetta er í 10. sinn sem samkeppnin er haldin meðal grunnskólabarna í 5. til 10. bekk. Markmið keppninnar er að hvetja ungt fólk til góðra verka í umhverfisvernd, vekja athygli á sýn ungs fólks á umhverfismál og kalla eftir leiðsögn yngri kynslóðarinnar á því sviði.

Að verkefnasamkeppninni standa ...

Jökulsárlón. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Þann 2. febrúar nk. frá kl. 12:00-13:30 býður Landvernd til hádegisfyrirlestrar í Safnahúsinu við Hverfisgötu um stöðu loftslagsmála í kjölfar heimsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál í desember sl.

Farið verður yfir samninginn sem þar var undirritaður af þjóðum heims og hvaða þýðingu hann hefur fyrir loftslagsmálin í heiminum. Staða Íslands verður sérstaklega skoðuð í þessu ljósi og rætt ...

Landvernd hefur kært til Neytendastofu auglýsingar Norðuráls sem lesnar hafa verið útvarpi og sjónvarpi yfir hátíðarnar og sambærilega en ítarlegri heilsíðuauglýsingu sem birtist í sérblaði Morgunblaðsins 31.10.15 Þar sem ísinn rymur (bls. 5) og e.t.v. víðar. Lesnu auglýsingarnar eru eitthvað á þessa leið: Það má endurvinna áldósir allt að hundrað sinnum.  Álið okkar er einhver grænasti ...

30. desember 2015

Matarleyfar. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.Forrannsókn á matarsóun heimila í Reykjavík bendir til að a.m.k. 5.800 tonnum af mat og drykk sé hent af reykvískum heimilum árlega. Þetta samsvarar a.m.k. 4,5 milljörðum króna. Samkvæmt mælingum inn á sautján heimilum hendir hver einstaklingur um 48 kg á ári sem gerir um 150 þúsund krónur fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Sú upphæð ...

27. nóvember 2015

Háspennumöstur á Hellisheiði, Ljósm. Einar BergmundurMeð dómi Héraðsdóms Reykjavíkur fyrr í dag var Landsnet sýknað af kröfu Landverndar um ógildingu kerfisáætlunar (raflínuáætlunar). Telur dómurinn kerfisáætlun, sem er áætlun um þróun flutningskerfisins til 10 ára, ekki beinast að ákveðnum aðilum eða hafa bindandi réttaráhrif og verði hún því ekki ógilt með dómi. Annað mál sé með framkvæmdir er kunna síðar að verða byggðar á henni. Landvernd ...

16. nóvember 2015

Hálendisvegur. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Landsnet hf. hefur lagt fram tillögu sína að matsáætlun fyrir umhverfismat 220 kV háspennulínu yfir Sprengisand (Sprengisandslínu). Skipulagsstofnun hefur tillöguna nú til umfjöllunar og hefur óskað eftir athugasemdum við hana í síðasta lagi 17. nóvember n.k.

Með því að skrifa undir áskorunina, tekur þú undir meginkröfu Landverndar í málinu og nýtir lýðræðislegan rétt þinn til áhrifa á ákvarðanatöku í ...

13. nóvember 2015

Ferðamannastraumurinn við Gullfoss á fögrum sumardegi. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Miðvikudaginn 4. nóvember kl. 12:15 - 13:15 standa Náttúruverndarsamtök Íslands og Landvernd fyrir fyrirlestri Brent Mitchell í samstarfi við Landgræðsluna, Vatnajökulsþjóðgarð, Þingvallaþjóðgarð og Umhverfisstofnun/þjóðgarðinn Snæfellsjökli. Fyrirlesturinn fer fram á ensu og verður haldin í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins.

Náttúra Íslands er hornsteinn vaxandi ferðaþjónustu, atvinnugreinar sem færir landsmönnum mestan erlendan gjaldeyrir. En geta markmið verndar og nýtingar farið saman ...

Afsprengi ofgnóttarinnar. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Föstudaginn 30. október heldur Juliet Schor, prófessor í félagsfræði við Boston College og höfundur fjölmargra bóka og fræðigreina um neyslusamfélag nútímans fyrirlestur um deilihagkerfið í boði rannsóknarverkefnisins „The Reality of Money“ við Heimspekistofnun, Landverndar og Háskóla Íslands á Þjóðarspeglinum í HÍ. Pallborðsumræður í lokin.

Dagskrá:

  1. Juliet Schor. Samneysla: nýtt fyrirbæri eða sama gamla neysluhyggjan?
  2. - Pallborðsumræður að loknu erindi próf. Schor ...
28. október 2015

Landvernd fagnar því sérstaklega að náttúrvernd sé ein af sjö áhersluþáttum nýrrar ferðamálastefnu. Í stefnunni felst viðurkenning á því að náttúra landsins sé hornsteinn íslenskrar ferðaþjónustu og að náttúruvernd beri að efla. Í ljósi mikilvægis náttúruverndar fyrir ferðaþjónustuna telur Landvernd að fulltrúi náttúruverndarsamtaka ætti að eiga sæti í stjórn nýstofnaðrar stjórnstöðvar ferðamála, en með því aukist fagþekking og aðhald.

Ferðamálastefnan ...

07. október 2015

Hálendisvegur. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Landvernd furðar sig á afstöðu Fjallamanna, Fannborgar í Kerlingarfjöllum og Hveravallarfélagsins til umhverfismats vegagerðar á Kili. Hafa þessir aðilar gagnrýnt Landvernd fyrir að kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar um að umrædd vegagerð hafi ekki verið umhverfismetin. Ferðaþjónustufyrirtækin byggja afkomu sína og ímynd á einstakri náttúru hálendisins og ættu því að styðja það grundvallaratriði að fram fari mat á umhverfisáhrifum svo stórrar framkvæmdar ...

Kindur á Kjalvegi. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Landvernd hefur kært ákvörðun Skipulagsstofnunar um að ekki skuli meta umhverfisáhrif vegagerðar um Kjöl. Landvernd telur að Skipulagsstofnun hafi við meðferð málsins brotið gegn löggjöf um umhverfismat framkvæmda, umhverfismat áætlana og rannsóknarreglu stjórnsýslulaga. Landvernd æskir álits EFTA-dómsstólsins við úrlausn málsins og krefst stöðvunar framkvæmdarinnar haldi Vegagerðin því til streitu að halda henni áfram án undanfarandi umhverfismats. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála ...

Landvernd tekur undir orð formanns Náttúruverndarsamtaka Íslands og fagnar afdráttarlausri yfirlýsingu forsætisráðherra á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna um að Ísland hafi skuldbundið sig til að draga úr losun koltvísýrings um 40% fyrir árið 2030 miðað við árið 1990.

Landvernd treystir því að orð forsætisráðherra á leiðtogafundinum standi og að Ísland dragi úr losun sem þessu nemur en reyni ekki að semja ...

29. september 2015

Mosi í Þjórsárverum. Ljósm. Guðrún TryggvadóttirlStjórn Landverndar skorar á umhverfis- og auðlindaráðherra að tryggja fjármagn til friðlýsinga svæða í verndarflokki núgildandi virkjana- og verndaráætlunar (rammaáætlunar) sem samþykkt var á Alþingi í janúar 2013. Þrátt fyrir að rúm tvö og hálft ár séu nú liðin frá samþykktinni hefur ekki eitt einasta svæði í verndarflokki  enn verið friðlýst. Landvernd bendir á að samkvæmt lögum um áætlunina þá ...

Frá Grænu göngunn þ. 28.05.2013. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Landvernd og Arnika, tékknesk náttúrverndarsamtök, boða til málþings í Þjóðminjasafninu miðvikudaginn 23.september milli kl 13:00 og 16:00.

Málþingið mun fjalla um aðkomu almennings að ákvarðantöku í umhverfismálum. Talsmenn Arniku flytja fyrirlestra um mengandi starfsemi og eiturefnaúrgang og þá aðstoð sem þau veita almenningi til þess að efla lýðræðslega þátttöku hans þegar kemur að umhverfismálum. Aðilar frá stjórnvöldum ...

Háspennumastur. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Ákvörðun Skipulagsstofnunar er til þess fallin að veikja umhverfisvernd á Íslandi að mati Landverndar, en stofnunin álítur að Landvernd geti ekki farið fram á endurupptöku umhverfismats háspennulínu frá Kröflu að Bakka, og því verði krafa samtakanna frá í mars sl. ekki tekin fyrir efnislega. Landvernd heldur því fram að endurtaka þurfi umhverfismatið sem fram fór árið 2010 þar sem forsendur ...

Háspennumastur. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.„Stórar raflínur hafa einatt valdið miklum áhrifum í náttúru Íslands. Eins og við alla aðra meiriháttar mannvirkjagerð þarf að velja besta kostinn. Það þýðir meðal annars að mannvirkin þurfa að vera hæfileg og leitast verður við að takmarka tjónið sem þau valda í náttúrunni. Sveitarstjórnir gegna þar mikilvægu hlutverki að lögum. Þær eiga að sjá til þess að ekki sé ...

Andrés Arnalds. Ljósm. Landvernd.Stígum varlega til jarðar - Álag ferðamennsku á náttúru Íslands

Um 100 manns sóttu hádegisfyrirlestur Andrésar Arnalds þann 20.maí um álag ferðamennsku á náttúru Íslands (sjá frétt). Landvernd og Landgræðsla ríkisins stóðu að viðburðinum. Nú er hægt að sjá upptöku af fyrirlestrinum á vef Landverndar.

Andrés Arnalds er fagmálastjóri Landgræðslunar og hefur mikið látið sig varða áhrif aukinnar ferðamennsku á ...

29. maí 2015

Háspennumastur. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Landvernd fagnar úrskurði Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í kærumáli Landsnets hf. gegn Skipulagsstofnun. Með úrskurðinum er Landsneti gert að líta á jarðstreng sem raunverulegan valkost líkt og loftlínu í mati á umhverfisáhrifum fyrir Kröflulínu 3, 220kV raflínu frá Kröflu að Fljótsdalsvirkjun.

Í úrskurðinum segir m.a.: „Almenn vísan [Landsnets] til þess að fjárhagsleg sjónarmið og tæknileg vandkvæði við lagningu jarðstrengja ...

19. maí 2015

Á málinginu um miðhálendið laugardaginn 16. maí 2015. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.þFullt var út úr dyrum á málþingi Landverndar og Náttúruverndarsamtaka Íslands um miðhálendið sem fór fram um helgina. Til máls tók fjölbreyttur hópur sérfræðinga og voru gestir fræddir um þau verðmæti sem felast í óbyggðum víðernum hálendisins.

Fyrri hluti málþingsins fjallaði um virði hálendisins. Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófessor í grasafræði við Háskóla Íslands, ræddi um náttúrufarslegt virði svæðisins og nefndi ...

Andrés Arnalds. Ljósm. Landvernd.Landvernd og Landgræðsla ríkisins efna til hádegisfyrirlestrar um álag ferðamennsku á náttúru Íslands og leiðir til að sporna gegn neikvæðum áhrifum. Fyrirlesturinn verður haldinn Í fundarsal Þjóðminjasafns Íslands og hefst kl. 12:00.

Leitað verður svara við spurningum eins og: Hve vel eru stjórnvöld og ferðaþjónustan sjálf í stakk búin að vernda gullgæsina, náttúru Íslands? Er litið á umhverfisáhrif ferðaþjónustu ...

17. maí 2015

Fjöldi manns sótti mótmælafund Landverndar á Austurvelli í gær. Tilefnið er tillaga meirihluta atvinnuveganefndar um að færa fjórar virkjanir til viðbótar í virkjanaflokk rammaáætlunar án þess að nægilega faglega hafi verið staðið að málum. Um er að ræða virkjanir í neðrihluta Þjórsár og upp á hálendinu sjálfu, við Skrokköldu á Sprengisandi og Hagavatn sunnan Langjökuls.

Fjöldi manns tók þátt í grænfánabyltingunni fyrir framan Alþingishúsið. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.

Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir starfmaður Landverndar ...

14. maí 2015

Mótmæli við Stjórnarráð Íslands 1. maí 2013. Ljósm: Guðrún TryggvadóttirLandvernd boðar til mótmælafundar á Austurvelli á morgun, miðvikudag, kl. 16:30. Umræður eru hafnar á Alþingi um tillögu meirihluta atvinnuveganefndar um að færa fjórar virkjanir til viðbótar í virkjanaflokk rammaáætlunar án þess að nægilega faglega hafi verið staðið að málum. Um er að ræða virkjanir í neðrihluta Þjórsár og upp á hálendinu sjálfu, við Skrokköldu á Sprengisandi og Hagavatn ...

12. maí 2015

Snorrið Baldursson ávarpar fundarmenn á aðalfundi Landverndar. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Snorri Baldursson, líffræðingur og höfundur bókarinnar Lífríki Íslands, sem hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin 2014 í flokki fræðirita, var kjörinn formaður Landverndar á aðalfundi samtakanna sem haldinn var í gær. Páll Ásgeir Ásgeirsson, rithöfundur og leiðsögumaður og Kristín Vala Ragnarsdóttir, prófessor, komu einnig ný inn í stjórn Landverndar. Guðmundur Hörður Guðmundsson lét af störfum formanns, en hann hefur leitt samtökin síðan 2011 ...

10. maí 2015

Forsíða bókarinnar Lesa og lækna landið.Út er komin bókin Að lesa og lækna landið. Bókin fjallar um ástand lands og endurheimt landgæða. Höfundar eru Ása L. Aradóttir og Ólafur Arnalds, prófessorar við Landbúnaðarháskóla Íslands.

Að lesa og lækna landið er tímamótarit um umhverfismál sem hentar vel almenningi og kennurum á öllum skólastigum. Þetta rit er fyrir þá sem vilja læra að skynja ástand lands og ...

Í Kerlingarfjöllum. Hjólspor eftir utanvegaakstur sýnileg. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Þann 16. maí næstkomandi munu Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands standa fyrir málþingi um miðhálendið.

Miðhálendi landsins hefur verið töluvert í umræðunni síðustu misseri. Sú umræða hefur meðal annars átt sér stað í tengslum við hinar ýmsu framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru á hálendinu og hvernig þær myndu hafa neikvæð ...

Frá aðalfundi Landverndar 2011. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Stjórn Landverndar boðar til aðalfundar samtakanna laugardaginn 9. maí n.k. kl. 13:00-18:00 í sal Kvenfélagasambands Íslands að Hallveigarstöðum við Túngötu 14 í Reykjavík. Dagskrá verður send út viku fyrir aðalfund. Sérstök athygli er vakin á því að formaður Landverndar, Guðmundur Hörður Guðmundsson, og Helena Óladóttir varaformaður gefa ekki kost á sér til stjórnar.

Kjörnefnd leitar eftir framboðum ...

16. apríl 2015

Kýlingar í Friðlandi að Fjallabaki. Verðlaunaljósmynd Roar Aagestad í ljósmyndaleik Hjarta landsins.Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands, Ferðafélag Íslands, Ferðafélagið Útivist, Ferðaklúbburinn 4x4, Framtíðarlandið og SAMÚT (Samtök útivistarfélag) bjóða til hálendishátíðar í Háskólabíói.

Með stuttum ræðum í bland við tónlist, myndbönd og skemmtiatriði mun athygli verða vakin á fyrirhuguðum framkvæmdum á hálendi Íslands og mikilvægi þess að vernda hálendið.

Meðal listamanna sem fram koma eru AmabadAma og Andri Snær. Frítt inn og allir velkomnir ...

Landvernd og áhugafólk um sjálfbæra þróun, með stuðningi ASÍ og BSRB, boða til fundar um auðlindir Íslands, nýtingu þeirra, eignarhald og skiptingu auðlindaarðsins þann 11. apríl frá kl. 13:00 - 16:00 á Hótel Sögu (Hekla).

Dagskrá:

Guðmundur Hörður Guðmundsson formaður Landverndar býður gesti velkomna.

Fundarstjórar: Þórarinn Eyfjörð og Stefán Jón Hafstein. Boðið verður upp á fyrirspurnir úr sal.

Hve ...

04. apríl 2015

Göngustígur í Kerlingarfjölllum. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Stuðningur við stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands er 61,4% samkvæmt nýrri könnun sem Gallup vann fyrir Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands. Stuðningurinn hefur aukist um 5 prósentustig frá sambærilegri könnun í október 2011. Þá hefur þeim fækkað sem eru andvígir stofnun þjóðgarðs en þau eru einungis 12,4% aðspurðra.

Stuðningur við stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu er þvert á stjórnmálaflokka. Á ...

Við Kröflu. Ljósm. Árni Tryggvason.Landvernd hefur farið fram á við Skipulagsstofnun að unnið verði nýtt umhverfismat raflína frá Kröflu að Bakka, m.a. um ósnortin svæði nærri Kröflu. Í greinargerð með bréfinu er bent á að fyrirliggjandi umhverfismat byggi á tilkomu álvers á Bakka. Þær forsendur séu brostnar og flutningsþörf raforku inn á svæðið sé nú um 10 sinnum minni en áður. Vegna þessa ...

24. mars 2015

Geirfuglinn á síðasta opnunardegi Náttúruminjasafnsins við Hlemm þ. 2. júlí 2008. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Fimmtán náttúruverndar- og útivistarsamtök hafa sent mennta- og menningarmálaráðherra ályktun þar sem farið er fram á að Alþingi og ráðherra axli ábyrgð og tryggi starfsemi og rekstur Náttúrugripasafns Íslands, sem er eitt þriggja höfuðsafna landsins.

Ályktunin fylgir hér á eftir:

Undirrituð samtök skora á Alþingi og mennta- og menningarmálaráðherra að taka hið fyrsta af skarið varðandi málefni Náttúruminjasafns  Íslands og ...

10. mars 2015

Kýlingar í Friðlandi að Fjallabaki. Ljósm. Roar Aagestad.

Í dag voru verðlaun veitt í ljósmyndasleik Hjarta landsins sem efnt var til í sumar sem leið. Gríðargóð þátttaka var í ljósmyndaleiknum og mikill fjöldi frábærra ljósmynda kom til álita.

Sigurvegarar í ljósmyndaleiknum eru:

1.sæti. Flugferð um hálendið með Ómari Ragnarssyni
Roar Aagestad fyrir mynd af Kýlingum í Friðlandi að Fjallabaki

2.sæti. Iphone 5C frá Símanum
Kristján Kristinsson ...

05. mars 2015

Nýr vefur Hjarta landsins.

Vel tókst til á viðburði Landverndar á Kex-hostel í dag þar sem veitt voru verðlaun í ljósmyndasamkeppni Hjarta landsins og ný heimasíða Hjarta landsins, www.hjartalandsins.is og www.heartoficeland.org var formlega opnuð og Ómar Ragnarsson hélt hugvekju um hálendið.

Vakin var athygli á stórum viðburði sem haldinn verður 16.apríl nk. um málefni hálendisins og munu eftirfarandi samtök ...

05. mars 2015

Mosi í Þjórsárverum. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir. Ath. myndin tengist ekki samkeppninni.Síðastliðið haust efndi Landvernd til ljósmyndaleiksins #hjartalandsins með það að markmiði að vekja athygli á verðmætunum sem fólgin eru í víðernum hálendisins. Ljósmyndaleikurinn er hluti af verkefninu Hálendið - hjarta landsins.

Fimmtudaginn 5. mars mun Landvernd veita verðlaun fyrir ljósmyndir sem bárust, þar á meðal mun Ómar Ragnarsson afhenda fyrstu verðlaun, flugferð yfir hálendið með honum sjálfum. Ómar mun einnig halda ...

02. mars 2015

Nemendur Hvolsskóla hlutu viðurkenningu Varðliða umhverfisins 2014. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Óskað er eftir verkefnum til þátttöku í hinni árlegu verkefnasamkeppni, Varðliðum umhverfisins. Þetta er í 9. sinn sem samkeppnin er haldin meðal grunnskólabarna í 5. til 10. bekk. Markmið keppninnar er að hvetja ungt fólk til góðra verka í umhverfisvernd, vekja athygli á sýn ungs fólks á umhverfismál og kalla eftir leiðsögn yngri kynslóðarinnar á því sviði.

Að verkefnasamkeppninni standa ...

Háspennulínur á HellisheiðiLandvernd hefur stefnt Landsneti hf. fyrir héraðsdóm Reykjavíkur til ógildingar á kerfisáætlun 2014-2023. Landvernd telur fyrirtækið hafa brotið lög með því að taka ekki afstöðu til nema brots af innsendum athugasemdum við gerð kerfisáætlunar og umhverfismats hennar, líkt og lög bjóða. Þá telur Landvernd kerfisáætlun vera í ósamræmi við raforkulög: Í fyrsta lagi þar sem Landsnet setji fram sína eigin ...

30. janúar 2015

Green Key fáni Radisson Blu. Ljósm. Landvernd.Landvernd afhenti í gær Radisson hótelunum á Íslandi umhverfisviðurkenninguna Green Key/Græna lykilinn.

Radisson hótelin eru fyrst íslenskra hótela til að hljóta þessa alþjóðlegu viðurkenningu. Landvernd hlakkar til að takast á við nýjar áskoranir tengdar þessu spennandi verkefni og að auka útbreiðslu þess á Íslandi.

Green Key /Græni lykillinn er alþjóðleg umhverfisvottun fyrir hóteliðnaðinn. Um 2.300 hótel í 46 ...

Á Geyssvæðinu. Ljósm. Árni Tryggvason.Yfirlýsing frá Landvernd, Ferðafélagi Íslands, Ferðaklúbbnum 4x4, Samtökum útivistarfélaga (SAMÚT) og Útivist

Undirrituð samtök taka undir að víða þurfi að efla innviði og þjónustu til að forða ferðamannastöðum og náttúruperlum frá skemmdum og ágangi. Í þeim tilgangi er ásættanlegt að innheimta gjald af ferðamönnum sem renni til uppbyggingar og reksturs á slíkum stöðum, þ.m.t. til fræðslu, landvörslu og ...

Skjáskot af vefsvæðinu.Landvernd hefur sett upp vefsvæði til að koma áskorunarbréfi á framfæri til þingmanna vegna hugmynda meirihluta atvinnuveganefndar um að færa fjórar virkjanahugmyndir úr biðflokki í virkjanaflokk (nýtingarflokk) rammaáætlunar.
Bréfið er svohljóðandi:

Kæri Alþingismaður!

Ég skora á þig að hafna nýtilkominni tillögu meirihluta atvinnuveganefndar um að færa fjórar virkjanahugmyndir úr biðflokki í virkjanaflokk (nýtingarflokk) rammaáætlunar. Tillaga meirihlutans er aðför að lýðræðislegum ...

Í Þjórsárverum, ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Landvernd gerir alvarlegar athugasemdir við erindi Orkustofnunar til verkefnisstjórnar rammaáætlunar um virkjanamál. Orkustofnun sendi í gær verkefnisstjórninni fjölmargar virkjanahugmyndir til umfjöllunar þar á meðal hugmyndir sem eru í núverandi verndarflokki rammaáætlunar. Þess utan er ein hugmyndanna Hveravellir, einn fjölfarnasti áningarstaður ferðamanna á miðhálendinu sem nýtur friðlýsingar og á ekkert erindi inn í rammaáætlun.

Landvernd telur Orkustofnun vega stórlega að friði ...

Náttúruverndarsamtök Íslands og Landvernd auglýsa eftir verkefnisstjóra til að stýra nýju og spennandi verkefni samtakanna fyrir verndun hálendisins. Verkefnið er unnið í samvinnu við Náttúruverndarsjóð Pálma Jónssonar. Starfið felst meðal annars í skipulagningu viðburða, þekkingaröflun og miðlun um málefni hálendisins í samvinnu við hagsmunaaðila úr ólíkum áttum. Gert er ráð fyrir að viðkomandi taki til starfa sem fyrst og ráðið ...

Mastur á Hellisheiði. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Landvernd gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp iðnaðarráðherra til breytinga á raforkulögum. Breytingarnar myndu m.a. lögfesta að virkjanahugmyndir í orkunýtingar- og biðflokki rammaáætlunar megi nota sem grunnforsendur fyrir áætlunum og framkvæmdum í flutningskerfi raforku (kerfisáætlun). Þetta er með öllu óraunhæft þar sem orkunýtingarflokkur, hvað þá biðflokkur, þýða ekki að sjálfkrafa verði virkjað. Því myndi þetta keyra upp þörfina fyrir lagningu ...

03. desember 2014

Mastursfótur á Hellisheiði. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir."Landvernd, Ferðafélag Íslands, Ferðafélagið Útivist, Ferðaklúbburinn 4x4 og SAMÚT, Samtök útivistarfélaga, hafa gengið frá sameiginlegum athugasemdum við drög að matsáætlun Landsnets um fyrirhugaða 220kV háspennulínu um Sprengisand og matsáætlun Vegagerðarinnar um nýjan, uppbyggðan Sprengisandsveg. Ofangreind samtök krefjast þess að Landsnet og Vegagerðin hætti við framkvæmdirnar og dragi til baka tillögur sínar.

Ljóst er að framkvæmdir Landsnets og Vegagerðarinnar myndu hafa ...

VIðey í ÞjórsáStjórn Landverndar mótmælir harðlega framkominni tillögu meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis um að færa átta virkjanahugmyndir úr biðflokki í nýtingarflokk rammaáætlunar. Fimm af þessum hugmyndum hafa ekki hlotið þá málsmeðferð sem lög mæla fyrir um. Aðkoma verkefnisstjórnar, faghópa hennar og almennings er engin. Tillaga atvinnuveganefndar felur í sér alvarlegt rof á tilraun til sátta um orkunýtingu í landinu. Þá er tillagan brot ...

27. nóvember 2014

Landvernd, Kvenfélagasamband Íslands, Vakandi og Norræna húsið bjóða til málþings um matarsóun í tengslum við Nýtniviku Reykjavíkurborgar í Norræna húsinu 25. nóvember 2014

Dagskrá:

9:00 Ávarp frá skipuleggjendum

9:10 Yasmine Larsen, Unilever Food Solutions í Danmörku

9:50 Jesper Ingemann, Fødevarebanken í Kaupmannahöfn

10:30 ...

Mývatn. Ljósm. Landvernd.Landvernd fagnar ákvörðun Skipulagsstofnunar um að endurtaka beri umhverfismat fyrir Bjarnarflagsvirkjun við Mývatn. Með þessu staðfestir Skipulagsstofnun þá varúðarnálgun sem Landvernd hefur lagt áherslu á að farin sé vegna virkjanaáforma í Bjarnarflagi og að nauðsynlegt er að draga úr óvissu um áhrif virkjunarinnar. Það varðar m.a. brennisteinsvetnismengun og áhrif hennar á heilsu fólks og mögulegar breytingar á innflæði næringarefna ...

10. nóvember 2014

Hraunavinir og tveir einstaklingar hafa, með stuðningi Landverndar, kært íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna Gálgahraunsmálsins. Kærendur telja Hæstarétt hafa brotið á rétti Hraunavina til raunhæfra úrræða fyrir dómstólum og réttlátrar málsmeðferðar fyrir hönd félagsmanna sinna. Er í kærunni m.a. bent á  fyrri aðkomu Markúsar Sigurbjörnssonar hæstaréttardómara að málinu.

Hæstiréttur hafnaði með dómi í nóvember 2013 beiðni Hraunavina, Landverndar ...

Göngustígur í Kerlingarfjöllum.Landvernd efnir til hádegisfyrirlestrar þar sem Bob Aitken, skoskur landfræðingur og ráðgjafi í umhverfismálum á útivistarsvæðum talar um göngustíga. Bob er frumkvöðull í skipulagningu og viðhaldi á göngustígum á hálendum svæðum í Skotlandi og víðar. Hann mun velta upp leiðum til að takast á við þær áskoranir og tækifæri sem felast í skipulagi göngustíga hérlendis með tilliti til aukins fjölda ...

02. október 2014

System Change not Climate ChangeÞann 23. September næstkomandi munu leiðtogar heims funda í New York um loftslagsbreytingar. Aðalritari Sameinuðuþjóðanna, Ban Ki-moon, er gestgjafi fundarins og markmið hans, og um leið alþjóðasamfélagsins, er að gefa ráðamönnum tækifæri til að ræða nauðsyn aðgerða, nú rúmu ári fyrir Loftslagsþingið sem haldið verður í París í lok næsta árs. Þar er stefnt að bindandi samkomulagi aðildarríkjanna um samdrátt ...

Hjartafell í Hofsjökli.Hafinn er ljósmyndaleikur Hjarta landsins á vegum Landverndar. Með þátttöku gefst öllum áhugasömum tækifæri á að vekja athygli á verðmætunum sem fólgin eru í víðernum hálendisins og taka undir kröfuna um vernd þeirra. Þú tekur þátt með því að senda ljósmynd sem þú hefur tekið á hálendinu á landvernd@landvernd.is merkt ,,hálendismynd“ eða birtir hana á instagram merkta #hjartalandsins ...

16. september 2014

Grafið fyrir Gálgahrauni haustið 2013.Náttúruverndarhreyfingin á Íslandi mótmæla aðför að níu-menningunum úr Gálgahrauniog hvetja þau alla þá sem láta sér annt um náttúru Íslands og frelsið til að mótmæla athöfnum stjórnvalda til að mæta í Héraðsdómi Reykjaness í Hafnarfirði kl. 9.00 á fimmtudaginn 11. september til stuðnings níu-menningunum en þá  hefjast vitnaleiðslur í Héraðsdómi Reykjanes í sakamáli sem Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur höfðað ...

Merki Matarsóunarverkefnisins.Dagskrá hátíðarinnar Saman gegn matarsóun í  Hörðu laugardaginn 6. september.

Kynnar verða Guðfinnur Sigurvinsson og Guðbjörg Gissurardóttir

  • 13:00-13:10   Opnun hátíðarinnar og kynning á dagskrá
  • 13:10-13:25   Opnunarræða borgarstjóra Reykjavíkur – Dagur B. Eggertsson
  • 13:25-13:30   Kynning á skipuleggjendum hátíðarinnar: Landvernd. Rannveig Magnúsdóttir, verkefnastjóri Saman gegn matarsóun, Kvenfélagasamband Íslands. Una María Óskarsdóttir, forseti KÍ, Vakandi. Rakel Garðarsdóttir stofnandi ...

Merki Matarsóunarverkefnisins.Saman gegn matarsóun (United Against Food Waste Nordic) er norræn samvinna sem vinnur að því að minnka sóun á mat á öllum stigum framleiðslunnar og neyslu.

Þó einkennilega kunni að hljóma að talað sé um matarsóunarhátíð, þá er það einmitt það sem Kvenfélagasamband Íslands, Landvernd og Vakandi ætla að standa fyrir í Hörpu 6. september frá kl.13:00-18:00 ...

[Maastricht, Hollandi, þriðjudag 1. júlí 2014] Á öðrum degi fimmta aðildarríkjafundar Árósasamningsins[1)], gerir bandalag[2] fjölmargra félagasamtaka frá Evrópu, Mið-Asíu og víðar kröfu um að hin 47 aðildarríki Árósasamningsins brúi bilið milli skjalfestra loforða og raunverulegra athafna. Andriy Andrusevych frá Úkranísku félagasamtökunum Samfélag og umhverfi sagði m.a.: „Sum ríki líta enn á aðild sína og skyldur gagnvart Árósasamningnum ...

Föstudaginn 6. júní kl. 8:30 - 10:00 heldur Vegagerðin og VSÓ-ráðgjöf morgunverðarfund á Grand Hóteli um mat á umhverfisáhrifum í tuttugu ár.

Farið verður yfir nýlega rannsókn VSÓ-ráðgjafar sem unnin var fyrir Vegagerðina og ber heitið: „Áhrifamat í vegagerð, endurtekið efni eða viðvarandi lærdómur?". Einnig munu fulltrúar Skipulagsstofnunar og Landverndar halda erindi á málþinginu.

Morgunverður verður í boði frá ...

Fyrir skömmu undirrituðu Landvernd og Farfuglar samstarfssamning sem felur í sér að gestir Farfuglaheimilanna geta lagt fé í sjóð sem síðan verður notað til að styrkja tvo langtímaverkefni sem Landvernd vinnur að. Verkefin sem styrkt verða eru jarðhitaverkefni Landverndar og fræðslu- og aðgerðaverkefni í landgræðslu með skólabörnum í þremur grænfánaskólum á Suðurlandi. Auk þess munu samtökin þróa saman verkefni um ...

Hvað færði Árósarsamningurinn okkur? Notar almenningur réttindi sín í umhverfismálum? Standa umhverfisverndarsamtök sig? Hvernig tekst stjórnvöldum upp - veita þau réttindin?

Landvernd efnir til hádegismálþings í stofu 132 í Öskju Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, þriðjudaginn 27. maí n.k. um framkvæmd árósasamningins á Íslandi, reynslu síðustu tveggja ára og nauðsynlegar úrbætur. Málþingið hefst kl. 12 og lýkur 13:30.

Fjallað verður um ...

Borgarafundur um brennisteinsvetnismengunina frá jarðhitavirkjunum Orkuveitu Reykjavíkur verður haldinn þriðjudaginn 27. maí kl. 19:30 í Norðlingaskóla, Norðlingaholti.

19:00 Húsið opnar
19:30 Fundur hefst

  • Erindi frá sérfræðingum um loftgæði og lýðheilsu
  • Erindi frá íbúum
  • Fulltrúum allra framboða í Reykjavík er boðið í pallborð
  • Spurningar úr sal

21:45 Fundarlok

Fundarstjóri Svavar Halldórsson

Fjölmennum!

Að fundinum standa: Íbúasamtök Norðlingaholts ...

23. maí 2014

Á Náttúruverndarþingi frjálsra félagasamtaka sem fram fór í gær var níumenningunum sem kærðir hafa verið fyrir mótmæli í Gálgahrauni veitt verðlaunin Náttúruverndarinn.

Níumenningarnir eru fulltrúar fyrir stærri hóp Hraunavina sem stóð vaktina í Gálgahrauni í heilan mánuð síðastliðið haust og reyndi þannig að stöðva vegaframkvæmdir sem klufu þessa sögulegu og kyngimögnuðu hraunbreiðu í tvennt. Þessi ötula barátta endaði 21. október ...

Náttúruverndarþing 2014 verður haldið laugardaginn 10. maí, kl. 10:00-17:00 í húsi Ferðafélags Íslands í Mörkinni og eru allir vekomnir á þingið.

Dagskrá:

10:00-10:10 Opnun: Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar

10:10-11:00 Náttúruverndarupplýsingaveitur:

  • María Ellingsen frá Framtíðarlandinu kynnir Náttúrukortið
  • Guðrún Tryggvadóttir og Einar Bergmundur frá Náttúran.is kynna Græna kortið
  • Guðmundur Hörður Guðmundsson formaður Landverndar kynnir ...

Landvernd, önnur umhverfisverndarfélög og ferða- og útivistarfélög efna til grænnar göngu 1. maí í samstarfi við stéttarfélög. Efnt er til göngunnar til að krefjast þess að almenningur hafi áfram, eins og hingað til frjálsan aðgang að náttúru Íslands og að almannarétturinn verði virtur. Að undanförnu hefur verulega borið á tilraunum til þess að takmarka sjálfsagðan almannarétt þjóðarinnar, t.d. með ...

01. maí 2014

Fjölmennt var á aðalfundi Landverndar laugardaginn 5. apríl sl. og var mikill baráttuandi í fundarmönnum.

Fundurinn ályktaði um fjögur mál: gjaldtöku af ferðamönnum (náttúrupassa), loftslagsmál, áskorun á verkefnisstjórn rammaáætlunar um að taka ekki fyrir svæði í núverandi verndarflokki í nýrri rammaáætlun, og um aukið, marvisst samstarf og mögulega sameiningu frjálsra félagasamtaka á sviði náttúru- og umhverfisverndar.

Fram kom á fundinum ...

Landvernd, Ferðaklúbburinn 4x4, Ferðafélag Íslands, Ferðafélagið Útivist og Samtök útivistarfélaga (SAMÚT) skrifuðu í dag undir samstarfsyfirlýsingu um að vinna sameiginlega að viðgangi og vexti verkefnisins Hálendið – hjarta landsins, sem Landvernd hleypti af stokkunum í september sl. Undirskriftin fór fram á útsýnispalli Perlunnar í Öskjuhlíð í Reykjavík. Nú þegar hafa um 6.000 manns frá 70 löndum skrifað undir áskorun Landverndar ...

04. apríl 2014

Þjóðgarður í Jökulsárgljúfrum í 40 ár

Vatnajökulsþjóðgarður, Norðurþing, Landvernd, Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga og Ferðamálstofa efna til málþings á Fosshótel Húsavík 3. apríl í tilefni af því að meira en 40 ár eru liðin síðan þjóðgarður var stofnaður í Jökulsárgljúfrum 1973.

Dagskrá:

10.30 - 10.40 Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri Norðurþings, setur fundinn.

10.45 - 11.25 Kristveig Sigurðardóttir ...

Stjórn Landverndar boðar til aðalfundar samtakanna þann 5. apríl n.k. í fundarsal Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6 í Reykjavík. Fundurinn hefst kl. 13:00 og stefnt er að því að honum ljúki eigi síðar en 17:30.

Félagsmenn eru hvattir til að bjóða nýju fólki að ganga til liðs við samtökin og mæta á aðalfund.

Ljósmynd: Grænir fánar á lofti ...

Kvikmynd Darrens Aronofsky, Noah, var tekin upp hér á landi að hluta til á árinu 2012. Við tökur á myndinni lagði Darren mikla áherslu á valda engu raski á náttúrunni. Kvikmyndin Noah verður frumsýnd í Sambíóunum Egilshöll þann 18. mars kl. 17.30. Um kvöldið þ. 18. mars verða síðan haldnir tónleikar í Hörpu til stuðnings náttúruvernd á Íslandi, þar ...

Gengið í náttúrunni, 18. maí 2014
Fararstjórar: Páll Guðmundsson og Guðmundur Ingi Guðbrandsson.
Ferð í samstarfi við Landvernd þar sem farið er yfir helstu umgengnisreglur ferðamanna í náttúrunni, sérstaklega út frá sjónarhóli göngufólks. Gengið um merktar og ómerktar gönguleiðir og farið yfir það hvar má ganga og hvar má ekki ganga og hvað göngufólk þarf að hafa í huga til ...

Náttúrupassi eða gjald á einstaka staði: Vegið stórlega að almannarétti um frjálsa för fólks um landið

Í yfirlýsingu frá Landvernd, Ferðafélagi Íslands, Ferðaklúbbnum 4x4, Samtökum útivistarfélaga (SAMÚT) og Útivist segir:

Undirrituð samtök taka undir að víða þurfi að efla innviði og þjónustu til að forða ferðamannastöðum og náttúruperlum frá skemmdum og ágangi. Í þeim tilgangi er ásættanlegt að innheimta gjald ...

Þriðja sérleyfið vegna olíuleitar á Drekasvæðinu verður undirritað í dag, þann 22. janúar, í Þjóðmenningarhúsinu. Undirrituð samtök telja að olíuleit á norðurslóðum stangist á við skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum og ógni lífríki á svæðinu.

Loftslagsbreytingar eru stærsta vandamál sem mannkynið stendur frammi fyrir. Fimmta skýrsla Vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar sem kom út s.l. haust tekur af allan vafa ...

Sendinefnd Ramsarskrifstofunnar, sem fer með málefni hins alþjóðlega Ramsarsamnings um vernd votlendissvæða, tók nýlega undir það sjónarmið Landverndar að endurgera þurfi umhverfismat fyrir Bjarnarflagsvirkjun. Jafnframt tók sendinefndin undir þá ábendingu Landverndar að í ljósi áætlana um aukna jarðvarmavinnslu á Kröflusvæðinu og nálægðar við Mývatn, verði nýtt umhverfismat einnig að taka til mögulegra áhrifa af stækkunum á báðum svæðunum sameiginlega. Mat ...

13. janúar 2014

Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarsamtök Suðurlands og félagið Vinir Þjórsárvera sendu í fyrradag þ. 3. janúar frá sér eftirfarandi bréf til Sigurðar Inga Jóhannssonar umhverfis- og auðlindaráðherra. Í bréfinu eru greinargóðar útskýringar á því hvað það er sem ráðherra er að gera rangt og hvaða lög hann er að brjóta með ákvörðun sinni um að breyta mörkum friðlands Þjórsárvera sem tilkynnt ...

Hálendið – hjarta landsins er yfirskrift verkefnis sem Landvernd hleypti af stokkunum í Þjórsárverum þ. 6. sept. 2013. Markmið verkefnisins er að vekja athygli á fyrirhuguðum framkvæmdum á hálendi Íslands og gefa fólki kost á að taka undir kröfu Landverndar um að hálendinu verði hlíft.

Þrátt fyrir yfirlýsta stefnu stjórnvalda um verndun víðerna hefur stöðugt verið gengið á þessi verðmæti. Nú ...

05. janúar 2014

Sú fyrirætlun umhverfisráðherra að afturkalla gildistöku náttúruverndarlaga 60/2013 að því er virðist án haldbærra raka og að undirlagi einstaka hagsmunaaðila án samráð við aðra sem málið varðar hefur vakið reiði og ugg meðal þeirra sem annt er um vandaða stjórnsýslu og almennar leikreglur lýðræðisríkja. 

En framganga nokkurra ráðherra í ríkisstjórn sem hefur ekki að skipa neinum reyndum ráðherrum ...

14. desember 2013

Ný óháð úttekt á kostnaði við jarðstrengi og loftlínur sýnir að kostnaðarmunur er fjarri því að vera margfaldur, líkt og haldið hefur verið fram hérlendis til þessa.

Niðurstaðan er ótvíræð: báðir valkostir eru raunhæfir og ekki verður hjá því komist að taka bæði jarðstrengi og loftlínur til skoðunar þegar ákvarðanir eru teknar um einstök verkefni í flutningskerfinu. Skýrslan sýnir að ...

13. nóvember 2013

Ályktun frá stjórn Landverndar vegna áforma Landsvirkjunar um breytta tilhögun Norðlingaölduveitu:

"Stjórn Landverndar mótmælir harðlega öllum áformum Landsvirkjunar um Norðlingaölduveitu. Samtökin benda á að sama hvaða útfærsla verði gerð á miðlun vatns á svæðinu, muni hún ávallt skerða rennsli í fossum árinnar, Gljúfurleitarfossi og Dynk, sem telja má jafnoka Gullfoss, og stórskaða upplifun ferðamanna af svæðinu. Þá mun miðlunarlón við ...

13. nóvember 2013

Landvernd efnir til tveggja opinna funda um samanburð Metsco Energy Solutions í Kanada á tæknilegri þróun jarðstrengja og kostnaði við loftlínur á Íslandi. Þórhallur Hjartarson, rafmagnsverkfræðingur og framkvæmdastjóri hjá METSCO kynnir niðurstöðurnar.

Fundirnir verða sem hér segir:
13. nóvember kl. 12 í Norræna húsinu í Reykjavík.
14. nóvember kl. 20 í Miðgarði í Skagafirði.

Dagskrá fundanna:

  • Þórhallur Hjartarson rafmagnsverkfræðingu og ...
11. nóvember 2013

gönguferðFarið verður í gönguferð laugardaginn 26. október um Hengilssvæðið með Ferðafélagi Íslands og Landvernd.

Ekið verður upp á Hellisheiði og að Skarðsmýrarfjalli. Ef færð leyfir verður ekið upp á fjallið að vestanverðu. Gengið verður austur eftir fjallinu og niður af því um stórt misgengi niður í Þrengsli norðan við fjallið. Þaðan verður gengið niður í Miðdal og skoðaður jarðhiti sem ...

25. október 2013

„Eyðileggingu Gálgahrauns og aðför lögreglu að friðsömum náttúruverndarsinnum og réttarfari á Íslandi verður mótmælt við Innanríkisráðuneytið - á móti Seðlabanka Íslands kl. 12.30 þriðjudaginn 22. október.“

Viðburðurinn verður stuttur, í lengsta lagi 30 mínútur. Ráðherra verður afhent yfirlýsing og ávarp flutt.

Hraunavinir
Landvernd
Náttúruverndarsamtök Íslands
Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands

Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar í síma 863 1177.

22. október 2013

Landvernd mótmælir harðlega ákvörðun umhverfis- og auðlindaráðherra um að afturkalla lög nr 60/2013 um náttúruvernd sem samþykkt voru á síðasta þingi. Í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu kemur fram að ráðherra hyggist fela ráðuneytinu að hefja endurskoðun á náttúruverndarlögunum. Landvernd bendir á að ítarleg heildarendurskoðun laganna fór fram allt síðasta kjörtímabil.

Landvernd krefur ráðherrann um haldbæran rökstuðning við ákvörðun sína um ...

25. september 2013

Hálendið – hjarta landsins er yfirskrift verkefnis sem Landvernd hleypti af stokkunum í Þjórsárverum í dag. Markmið verkefnisins er að vekja athygli á fyrirhuguðum framkvæmdum á hálendi Íslands og gefa fólki kost á að taka undir kröfu Landverndar um að hálendinu verði hlíft.

Vefur verkefnisins hefur slóðina hjartalandsins.is og á ensku heartoficeland.org.

Þrátt fyrir yfirlýsta stefnu stjórnvalda um verndun ...

06. september 2013

Landvernd harmar þá ákvörðun nokkurra bænda í Rangárvallasýslu að reka fé sitt á Almenninga í Rangárþingi eysta, en afrétturinn hefur verið metinn óbeitarhæfur af vísindamönnum Landbúnaðarháskóla Íslands. Með ákvörðun sinni ganga bændurnir þvert gegn stefnu íslenskra stjórnvalda um sjálfbæra nýtingu auðlinda og skaða ímynd íslensks landbúnaðar. Ákvörðunin hlýtur að vekja neytendur til umhugsunar um afstöðu sína til neyslu lambakjöts sem ...

Einföld og skilvirk leið fyrir lífrænan úrgang er að grafa hann niður. Undir yfirborðinu eiga rætur, maðkar og aðrar lífverur greiða leið um hauginn og vinna sitt verk eins og náttúran býður þeim. Öllum lífrænum úrgangi frá heimilinu og úr garðinum er hent í hauginn. Einnig er gott að setja með pappír, t.d. eldhúspappír, te og kaffipoka o.fl ...

Dagskrá Landverndar með fræðslu og gönguferðum í fallegu umhverfi Alviðru sumarið 2013. Þátttaka ókeypis.

miðvikudagur 3. júlí

Ganga upp á Ingólfsfjall. Krefjandi ganga upp á Ingólfsfjall frá Alviðru, með glæsilegu útsýni yfir Suðurland. Eiríkur Valdimarsson þjóðfræðingur sér um leiðsögn. Farið af stað frá Alviðru klukkan 17. Tekur 3 klst.

laugardagur 6. júli

Grasnytjar í Alviðru. Fræðsla og útivera í fögru ...

25. júní 2013

Yfir tvöþúsund manns mættu á fund sem Landvernd boðaði til við Stjórnarráðið í dag þar sem ætlunin var að afhenda forsætisráðherra og umhverfisráðherra umsagnir um rammaáætlun sem almenningur, stofnanir, sveitarfélög, samtök og félög hafa sent Alþingi og ráðuneytum. Einnig var ætlunin að afhenda þeim áskorun um að draga til baka yfirlýsingar um að fleiri svæði verði færð í virkjanaflokk rammaáætlunar ...

Landvernd mun afhenda forsætisráðherra og umhverfisráðherra umsagnir um rammaáætlun sem almenningur, stofnanir, sveitarfélög, samtök og félög hafa sent Alþingi og ráðuneytum. Einnig verður þeim afhent áskorun um að draga til baka yfirlýsingar um að fleiri svæði verði færð í virkjanaflokk rammaáætlunar, þar á meðal svæði á hálendinu.

Afhendingin fer fram við Stjórnarráðshúsið við Lækjartorg þriðjudaginn 28. maí kl. 17:15 ...

Sýning myndarinnar „Do the Math" eftir 350.org um loftslagsbreytingar 23. maí kl. 20 í Norræna húsinu

Hér er myndin í heild fyrir þá sem misstu af henni....

Landvernd tekur þátt í sýningu myndarinnar „Do the Math" með 350.org, en myndin var sýnd um víða veröld síðastliðinn fimmtudag. Ekki þótti ráðlegt að sýna hana hérlendis þann dag, enda Ísland ...

kind á fjalli

Landvernd fór fram á við atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra að gert yrði yfirítölumat á Almenningum í Rangárþingi eystra, en ítölunefnd skilaði af sér áliti í marsmánuði. Krafa og rökstuðningur Landverndar er hér í viðhengi. Ráðuneytið taldi Landvernd ekki hafa lögvarinna hagsmuna að gæta, en yfirítölunefnd var skipuð að kröfu Skógræktar ríkisins. Það er umhugsunarefni í ljósi Árósarsamningsins og þess að Almenningar ...

Næstkomandi fimmtudag, Uppstigningardag, mun náttúruverndarhreyfingin bjóða alla náttúruunnendur velkomna til Krýsuvíkur til viðburðar undir heitinu Verjum Krýsuvík!

Boðið verður upp á nokkrar léttar og fræðandi gönguferðir um svæðið. Geta þátttakendur valið þá göngu sem þeir vilja eða farið í allar göngurnar sem leiddar verða af staðkunnugum jarðfræðingum. Leitast verður við að svara spurningum um náttúru og sögu þess merkilega náttúru- ...

Skjólbrekku Mývatnssveit, 10. maí 2013, kl. 14-17.

Landvernd efnir einnig til málþings um sama efni í Mývatnssveit, en önnur erindi en Nýsjálendinganna verða á íslensku og pallborðsumræður að sama skapi. Dagskráin þar er eftirfarandi:

Setning málþings
Rannveig Magnúsdóttir, verkefnisstjóri, Landvernd

Geothermal developments, tourism and the environment
Trevor Hunt, jarðeðlisfræðingur, Nýja Sjálandi

Sharing Special Places - Ensuring we protect what we value ...

Landvernd efnir til tveggja málþinga um sjálfbæra ferðamennsku á háhitasvæðum, annarsvegar í Reykjavík og hinsvegar í Mývatnssveit (sjá hér að neðan). Háhitasvæði eru eitt helsta einkenni íslenskrar náttúru og eftirsóttir ferðamannastaðir. Mikilvægt er að tryggja vernd þessara einstöku auðlinda okkar þannig að núlifandi og komandi kynslóðir geti notið þeirra áfram.

Dagskráin er eftirfarandi:

13:00 Setning málþings - Sveinbjörn Björnsson, fyrrv ...

Einn áhrifamesti fyrirlesari um loftslagsbreytingar, Bill McKibben heldur opinn fyrirlestur í boði Landverndar, Norræna hússins og námsbrautar í umhverfis- og auðlindafræði við HÍ. Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestraröðinni „Frá vitund til verka“ um hugarfarsbreytingu í umhverfismálum og fer fram í Norræna húsinu sunnudaginn 5. maí kl. 12:30.

Bill McKibben er höfundur fjölda bóka um umhverfismál og einn stofnenda hinnar ...

Miðvikudaginn 1. maí verður græn ganga á vegum samtaka um náttúru- og umhverfisvernd. Gangan verður farin niður Laugaveg í kjölfar kröfugöngu verkalýðsfélaganna. Í lokin verður grænum fánum stungið niður á Austurvelli við Alþingi. Göngumenn eru hvattir til að mæta í einhverju grænu. Hist verður á Snorrabraut við Hlemm kl. 13. Gangan hefst hálftíma síðar.

Efnt er til grænnar göngu til ...

Háhitasvæði á Reykjanesskaga, 23. júní 2013
Fararstjóri Sigmundur Einarsson jarðfræðingur
Ferð sem hefst á fyrirlestri um jarðfræði Reykjanesskagans og hugmyndir um jarðhitavirkjanir á svæðinu. Að því loknu er ekið með rútu frá Reykjanesbraut, um Afstapahraun að Höskuldarvöllum og Trölladyngju. Gengið verður upp á hæðina sem eftir stendur af Eldborg við Trölladyngju og horft yfir jarðhitasvæðið en gígurinn er hornpunktur í ...

Landvernd skorar á alþingismenn að ljúka umræðu um frumvarp til laga um náttúruvernd og kjósa um frumvarpið áður en þingi lýkur nú í vikunni.

Landvernd er í flestum atriðum sammála frumvarpinu og styður það í grundvallaratriðum. Frumvarpið felur í sér heildsteyptari og skýrari lagaumgjörð en við höfum áður haft um vernd íslenskrar náttúru. Samtökin fagna ýmsum nýmælum í lögunum og ...

Landvernd fer fram á að íslensk stjórnvöld sýni ábyrgð í umgengni við Mývatns- og Laxársvæðið og tryggi að framkvæmdir Landsvirkjunar við Bjarnarflagsvirkjun verði stöðvaðar þangað til óvissu um áhrif virkjunarinnar á lífríki svæðisins og heilsu fólks hefur verið eytt.

Fjölmiðlar hafa í dag birt upplýsingar um eyðileggingu lífríkis Lagarfljóts, en vísindamenn höfðu varað við slíkum áhrifum í mati á umhverfisáhrifum ...

12. mars 2013

Landvernd og Stofnun Sæmundar fróða við Háskóla Íslands halda opinn fund um heildarendurskoðun náttúruverndarlöggjafar á Íslandi í kvöld, 18. febrúar kl. 20-22 í Norræna húsinu. Markmiðið með fundinum er að draga fram breytingar á núverandi lögum í heild sinni og ræða hvað er til bóta og hvað megi betur fara.

Frumvarpið verður rætt út frá forsendum breytinga á löggjöfinni að ...

18. febrúar 2013

Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa að umhverfismálum til að vernda og bæta lífsgæðin í landinu. Hlutverk Landverndar er að standa vörð um íslenska náttúru og vera virkur þátttakandi í stefnumótun, fræðslu og upplýstri ákvarðanatöku í málum er varða landnotkun, auðlindir og umhverfi.

Félagsmönnum í Landvernd fjölgaði um rúm 15% starfsárið 2011-2012 og hefur nú þegar fjölgað um svipaða prósentutölu ...

„Stjórn Landverndar hvetur stjórnvöld til að grípa til tafarlausra aðgerða í Kolgrafafirði til að forða frekara umhverfisslysi en nú þegar er orðið. Samtökin taka undir mat sveitarstjórnarfólks í Grundarfirði, sérfræðinga á Náttúrustofu Vesturlands og fleiri um að leita þurfi allra mögulegra leiða til að hreinsa fjöruna til að koma í veg fyrir frekari lyktar- og grútarmengun. Einnig hvetur Landvernd til ...

05. febrúar 2013

Landvernd vill koma á framfæri eftirfarandi athugasemdum vegna samþykkis Alþingis á þingsályktunartillögu um áætlun um vernd og nýtingu landssvæða (rammaáætlun).

  1. Landvernd telur að áfangasigur hafi náðst í náttúruvernd á Íslandi með samþykkt tillögunnar. Þó þarf enn að tryggja vernd nokkurra svæða.
  2. Landvernd fagnar því að allmörg verðmæt svæði hafa verið sett í verndarflokk, svo sem Þjórsárver, Kerlingarfjöll, Friðland að Fjallabaki ...
14. janúar 2013

Landvernd og Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands standa að sýningu á nýrri fræðslu- og heimildamynd eftir Ellert Grétarsson, náttúruljósmyndara. Myndin ber heitið Krýsuvík - Náttúrufórnir í fólkvangi.

Í myndinni er fjallað um náttúru og sögu Krýsuvíkur og annarra svæða innan Reykjanesfólkvangs sem til stendur að taka undir virkjanir samkvæmt rammaáætlun. Sagt er frá merkilegri jarðfræði svæðisins og reynt að varpa ljósi á þau áhrif ...

Fyrirlestraröð Landverndar og Norræna Hússins, Frá Vitund til Verka: Hugarfarsbreyting í umhverfismálum, fer kröftuglega af stað á nýju ári með tveimur fyrirlestrum fimmtudaginn 3.janúar. Viðfangsefnin að þessu sinni verða veraldarvefurinn og félagsmiðlar. Bjarki Valtýsson, lektor við menningarfræðideild Kaupmannahafnarháskóla flytur fyrirlestur um félagsmiðla og Guðrún Arndís Tryggvadóttir, framkvæmdastýra og Einar Bergmundur Arnbjörnsson, tæknistjóri Náttúran.is, flytja saman fyrirlestur um náttúruna ...

02. janúar 2013

Á haustráðstefnu Jarðfræðifélags Íslands, 23. nóv. sl., flutti Kristján Jónasson jarðfræðingur erindið „Nýting jarðhita – Eru ráðgjafar á hálum ís?“ Höfundur ásamt Kristjáni er Sigmundur Einarsson jarðfræðingur.

Í erindinu gagnrýndu höfundar ýmsar yfirlýsingar íslenskra jarðhitaráðgjafa þar sem látið hefur verið í veðri vaka að gríðarlegar orkulindir séu fólgnar í háhitasvæðum landsins. Vísað var til kynninga á svonefndum djúpborunum þar sem væntingar ...

08. desember 2012

Borgarafundur um verndun Gálgahrauns verður haldinn í safnaðarheimili Vídalínskirkju í Garðabæ fimmtudaginn 29. nóvember kl. 20:00. Hraunavinir beina því vingjarnlega til fólks að það taki með sér smámynt til að styrkja málefnið.
Landvernd hvetjur alla náttúruunnendur að sýna samstöðu og standa vörð um einstaka náttúru innan höfuðborgarsvæðisins.

Dagskrá:

Gálgahraun og Búrfellshraun: Lovísa Ásbjörnsdóttir jarðfræðingur og Sigmundur Einarsson jarðfræðingur

Jóhannes ...

27. nóvember 2012

Stjórn Landverndar tekur undir áskorun aðalfundar Hraunavina, félags áhugamanna um byggðaþróun og umhverfisvernd í Álftaneshreppi hinum forna, til Alþingis Íslendinga, um að fresta fjárveitingu til lagningar nýs Álftanesvegar eftir endilöngu Gálgahrauni.

Gálgahraun er á náttúruminjaskrá og er eina óraskaða apalhraunið sem eftir er á höfuðborgarsvæðinu. Á síðustu áratugum hafa rannsóknir á sviði umhverfissálfræði sýnt fram á mikilvægi óraskaðs og náttúrulegs ...

Fyrirlestraröð um hugarfarsbreytingu í umhverfismálum.

Fyrirlestur - 21.nóvember kl. 16:00 í Norræna húsinu:

Þema næstu tveggja fyrirlestra, sem fram fara sama dag, er umhverfismennt. Shelley McIvor og Helena Óladóttir nálgast umhverfismennt á ólíkan, en þó áhugaverðan hátt, gagnvart börnum annars vegar og svo fullorðnum og innan stofnana hins vegar.

Shelley Mclvor er stefnumótunarstjóri hjá Global Action Plan í London ...

21. nóvember 2012

Landvernd og Franska sendiráðið á Íslandi efna til fyrirlestrar um menntun til sjálfbærrar þróunar í sal Arion banka (Þingvöllum) í Borgartúni 19, þriðjudaginn 6. nóvember kl. 14:30.

Í fyrirlestrinum fjallar Dr. Maryse Clary lektor við háskólann í Aix-Marseille í Frakklandi um þá áskorun sem felst í sjálfbærri þróun og þjálfun kennara og nemenda í að takast á við þetta ...

30. október 2012

Landvernd og Norræna húsið kynna fyrirletraröðina Frá vitund til veruleika: Hugarfarsbreyting í umhverfismálum sem hefst þ. 17. október kl. 16:00 með fyrirlestri Páls Jakobs Líndals undir fyrirsögninni Næring náttúrunnar - rómantík eða veruleiki?

Fyrirlesturinn fjallar um samspil fólks og náttúru, þær væntingar sem fólk almennt gerir til náttúrunnar, áhrif náttúrunnar á heilsufar og hvernig jákvæð áhrif náttúrunnar geta hvatt fólk ...

Landvernd hefur farið fram á að stjórn Landsvirkjunar stöðvi nú þegar framkvæmdir við fyrirhugaða 45-90 MW Bjarnarflagsvirkjun og vinni nýtt mat á umhverfisáhrifum virkjunarinnar, en núgildandi mat er að verða tíu ára gamalt.

Á undanförnum árum hafa orkufyrirtækin öðlast mikilvæga reynslu af rekstri jarðvarmavirkjana og umhverfisáhrifum þeirra sem gæti haft áhrif á niðurstöðu nýs umhverfismats. Í þessu sambandi bendir stjórn ...

11. október 2012

Stjórn Landverndar hefur sent stjórn Landsvirkjunar bréf þar sem farið er fram á að Landsvirkjun stöðvi nú þegar framkvæmdir fyrirtækisins við fyrirhugaða 45-90 MW Bjarnarflagsvirkjun þar til rammaáætlun hefur verið samþykkt á Alþingi.

Einnig fer stjórn Landverndar fram á að Landsvirkjun vinni nýtt mat á umhverfisáhrifum virkjunarinnar en núgildandi mat er að verða tíu ára gamalt. Á undanförnum tíu árum ...

Rúmur þriðjungur almennings er andvígur fyrirhugaðri háspennulínu Landsnets yfir hálendið um Sprengisand, en nokkru færri, eða 28,6%, eru henni fylgjandi. Þetta kemur fram í könnun sem Capacent Gallup vann fyrir Landvernd.

Í könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir tæpu ári síðan reyndust 56% hlynnt því að þjóðgarður yrði stofnaður á miðhálendinu en 17,8% voru því andvíg. Lítill stuðningur ...

Landvernd og Fuglavernd hafa sent skrifstofu Ramsar samningsins erindi þar sem farið er fram á að samningurinn rannsaki möguleg áhrif 45-90 MW jarðvarmavirkjunar Landsvirkjunar í Bjarnarflagi á lífríki Mývatns. Mývatns- Laxársvæðið er eitt þriggja Ramsarsvæða á Íslandi sem njóta verndar samkvæmt samningnum, en hann fjallar um vernd votlendis sem hefur alþjóðlegt gildi, ekki síst vegna fuglalífs.

Landvernd og Fuglavernd fara ...

Á Degi íslenskrar náttúru við upphaf Evrópsku samgönguvikunnar

Náttúruskóli Reykjavíkur, Landssamtök hjólreiðamanna, Landvernd, Hjólafærni á Íslandi,  Fuglavernd og Framtíðarlandið efna til Hjólaævintýris á höfuðborgarsvæðinu. Hjólað verður frá þremur upphafsstöðum á milli vatnavinja þar sem áhugasamir fræðimenn segja frá náttúrufyrirbærum á svæðinu. Hjólaævintýrin hefjast kl. 10.30 og þeim lýkur í Elliðaárdalnum kl. 13:45 þar sem Reykjavíkurborg setur Evrópsku samgönguvikuna ...

Guðmundur Páll Ólafsson from Landvernd on Vimeo.

Guðmundur Páll Ólafsson, náttúrufræðingur, rithöfundur og ljósmyndari, lést 30. ágúst síðastliðinn. Á Náttúruverndarþingi 2012 hlaut Guðmundur Páll Náttúruverndarann, viðurkenningu umhverfisverndarhreyfingarinnar, fyrir framlag sitt til náttúruverndar.

Hér er ávarp sem hann flutti við það tækifæri. Náttúran.is þakkar þessum mæta manni framlag hans til náttúruverndar og að í bókum hans má finna perlur íslenskrar ...

10. september 2012

Landvernd stendur fyrir síðsumargöngu um Öndverðanes sunnudaginn 26. ágúst kl. 17:00.

Landvörður umhverfisfræðsluseturs Landverndar í Alviðru mun leiða gesti um Öndverðanes í Ölfusi við bakka Sogsins og að þeim stað þar sem Hvítá og Sogið mætast og sameinast í Ölfusá.

Gangan hentar öllum aldurshópum og tekur tvær stundir. Þátttakendur safnast saman í Alviðru í Ölfusi. Til að komast þangað ...

24. ágúst 2012

Sunnudaginn 12. ágúst kl. 13:00 - 16:00 býður Landvernd upp á plöntugreiningarnámskeið í Alviðru í Ölfusi.

Námskeiðið hentar fólki á öllum aldri. Ef þið eigið plöntuhandbók þá er gott að kippa henni með. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Rannveig Thoroddsen líffræðingur. Rannveig hefur áralanga reynslu af plöntugreiningu og kennslu.

Hist verður í Alvirðu kl. 13:00. Gengið verður um svæðið ...

08. ágúst 2012

Landvernd og Ferðafélag Íslands standa fyrir fræðsluferð um Vonarskarð og víðerni í Vatnajökulsþjóðgarði dagana 10.-12. ágúst (til vara: 17.-19. ágúst): föstudagur til sunnudags.

Skoðuð verða jarðhitasvæði og eldstöðvar í Vonarskarði við miðju landsins, út frá sérstöðu og náttúruverndargildi.

  • Föstudagur: Brottför frá Mörkinni 6 kl. 16. Ekið frá Reykjavík í náttstað í Nýjadal.
  • Laugardagur: Ekið að morgni dags inn ...
12. júlí 2012

Landvernd efnir til fjölskyldudagskrár í Alviðru í Ölfusi laugardaginn 14. júlí frá 12-15. Í boði verður fjölbreytt náttúruskoðun, ganga og náttúruleikir fyrir alla fjölskylduna í fallegu umhverfi.

Dagskráin er eftirfarandi:

  • 12:00 Skordýr og gróður með stækkunargleri. Skordýrum og plöntum verður safnað í nágrenni Alviðru og skoðuð í víðsjá (stækkunargleri). Umsjón hefur Hrefna Sigurjónsdóttir. Samveran varir í u.þ.b ...
11. júlí 2012

Nú er ljóst að Orkuveita Reykjavíkur ræður ekki við brennisteinsmengun á Hellisheiði. Á ársfundi fyrirtækisins kom fram að brennisteinsmengun mun ekki standast heilsuverndarmörk árið 2014 við óbreyttar aðstæður og verða yfir þeim mörkum sem stjórnvöld hafa sett til að verja heilsu almennings, en brennisteinsvetni veldur sjúkdómum í öndunarfærum. Undirrituð náttúruverndarsamtök krefjast þess að fundin verði ásættanleg lausn á málinu.

Eftir ...

Landvernd og Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands (NSV) efndu til baráttufundar um vernd náttúrusvæða á Reykjanesskaga í kvöldið, 30. maí. Fundurinn var fjölsóttur og fundarmenn lýstu yfir óánægju sinni með hversu margar virkjanahugmyndir á svæðinu lenda í orkunýtingarflokki, eða alls 7 af 15 hugmyndum. 5 lenda í biðflokki og 3 í verndarflokki. Þegar hafa risið 4 jarðvarmavirkjanir á svæðinu.

Á fundinum töluðu Sigmundur ...

Fulltrúar Landverndar og Náttúruverndarsamtaka Suðvesturlands (NSV) afhentu í gær Ástu R. Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, bókina „Reykjanesskagi - Ruslatunnan í Rammaáætlun“. Í bókinni er fjallað um þau svæði á Reykjanesskaga sem falla í virkjanaflokk samkvæmt þeim tillögum rammaáætlunar sem nú liggja fyrir Alþingi.

Fjöldi mynda prýðir bókina en Ellert Grétarsson, ljósmyndari og stjórnarmaður í Náttúruverndarsamtökum Suðvesturlands, er höfundur hennar. Bókin er gefin ...

Munu Alþingismenn fórna náttúruperlum á Reykjanesskaga og Suðvesturlandi fyrir ótímabæra orkuvinnslu. Nú eru síðustu forvöð að láta í sér heyra ef þú ert ósátt/ósáttur við að allt að 12 af 15 virkjunarhugmyndum á Suðvesturlandi verði að veruleika. Hvað vilt þú?

Landvernd og Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands (NSVE) efna til baráttufundar til bjargar náttúruperlum á svæðinu, ekki síst í Reykjanesfólkvangi. Að loknum ...

Landvernd efnir til málþings um sjálfbæra ferðamennsku og náttúruvernd á háhitasvæðum, mánudaginn 21. maí nk. í Nauthóli við Nauthólsvík kl. 13:00-16:15. Allir velkomnir! Sjá dagskrá í viðhengi og hér að neðan.

Sjálfbær ferðamennska og náttúruvernd á háhitasvæðum er tveggja ára verkefni sem Landvernd hleypti af stokkunum í upphafi árs 2012. Verkefnið er hugsað sem fyrsti hluti af langtímaverkefni ...

Aðalfundur Landverndar árið 2012 verður haldinn í Nauthóli við Nauthólsvík laugardaginn 12. maí og hefst kl. 10, en húsið verður opnað 9:45. Dagskrá fundarins (sjá hér að neðan) og lagabreytingatillögur stjórnar félagsins sem hún leggur fram á fundinum má nálgast sjá hér. Núgildandi lög félagsins má finna hér á vefsíðu samtakanna.

Sérstök athygli er vakin á erindi Valgerðar Halldórsdóttur ...

09. maí 2012

Yfir eitt hundrað manns sóttu málþing Landverndar og Eldvatna – samtaka um náttúruvernd í Skaftárhreppi í Norræna húsinu í dag. Til umræðu voru áhrif virkjana í Hólmsá og Skaftá.  

Haukur Jóhannesson jarðfræðingur ræddi um einstaka jarðfræði svæðisins, en frá Eldgjá og Lakagígum hafa runnið mestu hraunflóð á jörðinni á sögulegum tíma. Snorri Baldursson þjóðgarðsvörður dró fram sérstöðu lífríkis sem felst ekki ...

Önnur ályktun Náttúruverndarþings 2012 frá hópi um náttúruvernd og ferðmennsku hljómar þannig:

Náttúruverndarþing 2012 vill að tryggt verði með öflugri stefnumótun og samvinnu mismunandi hagsmunaðila, þ.m.t. heimamanna, að aukinn ferðamannastraumur á láglendi og hálendi komi ekki frekar niður á náttúrugæðum en nú er. Nýting auðlindarinnar verður að vera sjálfbær bæði til styttri og lengri tíma litið. Í þessu ...

Náttúruverndarþing 2012 tekur eindregið undir umsögn þrettán náttúruverndarfélaga um drög að tillögu um rammaáætlun sem send var iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra 11. nóvember 2011. Þingið fagnar því að allmörg verðmæt svæði, sem löngu var tímabært að friðlýsa, hafa samkvæmt fyrirliggjandi þingsályktunartillögu verið sett í verndarflokk. Nokkur önnur svæði, þar á meðal tengd Neðri-Þjórsá, Skrokköldu og Hágöngum hafa réttilega verið færð úr ...

Í skoðanakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Græna netið, Náttúruverndarsamtök Íslands og Landvernd í byrjun apríl kemur fram sterk andstaða sjóðfélaga í lífeyrissjóðum við að lífeyrissjóðir þeirra leggi fjármagn í frekari virkjanaframkvæmdir vegna stóriðju.

Úrtakið var 1350 manns á öllu landinu, 18 ára og eldri valdir af handahófi úr Viðhorfahópi Capacent Gallup og var svarhlutfall 63,2%. Spurt var: Ertu ...

Náttúruverndarþing 2012 verður haldið laugardaginn 28. apríl n.k. í Háskólanum í Reykjavík (stofu M-101) frá kl. 10-16:30.

Á þinginu er fyrirhugað að ræða eftirfarandi:

  • stöðu mála varðandi verndun og orkunýtingu landssvæða
  • stöðu, skipulag og samstarf félagasamtaka í náttúruvernd á Íslandi

Auk þessa verða þrjár samliggjandi málstofur þar sem eftirfarandi málefni verða til umræðu:

  1. náttúruvernd og ferðaþjónusta
  2. náttúruvernd og ...
26. apríl 2012

Landvernd fangar ákvörðun ríkisstjórnarinnar að standa við fyrri yfirlýsingar og láta milljarð króna renna árlega til almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu næstu 10 árin. Ákvörðunin er í góðu samræmi við ályktun Landverndar á aðalfundi félagsins í fyrra þar sem samtökin hvöttu stjórnvöld til að hefja átak í þessa veru (sjá ályktun Landverndar um almmeningssamgöngur, Pdf.).

Samgöngur eru næststærsta uppspretta á útstreymi gróðurhúsalofttegunda ...

20. apríl 2012

Landvernd og Félag umhverfisfræðinga á Íslandi efna til fundar um tillögur að grænu hagkerfi miðvikudaginn 11. apríl n.k. í Þjóðminjasafninu frá 12-13:30.

Frummælendur verða:

  • Dr. Brynhildur Davíðsdóttir, dósent í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands.
  • Skúla Helgason, alþingismaður og formaður nefndar um eflingu græns hagkerfis á Íslandi.
  • Guðmundur Hörður Guðmundsson, formaður Landverndar.

Fundarstjóri verður Kjartan Bollason, formaður Félags ...

Fundur í Árnesi þ. 17. mars kl. 14:00-17:00.

Meðal framsögumanna á fundinum eru Birgir Sigurðsson rithöfundur sem var einn þeirra sem stóðu fyrir fundinum árið 1972, Gísli Már Gíslason prófessor og formaður Þjórsárveranefndar og Helga Ögmundardóttir mannfræðingur sem hefur rannsakað bakgrunn og ástæður þess að Gnúpverjar tóku sér svo afgerandi stöðu með náttúrunni, óbyggðunum og fuglum himinsins.

Minningarbrot ...

14. mars 2012

Landvernd hefur stofnað til gönguhóps í því augnarmiði að styrkja grasrótarstarf samtakanna. Gönguhópurinn er hugsaður sem óformlegur hópur fólks sem deilir því áhugamáli að ganga sér til ánægju og yndisauka. Allir eru velkomnir í göngur, félagsmenn sem og aðrir. Ekki er boðið upp á skipulagða leiðsögn í þessum göngum, en allir hvattir til að deila fróðleik sem þeir/þær búa ...

Fimm félagasamtök á sviði náttúru- og umhverfisverndar og fagfélög kennara hafa sent stjórn Orkuveitu Reykjavíkur og mennta- og menningarmálaráðherra eftirfarandi áskorun vegna hugmynda um nýtingu Perlunnar undir starfsemi Náttúruminjasafns Íslands í því söluferli sem nú stendur yfir á húsnæðinu í Öskjuhlíðinni:

„Undirrituð samtök hvetja mennta- og menningarmálaráðherra eindregið til þess að gaumgæfa vel hugmyndir um nýtingu Perlunnar undir starfsemi Náttúruminjasafns ...

16. febrúar 2012

Kynningarfundur um umsögn þrettán náttúruverndarsamtaka* um drög að tillögu að þingsályktun um verndun og orkunýtingu landssvæða verður haldinn í Þjóðminjasafninu, miðvikudaginn 8. febrúar kl. 12:00-13:30.

Framsöguerindi flytur Rannveig Magnúsdóttir sem ritstýrði umsögn samtakanna. Almennar umræður í lokin.

Á næstu dögum má vænta endanlegrar þingsályktunartillögu iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra um verndun og orkunýtingu landssvæða. Í nóvember síðastliðnum skiluðu þrettán náttúruverndarsamtök ...

06. febrúar 2012

Landvernd hefur sent iðnaðarráðherra bréf þar sem samtökin hvetja ráðherra til að gefa Orkustofnun fyrirmæli um áframhaldandi bann við útgáfu rannsóknaleyfa vegna mögulegra vatnsafls- og jarðvarmavirkjana. Fyrirmæli um slíkt bann voru gefin út í júlí 2011, en þau gilda þangað til tillaga til þingsályktunar um vernd og orkunýtingu landssvæða hefur verið afgreidd á Alþingi, en þó ekki lengur en til ...

31. janúar 2012

Í ár eru tíu ár liðin frá því að Landvernd innleiddi Bláfánaverkefnið á Íslandi. Verkefnið felst í því að veita rekstraraðilum smábátahafna og baðstranda viðurkenningu fyrir vistvæna starfshætti og þjónustu sem stuðlar að verndun umhverfisins við sjóinn. Um er að ræða viðurkenningu í formi fána sem ætlað er að vekja verðskuldaða athygli á því að handhafinn uppfylli kröfur Bláfánans og ...

31. janúar 2012

Landvernd hvetur Alþingi til að samþykkja eins fljótt og auðið er frumvarp 59/140 um breytingu á lögum um upplýsingarétt um umhverfismál sem kveður á um skyldu stjórnvalda til að eiga frumkvæði að upplýsingagjöf vegna mengunar.

Á skömmum tíma hafa komið upp tvö alvarleg dæmi um að stofnanir hafi ekki upplýst almenning um mengun í þeirra nánasta umhverfi. Annars vegar ...

25. janúar 2012

Landvernd efnir til opins fundar um stjórnun þjóðgarðsins á Þingvöllum og álag á vistkerfi Þingvallavatns. Fundurinn átti upphaflega að vera haldinn í Norræna húsinu, í dag þriðjudaginn 17. janúar en hefur verið frestað v. veikinda til þriðjudagsins 24. janúar kl. 12-13:30.

Sigrún Helgadóttir flytur fyrirlestur undir heitinu ,,Þingvellir, alvöru þjóðgarður?“ og Hilmar J. Malmquist flytur fyrirlesturinn ,,Þingvallavatn: Dýrmætt vistkerfi ...

17. janúar 2012

Þann 8. janúar 2012 verða liðin 100 ár frá fæðingardegi Sigurðar Þórarinssonar jarðfræðings, eins ástsælasta vísindamanns þjóðarinnar á síðustu öld. Á þessum degi ætla félög og samtök sem tengjast náttúruvísindum, náttúruvernd og útiveru að efna til blysfarar kringum Grænavatn í Krýsuvík. Landvernd er þar á meðal. Dagskrá hefst kl. 15 við Grænavatn.

Farið verður með rútu frá skrifstofu Ferðafélags Íslands ...

03. janúar 2012

Samningur Landverndar, umhverfisráðuneytisins og mennta- og menningarmálaráðuneytisins um rekstur Grænfánaverkefnisins var undirritaður í dag. Samningurinn var undirritaður í Kvennaskólanum í Reykjavík, en hann er 200. skólinn sem hefur þátttöku í verkefninu hér á landi.

Með undirritun samningsins er rekstur Grænfánaverkefnis Landverndar tryggður til þriggja ára. Það voru Guðmundur Hörður Guðmundsson, formaður Landverndar, Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra og Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra sem ...

Landvernd boðar til opins fundar, laugardaginn 15. október frá kl. 11:00-14:00, í Farfuglaheimilinu í Laugardal, um drög að þingsálykuntartillögu um vernd og orkunýtingu náttúrusvæða. (www.rammaaaetlun.is). Í drögum iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra er gert ráð fyrir skiptingu svæða í orkunýtingarflokk, biðflokk og verndarflokk.

Á laugardagsfundinum mun Friðrik Dagur Arnarson, fulltrúi frjálsra félagasamtaka í verkefnisstjórn um Rammaáætlun, flytja erindi ...

12. október 2011

Landvernd, Fuglavernd og Náttúruverndarsamtök Íslands lýsa yfir stuðningi við þá ákvörðun Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra að hlífa Teigsskógi og leggja til vegagerð eftir svokallaðri D-leið í Gufudalssveit með göngum undir Hjallaháls. Þessi leið hefur verið samþykkt af Skipulagsstofnun og umhverfisráðherra og því er ekkert því til fyrirstöðu að ráðast í hana og bæta þannig strax úr brýnni þörf Vestfirðinga á betri ...

Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Landverndar.

Hann hefur undanfarin þrjú ár starfað að umhverfisrannsóknum á Stofnun Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun við Háskóla Íslands. Þar á undan starfaði hann við vistfræðirannsóknir og að alþjóðamálum hjá Landgræðslu ríkisins. Guðmundur Ingi hefur verið stundakennari í umhverfis- og vistfræði við HÍ síðastliðin fimm ár, auk þess að sinna afleysingum sem umsjónarmaður ...

Landvernd, landgræðslu og umhverfisverndarsamtök Íslands auglýsa starf framkvæmdastjóra laust til umsóknar. Ráðið verður til hálfs árs frá 1. september næstkomandi með möguleika á áframhaldandi ráðningu. Framkvæmdastjóri Landverndar sér meðal annars um daglega stjórn samtakanna, framkvæmd starfs- og fjárhagsáætlana, fjáröflun og hefur umsjón með gerð umsagna og álitsgerða. Gerð er krafa um háskólamenntun og áhuga á umhverfismálum.

Hlutverk Landverndar er að ...

01. júlí 2011

Hvalaskoðunarfyrirtækið Sérferðir ehf / Special Tours fékk á dögunum leyft til að flagga Bláfánaveifu og hefur að því tilefni undirritað yfirlýsingu um vistvæna starfshætti og góða umgengni á sjó og við höfnina í Reykjavík.

Bláfáninn (Blue Flag) er umhverfismerki sem úthlutað er þeim smábátahöfnum og baðströndum sem uppfylla ákveðin skilyrði sem miða að því að auka umhverfisgæði og umhverfisvitund gesta staðanna ...

Stjórn Landverndar fagnar friðlýsingu Dimmuborga og Hverfjalls í Mývatnssveit. Friðlýsingin er mikilvægur áfangi í náttúruvernd hér á landi, en um er að ræða fjölsóttar náttúruperlur sem hafa ekki notið verndar eftir lagabreytingar árið 2004. Með friðlýsingunni gefst mikilvægt tækifæri til að skipuleggja notkun svæðanna, stýra umferð um þau og vernda náttúrufar. Þannig verða svæðin efld enn frekar sem áfangastaðir ferðamanna ...

26. júní 2011

„Þetta er stór dagur í starfi Náttúruskólans,“ sagði Helena Óladóttir verkefnisstjóri Náttúruskóa Reykjavíkur eftir að hafa dregið Grænafánann að húni. Fáninn er alþjóðlegt umhverfismerki sem Landvernd hefur umsjón með.

Ríflega 38 þúsund skólar í 50 löndum taka þátt í Grænfánaverkefninu með 10 milljónir nemenda. Tæplega 200 íslenskir skólar á öllum skólastigum vinna að því að fá Grænfánann eða eru þegar ...

14. júní 2011

Stjórn Landverndar harmar ákvörðun Orkustofnunar að veita leyfi fyrir sitt leyti til borana í Grændal í Ölfusi í tengslum við jarðhitarannsóknir. Grændalur er svæði með verndargildi á heimsvísu að mati Náttúrufræðistofnunar Íslands sem verðskuldar hámarks vernd.

Stjórn Landverndar undrast að stjórnvöld, undir forystu Orkustofnunar, séu reiðubúin til að fórna slíku svæði fyrir fyrirhugaða 10 MW virkjun í mynni Grændals, þvert ...

02. júní 2011

Í kjölfar venjulegra aðalfundarstarfa á aðalfundi Landverndar sem haldinn er í Nauthóli í dag kl. 16:00 verður boðið upp á hringborðsumræður þar sem sjónum verður beint að umgengni við landið. Á mörgu er að taka og vonast stjórn og starfsmenn Landverndar til að með hjálp fundargesta verði hægt að varpa ljósi á brýnustu verkefnin og leiðir til úrlausna. Landvernd ...

26. maí 2011

Á aðalfundi Landverndar sem haldinn verður í Nauthól nk. fimmtudag (sjá frétt), verða fimm nýir aðilar kosnir í stjórn og er staða formanns þar með talin. Núverandi stjórn Landverndar hefur skipað þau Heiðrúnu Guðmundsdóttur, Tryggva Felixson og Þóru Ellen Þórhallsdóttur í uppstillingarnefnd vegna aðalfundarins og taka þau við tilnefningum og tilkynningum um framboð stjórnarmanna og formanns. Skilaboð sendist á landvernd ...

Aðalfundur Landverndar verður haldinn að Nauthóli í Nauthólsvík fimmtudaginn 26. maí kl. 16.00 og opnar húsið kl. 15.45.

Í kjölfar venjulegra aðalfundarstarfa verður boðið upp á hringborðsumræður þar sem sjónum verður beint að „umgengni við landið“. Á mörgu er að taka og vonast stjórn og starfsmenn Landverndar til að með hjálp fundargesta verði hægt að varpa ljósi á ...

18. maí 2011

Vistvernd í verki* býður upp á 15 klst. námskeið fyrir leiðbeinendur visthópa dagana 26.-28. maí nk. Námskeiðið er liður í að efla visthópastarf og stuðla að vistvænum lífsstíl og sparnaði í rekstri heimila.
Á námskeiðinu læra þátttakendur listina að leiðbeina. Farið verður í gegnum helstu verkefni leiðbeinandans, s.s. að stýra fundum, kveikja áhuga, vinna saman í hóp og ...

Arthúr Björgvin Bollason flutti þetta magnþrungna erindi á málþingi um gildi landslags á hálendi Íslands sem haldið var í Norræna Húsinu 21. október árið 2000.

Í frægri grein sem dr. Sigurður Þórarinsson skrifaði fyrir hartnær hálfri öld um „Fossa á Íslandi“ lýsir hann viðhorfi sínu til þessa mikla náttúruafls með eftirfarandi orðum:

„Því er nú mjög á lofti haldið, og ...

Nú líður að nýju Bláfánatímabili og rennur frestur til að sækja um Bláfánann fyrir árið 2011 út 28. febrúar nk. Sjá hér á Græna Íslandskortinu hverjir eru með Bláfánann og Bláfánaveifu og hvar þeir eru á landinu.Undanfarin ár hefur Landvernd, í samstarfi við hagsmunaaðila og –samtök, unnið að því að innleiða verkefnið á Íslandi. Bláfáninn er alþjóðleg umhverfisvottun sem ...

10. febrúar 2011

Umhverfis- og náttúruverndarsamtök á Íslandi fagna ábyrgri afstöðu Landsvirkjunar, sem hefur lýst því yfir að ekki verði ráðist í rannsóknarboranir í Gjástykki áður en fyrir liggi niðurstaða stjórnvalda um friðlýsingu Gjástykkis.

Engum vafa er undirorpið að Gjástykki er svæði - gjár, misgengi, hraun, eldgígar - sem er einstakt á heimsvísu og ríkisstjórn Íslands er einhuga um að friðlýsa svæðið algerlega.

Leyfi Orkustofnunar ...

Nú styttist í vettvangsferð Landverndar, Náttúruverndarsamtaka Íslands og Græna netsins um eitthvert magnaðasta eldsumbrotasvæði veraldarsögunnar, Skaftárhrepp og nærsveitir.

Sigmundur Einarsson jarðfræðingur verður leiðsögumaður í ferðinni og mun hann fara með ýmsan fróðleik um virkjunaráform í Skaftárhreppi og umhverfisáhrif þeirra. Einnig fjallar Sigmundur um eldgosið í Eyjafjallajökli, sögu Kötluhlaupa, eldgos í Eldgjá í upphafi 10. aldar, Skaftáreldahlaup og áhrif þeirra á ...

Landvernd fagnar þeim áformum sem umhverfisráðherra hefur kynnt um að stækka friðlandið í Þjórsárverum, einnig til suðurs. Fyrirliggjandi athuganir á Þjórsárverum sýna að svæðið er afar verðmætt vegna gróðurfars og dýralífs, einnig sem víðerni og hluti af stærri landslagsheild. Þetta hefur m.a. komið fram í vinnu við rammaáætlun.

Umfjöllun um verndun Þjórsárvera hefur staðið í nær 50 ár. Nái ...

19. ágúst 2010

TorfajökulssvæðiðLandvernd hefur nú ákveðið að bæta við einni jarðfræðiferð til viðbótar um Torfajökulssvæðið 13.-15. ágúst en fyrri ferðin 7.-9. er uppbókuð. Leiðangurinn er eins og hinn fyrri skipulagður í samvinnu við Hálendisferðir og farinn í fylgd jarðfræðinganna Sigmundar Einarssonar og Kristjáns Jónassonar.
Á Torfajökulssvæðinu sem er eitt mesta háhitasvæði í heimi er stórbrotið landslag hvera, lauga og líparítfjalla ...

10. ágúst 2010

100 GrænfáninnFöstudaginn 2. júlí sl. afhenti mennta- og menningarmálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, 100. Grænfánann fyrir hönd Landverndar. Leikskólinn Skýjaborg í Hvalfjarðarsveit, sem verið hefur Skóli á grænni grein síðan í upphafi þessa skólaárs, er 100. skólinn á Íslandi sem hlýtur þessa alþjóðlegu viðurkenningu. Leikskólinn Skýjaborg er nú einn 175 skóla á grænni grein á öllum skólastigum vítt og breitt um landið. Lætur ...

08. júlí 2010

Svandís í pontu aðalfundar Landverndar 2010Landvernd hvetur stjórnvöld og orkufyrirtæki landsins til að fara gætilega með orkuauðlindir. Tímabundnir efnahagsörðugleikar réttlæti ekki að náttúruverðmætum sé fórnað.

Á aðalfundi Landverndar nýverið var samþykkt ályktun um orkuöflun og almenna umgengni við náttúru landsins þar sem brýnt er fyrir ráðamönnum, sveitarstjórnum, framkvæmdaraðilum, aðilum vinnumarkaðarins og landsmönnum öllum að tímabundnir erfiðleikar í efnahagslífi séu engin réttlæting til að fórna náttúruverðmætum ...

02. júní 2010

Bláfáninn afhentur i NauthólsvíkYlströndin í Nauthólsvík fékk í gær endurnýjað leyfi til að flagga Bláfánanum en Ylströndin fékk fánann fyrst árið 2003 en endurnýja þarf umsóknina árlega.

Bláfáninn (Blue flag) er umhverfismerki sem er virkt í 41 landi og er eitt af verkefnum FEE (The Foundation for Environmental Education). Sjá vef Blue Flag Programme. Yfir 3450 baðstrendur og smábátahafnir flagga Bláfánanum víða um ...

Í sumar ætla Landvernd og Ferðafélag Íslands að halda uppteknum hætti og ferðast um jarðhitasvæði á suðvesturhorninu í fylgd jarðfræðinga. Fyrsta ferð verður farin 30. maí og er áætlað að ganga um gossprungusvæði vestast á Reykjanesskaga. Önnur ferð er áætluð 13. júní og verður þá farið að Ölkelduhálsi og gengið í Reykjadal þar sem ferðalöngum gefst kostur á að baða ...

19. maí 2010

GrunnafjörðurÁ laugardaginn efna Landvernd, Fuglavernd, Græna netið og Náttúruvaktin til vettvangsferðar í Grunnafjörð – í framhaldi af velheppnaðri ferð þangað í fyrrahaust. Í ferðinni verður athugað ríkulegt fuglalíf og spáð í áhrif hugsanlegra vegaframkvæmda á þetta svæði, sem nýtur alþjóðlegrar verndar sem friðland fugla. Ferðin hefst kl. 10 og er komið aftur í höfuðborgina síðdegis. Leiðsögumaður er Einar Þorleifsson en Mörður ...

19. maí 2010

Aðalfundur Landverndar verður haldinn að Nauthóli við Nauthólsvík miðvikudaginn 26. maí. Húsið opnar kl. 14:30 og hefst fundur á almennum aðalfundarstörfum kl. 15:00.

Stjórn og starfsmenn Landverndar vinna um þessar mundir að stefnumótun fyrir samtökin sem miðar að því að skerpa áherslur og efla náttúruvernd á Íslandi. Við viljum gjarnan fá félaga og aðildarfélög til liðs við okkur ...

12. maí 2010

Náttúrufræðingurinn Ingvi Þorsteinsson fagnar um þessar mundir áttatíu ára afmæli. Ingvi hefur um áratuga skeið helgað störf sín gróðurvernd og landgræðslu og var hann m.a. einn af stofnendum Landverndar og sat þar lengi í stjórn. Ennfremur átti hann frumkvæði að stofnun Gróðurs fyrir fólk í landnámi Ingólfs. Þekktastur er Ingvi fyrir að hafa haft veg og vanda að kortlagningu ...

27. apríl 2010

Náttúruverndar- og umhverfissamtök á Íslandi boða til náttúruverndarþings í hátíðarsal Menntaskólans við Hamrahlíð laugardaginn 24. apríl nk. kl. 10.00-15.30.

Náttúruverndarþing er haldið til að leiða saman alla þá sem hafa áhuga á umhverfis- og náttúruverndarmálum. Markmiðið er að skapa öflugan grundvöll samstarfs og umræðu um málefni og baráttuaðferðir náttúruverndarfólks og náttúruverndarsamtaka á Íslandi.

Dagskrá þingsins er tvíþætt. Fyrri ...

Um áramótin var Lárus Vilhjálmsson, áður varaformaður Framtíðarlandsins, ráðinn framkvæmdastjóri Landverndar, en samtökin hafa verið án framkvæmdastjóra síðan Bergur Sigurðsson lét af störfum fyrir þingkosningarnar sl. vor er hann settist á lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Suðurkjördæmi. Bein stjórnmálaþátttaka þótti ekki sæma starfi framkvæmdastjóra og kaus Bergur því að hætta störfum. Landvernd hefur því lotið framkvæmdastjórnar stjórnarforrmannsins Björgólfs Thorsteinssonar ...

Landvernd er frjáls félagasamtök sem starfa að umhverfismálum til að vernda og bæta lífsgæðin í landinu. Hlutverk Landverndar er að standa vörð um íslenska náttúru og vera virkur þátttakandi í stefnumótun, fræðslu og upplýstri ákvarðanatöku í málum er varða landnotkun, auðlindir og umhverfi. Samtökin voru stofnuð 1969.

Helstu verkefni:

  • Dagleg stjórn skrifstofu Landverndar
  • Framkvæmd starfs- og fjárhagsáætlana
  • Talsmaður samtakanna og ...
30. nóvember 2009

Í tilefni af norræna loftslagsdeginum efna Kolviður og Reyst til málþings í húsi Orkuveitu Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, kl. 8.30-12.00 miðvikudaginn 11. nóvember.
Á málþinginu verða fræðandi erindi um loftslagsvandann en einnig verður sjónum beint að bindingu kolefnis í gróðri, jarðvegi og bergi, kolefnismörkuðum og möguleikum Íslendinga á því sviði, og hvað sé framundan í loftslagsmálum. Almennar umræður verða ...

09. nóvember 2009

Bláfáninn (Blue Flag) er umhverfismerki sem úthlutað er þeim smábátahöfnum og baðströndum sem uppfylla ákveðin skilyrði sem miða að því að auka umhverfisgæði og umhverfisvitund gesta staðanna.

Hvalaskoðunaskip og smábátar geta fengið „Bláfánaveifu“ (Blue Flag Pennant) að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Bláfánaveifur eru ekki það sama og eiginlegur Bláfáni. Bláfánaveifur eru merki fyrir þá sem hafa gefið fyrirheit um góða umgengni ...

03. nóvember 2009

Yfirlýsing Landverndar vegna áforma um álver í Helguvík
Stjórn Landverndar harmar linnulausar árásir fylgjenda byggingar álvers í Helguvík á umhverfisráðherra landsins undanfarið og skorar á hlutaðeigandi aðila að útskýra fyrir þjóðinni hvernig það þjóni hagsmunum Íslendinga að verja nær allri orku sem hugsanlega eftir stendur á Suður- og Suðvesturlandi til einnar verksmiðju í þungaiðnaði. Samtökin beina þessari fyrirspurn til þeirra ...

18. október 2009

Landvernd gerir athugasemdir við auglýstar breytingar á aðalskipulagi Ölfuss en breytingin gerir m.a. ráð fyrir því að 285 ha opnu svæði á Bitru og Ölkelduhálsi verði breytt í iðnaðarsvæði fyrir jarðgufuvirkjun en jafnframt gert ráð fyrir nýju rannsóknar- og vinnslusvæði við Gráuhnúka. Svipuð tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Ölfuss 2002-2014, sem náði m.a. til virkjunarsvæða við Hverahlíð og ...

05. október 2009

Sýnið vilja í verki og skráið ykkur í átakið – og skrifið undir áskorunina „Breytum loftslaginu“ á hopenhagen.org.

Íbúar allra landa eru hvattir til að ganga til liðs við Hopenhagen – alþjóðlega hreyfingu sem ætlað er að knýja fram breytingar í umhverfismálum á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP15) í Kaupmannahöfn í desember.
Átakið hefst formlega nú í alþjóðlegri viku loftslagsmála í september ...

28. september 2009

Í tilefni af samgönguviku sem haldin er árlega víðsvegar um Evrópu munu Vistvernd í verki og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu kynna vistakstur í Mosfellsbæ, Kópavogi, Reykjavík, á Seltjarnarnesi og í Garði.

Vistakstursverkefni Landverndar er að því leyti ný stárlegt að við kennslu í vistakstri eru notaðir ökuhermar sem líkja má við leikjatölvur sem forritaðar eru með mismunandi akstursæfingum. Áhugi Landverndar á ...

17. september 2009

Landvernd,  Cervantes-setrið á Íslandi og Gaia - félag framhaldsnema í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands hafa skipulagt fyrirlestur um umhverfismál með Francisco L. Winterhalder undir yfirsögninni „Towards a New Concept of Development“.

Fyrirlesturinn verður fluttur Cervantes-setursins á Íslandi, þriðjudaginn 22. september frá kl. 12:15 til 13:15.

Allir velkomnir!

Landvernd hefur gert ítarlegar athugasemdir við frummatsskýrslu Landsvirkjunar vegna rannsóknarborana í Gjástykki. Samtökin lýsa yfir áhyggjum vegna fyrirhugaðra framkvæmda og telja mikla hættu á að ef af þeim verður, sé meiri hagsmunum fórnað fyrir minni.

Í athugasemdunum bendir Landvernd á að markmið framkvæmdarinnar sé óljóst þar sem tölulegar upplýsingar vanti um þann árangur sem að er stefnt. Ennfremur að í ...
03. september 2009

Leikskólarnir Álfaheiði, Fífusalir og Furugrund í Kópavogi hafa fengið viðurkenningu umhverfisráðs 2009 fyrir athyglisvert framlag til umhverfismála. Viðurkenningin er veitt vegna framúrskarandi vinnu og fræðslu til barna varðandi umhverfismál almennt.

Leikskólinn Álfaheiði fékk Grænfánann á degi umhverfis 25. apríl 2008 og hefur starfið gengið mjög vel. Umhverfisnefnd starfar við skólann og eru elstu börnin virkir þátttakendur í nefndinni. Mikil áhersla ...

Stjórn Landverndar tekur undir áhyggjur SUNN (Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi) vegna fyrirhugaðra rannsóknarborana í Gjástykki í Suður-Þingeyjarsýslu, sem nú eru í matsferli vegna umhverfisáhrifa. Landvernd hvetur áhugasama til að kynna sér frummatsskýrslu Landsvirkjunar vegna rannsóknarborana í Gjástykki sem nálgast má hjá Skipulagsstofnun og leggja fram athugasemdir. Athugasemdafrestur er til 28. ágúst 2009.

Landvernd hefur áður beitt sér gegn því ...

14. ágúst 2009

Laugardaginn 27. júní n.k. kl. 10:00-17:00 verður opinn veiðidagur í Alviðru í boði Landverndar og Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Þar gefst lærðum og leikum kostur á að renna fyrir fisk í Soginu, fyrir landi Alviðru. Vanir veiðimenn frá Stangaveiðifélaginu verða á svæðinu og leiðbeina fólki. Mæting við bílastæðið við Sogsbrú, gengt Þrastalundi. Heitt verður á könnunni og kakó og ...

Kort af ReykjanesiÍ sumar mun Landvernd og Ferðafélag Íslands standa fyrir tveim gönguferðum um hrauna-, eldfjalla- og hverasvæði í nágrenni borgarinnar. Ferðirnar verða farnar laugardagana 6. og 13. júní. Áður en lagt verður af stað verður boðið upp á fræðsluerindi um landið sem ferðast verður um. Greint verður frá mótun þess og myndun, áformum um nýtingu og möguleika til verndunar. Fræðsluerindin verða ...

03. júní 2009

Landvernd hefur ákveðið að blása til vettvangsferðar um jarðhitasvæði í Þingeyjarsýslum. Tilgangur ferðarinnar er að kynnast af eigin raun svæðum sem til stendur að virkja við Þeistareyki, Kröflu og í Gjástykki. Úrvals leiðsögumenn verða með í för en það eru þeir Sigmundur Einarsson jarðfræðingur, Ómar Ragnarsson fréttamaður og heimamennirnir Agnar Kristjánsson og Sigfús Illugason sem ætla að miðla ferðalöngum af ...

31. maí 2009

Elstu börnin í leikskólanum Mánabrekku heimsóttu Alviðru 6. maí. Farið var í gönguferð um Þrastaskóg og fuglar skoðaðir í stórum sjónauka. Æðarfuglinn og straumendurnar eru komnar á Sogið og glöddu gesti með nærveru sinni. Hrossagaukurinn lét til sín heyra og skógarþrestir sungu af hjartans list. 

Lög frá 2007 um gjaldfrjálsan grunnskóla, hækkandi eldsneytisverð og almennt efnahags ástand valda því að ...

Aðalfundur Landverndar verður haldinn í Norræna Húsinu laugardaginn 16. maí nk. og hefst fundurinn kl. 11:00.

Á dagskrá er hefðbundin aðalfundarstörf s.s. skýrsla formanns fyrir ný lokið starfsár, kynning á ársreikningi, ályktanir og kjör stjórnarmanna. Að vanda verða á fundinum fróðleg erindi er varða náttúru Íslands. Dagskrá verður nánar auglýst þegar nær dregur en við hvetjum alla til ...

07. maí 2009
Landgræðsla ríkisins og Landvernd bjóða til hádegisfyrirlestrar föstudaginn 17. apríl kl. 12:15 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands.  Roger Crofts, sem er alþjóðlegur ráðgjafi margra ríkisstjórna og félagasamtaka á sviði umhverfismála, fjallar í fyrirlestrinum um framtíðarsýn sem byggir á nýju gildismati, verndun og sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda. Fyrirlesturinn er á ensku.
 
Roger Crofts var áður framkvæmdastjóri Scottish Natural Heritage (SNH), en sú ...
16. apríl 2009
Í frumvarpinu er gert ráð fyrir því að veita iðnaðarráðherra heimild til þess að gera, fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, samning við Century Aluminum Company og Norðurál Helguvík ehf. um álver í Helguvík. Samkvæmt frumvarpinu felur verkefnið í sér að félagið byggi álver í Helguvík.

Landvernd telur ótímabært að veita iðnaðarráðherra heimild af þessu tagi þar sem forsendur fyrir byggingu álvers og ...
09. apríl 2009

Á vorönn Alviðru, umhverfisfræðslusetri Landverndar, eru á dagskrá 3 mismunandi verkefni fyrir grunnskóla auk þess sem í boði er dagskrá fyrir leikskóla.

Auðvitað í Alviðru er dagskrá sem tengist jarðfræði- og gróðurfarsköflum bókanna Auðvitað 1 og 2. Kennarar hafa þarna tækifæri til að glæða námið nýju lífi með því að gefa nemendum kost á að upplifa í náttúrunni sjálfri ýmislegt ...

Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands fagna ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að staðfesta Árósasamninginn en bæði þessi samtök hafa um árabil barist fyrir því að Íslandi staðfesti samninginn. Í stuttu máli felur Árósasamningurinn í sér umtalsverðar réttarbætur fyrir þau samtök sem vinna að umhverfis- og náttúruvernd, styrkir stöðu þeirra og eflir lýðræðislega umræðu um umhverfismál í samræmi við 10. gr. Ríó-yfirlýsingarinnar frá 1992 ...

Þann 16. janúar sendi Landvernd Nefndasvið Alþingis eftirfarandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um náttúruverndaráætlun:

Landvernd fagnar framkominni tillögu til þingsályktunar þar sem lagt er til að unnið verði að friðlýsingu þrettán svæða á næstu fimm árum. Ástæða er til þess að fagna sérstaklega þeirri tillögu að Langisjór og nágrenni hljóti friðun og verði látinn tilheyra Vatnajökulsþjóðgarði.

Eitt af aðalmarkmiðum ...
21. janúar 2009

Ráðstefnan „Orka og umhverfi – hvernig skal standa að orkunýtingarmálum á Íslandi?“ verður haldin þriðjudaginn 20. janúar 2009 kl. 9:00-16:15 á Grand Hotel, Reykjavik  en ráðstefnan er haldin á vegum Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands og Landverndar

Nýting Íslendinga á vatnsafli og jarðhita til raforkuvinnslu hefur aukist mikið undanfarin ár og nemur alls um 17 TWst í lok árs 2008 ...

10. janúar 2009
Boðað er í þriðja sinn til verkefnasamkeppni um umhverfismál á meðal grunnskólabarna í 5. til 10. bekk. Keppnin kallast Varðliðar umhverfisins en umhverfisráðuneytið, Landvernd og Náttúruskóli Reykjavíkur standa að henni.

Markmið keppninnar er að hvetja ungt fólk til góðra verka í umhverfisvernd, vekja athygli á sýn ungs fólks á umhverfismál og kalla eftir leiðsögn yngri kynslóðarinnar á því sviði. Á ...

Um þessar mundir er Landvernd að kynna Bláfánann fyrir rekstraraðilum smábátahafna og baðstranda og er frestur til að sækja um og/eða endurnýja aðild fyrir árið 2009 til loka febrúar nk. Sjá hér á Græna Íslandskortinu hverjir eru með Bláfánann og Bláfánaveifu og hvar þeir eru á landinu (veljið „Land og lögur/Strendur og smábátahafni“..

Nú líður að því að ...

Landsnet hefur sett upp vef til þess að kynna áform sín um uppbyggingu öflugs og öruggs flutningskerfis raforku á Suðvesturlandi. Sjá grein. Lykilorðið hér er “öflugs” því áformin eru vægast sagt stórkarlaleg og ganga langt út fyrir þarfir almennings og almenns atvinnulífs.
 
Ég fæ ekki séð að þetta snúist um almannahagsmuni þar sem almenningur og öll hefðbundin atvinnustarfsemi kæmist ágætlega ...

02. desember 2008

Að tilstuðlan Bjarkar Guðmundsdóttur sameinuðust virkustu náttúruverndaröfl Íslands í áskorun til Össurar Skarphéðinssonar um að beita sér fyrir náttúruvernd.

Áskorun til ferðamálaráðherra um að beita sér fyrir náttúruvernd !

Náttúruvernd samtvinnuð ferðaþjónustu er öflug leið til að markaðssetja Ísland sem áhugaverðan áfangastað fyrir ferðamenn.

Náttúran er okkar mikilvægasta auðlind og sú náttúruverndarbarátta sem háð hefur verið undanfarin ár og áratugi er ...

Landvernd hefur beint því til Skipulagsstofnunar að gera Alcoa að meta umhverfisáhrif þeirrar orkuöflunar, sem til þarf til þess að anna álveri á Bakka við Húsavík með allt að 350 þúsund tonna framleiðslugetu.

Landvernd telur líkt og Náttúruverndarsamtök Íslands, að með tillögu sinni að nærri 350.000 tonna álveri reyni Alcoa að komast hjá því að framkvæma af heilindum heildstætt ...
Í gær lauk vel heppnuðu þingi alþjóða náttúruverndarsamtakanna IUCN í Barcelona á Spáni. Fyrir þingið stóðu samtökin fyrir stórri ráðstefnu um náttúruvernd og strauma og stefnur til framtíðar. Um 8000 manns víðsvegar að úr heiminum sóttu þá 900 viðburði sem í boði voru. Efni ráðstefnunnar var skipt upp í þrjár meginlínur: breytt andrúmsloft, heilbrigt umhverfi – heilbrigt fólk og varðveisla fjölbreytileika ...
15. október 2008

Landvernd og Hagfræðistofnun Háskóla Íslands standa fyrir ráðstefnu þar sem spurningunni „hvernig skal standa að orkunýtingarmálum á Íslandi?“ er velt upp. Ráðstefnan verður haldin á Hilton Nordica Hotel, Reykjavik. þ. 21. október nk. frá kl. 9:00-16:45.

Dagskrá:
08:30 Skráning
09:00 Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra, setur ráðstefnuna
09:10 Orkuauðlindir á Íslandi: yfirlit og alþjóðlegt samhengi Guðni A ...

08. október 2008
Landvernd hefur tekið við umsjón Globe-verkefnisins á Íslandi, en Globe er alþjóðlegt umhverfisverkefni með þátttöku skóla um veröld víða. 11 skólar tóku þátt í verkefninu á Íslandi á sínum tíma en starfsemin hefur legið í láginni undanfarið.
Eftir að Landvernd tók við umsjón með verkefninu er Alviðru ætlað að vera miðstöð Globe á Íslandi.
Því var vel við hæfi að ...
02. október 2008
Landvernd stendur fyrir kynningu á Vistvernd í verki fyrir atvinnulífið í sal Þjóðminjasafnsins miðvikudaginn 1. október kl. 14:00. Á fyrirlestrinum segja brautryðjendur Global Action Plan (GAP) í Evrópu,  þau Marilyn og Alexander Mehlmann og  Peter van Luttervelt, frá vinnustaðaverkefni GAP í Evrópu og víðar. Farið verður í helstu þætti verkefnisins og rætt um mögulega þróun þess á Íslandi. Gert ...
29. september 2008

Forsætisráðherra Geir H. Haarde hleypti í dag vistakstursverkefni Landverndar formlega af stokkunum við hátíðlega athöfn á Hilton hótelinu. Forsætisráðherra keppti við þetta tækifæri í vistakstri ásamt þeim Guðmundi Erni Gunnarssyni forstjóra VÍS, Magnúsi Kristinssyni stjórnarformanni Toyota á Íslandi og Sigurði Inga Friðleifssyni hjá Orkusetrinu. Úrslit keppninnar urðu þau að Geir H. Haarde sigraði en hann eyddi aðeins 5,67 l ...

19. september 2008
Umhverfisráðherra Spánar, Elena Espinosa, æfði vistakstur á Evrópsku samgönguvikunni í Madríd í dag. Vistvernd í verki (Global Action Plan) á Spáni hóf þar með átak í vistakstri líkt og Landvernd sem fetar í fótspor Spánar á morgun. Forsætisráðherra Geir Haarde hleypir átakinu af stokkunum kl. 10.30 á ráðstefnu á Hilton hótelinu sem ber yfirskriftina 'Driving Sustainability'.

Ríkissjóður Íslands, Toyota ...
17. september 2008

Námstefna Vistverndar í verki „Menntun til sjálfbærni - sjálfbær lífstíll - sjálfbær fyrirtækjarekstur - sjálfbær samfélög“ verður haldin að Sólheimum í Grímsnesi dagana 3.-5. október 2008.

Ætlunin með námskeiðinu er að hleypa nýju blóði í æðar Vistverndar í verki á Íslandi. Frumkvöðlar verkefnisins þau Marilyn og Alexander Mehlmann koma til landsins til að leiðbeina á námsstefnunnni en þau hafa unnið að því ...

Fróðleikur, skemmtun og útivist eru einkunnarorð Alviðru og eru þau í hávegum höfð þessa dagana, því nú er haustönnin hafin.

Það ríkti gleði og góður andi í haustblíðunni í Alviðru í dag þegar 6. bekkur Vallaskóla á Selfossi kom í Alviðru til að fræðast um lífið í vatninu.
Krakkarnir gengu út yfir Sogið og urðu vitni að því þegar veiðimaður ...

UST hefur framlengt frest til þess að gera athugasemdir við auglýst starfsleyfi Norðuráls í Helguvík en lögboðin restur rann út þann 13. ágúst. Umhverfisstofnun mun taka við athugasemdum fram yfir helgi. Landvernd hefur gert athugasemdir og má nálgast bréf Landverndar til Umhverfistofnunar á vef Landverndar.

Ótímabær útgáfa starfsleyfis gæti ógnað stöðu Íslands á alþjóðlegum vettvangi
Landvernd telur útgáfu starfsleyfis fyrir ...

22. ágúst 2008

Landvernd hefur sent Umhverfisstofnun athugasemdir vegna tillögu að starfsleyfi Norðuráls í Helguvík. Margt bendir til þess að erfitt gæti reynst að uppfylla almennar skuldbindingar Íslands um hámark 10% aukningu í losun gróðurhúsalofttegunda ef til kemur aukinn PFC losun frá nýjum álverum á samningstímabilinu 2008-2012. Landvernd beinir því til Umhverfisstofnunar að gera kröfur um vöktun á magni flúors á beitarsvæðum hrossa ...

21. ágúst 2008

Bergur Sigurðsson framkvæmdastjóri Landverndar sagði í gær að það veki undrun sína hve margir ráðamenn og leyfisveitendur séu reiðubúnir til þess að gera upp hug sinn og taka afstöðu til matsskyldra framkvæmda þó fullkomin óvissa ríki um umhverfisáhrifin“. Hann segir ennfremur að þessi viðhorf komi í veg fyrir að lögin um mat á umhverfisáhrifum ný tist sem tæki í ákvörðunartöku ...

Þátttaka í könnunarleiðangri umhverfissamtaka á Íslandi um Teigsskóg í Þorskafirði fór fram úr björtustu vonum skipuleggjenda en um 90 manns mættu í gönguna 5. júlí sl. Ferðin var farin til að vekja athygli landsmanna á þeim náttúrugæðum sem þarna eru í húfi en til stendur að leggja veg eftir endilöngum skóginum. Teigsskógur er stærsti skógur á Vestfjörðum. Hann er einn ...

10. júlí 2008

Þann 1. júli lauk Bláfánaafhendingum Landverndar fyrir sumarið 2008 á Suðureyri við Súgandafjörð. Að þessu sinni hlutu sex umsækjendur náð fyrir augum alþjóðlegrar dómnefndar og bætast nú tvær nýjar hafnir í hóp Bláfánahafna en það eru Arnarstapahöfn og Suðureyrarhöfn.
Bláfáninn er alþjóðleg viðurkenning sem veitt er rekstraraðilum baðstranda og smábátahafna fyrir góða umhverfisstjórnun. Fáninn segir til um að umhverfi Bláfána-svæðisins ...

03. júlí 2008
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum þann 18. júní að styrkja evrópuverkefni í vistaksturskennslu. Aðrir bakhjarlar verkefnisins verða Toyota á Íslandi og Vátryggingafélag Íslands (VÍS). Landvernd mun annast rekstur verkefnisins á Íslandi og Orkusetrið á Akureyri verður samstarfsaðili við framkvæmd þess og kynningu á því. Landvernd mun sjá um kennsluna með aksturshermum sem hannaðir voru af EcoLife í Belgíu í samstarfi ...
21. júní 2008

Laugardaginnn 21. júní verður opinn veiðidagur í Alviðru frá kl. 11:00-18:00. Hugmyndin er að gefa þeim sem ekki stunda stagveiði alla jafna kost á að kynnast þessari skemmtilegu iðju. Þetta er fimmta árið í röð sem Alviðra og Stangveiðifélag Reykjavíkur hafa samvinnu um opinn veiðidag í Alviðru.

Góð þátttaka hefur verið undanfarin ár og almenn ánægja með framtakið ...

Það sem af er árinu 2008 hafa 38 skólar fengið náð fyrir augum stýrihóps um Grænfána og hafa fengið fána í vor eða fá hann í upphafi skólaárs í haust. Þetta eru 15 leikskólar, 22 grunnskólar og einn framhaldsskóli. 25 þessara skóla eru nú að fá sinn fyrsta fána en hinir að fá fána í annað, þriðja eða jafnvel fjórða ...

10. júní 2008

Í fréttatilkynningu frá Landvernd kemur fram að samtökin hafa sent sveitarstjórn Ölfuss athugasemd um auglýst aðalskipulag en vilja að sérstaklega komi fram að sveitarstjórnin ætti að lýsa yfir vanhæfi sínu. Í umsögn Landverndar segir m.a.:

„Þá er rétt að koma því á framfæri að Landvernd hefur efasemdir um hæfi sveitarstjórnar til þess að fjalla frekar um málið. Sveitarfélagið hefur ...

13. maí 2008

Aðalfundur Landverndar, haldinn 3. maí 2008 í Norræna húsinu í Reykjavík, skorar á stjórnvöld að hefja þegar í stað vinnu um skipulag ferðannavega og ferðamannaleiða.

Greinargerð:
Landvernd hefur áður ályktað um ferðamannavegi og er bent á fyrri samþykktir og hálendisvegaskýrslu Landverndar.
Núverandi ökuleiðir á miðhálendinu ásamt ferðamannaleiðum á láglendi eru ýmist til komnar fyrir tilviljanir, fylgt var fornum reiðleiðum, þær ...

11. maí 2008
Aðalfundur Landverndar, haldinn 3. maí 2008 í Norræna húsinu í Reykjavík, ályktar að skora á stjórnvöld og orkufyrirtæki landsins að gæta aðsjálni, fyrirhyggju og virða þarfir þjóðarinnar um ókomna tíð í nýtingu og virkjun orkuauðlinda landsins, einkum vatnsafls og jarðhita, í samræmi við hina viðurkenndu stefnu stjórnvalda um sjálfbæra þróun. Auðlindir þessar eiga að standa komandi kynslóðum til boða og ...
11. maí 2008

Aðalfundur Landverndar, haldinn 3. maí 2008 í Norræna húsinu í Reykjavík, lýsir verulegum áhyggjum yfir þeim vinnubrögðum sem látin eru viðgangast í tengslum við uppbyggingu stóriðju og annars orkufreks iðnaðar á Íslandi. Því er beint til stjórnvalda að gert verði hlé á frekari uppbyggingu á meðan að vinnubrögð eru lagfærð og færð í nútímalegt horf. Þá er hvatt til þess ...

11. maí 2008

Aðalfundur Landverndar, haldinn 3. maí 2008 í Norræna húsinu í Reykjavík, lýsir yfir stuðningi við að skipulagslöggjöf verði bætt og að komið verði á landsskipulagi á Íslandi. Með landsskipulagi yrði skipulagsvaldið áfram á sveitarstjórnarstiginu en tekið yrði tillit til heildarhagsmuna þjóðarinnar í skipulagsmálum. Mikilvægt er að löggjafinn hafi þar ákveðið stefnumótunarhlutverk.

Aðalfundur Landverndar minnir á ályktun aðalfundar 2006 þar sem ...

11. maí 2008

Aðalfundur Landverndar, haldinn 3. maí 2008 í Norræna húsinu í Reykjavík, hvetur til þess að öll áform Vegagerðarinnar um Gjábakkaveg verði tekin til endurskoðunar.
Aðalfundurinn tekur undir áhyggjur menntamálaráðherra vegna áforma Vegagerðarinnar og hvetur þingmenn Suðurlands til að taka málið upp og finna lausn þar sem tekið er tillit til vel rökstuddra athugasemda um áhrif áformaðrar vegagerðar á Þingvallavatn, þjóðgarðinn ...

11. maí 2008

Aðalfundur Landverndar, haldinn 3. maí 2008 í Norræna húsinu í Reykjavík, skorar á samgönguráðherra að ný r Dettifossvegur verði lagður sem næst núverandi vegi en ekki með Jökulsá, örstutt frá ánni ofan í hamfarahlaupsfarvegi hennar, eins og útboð Vegagerðarinnar gerir ráð fyrir. Fundurinn leggur líka áherslu á að vegurinn vestan Jökulsár verði ferðamannavegur en framtíðarþjóðleiðin verði lögð austan Jökulsár.

Greinargerð ...

11. maí 2008

Aðalfundur Landverndar, haldinn 3. maí 2008 í Norræna húsinu í Reykjavík, hvetur til bindingar á kolefni í gróðri og jarðvegi en minnir um leið á mikilvægi þess að gæta að líffræðilegri fjölbreytni náttúrulegra vistkerfa í allri áætlanagerð sem snýr að bindingu kolefnis í gróðri, jarðvegi og berggrunni til að minnka styrk gróðurhúsalofttegunda í andrúmslofti.

Greinargerð:
Landgræðsla, skógrækt og endurheimt ...

11. maí 2008

Aðalfundur Landverndar, haldinn 3. maí 2008 í Norræna húsinu í Reykjavík, hvetur íbúa Vestfjarða til að hafna áformum um olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum. Olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum fylgir stóraukin og óásættanleg mengunarhætta, bæði staðbundin og ekki síður við strendur landsins, sér í lagi í kringum Vestfirði. Fundurinn fagnar því mikla uppbyggingar- og nýsköpunarstarfi sem Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða, Fjórðungssambandið og aðrir aðilar hafa staðið ...

11. maí 2008

Afgerandi meirhluti atkvæða í netkonsingu Landverndar um Gjábakkaveg vill að núverandi vegstæði verði fært til betri vegar. Gild atkvæði voru 1.351 en 15 atvæði reyndust ógild. Aðferðafræðin sem kosningin byggðist á nefnist raðval og gefur kost á að velja um 1.-5. sæti. Útkoma stigareikninga var þessi:

Leið 1, lagfæring núverndi vegstæðis: 4.039,0
Leið 2, vegur norðan ...

Með það fyrir augum að leiða í ljós vilja landsmanna varðandi Gjábakkaveg hefur Landvernd í samvinnu við Lþðræðissetrið, Morgunblaðið og mbl.is efnt til netkosninga um legu vegarins. Fimm leiðir eru kynntar og kostir þeirra og gallar dregnir fram á óhlutdrægan hátt. Undirbúningur efnis var á höndum Freysteins Sigurðssonar, Þórunnar Pétursdóttur og Guðrúnar Tryggvadóttur stjórnarmanna í Landvernd.

Kosningaraðferðin sem beitt ...

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra boðaði til blaðamannafundar í dag kl. 16:00 þar sem tilkynnt yrði um úrskurða ráðuneytisins varðandi kæru sem Landvernd lagði fram v. álits Skipulagsstofnunar á umhverfismati v. álvers í Helguvík. Því er skemmst frá að segja að ráðherra úrskurðaði á þann veg að kæru Landverndar er vísað frá. Það þýðir með öðrum orðum að ekki verði gerð ...

Í yfirlýsingu frá Landvernd segir:

Náttúruverndarsamtök Íslands hafa sent Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála stjórnsýslukæru vegna útgáfu byggingarleyfis fyrir álver í Helguvíks. Náttúruverndarsamtökin krefjast þess að framkvæmdaleyfin sem gefin voru út af sveitarstjórnum Reykjanesbæjar og Garðs þann 12. mars. s.l. verði fellt úr gildi. Til bráðabirgða er þess krafist að framkvæmdir verði stöðvaðar án tafar þar til mál þetta hefur ...

28. mars 2008
Landvernd hefur kært ákvörðun Skipulagsstofnunar er varðar álver á Húsavík
Landvernd hefur sent umhverfisráðuneytinu kæru þar sem krafist er ógildingar á ákvörðun Skipulagsstofnunar um að ekki skuli fara fram heildstætt mat á umhverfisáhrifum álversins á Bakka og tengdra framkvæmda. Í kæru sinni tekur Landvernd undir með Umhverfisstofnun sem leggur áherslu á að meta eigi umhverfisáhrif framkvæmdanna sameiginlega.

Af hálfu sveitarstjórna ...

Landvernd boðar til samkeppni um umhverfisfrétt í framhaldsskólum landsins. Samkeppnin er styrkt af Umhverfisfræðsluráði og Gámaþjónustunni hf. Verðlaun verða veitt fyrir bestu fréttirnar: Keppnin er unnin í anda alþjóðlega verkefnisins Ungir umhverfisfréttamenn. Verðlaun fyrir bestu fréttirnar eru:

  1. sæti 30.000 kr.
  2. sæti 20.000 kr.
  3. sæti 10.000 kr.

Ef þátttaka verður mikil kemur til greina að veita fleiri verðlaun ...

11. mars 2008

Þegar raunhæfi virkjunarkosta álvers í Helguvík er skoðað kemur í ljós að óraunhæft er fyrir Norðurál að fá mikið meira en 100 – 150 MW af þeim 435 MW sem til þarf. Þau 285 – 335 sem standa út af borðinu verða torsótt sökum umdeildra orkuflutninga, stefnu sveitarfélaganna sem ráða yfir jarðhitaauðlindunum og breyttrar stefnu Orkuveitu Reykjavíkur.

Fyrirvarar forsætisráðherra
Í Morgunblaðinu þann ...

26. febrúar 2008

Um þessar mundir er Landvernd að kynna Bláfánann fyrir rekstraraðilum smábátahafna og baðstranda og er frestur til að sækja um og/eða endurnýja aðild fyrir árið 2008 til 21. febrúar nk.

Umsóknareyðublaðið fyrir smábátahafnir er að finna hér. Umsóknareyðublaðið fyrir baðstrendur er að finna hér. Umsækjendur geta einnig haft samband við skrifstofu Landverndar og beðið um að fá umsóknareyðublað sent ...

26. janúar 2008

Nú þegar að kaupgleði landans er að ná hæstu hæðum og flestir halda að gefa þurfi efnislegar gjafir er gott að hafa í huga að góðar gjafir geta verið af allt öðrum toga.

Á vef Landverndar er stungið upp á því að þetta árið verði leitað nýrra og frumlegri leiða. Gefðu það fínasta og dýrmætasta sem þú átt, tíma og ...

26. nóvember 2007

Landvernd hefur undanfarin sumur staðið fyrir ferðum í samvinnu við Ferðafélag Íslands. Farið hefur verið á svæði sem orkufyrirtækin hafa horft til með það fyrir augum að anna þeirri eftirspurn eftir orku sem áform um frekari uppbyggingu á stóriðju hefur í för með sér. Leiðsögumenn í þessum ferðum hafa verið úr röðum fræðimanna og náttúruunnenda og hafa þeir í aðdraganda ...

04. nóvember 2007
Landvernd hefur krafist þess að álit Skipulagsstofnunar vegna álvers í Helguvík verði ógilt og að fram fari lögformlegt umhverfismat á framkvæmdunum í heild sinni; álveri og flæðigryfju, háspennulínum og virkjunum, t.d. í Krþsuvík og Bitruvirkjun við Ölkelduháls.

Landvernd hefur kært ákvörðun Skipulagsstofnunar um að nýta ekki heimildir sínar til þess að láta framkvæma heildstætt umhverfismat fyrir álver í Helguvík ...
31. október 2007

Landvernd hefur sett fram frumhugmyndir um úrbætur í samgöngum á Vestfjörðum. Með veggangavæðingu landshlutans má með varanlegum hætti bæta samgöngur á Vestfjörðum. Með veggöngum má komast hjá þeirri áníðslu á umhverfi, landslag og náttúru sem gjarnan fylgir því að þvera firði og krækja vegum út fyrir nes og tanga. Hér er á ferðinni hugmyndasmíð til nánari athugunar og til þess ...

21. október 2007
Eins og kunnugt er stendur styr um vegstæði ný s svokallaðs Gjábakkavegar (Lyngdalsheiðarvegar) en sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur sóst eftir að lagður yrði ný r heilsársvegur á þessum slóðum til þess að bæta vegasamgöngur.

Vegagerð ríkisins hefur lagt til veg norðan við Lyngdalsheiði og vestur að Þingvallavatni sem á að vera heilsársfær með 90 km/klst hámarkshraða (Leið 3+7). Hlutverk ...

Í fréttatilkynningu frá Landvernd segir:

Umhverfisráðherra hefur hafnað þeirri kröfu Péturs M. Jónassonar vatnalíffræðings að taka til frekari skoðunar mat á umhverfisáhrifum Gjábakkavegar.

Umhverfisráðherra segir í bréfi til Péturs að ráðuneytið líti svo á að því beri að túlka lög sem heimila endurupptöku mála mjög þröngt. Umhverfisráðherra virðist með þessu sýna varúðarreglunni lítinn skilning, en varúðarreglan er ein megin grunnregla ...

01. október 2007

Landvernd skorar á Hitaveitu Suðurnesja vegna Múlavirkjunar.

Orkusamningur verði endurskoðaður ellegar sagt upp
Með ákvörðun sinni um að gera tilteknar breytingar á virkjuninni braut Múlavirkjunar ehf. gegn ákvæðum skipulags- og byggingarlaga og í ferlinu hefur e.t.v. einnig verið brotið á fleiri lögum. Nánari skoðun mun væntanlega leiða það í ljós. Landvernd telur orkukaup Hitaveitu Suðurnesja ekki samræmast umhverfisstefnu ...

20. september 2007

Í frétt á vef Landverndar kemur fram að forsendur fyrir byggingu álvers í Helguvík séu í raun brosnar þar sem byggingarnefnd Grindavíkur hafnaði nýjum háspennulínum nema að þær yrðu lagðar í jörðu eða lægju samhliða núverandi háspennulínum. Í fréttinni segir m.a.:

Á fundi hjá skipulags og bygginganefnd Grindavíkur þann 13. september 2007 var öllum valkostum Landsnets um orkuflutninga í ...

15. september 2007
Landvernd og SUNN, Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi, hafa sent umhverfisnefnd og iðnaðarnefnd Alþingis erindi þar sem óskað er eftir opinberri rannsókn á útgáfu á leyfi til jarðhitarannsókna í Gjástykki. Hið umdeilda leyfi var gefið út tveimur dögum fyrir síðustu Alþingiskosningar. Samtökin biðja um að rannsóknarleyfið verði afturkallað ef rannsóknin leiðir í ljós galla á málsmeðferðinni.

Landsvirkjun sótti um leyfi ...
01. september 2007

Landvernd hefur farið þess á leit við Skipulagsstofnun að stofnunin kalli eftir niðurstöðum jarðfræðirannsókna sem fram hafa farið á fyrirhuguðum virkjunarsvæðum Þjórsár eftir að umhverfismat fyrir virkjanirnar fór fram.

Ný gögn um jarðfræði svæðisins kunna að hafa breytt forsendum verulega frá því að úrskurðir stofnunarinnar lágu fyrir í ágúst 2003 enda var jarðfræði svæðisins ekki nógu vel þekkt á þeim ...

31. ágúst 2007

Í frétt á vef Landverndar er fjallað um umsögn Umhverfisstofnunar varðandi virkjunar Hverfisfljóts:

Umhverfisstofnun telur að framkvæmdir vegna virkjunar Hverfisfljóts geti haft í för með sér umtalsverð sjónaræn áhrif og breytingar á ásýnd lands. Þetta kemur fram í umsögnum sem stofnunin sendi Skipulagsstofnun þegar unnið var að ákvörðun um hvort framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Í umsögnum sínum bendir ...

23. júlí 2007

Í frétt á vef Landverndar segir að samtökin hafi sent bygginganefnd Eyja- og Miklaholtshrepps erindi vegna Múlavirkjunar. Með erindinu er þess krafist að virkjunin verði lagfærð til samræmis við þau gögn sem lágu til grundvallar ákvörðun Skipulagsstofnunar um að virkjunin skyldi ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Þann 7. nóvember 2003 tók Skipulagsstofnun ákvörðun um að Múlavirkjun skyldi ekki háð mati ...

23. júlí 2007

Landvernd efnir til ljósmyndakeppni undir yfirskriftinni „Augnablik í eldfjallagarði“.

Í eldfjallagarðinum, frá Reykjanesi að Þinvallavatni, er að finna fjölbreytilegt myndefni allt frá fjörum, brimi og sjávarklettum upp í hverasvæði, gíga og hrauntraðir í hálendislandslagi. Þemu keppninnar eru hverir, jarðmyndanir og náttúruperlur. Í dómnefnd keppninnar sitja ljósmyndararnir Ellert Grétarsson og Oddgeir Karlsson auk fulltrúa Landverndar sem er Guðrún Tryggvadóttir myndlistarmaður. Skilafrestur ...

13. júlí 2007

Í frétt á vef Landverndar frá 29. júní 2007 er ítarlega umsögn og umfjöllun um frummatsskýrslu um áætlað álver Norðuráls í Helguvík segir m.a.:

Frummatsskýrslan gefur þokkalega mynd af þeim umhverfisáhrifum sem hún fjallar um en því miður fjallar hún aðeins um lítið brot af þeim umhverfisáhrifum sem óhjákvæmilega myndu fylgja álveri í Helguvík. Því telur Landvernd frummatsskýrsluna eina ...

02. júlí 2007

Landvernd og Ferðafélag Íslands standa fyrir ferð um Ölkelduháls sunnudaginn 27. maí. Þetta er önnur ferð samtakanna á sumrinu. Björn Pálsson, héraðsskjalavörður, og Freysteinn Sigurðsson, varaformaður Landverndar, munu flytja erindi um náttúrufar og sögu svæðanna sem gengið verður um.

Lagt verður af stað úr Mörkinni 6 kl. 9:00 og hefst fræðslufundur í hótel Eldhestum klukkan 10:00. Þar munu ...

25. maí 2007
Aðalfundur Landverndar hvetur stjórnvöld að hefja nú þegar grunn- og yfirlitsrannsóknir (m.a. kortlagningu) á náttúrufari Íslands af röggsemi og staðfestu, sem skili nauðsynlegum þekkingar- og upplýsingagrunni undir ákvarðanir stjórnvalda um náttúruvernd, nýtingu og verndun náttúruauðlinda, áhrif meiri háttar framkvæmda á umhverfið, þol náttúrulegs umhverfis gegn mannlegu áreiti og aðra þá þætti, sem leiðir af stjórnsýslu og ...
06. maí 2007
Aðalfundur Landverndar lýsir áhyggjum vegna tillagna starfshóps um stækkun friðlandsins í Þjórsárverum sem skipaður var af umhverfisráðherra í lok árs 2006. Í tillögu hópsins er ekki gert ráð fyrir stækkun friðlandsins í suður en ganga þarf þannig frá verndun Þjórsárvera að verndunin nái ekki aðeins yfir allt votlendið heldur allt gróðurlendið og að verin séu vernduð í viðeigandi heild ...
06. maí 2007
Aðalfundur Landverndar beinir því til Alþingis að móta landskipulagsstefnu sem myndi fela umhverfisráðherra að vinna skipulag sem nær til landsins alls.
Landsskipulag skal hafa hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar að leiðarljósi. Þar til heildstætt landsskipulag, þar sem m.a. er fjallað um miðhálendi Íslands, liggur fyrir ber að gera hálendið að griðasvæði sem hlíft verður við hverskyns framkvæmdum, s.s. uppbyggðum vegum ...
06. maí 2007

Aðalfundur Landverndar varar við frekari ákvörðunartöku um uppbyggingu á stóriðju og tilheyrandi virkjunum a.m.k. þar til 2. áfangi rammaáætlunar liggur fyrir.
Rammaáætlun getur, ef vel tekst til, gefið stjórnvöldum heildstætt yfirlit yfir virkjunarkosti landsins þar sem horft hefur verið til áhrifa á umhverfi, efnahag og samfélag. Slíkt yfirlit er forsenda þess að hægt sé að taka skynsamlegar ákvarðanir ...

06. maí 2007

Aðalfundur Landverndar beinir því til sveitarstjórna á höffuðborgarsvæðinu að standa vörð um náttúrufarslega verðmæt svæði svo sem græn svæði, vatnasvæði, náttúrulegar fjjörur og önnur lítt röskuð landssvæði innan marka sveitarfélaga. Bæta þarf samræmingu í skipulagsáætlunum sveitarfélaganna og auka vægi svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins.

Greinargerð:
Á undanförnum árum hefur verið sótt að náttúrufarslega verðmætum svæðum á höfuðborgarsvæðinu. Sem ný leg dæmi má ...

06. maí 2007
Aðalfundur Landverndar hvetur stjórnvöld til að grípa til nauðsynlegra aðgerða til þess að fyrirbyggja hugsanleg mengunarslys vegna stórskipaumferðar við Ísland.
Skilgreina þarf siglingaleiðir og sjá til þess að dráttarskip séu til taks á Íslandi.

Dráttarskip
Brýnt er að öflug dráttarskip verði fengið hingað til lands án tafar og séu ávallt til taks til þess að bregðast við til að ...
06. maí 2007

Aðalfundur Landverndar árið 2007, haldinn að Sólheimum í Grímsnesi, 5. maí 2007
ályktar um samgöngur á Vestfjörðum:

Mælt er með því að við vegagerð á Vestfjörðum verði í ríkari mæli horft til jarðganga sem valkost. Með jarðgöngum á milli fjarðarbotna mætti víða stytta vegalengdir og bæta umferðaröryggi á sama tíma og komið yrði í veg fyrir óþarft umhverfisrask, sbr. raskið ...

06. maí 2007
Aðalfundur Landverndar árið 2007, haldinn að Sólheimum í Grímsnesi, 5. maí 2007,
áyktar:

Brýnt er að við frekari uppbygginu vega um óbyggð svæði verði gerður greinarmunur á milli ferðamannavega og almennra vega bæði hvað varðar gerð vega og val á staðsetningu. Almennir vegir skulu þá almennt byggðir með það að leiðarljósi að gera vegfarendum og flutningabílum mögulegt að komast ...
06. maí 2007
Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndar- samtök Suðurlands, Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi, Náttúruvaktin, Garðyrkjufélag Íslands, Landvernd og Framtíðarlandið kostuðu öll vinnslu við lag Jóhanns G. Jóhannssonar, „Hálendi Íslands“. Útsetningar og upptökustjórn annaðist Pétur Hjaltested.

Listamennirnir sem að verkinu komu voru, Ásgeir Óskarsson, Björgvin Gíslason, Pétur Hjaltested, Róbert Þóroddsson, Hörður Torfason, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Magnús Þór Sigmundsson, Ragnheiður Eiríksdóttir, Heiða Ólafsdóttir, Steindór Andersen ...

Í gær var 5 grunnskólum veitt viðurkenningin „Varðliðar umhverfisins“ á degi umhverfisins sem haldin var hátíðlegur í gær. Þeir grunnskólar sem hlutu viðurkenninguna voru Grunnskóli Tálknafjarðar fyrir umhverfissáttmála, Foldaskóli fyrir ljósmyndaverkefni sem fjallaði um mengun og sorphirðu, bekkur 53 í Hólabrekkuskóla fyrir verkefnið ruslpóstur, 9. bekkur Álftamýraskóla fyrir verkefnið „Við eigum aðeins eina jörð“ og Lýsuhólsskóli fyrir stikun gönguleiða um ...

Náttúruverndarsamtök Íslands undirbúa nú að kæra framkvæmdaleyfið fyrir Heiðmörk.

Bæði Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands undirbúa nú að kæra framkvæmdaleyfið fyrir Heiðmörk. Samtökin segja leyfið ekki í samræmi við aðalskipulag. Þá hafa menn frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur skoðað trén sem fjarlægð voru úr Heiðmörkinni og segja að þau virðist ónýt.


Umhverfisráðuneytið, Landvernd og Náttúruskóli Reykjavíkur boða til verkefnasamkeppni grunnskólabarna.
Keppnin er ætluð ungu fólki í 5. til 10. bekk. Keppnin á að hvetja ungt fólk til góðra verka í umhverfisvernd, vekja athygli á sýn ungs fólks á umhverfismál og kalla eftir leiðsögn yngri kynslóðarinnar á því sviði. Mikil vakning er nú að eiga sér stað varðandi nátturukennslu og útikennslu en ...

Skrifstofa Landverndar er þessa daga að senda bréf til nokkura hafna á landinu til að vekja athygli á Bláfánanum. Í bréfinu segir að hafnarstjórnir sem sækjast eftir Bláfánanum á árinu 2007 þurfa að leggja inn umsókn eigi síðar en 20. febrúar 2007. Í dag flagga tvær hafnir Bláfánanum, Stykkishólmshöfn og höfn Borgarfjarðar Eystri auk þess sem Bláfáninn blaktir við tvær ...

Skiptar skoðanir varðandi ákvörðunaferlið með eða móti álveri í Helguvík, eru fram settar í ýmsu formi á síðum Morgunblaðsins í dag. Í leiðara er krafan um lýðræðislegar kosningar og ákvarðantöku á lýðræðislegum grunni ítrekuð. Meiriháttar ákarðanir sveitarfélaga skulu settar í hendur íbúanna enda fáist enginn samhugur til framtíðar á annan hátt. Það sanni reynslan af Kárahnjúkavirkjun. Það á heldur ekki ...
Í gærmorgun var því slegið upp á forsíðu Fréttablaðsins að „umhverfið verði tekið fram yfir tugi milljóna“. Var þar átt við að Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanessbæjar ætli að sýna þvílíkan nágrannakærleik og umhverfisvitund með því að „ýta hluta álversins fyrirhugaða í Helguvík“ inn á land sem tilheyrir sveitarfélaginu Garði. Í fyrsta lagi hefur það ekki legið fyrir nema sem tillögur ...
Á heimasíðu Vistverndar í verki er að finna skemmtilega umfjöllun um vistvænt jólahald og, vistvænar jólagjafahugmyndir, jólahreingerninguna, jólapappír, jólatré og fleira.
Við höfum öll val um á hvern hátt við undirbúum jólin og hvort við tökum þátt í dansinum sem kaupmenn leggja upp fyrir okkur. Við getum spurt sjálf okkur; hvað viljum við? Gamlir vanar geta verið góðir og gildir ...
Niðurstöður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála mun hljóma ankannalega í eyrum þeirra er leið eiga framhjá Ingólfsfjalli um alla framtíð, en fyrir stuttu hlaut áframhaldandi og stóraukin efnistaka ofan af fjallinu blessun nefndarinnar. Landvernd og Náttúruverndarsamtök Suðurlands höfðu krafist ógildingu framkvæmdaleyfis þess sem hreppsnefnd Ölfuss hafði gefið fyrir efnistökunni, þvert á ráðleggingar og niðurstöður Skipulagsstofnunar. Skipulagsstofnun sem hefur ekki lengur síðasta ...

Í frétt hér á Náttúrunni frá 11. 11. 2006 er fjallað um kæru Landverndar, Björns Pálssonar og Eldhesta til Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, varðandi svokallað „bráðabirgða-framkvæmdaleyfi sem sveitarfélagið Ölfus gaf út til að Orkuveita Reykjavíkur gæti unnið að vegagerð og hafið tilraunaboranir á svæðinu. Eins og fram kemur í kærunni er slíkt leyfi þ.e. „bráðabirgða-framkvæmdaleyfi“ orð sem ekki hefur ...

Í fréttatilkynningu frá Berg Sigurðssyni framkvæmdastjóra Landverndar kemur fram að samtökin hafa sent umhverfisráðherra áskorun þar sem ráðherra er hvattur til þess að taka kæru Guðrúnar S. Gísladóttur til efnislegrar meðhöndlunar. Umhverfisráðherra er í sjálfsvald sett að túlka ákvæði stjórnsýslulaga um kæruaðild þröngt eða hvort rýmri túlkun, í anda Árósarsamningsins, eigi betur við í málinu.

Áður en lögum um mat ...

Landvernd hefur sent Nefndarsviði Alþingis umsögn um þingsályktunartillögu um stækkun friðlandsins í Þjórsárverum.

Það er einlæg von Landverndar að þingsályktunartillaga um stækkun friðlandsins í Þjórsárverum nái fram að ganga. Mikilvægt er að við ákvörðun á endanlegum mörkum friðlandsins verði horft til náttúrufars og landslagsheilda. Með slíkri nálgun má ætla að svæðið verði mun líklegra en ella til þess að komast ...

Dagana 13. og 14. október verður haldið leiðbeinendanámskeið hjá Vistvernd í verki. Kennt verður kl. 13:30-19:00 á föstudag og 10:00-17:00 á laugardag. Nemendur fá á námskeiðinu góða innsýn inn í hugmyndafræði verkefnisins, heildaryfirsýn yfir uppbyggingu og framkvæmd ásamt þjálfun í aðferðum sem nýtast vel í allri stjórnun, fundahöldum og ,,mannauðsvirkjun". Umsóknir um þátttöku sendist á netfangið ...

Landvernd hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna áforma um virkjun Héraðsvatna:
Landvernd varar sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar við því að festa virkjunarkosti við Villinganes og Skatastaði inn á aðalskipulag. Engin ákveðin áform eru uppi um virkjun Jökulsár Austari við Skatastaði og því ótímabært að festa þá virkjun inn á aðalskipulag.
Villinganesvirkjun hefur í för með sér umtalsverð óafturkræf umhverfisáhrif og orkuöflun ...

Vistvernd í verki sem er íslenska heitið á Global Action Plan for the earth (GAP), alþjóðlegu umhverfisverkefni fyrir heimili en Ísland er eitt af 19 löndum sem verkefnið hefur náð fótfestu í. Markmið verkefnisins er að styðja og hvetja fólk til að taka upp vistvænni lífsstíl skref fyrir skref á þeim hraða sem hver velur sér. Vistvernd í verki byggist ...

Landvernd mun kynna framtíðarsýn sína um Reykjanesskagann sem eldfjallagarð og fólkvang í Norræna húsinu þ. 07. 09 kl. 13:00. Fjallað verður um þá fjölmörgu möguleika sem svæðið hefur upp á að bjóða í náttúruvernd, útivist, ferðaþjónustu og nýtingu jarðvarma og jarðhitaefna.
Fundarstjóri verður Björgólfur Thorsteinsson, formaður Landverndar.

Kæru Landverndar og Náttúruverndarsamtaka Suðurlands frá 11.05.2006 var í dag svarað af úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála með því að koma til móts við kröfur samtakanna um tafarlausa stöðvun efnistöku úr Þórustaðanámu þar til málið er til lykta leitt. Þó er hér einungis um stöðvun efnistöku samkvæmt áætlun sem landeigendur Kjarrs hafa gert um að taka 2 millj. rúmmetra ...

Eins og fjallað hefur verið um hér á síðum Náttúrunnar, gaf bæjarstjórn Ölfuss grænt ljós á áframhaldandi efnistöku úr Þórustaðanámu, til a.m.k. 8 ára, þrátt fyrir álit Skipulagsstofnunar þess efnis að aðstandendur Þórustaðanámu yllu óásættanlegum og óafturkræfum umhverfisspjöllum með frekari námuvinnslu í fjallinu. Var um tímamótaúrskurð að ræða þar sem nú reyndi í fyrsta sinn á hvaða vald ...

Þann 12. maí síðastliðinn fengu fyrirtækin Hafsúlan hvalaskoðun og Elding hvalaskoðun leyfi til að flagga bláfánaveifu á skipum sínum. Veifan er viðurkenning fyrir að hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um að reynt sé eftir fremsta megni að stuðla að umhverfisvernd í fyrirtækjunum. Bláfánaveifan jafngildir þó ekki Bláfánanum sjálfum heldur er merki um að fyrirtækið hefur undirritað „viljayfirlýsingu“ og því farið að ...

Bergur Sigurðsson tekur við starfi framkvæmdastjóra Landverndar í dag. Hann er með Cand Scient (M.Sc.) í umhverfisefnafræði og Cand Mag (B.Sc.) í efnafræði frá háskólanum í Osló og leggur nú stund á MBA nám við Háskóla Íslands. Bergur var áður sviðsstjóri á umhverfissviði og staðgengill framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Bergur hefur lengi sinnt náttúruverndar- og umhverfisstarfi og hefur m ...

Árlegur aðalfundur Landverndar var haldinn í Garðaholti í Garðabæ þ. 29. apríl. Meðal fundarefnis var kynning árssýrslu (sjá ársskýrslu Landverndar 2005-2006), almenn aðalfundarstörf og mörg áhugaverð dagskráratriði þ.á.m. að ný ráðinn framkvæmdastjóri Landvernar, Bergur Sigurðsson, var boðinn velkominn til starfa en hann tekur við starfinu þann 1. maí. Tryggvi Felixson, fráfarandi framkvæmdastjóri til sjö ára var kvaddur og ...

Vistvæn jól - er hugtak sem farið er að nota yfir það þegar að ekki er hvað sem er keypt, notað og hent án tillits til raunverulegra nota, eyðslu, mengunar eða endurnýtanleika, til að halda jól. Nútíma jól kalla á óstjórnlegt taumleysi í innkaupum þar sem hin ímyndaða þörf er látin gnæfa yfir afleiðingarnar. Með hugtakinu „vistvæn jól“ er verið að ...

Dagana 18. og 19. nóvember var haldið Umhverfisþing 2005 á Hótel Nordica.
Málefni þingsins voru „endurskoðun á stefnu um sjálfbæra þróun“. Umhverfisþing er haldið annað hvert ár skv. ákvæðum í 10.gr. laga um náttúruvernd nr. 44/1999. Umhverfisþingið í ár var helgað endurskoðun á stefnu ríkisstjórnarinnar um sjálfbæra þróun sem samþykkt var árið 2002 og gefin út í ritinu ...

Nýtt efni:

Skilaboð: