Drög að breytingum á starfsreglum verkefnisstjórnar verndar- og orkunýtingaráætlunar til umsagnar
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, í samráði við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, óskar eftir umsögnum um drög að breytingum á starfsreglum verkefnisstjórnar verndar- og orkunýtingaráætlunar.
Starfsreglur verkefnisstjórnar voru undirritaðar af ráðherra 22. maí 2015 og birtust í Stjórnartíðindum 22. júní 2015. Í kjölfarið hafa ráðuneytinu borist ábendingar um tiltekin atriði í starfsreglum sem þyrfti að skýra frekar. Ráðuneytið hefur nú brugðist við þeim ábendingum með því að leggja til breytingar á ákveðnum atriðum starfsreglanna í samstarfi við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið.
Í tillögunum eru meðal annars lagðar til breytingar á ákvæðum starfsreglna verkefnisstjórnar er snúa að endurmati virkjunarkosta sem þegar hafa verið flokkaðir í verndarflokk eða nýtingarflokk í fyrri áætlunum, nánari ákvæði um hæfi fulltrúa í verkefnisstjórn og faghópum, ákvæði um hlutverk verkefnisstjórnar auk annarra atriða sem gerðar hafa verið athugasemdir við.
Umsögnum um breytingatillögurnar skal skilað fyrir 22. febrúar nk.(ath. var áður 12. febr. en fresturinn hefur verið framlengdur) á netfangið postur@uar.is eða í bréfpósti, á umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Skuggasundi 1, 101 Reykjavík.
Drög að breytingum á starfsreglum verkefnisstjórnar verndar- og orkunýtingaráætlunar (pdf skjal).
Birt:
Tilvitnun:
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið „Drög að breytingum á starfsreglum verkefnisstjórnar verndar- og orkunýtingaráætlunar til umsagnar“, Náttúran.is: Feb. 3, 2016 URL: http://nature.is/d/2016/02/03/drog-ad-breytingum-starfsreglum-verkefnisstjornar-/ [Skoðað:Dec. 9, 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: Feb. 12, 2016