Gálgahraun – samstöðufundur um náttúruvernd og tjáningarfrelsi á Íslandi 10/17/2014

Þann 21. október kl 17.00 verður samstöðufundur náttúruverndarsinna og mótmælenda á Íslandi haldinn við Garðastekk við Álftanesveg undir nafninu Gálgahraun – samstöðufundur um náttúruvernd og tjáningarfrelsi á Íslandi.

Fyrir ári síðan réðst 60 manna lögreglulið og jarðýta gegn hópi fólks  sem mótmælti á friðsaman hátt lagningu nýs Álftanesvegar um Gálgahraun. Yfir 20 manns voru handteknir, færðir á lögreglustöð og margir settir í einangrun. Níu þeirra voru síðar ákærð og þann 9. október síðastliðinn gerðist sá alvarlegi atburður að Héraðsdómur Reykjaness ...

Kýlingar í Friðlandi að Fjallabaki. Verðlaunaljósmynd Roar Aagestad í ljósmyndaleik Hjarta landsins.Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands, Ferðafélag Íslands, Ferðafélagið Útivist, Ferðaklúbburinn 4x4, Framtíðarlandið og SAMÚT (Samtök útivistarfélag) bjóða til hálendishátíðar í Háskólabíói.

Með stuttum ræðum í bland við tónlist, myndbönd og skemmtiatriði mun athygli verða vakin á fyrirhuguðum framkvæmdum á hálendi Íslands og mikilvægi þess að vernda hálendið.

Meðal listamanna sem fram koma eru AmabadAma og Andri Snær. Frítt inn og allir velkomnir ...

Gunnsteinn Ólafsson flytur ávarp fyrir hönd níumenninganna. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Bubbi Mortens stóð fyrir tónleikunum og flutt tvö lög. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Prins Póló flutti nokkur lög á tónleikunum. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.KK flutti nokkur lög á tónleikunum. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Uni Stefson flutti nokkur lög á tónleikunum. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Salka Sól og Abama dama fluttu nokkur lög. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Ómar leiðir fjöldasöng í lok tónleikanna. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Hér á eftir fer ávarp Gunnsteins Ólafssonar á Gálgahraunstónleikunum í Háskólabíói þ. 29. október sl. en tónleikarnir voru skipulagðir af Bubba Mortens til styrktar níumenningunum í Hraunavinum er handteknir voru sl. haust og dæmdir í fjársektir í Hæstarétti fyrir að verja Gálgahraun friðsamlega:

Undarleg ósköp að deyja
hafna í holum stokki
himinninn fúablaut fjöl
með fáeina kvisti að stjörnum.

Þannig ...

Lögreglumenn við handtökur í Gálgahrauni, ljósm. Framtíðarlandið.Þann 21. október kl 17.00 verður samstöðufundur náttúruverndarsinna og mótmælenda á Íslandi haldinn við Garðastekk við Álftanesveg undir nafninu Gálgahraun – samstöðufundur um náttúruvernd og tjáningarfrelsi á Íslandi.

Fyrir ári síðan réðst 60 manna lögreglulið og jarðýta gegn hópi fólks  sem mótmælti á friðsaman hátt lagningu nýs Álftanesvegar um Gálgahraun. Yfir 20 manns voru handteknir, færðir á lögreglustöð og margir ...

17. October 2014

Ensk útgáfa af Náttúrukorti Framtíðarlandsins fór í loftið í dag, á Degi íslenskrar náttúru.

Með því fá ekki aðeins Íslendingar heldur heimurinn allur yfirsýn yfir þann fjársjóð sem íslensk náttúra hefur að geyma og um leið þá ógn sem stafar af ásælni í orku hennar. Vonandi mun sú þekking stækka hóp þeirra sem koma landinu til verndar.

Fegurstu staðir landsins ...

Grafið fyrir Gálgahrauni haustið 2013.Náttúruverndarhreyfingin á Íslandi mótmæla aðför að níu-menningunum úr Gálgahrauniog hvetja þau alla þá sem láta sér annt um náttúru Íslands og frelsið til að mótmæla athöfnum stjórnvalda til að mæta í Héraðsdómi Reykjaness í Hafnarfirði kl. 9.00 á fimmtudaginn 11. september til stuðnings níu-menningunum en þá  hefjast vitnaleiðslur í Héraðsdómi Reykjanes í sakamáli sem Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur höfðað ...

Náttúruverndarþing 2014 verður haldið laugardaginn 10. maí, kl. 10:00-17:00 í húsi Ferðafélags Íslands í Mörkinni og eru allir vekomnir á þingið.

Dagskrá:

10:00-10:10 Opnun: Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar

10:10-11:00 Náttúruverndarupplýsingaveitur:

 • María Ellingsen frá Framtíðarlandinu kynnir Náttúrukortið
 • Guðrún Tryggvadóttir og Einar Bergmundur frá Náttúran.is kynna Græna kortið
 • Guðmundur Hörður Guðmundsson formaður Landverndar kynnir ...

Þriðja sérleyfið vegna olíuleitar á Drekasvæðinu verður undirritað í dag, þann 22. janúar, í Þjóðmenningarhúsinu. Undirrituð samtök telja að olíuleit á norðurslóðum stangist á við skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum og ógni lífríki á svæðinu.

Loftslagsbreytingar eru stærsta vandamál sem mannkynið stendur frammi fyrir. Fimmta skýrsla Vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar sem kom út s.l. haust tekur af allan vafa ...

Í dag réðst starfsmaður Íslenskra Aðalverktaka að nokkrum Hraunavinum þar serm þeir voru að kanna aðstæður við Gálgahraun og ógnaði þeim með gröfu. Það er ekki hægt að búa við svona ógnanir í lýðræðissamfélagi og það er því brýnt að allt náttúruverndarfólk standi saman, mótmæli þessu og hindri frekari skemmdarverk á Gálgahrauni. Í dag náðu gröfur verktakanna að hraunjaðrinum að ...

Næstkomandi fimmtudag, Uppstigningardag, mun náttúruverndarhreyfingin bjóða alla náttúruunnendur velkomna til Krýsuvíkur til viðburðar undir heitinu Verjum Krýsuvík!

Boðið verður upp á nokkrar léttar og fræðandi gönguferðir um svæðið. Geta þátttakendur valið þá göngu sem þeir vilja eða farið í allar göngurnar sem leiddar verða af staðkunnugum jarðfræðingum. Leitast verður við að svara spurningum um náttúru og sögu þess merkilega náttúru- ...

Miðvikudaginn 1. maí verður græn ganga á vegum samtaka um náttúru- og umhverfisvernd. Gangan verður farin niður Laugaveg í kjölfar kröfugöngu verkalýðsfélaganna. Í lokin verður grænum fánum stungið niður á Austurvelli við Alþingi. Göngumenn eru hvattir til að mæta í einhverju grænu. Hist verður á Snorrabraut við Hlemm kl. 13. Gangan hefst hálftíma síðar.

Efnt er til grænnar göngu til ...

Framtíðarlandið telur niður í jólin ásamt jólasveinunum sem fara um Náttúrukortið.

Jólasveinarnir tengja saman óbyggðir og byggðir. Þeir koma yfir fjöll og dali, ár og vötn og sjá margt á ferðum sínum. Ómar Ragnarsson er í beinu sambandi við þá og sendir okkur daglega, fram að jólum, vísur af ferðum þeirra um náttúru Íslands, yfir svæði þar sem hætta steðjar ...

Fimmtudaginn 23. ágúst s.l. lést Anna Steinunn Ágústsdóttir (f. 1959), en hún var í stofnhópi Framtíðarlandsins og átti drjúgan þátt í að móta starfsemi félagsins.

Anna Steinunn var afgerandi í umhverfisbaráttu hér á landi í mörg ár. Hún kom að gerð kortsins “Ísland örum skorið” og póstkorta sem þeim fylgdu og voru tilnefnd til íslensku auglýsingaverðlaunanna. Plakat fyrir Háskólabíófundinn ...

02. September 2012

Ísland liggur nú á teikniborði Alþingis með tilkomu 2. áfanga rammaáætlunar um vernd og nýtingu náttúrusvæða með áherslu á vatnsafl og jarðhitasvæði. Áttatíu virkjunarhugmyndir eru uppi, velflestar á svæðum sem eru einstök fyrir stórbrotið landslag og náttúrufegurð. Framtíðarlandið blandar sér í þessa umræðu með því að setja nýjan vef í loftið með Náttúrukortið í forgrunni. Þar geturðu flogið yfir landið ...

10. February 2012

Föstudaginn 16. september, kl 12:00, Háskólabíó - miðjan.

Margrit Kennedy er arkítekt, vistfræðingur og fjármálasérfræðingur og hefur um árabil gagnrýnt núverandi fjármála- og peningakerfi. Hún er fyrrverandi prófessor við arkitektúrdeild Háskólans í Hannover.  Fyrir um þrjátíu árum hóf hún að kynna sér rannsóknir á peningakerfinu. Hún taldi að ekki væri unnt að takast á við  umhverfisvandamál samtímans vegna grunngalla í ...

Mánudaginn 29. ágúst heldur Vandana Shiva opinberan fyrirlestur í Háskólabíói, kl. 17.00. Aðgangur er ókeypis.
Vandana Shiva er hugsuður og baráttukona á sviði sjálfbærrar þóunar, umhverfis- og mannréttindamála. Hún er þekkt um allan heim fyrir baráttu sína fyrir hag indverskra bænda og starf sitt í þágu líffræðilegrar fjölbreytni og bættrar umgengni við umhverfið.

Vandana Shiva hóf snemma á ferli ...

Dr. Vandana Shiva, baráttukona á sviði sjálfbærrar þróunar, umhverfis- og mannréttindamála, heldur opinberan fyrirlestur í Háskólabíó á vegum Háskóla Íslands, Slow Food Reykjavík, Framtíðarlandsins og EDDU - öndvegisseturs þ. 29. ágúst nk. kl. 17:00.

Dr. Vandana Shiva, baráttukona á sviði sjálfbærrar þróunar, umhverfis- og mannréttindamála, heldur opinberan fyrirlestur í Háskólabíó á vegum Háskóla Íslands, Slow Food Reykjavík, Framtíðarlandsins og EDDU ...

Umhverfis- og náttúruverndarsamtök á Íslandi fagna ábyrgri afstöðu Landsvirkjunar, sem hefur lýst því yfir að ekki verði ráðist í rannsóknarboranir í Gjástykki áður en fyrir liggi niðurstaða stjórnvalda um friðlýsingu Gjástykkis.

Engum vafa er undirorpið að Gjástykki er svæði - gjár, misgengi, hraun, eldgígar - sem er einstakt á heimsvísu og ríkisstjórn Íslands er einhuga um að friðlýsa svæðið algerlega.

Leyfi Orkustofnunar ...

Á Þjóðfundinum 2010  sem haldin var um stjórnarskrána í gær kom glöggt í ljós að vilji þjóðarinnar varðandi náttúru Íslands er að auðlindir landsins séu óframseljanleg þjóðareign sem beri að vernda, umgangast og nýta á sjálfbæran hátt og vernda fyrir komandi kynslóðir. Setja þurfi skýr lög um eigna-og nýtingarétt þjóðarinnar á auðlindum, náttúru og lífríki. Rýmar þetta við Þjóðfundinn 2009 ...

07. November 2010

Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands boðaði til opinnar samræðu 7. október um niðurstöður nefndar um orku- og auðlindamál sem ríkisstjórnin skipaði til að rannsaka söluna á HS orku. Í skýrslunni er sýnt fram á hvernig hið svokallaða Magma-mál snýst um grundvallarákvörðun sem Íslendingar þurfa að taka um sjálfræði þjóðarinnar og almannahag til frambúðar. Erindi og umræður voru mjög góðar og ...

Umræðufundur um grein Andra Snæs Magnasonar, í boði Framtíðarlandsins og Eddu öndvegisseturs.

„Í landi hinna klikkuðu karlmanna“


Frummælendur:

 • Andri Snær Magnason, rithöfundur
 • Vilhjálmur Egilsson, formaður Samtaka atvinnulífsins
 • Guðmundur Hálfdanarson, sagnfræðingur
 • Tryggvi Þór Herbertsson, hagfræðingur og alþingismaður
 • Sigmundur Einarsson, jarðfræðingur

Allir velkomnir!

Andri Snær Magnasson kastaði sprengju inn í umræðuna um náttúru og orkupólitík á Íslandi síðastliðin laugardag 
með grein sinni ...

16. September 2010

Þann 16. júní næstkomandi kl.12:00 á hádegi verður afmælisfundur Framtíðarlandsins í Þjóðmenningarhúsinu. María Ellingsen kynnir starf félagsins og nýja stjórn og Andri Snær Magnasson veltir upp þeirri spurninguhvort sá banki sem við eigum í náttúru Íslands sé í öruggum höndum og hvað þarf að geratil að verjast aukinni ásókn í þann höfuðstól.

Allir sem áhuga hafa á framtíð ...

Eftirtalin samtök lýsa vaný óknun á ómálefnalegri auglýsingaherferð fyrirtækja á Suðurnesjum gegn ákvörðun umhverfisráðherra um Suðvesturlínur. Álver í Helguvík með allt að 360 þúsund tonna ársframleiðslu með tilheyrandi orkuöflun og umhverfisáhrifum er ekki einkamál Suðurnesjamanna. Ekki er útséð með að hægt verði að útvega alla þá orku sem fyrirtækið telur sig þurfa,auk þess sem orkuþörf Norðuráls í Helguvík hefur ...

Talsmenn Samtaka atvinnulífsins eru meðal þeirra sem hæst hafa kallað á uppbyggingu stóriðju. Þeim er ómögulegt að sjá nýja möguleika í stöðunni eða draga lærdóm af uppbyggingu nýrra útflutningsfyrirtækja svo sem á sviði hugbúnaðar, tölvuleikja og sjónvarpsþátta (Latibær) sem hafa ekki verið gæluverkefni stjórnmálamanna. Svipað má segja um viðsemjendur þeirra í verkalýðshreyfingunni. Stóriðjuframkvæmdir eru sameiginlegt áhugamál þeirra ...

Framtíðarlandið og Hugmyndaráðuneytið halda opinn fund miðvikudagskvöldið 26. ágúst kl 20:00. Fundurinn fer fram í Hugmyndahúsi Háskólanna, Grandagarði 2 (Gengið inn hjá Té & Kaffi).

Tilgangurinn er að kynnast því sem aðrir hópar eru að gera og kanna hvort hægt sé að samnýta kraftana til að koma góðum málum áleiðis í samfélaginu. Framtíðarlandið mun á fundinum kynna sig og ...

Í dag uppstigningardag 21 maí, boðar Framtíðarlandið til opins félagsfundar á Hótel Borg frá 10:00-12:00.

Framtíðarlandið ætlar sér að halda á lofti hugmyndum um grænt hagkerfi og græna atvinnusköpun næstu misserin. Hætt er við því að þetta málefni verði útundan í því efnahagsástandi sem nú er. Umræðan snýst alltof mikið um að finna eina einfalda töfralausn sem leysa ...

21. May 2009
Álver í Helguvík er hannað til framleiðslu á allt að 360.000 tonnum af áli á ári, en áætlað er að byggja það í fjórum 90.000 tonna áföngum. Ráðgert er að álbræðsla hefjist í fyrsta áfanga árið 2011. Áætlað er að fullbúið álver og virkjanir fyrir það kosti um 195 milljarða króna. Þar af má ætla að kostnaður við ...
12. March 2009

Að tilstuðlan Bjarkar Guðmundsdóttur sameinuðust virkustu náttúruverndaröfl Íslands í áskorun til Össurar Skarphéðinssonar um að beita sér fyrir náttúruvernd.

Áskorun til ferðamálaráðherra um að beita sér fyrir náttúruvernd !

Náttúruvernd samtvinnuð ferðaþjónustu er öflug leið til að markaðssetja Ísland sem áhugaverðan áfangastað fyrir ferðamenn.

Náttúran er okkar mikilvægasta auðlind og sú náttúruverndarbarátta sem háð hefur verið undanfarin ár og áratugi er ...

Fjármálageirinn skilur nú eftir sig sviðna jörð eftir glórulausa framgöngu síðustu ára þar sem farið var af stað af meira kappi en forsjá. Lög, reglur og eftirlit virðast hafa skort og þegar alþjóðlega lausafjárkreppan hófst kom í ljós að bankarnir höfðu þanið sig um of og allt hrundi til grunna. Í framhaldinu hafa heyrst þær raddir að nema eigi allar ...
12. October 2008

Skýrsla um opinberan stuðning við stóriðju

Atvinnulífshópur Framtíðarlandsins hefur sent frá sér skýrslu um opinberan stuðning við stóriðju. Í atvinnulífshópi Framtíðarlandsins starfa hagfræðingar og verkfræðingar.

Stuðningur hins opinbera við stóriðju er með ýmsu móti svo sem í formi ríkisábyrgðar á lánun til virkjanaframkvæmda og skattaívilnana til stóriðjufyrirtækja. Einnig hafa stóriðjufyrirtæki fengið úthlutað útblásturskvótum endurgjaldslaust.

Í skýrslunni er leitast við að ...

16. June 2008

Stjórn Framtíðarlandsins hefur skrifað Al Gore, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna og handhafa friðarverðlauna Nóbels, opið bréf vegna heimsóknar hans til landsins. Hann fékk bréfið í hendur við komu sína til landsins, í gær mánudag.

Stjórn Framtíðarlandsins fagnar komu Al Gore til landsins og þakkar honum
lofsvert framtak hans við að fræða almenning um loftslagsbreytingar og
afleiðingar þeirra. Með bréfinu vill félagið ...

08. April 2008

Laugardaginn 8. mars nk. efna Framtíðarlandið og Nýheimar, þekkingar- og nýsköpunarmiðstöð Hornfirðinga, til Austurþings á Höfn í Hornafirði. Þingið verður haldið í ráðstefnusal Nýheima í Höfn í Hornafirði. Þetta er þriðja þingið í röð landshlutaþinga sem Framtíðarlandið stendur fyrir í vetur. Vesturþing var haldið í nóvember í fyrra og Reykjanesþing var haldið nú í febrúar. Á þingunum er áherslan lögð ...

03. March 2008

Laugardaginn 23. febrúar næstkomandi efnir Framtíðarlandið til Reykjanesþings, „Reykjanes: Suðupottur tækifæra", á veitingastaðnum Ránni, Hafnargötu 19 í Reykjanesbæ. Þar verður stefnt saman hugmyndaríku fólki úr atvinnulífi, menningu og nýsköpun sem á það sameiginlegt að láta sig atvinnumál og framtíð svæðisins varða.
Framtíðarlandið hefur áður haldið málþing þar sem sjónum er beint að einum ákveðnum landshluta en í nóvember stóð félagið ...

21. February 2008
Framtíðarlandið efnir til opins morgunfundar miðvikudaginn 5. desember frá kl. 9:00 til 10:00 í fundarsal Norræna hússins.

Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra, verður sérstakur gestur fundarins en að lokinni tölu hennar verða pallborðsumræður. Í pallborði sitja eftirtaldir, auk umhverfisráðherra: Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar Salvör Jónsdóttir, skipulagsfræðingur. Fundarstjóri er Ólafur Páll Jónsson, heimspekingur og meðlimur í sérfræðingaráði Framtíðarlandsins.

Umfjöllunarefni fundarins er ...
03. December 2007

Nú stendur yfir á Ísafirði vetrarþing sem Framtíðarlandið stendur fyrir undir yfirsögninnni „Vestfirðir á teikniborðinu“.

Í kynningu á þinginu segir m.a.: „Í þröngum fjörðum Vestfjarðakjálkans hafa Íslendingar í hundruð ára lifað í sambýli við myrkur, einangrun og óútreiknanleg náttúruöfl. Í gegnum þá sögu hafa Vestfirðingar tileinkað sér atgervi, ósérhlífni og þor sem á sér fáa líka. Þessir eiginleikar sjást ...

Í þröngum fjörðum Vestfjarðakjálkans hafa Íslendingar í hundruðir ára lifað í sambýli við myrkur, einangrun og óútreiknanleg náttúruöfl.
Í gegnum þá sögu hafa Vestfirðingar tileinkað sér atgervi, ósérhlífni og þor sem á sér fáa líka.
Þessir eiginleikar sjást hvergi skýrar en í öflugu nýsköpunarstarfi í atvinnumálum Vestfjarða.

Í byrjun nóvember sækir Framtíðarlandið Vestfirðinga heim og efnir um leið til þingsins ...

01. November 2007

Framtíðarlandið vill í vetur beita sér fyrir sérstakri vitundarvakningu meðal almennings um Árósasamninginn, og boðar af því tilefni til fræðslu- og umræðufundar um samninginn og hugsanlegar afleiðingar af upptöku hans. Fundurinn hefst klukkan 17:00 fimmtudaginn 27. september og verður haldinn á fjórðu hæð í Iðusölum, Lækjargötu.

Mörg ríki heims standa nú frammi fyrir því hvernig eigi að skilgreina lagalega ...

24. September 2007

Atvinnuhópur Framtíðarlandins efndi til fundar í Norræna húsinu í morgun og kynnti þar skýrslu sem að hópurinn tók saman fyrr á þessu ári

Í skýrslunni er reynt að leita svara við þeirri spurningu hvort að bygging Kárahnjúkavirkjunar og álvers í Reyðarfirði hafi verið rétt og skynsamleg miðað við arðsemi, umhverfiskostnað, lýðræði, byggðasjónarmið og hagstjórn.
Sigurður Jóhannesson, hagfræðingur og einn skýrsluhöfunda ...

Þegar undirritaða bar að garði á græna tónleika Framtíðarlandsins í gær, föstudag má segja að það hafi verið fámennt en góðmennt. Hljómsveitirnar Hjaltalín, Benni Hemm Hemm, Bogomil Font og Flís og Sprengjuhöllin stigu á svið ásamt fleirum og eftir því sem leið á kvöldið fjölgaði í áhorf- og áhlustendahópnum. Skemmtileg stemmning ríkti og spenna var í loftinu vegna yfirvofandi kosninga ...

Á fundi Framtíðarlandsins í kvöld var tillaga um framboð til Alþingis undir merkjum félagsins felld með 96 atkvæðum gegn 92. Aukinn meirihluta hefði þurft til samþykktar eða 126 atkvæði af þeim 188 sem greidd voru.

Það er því ljóst að félagið mun starfa áfram sem grasrótarhreyfing og sú afstaða tekin að krefja frambjóðendur hinna hefðbundnu flokka um skýr svör um ...
Hver tekur að sér að skrifa sáttmála í átt við þann sem að Nicolas Hulot gerði í Frakklandi. Sáttmála sem að hver stjórnmálaflokkur skrifar undir fyrir sitt leiti og er þannig gerður ábyrgur fyrir því að standa við loforðin „eftir kosningar“? Með öðrum orðum „draga fólk til ábyrgðar hvar í flokki sem það stendur“, höfða til skynsemi og samvisku og ...

„Framtíðarlandið hefur hafið undirbúning framboðs til þings“ hljómaði skýrt og skorinort í kvöldfréttum Stöðvar 2 (sjá fréttina á Vísi.is) í kvöld. Sú niðurstaða virðist vera byggð á því að Ómar Ragnarsson og fleiri frambærilegir frambjóðendur, hugsa sitt mál nú vel og vandlega og láta skoðanakannanir vera þar það leiðarljós sem leggi grunninn að stofnun ný s flokks eða framboðslista ...

Framtíðarlandið hefur gerbreytt útliti vefs félagsins og er þar m.a. að finna nokkrar skemmtilegar útgáfur af hinu nýja Íslandi, myndir sem að gömlu meistararnir hefðu ekki getað séð fyrir. Nýi vefurinn er annars settur upp svolítið í átt við tímarit og hluti vefsins nefnist „tölublað“.
-
Á vefnum er að finna þrjú verk gömlu meisaranna sem færð hafa verið nær ...

Af frétt í blaðinu Blaðið í gær, undir yfirsögninni „Framtíðarlandið undirbýr framboð“ mátti ráða að Framtíðarlandið (hið óræða félag með 2.611 félögum, sem þó í raun er ekki enný á félag, heldur lítill innsti kjarni, sem hefur staðið fyrir tveimur uppákomum, stofnfundi og haustþingi, auk þess að baka og ramma gullfallega inn piparkökum til styrktar félaginu) væri að undirbúa ...
Í auglýsingu frá Framtíðarlandinu segir:
-
Piparkökur Framtíðarlandsins eru hin fullkomna jólakveðja í ár! Kökurnar eru lífrænar og ljúffengar og fallegt jólaskraut. Þær eru skemmtileg smágjöf eða þakklætisvottur til vina, samstarfsmanna, fjölskyldumeðlima og gestgjafa í jólaboðum.
-
Piparkökurnar eru nú loksins komnar í sölu og kosta 500 krónur. Þær fást fyrst um sinn aðeins hjá Sigfúsi bakara í Brauðhúsinu í Grímsbæ (opið ...

Varðandi haustþing Framtíðarlandsins og fréttir af mögulegu framboði eða undirbúningi lista hefur undirrituð falast eftir eftirfarandi upplýsingum hjá forsvarsmönnum Framtíðarlandsins:
-

 1. Hvenær hyggst bráðabirgðastjórn Framtíðarlandsins efna til stjórnarkosninga í félaginu?
 2. Hvernig geta skráðir félagar afskráð sig, líki þeim ekki framboðshugmyndirnar af einhverjum ástæðum?
 3. Hvernig hugsar Framtiðarlandið sér að fara með umboð 2.500 skráðra félaga í framtíðinni, án samráðs við þá ...
Eins og fram hefur komið hélt Framtíðarlandið haustþing sitt á Hótel Nordica í gær. Það er í sjálfu sér ánægjulegt og mörgum af þeim 2509 sem skráðu sig á lista Framtíðarlandsins var vafalaust farið að hlakka til að heyra um hvernig félagið ætlar að starfa í framtíðinni og á hvaða forsendum. En það sem boðið var upp á voru fyrirlestrar ...

Undir yfirskriftinni „Ísland á teikniborðinu“ efnir félagið Framtíðarlandið til haustþings á Hótel Nordica á sunnudaginn 29. 10. frá kl. 10:00 - 16:00.
-
Hvar erum við núna?
Hvert viljum við fara?
Hvernig getur framtíðarlandið litið út?

-

Stofnfundur Framtíðarlandsins var haldinn í Austurbæ á 17. júní 2006 að viðstöddu fjölmenni. Nú þegar hafa um 2300 manns látið skrá sig í félagið ...

Á 17. júní kl. 12:00 verður haldin stofnfundur um Framtíðarlandið - félag um framtíð Íslands í Austurbæ.
Frumkvæðið að stofnun félagsins kemur frá einstaklingum af ólíkum sviðum þjóðlífssins sem telja að nú sé þörf fyrir afl sem upplýsir, gagnrýnir og leggur til hugmyndir að nýrri framtíðarsýn á Íslandi og að nauðsyn beri til að efla lýðræði og lýðræðislega umræðu – og ...

Nýtt efni:

Messages: