Verndum Þjórsá fyrir þjóðina 03/12/2015

Meira en þúsund ár eru liðin síðan landnámsmenn settust að á kostamiklum jörðum á bökkum Þjórsár. Nú steðjar ógn að sveitunum við ána. Hluti Íslensku þjóðarinnar telur afl Þjórsár geta bætt kjör landsmanna verði það beislað og nýtt til að snúa raforkuhverflum. Talað er um þrjár virkjanir í neðri hluta Þjórsár, Urriðafossvirkjun neðst, Holtavirkjun og Hvammsvirkjun ofar.

Við undirrituð bændur á bökkum Þjórsár viljum benda á eftirfarandi staðreyndir:

Mörg virk eldfjöll eru á upptakasvæðum Þjórsár, Hekla, Tungnafellsjökull og Bárðarbunga. Verði ...

Viðey í Þjórsá. Ljósm. Anna Sigríður Valdimarsdóttir.Meira en þúsund ár eru liðin síðan landnámsmenn settust að á kostamiklum jörðum á bökkum Þjórsár. Nú steðjar ógn að sveitunum við ána. Hluti Íslensku þjóðarinnar telur afl Þjórsár geta bætt kjör landsmanna verði það beislað og nýtt til að snúa raforkuhverflum. Talað er um þrjár virkjanir í neðri hluta Þjórsár, Urriðafossvirkjun neðst, Holtavirkjun og Hvammsvirkjun ofar.

Við undirrituð bændur ...

Þriðja sérleyfið vegna olíuleitar á Drekasvæðinu verður undirritað í dag, þann 22. janúar, í Þjóðmenningarhúsinu. Undirrituð samtök telja að olíuleit á norðurslóðum stangist á við skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum og ógni lífríki á svæðinu.

Loftslagsbreytingar eru stærsta vandamál sem mannkynið stendur frammi fyrir. Fimmta skýrsla Vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar sem kom út s.l. haust tekur af allan vafa ...

Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarsamtök Suðurlands og félagið Vinir Þjórsárvera sendu í fyrradag þ. 3. janúar frá sér eftirfarandi bréf til Sigurðar Inga Jóhannssonar umhverfis- og auðlindaráðherra. Í bréfinu eru greinargóðar útskýringar á því hvað það er sem ráðherra er að gera rangt og hvaða lög hann er að brjóta með ákvörðun sinni um að breyta mörkum friðlands Þjórsárvera sem tilkynnt ...

Ræða utanríkisráðherra á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna veitir Íslandi tækifæri til jafns við aðrar þjóðir til að ávarpa alþjóðasamfélagið og árétta þau stefnumál sem Ísland telur mestu varða að fram nái að ganga í samfélagi þjóðanna. Ræða Gunnars Braga Sveinssonar endurspeglaði því áherslur ríkisstjórnar BD svo notuð sé ódýr skammstöfun.

Ban Ki-moon hóf umræðuna þann 24. september og loftslagsmálin voru honum hugleikin. Á ...

Náttúruverndarsamtök Suðurlands og samtökin Sól á Suðurlandi lýsa vantrausti og furðu á gjörðum og yfirlýsingum Sigurðar Inga Jóhannssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra. Sunnlensku samtökin tvö taka þannig undir vantraustsyfirlýsingu Náttúruverndarsamtaka Íslands og harðorð mótmæli Landverndar vegna óviðeigandi framkomu ráðherrans í garð íslenskrar ...

Aðalfundur Náttúruverndarsamtaka Suðurlands verður haldinn að Skaftholit í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, laugardaginn 28. september og hefst fundurinn kl. 10:00.

Dagskrá:

9:45 - 10:00 Mæting og skráning

10:00 - 12:30 Vettvangsferð

12:30 - 13:00 Súpa og brauð í Skaftholti

13:00 - 14:30 Aðalfundarstörf og önnur mál

14:00 Fundarslit

Vonumst til að sjá sem flesta, stjórn ...

Hér að neðan má sjá ályktun Náttúruverndarsamtaka Suðurlands frá 27. júní 2013 til umhverfis- og auðlindaráðherra Sigurðar Inga Jóhannssonar í tilefni af ákvörðun hans um frestun stækkunar friðlands í Þjórsárverum:

Náttúruverndarsamtök Suðurlands mótmæla frestun umhverfis- og auðlindaráðherra á ákvörðun um stækkun friðlands í Þjórsárverum. Stækkun friðlandsins í Þjórsárverum ...

Miðvikudaginn 1. maí verður græn ganga á vegum samtaka um náttúru- og umhverfisvernd. Gangan verður farin niður Laugaveg í kjölfar kröfugöngu verkalýðsfélaganna. Í lokin verður grænum fánum stungið niður á Austurvelli við Alþingi. Göngumenn eru hvattir til að mæta í einhverju grænu. Hist verður á Snorrabraut við Hlemm kl. 13. Gangan hefst hálftíma síðar.

Efnt er til grænnar göngu til ...

Munu komandi kynslóðir erfa gruggugt vatn með fátæklegra lífríki?

Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands og Náttúruverndarsamtök Suðurlands standa sameiginlega fyrir málstofu um Þingvelli miðvikudaginn 3. apríl 2013. Málstofan verður í fundarsal Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6 í Reykjavík, hefst kl. 14:00 og lýkur kl. 17:00. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.
Dagskrá málstofunnar verður þessi:

  1. Fulltrúi þjóðgarðsins á Þingvöllum:  Inngangserindi
  2. Guðrún Ásmundsdóttir ...

Nú er ljóst að Orkuveita Reykjavíkur ræður ekki við brennisteinsmengun á Hellisheiði. Á ársfundi fyrirtækisins kom fram að brennisteinsmengun mun ekki standast heilsuverndarmörk árið 2014 við óbreyttar aðstæður og verða yfir þeim mörkum sem stjórnvöld hafa sett til að verja heilsu almennings, en brennisteinsvetni veldur sjúkdómum í öndunarfærum. Undirrituð náttúruverndarsamtök krefjast þess að fundin verði ásættanleg lausn á málinu.

Eftir ...

Aðalfundur Náttúruverndarsamtaka Suðurlands 2012 verður haldinn að Veitingahúsinu Árhúsum, Rangárbökkum við Hellu, miðvikudaginn þann 6.júní, kl. 20:30 - 23:00.

Dagskrá:

  1. Setning fundar og skipan fundarstjóra og ritara
  2. Skýrsla formanns og stjórnar
  3. Ársreikningur 2011  lagður fram til afgreiðslu
  4. Ákvörðun um félagsgjald
  5. Inntaka nýrra félaga
  6. Kosning stjórnar, varastjórnar og skoðunarmanna
  7. Önnur mál

Að loknum aðalfundarstörfum verður flutt erindi um umhverfismál ...

Umhverfis- og náttúruverndarsamtök á Íslandi fagna ábyrgri afstöðu Landsvirkjunar, sem hefur lýst því yfir að ekki verði ráðist í rannsóknarboranir í Gjástykki áður en fyrir liggi niðurstaða stjórnvalda um friðlýsingu Gjástykkis.

Engum vafa er undirorpið að Gjástykki er svæði - gjár, misgengi, hraun, eldgígar - sem er einstakt á heimsvísu og ríkisstjórn Íslands er einhuga um að friðlýsa svæðið algerlega.

Leyfi Orkustofnunar ...

Stjórnvöld hvött til að veita upplýsingar um orkuöflun

Nokkur náttúruverndarsamtök hafa sent ríkisstjórn Íslands eftirfarandi áskorun:

Skorað er á ríkisstjórnina, einkum forsætisráðherra, umhverfisráðherra og iðnaðarráðherra,

að taka saman yfirlit og gera rækilega grein fyrir því hvaða háhitasvæði og vatnsföll verður nauðsynlegt að virkja til þess að afla orku fyrir 360 þúsund tonna álverksmiðju í Helguvík.

Orkuþörf þessa fyrirhugaða álvers er ...

Eftirtalin samtök lýsa vaný óknun á ómálefnalegri auglýsingaherferð fyrirtækja á Suðurnesjum gegn ákvörðun umhverfisráðherra um Suðvesturlínur. Álver í Helguvík með allt að 360 þúsund tonna ársframleiðslu með tilheyrandi orkuöflun og umhverfisáhrifum er ekki einkamál Suðurnesjamanna. Ekki er útséð með að hægt verði að útvega alla þá orku sem fyrirtækið telur sig þurfa,auk þess sem orkuþörf Norðuráls í Helguvík hefur ...

Náttúruverndarsamtök Suðurlands gera hér með athugasemdir við auglýstar breytingar á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Ölfuss, dags. 20. ágúst 2009.

Auglýst breytingartillaga gerir m.a. ráð fyrir því að 285 ha. svæði á Bitru verði breytt í iðnaðarsvæði fyrir jarðgufuvirkjun.
Náttúruverndarsamtök Suðurlands  leggjast alfarið gegn þessari  breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Ölfuss og telja að áform um virkjun á Bitru og aðliggjandi svæði rþri ...

Frá og með 60. ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins í Santiago de Chile í fyrra hafa engar ályktanir verið samþykktar nema samhljóða. Formaður ráðsins, Dr. William Hogarth vill með þessu forðast atkvæðagreiðslur um ályktanir sem oftar en ekki fordæma annan hvorn deiluaðilann, þau ríki sem eru andvíg hvalveiðum og/eða þau ríki sem styðja hvalveiðar.

Markmið formannsins er að skapa traust meðal aðildarríkja ...

Aðalfundur Náttúruverndarsamtaka Suðurlands 2009 og málþingið “Náttúruvernd og atvinnusköpun” verður í Félagsheimilinu Kirkjuhvoli á Kirkjubæjarklaustri laugardaginn 6. júní 2009.

Aðalfundurinn hefst kl 11:00 og lýkur kl. 12:30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Aðalfundurinn er öllum opinn og nýir félagar eru velkomnir!
Málþingið Náttúruvernd og atvinnusköpun hefst kl. 13:30 og lýkur kl. 17:00

Dagskrá:

  • 13:30  Setning. Ólafía Jakobsdóttir ...

Sól á Suðurlandi og Náttúruverndar- samtök Suðurlands fagna tónleikum Sigur Rósar og Bjarkar sem haldnir verða 28. júní n.k. og framlagi þeirri til náttúruverndar á Íslandi.

Sól á Suðurlandi og Náttúruverndar- samtök Suðurlands vilja þakka Björk fyrir að bera hróður landsins um alla veröld og stuðning hennar við náttúruvernd með því að kolefnisjafna flugferð hennar til landsins.

1000 björkum ...

Náttúruverndarsamtök Suðurlands NSS, hafa gert athugasemdir við auglýstar breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins Ölfuss. 2002 - 2014, frestur til athugasemda rennur út í dag.

NSS leggjast alfarið gegn áformum um virkjun við Bitru, áður nefnd Ölkelduhálsvirkjun og telja að virkjunin rþri verulega lífsgæði íbúa í Hveragerði og í næsta nágrenni.

NSS telja að ekki hafi verið sýnt fram á að HS2 mengun ...

Á aðalfundi NSS - Náttúruverndarsamtaka Suðurlands sem var haldinn á Sólheimum í Grímsnesi þann 21. apríl 2008 voru kosin í stjórn: Birgir Þórðarson, Gunnar Ágúst Gunnarsson, Ólafía Jakobsdóttir, Ragnheiður Jónasdóttir og Sigþrúður Jónsdóttir.
Í varastjórn eru: Daníel Magnússon, Elín Erlingsdóttir og Guðrún Tryggvadóttir.
Ályktað var um fjögur mál á fundinum:

Ályktun um lífræna þróun:
Aðalfundur Náttúruverndarsamtaka Suðurlands haldinn á Sólheimum í ...

Aðalfundur Náttúruverndarsamtaka Suðurlands verður haldinn mánudaginn 21. apríl nk.kl. 20:00 í Sesseljuhúsi að Sólheimum í Grímsnesi.

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál.

Fræðsluerindi flytur Helga Guðrún Jónasdóttir kynningarstjóri en erindið nefnist „Lífræna neyslubyltingin·
Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur flytur erindið „Lífræn framleiðsla – Nauðsyn OG ný tækifæri?“

Félagsmenn, bændur og aðrir Sunnlendingar og allir velunnarar eru hvattir til að ...
Eins og kunnugt er stendur styr um vegstæði ný s svokallaðs Gjábakkavegar (Lyngdalsheiðarvegar) en sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur sóst eftir að lagður yrði ný r heilsársvegur á þessum slóðum til þess að bæta vegasamgöngur.

Vegagerð ríkisins hefur lagt til veg norðan við Lyngdalsheiði og vestur að Þingvallavatni sem á að vera heilsársfær með 90 km/klst hámarkshraða (Leið 3+7). Hlutverk ...

Í fréttatilkynningu vilja Náttúruverndarsamtök Suðurlands koma á framfæri ályktun vegna samþykktar hreppsnefndar Mýrdalshrepps, dags. 28.06.2007, um breytta legu þjóðvegar 1 um Mýrdal.

Samkvæmt ákvörðun Mýrdalshrepps um breytingu á aðalskipulagstillögu er gert ráð fyrir jarðgöngum og nýrri veglínu þjóðvegar 1 um Mýrdal þannig að þjóðvegurinn liggi vestur eftir Víkurfjöru við suðurjaðar Víkurkauptúns, vestan þess við Blánef í göngum gegnum ...

Ályktun frá Náttúruverndarsamtökun Suðurlands lögð fram og samþykkt á stjórnarfundi samtakanna þ. 29.06.2007:

"Náttúruverndarsamtök Suðurlands fagna framsýnni stefnumörkun Hrunamannahrepps um skipulag frístundabyggðar sem fram kemur í meginmarkmiðum í aðalskipulagi sveitarfélagsins 2003-2015. Mikilvægt er að sveitarfélög marki sér skýra stefnu í þessum málum þar sem mikil ásókn er í land undir frístundahúsabyggðir og hætt er við umhverfi, náttúra og ...

Ályktun frá Náttúruverndarsamtökun Suðurlands um stuðning við Sól í Flóanum
Náttúruverndarsamtök Suðurlands lýsa yfir fullum stuðningi við “Sól í Flóanum”, áhugahóp um verndun Þjórsár og Urriðafoss.
Samtökin eru reiðubúin til að styðja við starfsemi áhugahópsins með fjárframlagi vegna fundarhalda eða með öðrum hætti eftir því sem hentar.


Á aðalfundi NSS í kvöld var samþykkt eftirfarandi ályktun:

Aðalfundur Náttúruverndarsamtaka Suðurlands hvetur umráðamenn lands á Suðurlandi og annars staðar til að lýsa lönd sín „svæði án erfðabreyttra lífvera“, þar með talda bændur og eigendur landbúnaðarsvæða, sveitarfélög sem fara með skipulagsvald, svo og stofnanir og samtök sem annast eða eiga nytjaland.

Kynningarátak um erfðabreyttar lífverur tekur gjarnan við yfirlýsingunum, www ...

Í Morgunblaðinu í dag birtist grein eftir Illuga Gunnarsson undir yfirsögninni „Stjórnmálaskoðanir og umhverfismál“. Þar bendir Illugi m.a. á að ómögulegt sé að skilja hvernig að Hellisheiðavirkjun OR hafi komst í gegnum umhverfismat. Sofandiháttur virðist honum hafa haft mikil áhrif á að ekki voru gerðar meiri athugasemdir við virkjunina en raun bar vitni. Nú stendur eftir minnismerki um sofandaháttinn ...

Kæru Landverndar og Náttúruverndarsamtaka Suðurlands frá 11.05.2006 var í dag svarað af úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála með því að koma til móts við kröfur samtakanna um tafarlausa stöðvun efnistöku úr Þórustaðanámu þar til málið er til lykta leitt. Þó er hér einungis um stöðvun efnistöku samkvæmt áætlun sem landeigendur Kjarrs hafa gert um að taka 2 millj. rúmmetra ...

Nýtt efni:

Messages: