Fjöregg – félag um náttúruvernd og heilbrigt umhverfi í Mývatnssveit, var formlega stofnað 27.febrúar 2014. Markmið félagsins er verndun náttúru og umhverfis Mývatnssveitar, sjálfbær umgengni sem byggir á öflugri umhverfisvitund, þekkingu og verndarvilja. Markmiðum sínum hyggst félagið m.a. ná með fræðslu, hvatningu og umræðu um náttúruverndarmál. Á stefnuskrá félagsins eru m.a. fræðslufundir um fráveitumál, sorpmál, jarðvarmavirkjanir, landgræðslu og sjálfbærni í ferðaþjónustu svo fátt eitt sé nefnt.


Ragnheiður Elín sönn að ósannsögli 24.9.2016

Stjórn Fjöreggs, félags um náttúruvernd og heilbrigt umhverfi í Mývatnssveit, mótmælir fullyrðingu Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sem fram kom í hádegisfréttum ríkisútvarpsins þann 21. september síðastliðinn, um að allra leiða hafa verið leitað til þess að ná deiluaðilum saman að lausnum vegna lagningar háspennulína frá Kröflu að Bakka.

Stjórnvöld hafa ekkert samband haft við Fjöregg og má því kalla sa ...

MývatnUmhverfisverndarsamtök hafa stefnt umhverfisráðherra f.h. íslenska ríkisins vegna vanefnda á að friðlýsa ákveðin svæði í Skútustaðahreppi. Ljúka átti friðlýsingunum fyrir tæpum níu árum síðan samkvæmt ákvæðum laga um verndun Mývatns og Laxár, s.k. Mývatnslögum. Þrátt fyrir þessa lagaskyldu hafa fæst svæðanna enn verið friðlýst. Meðal þeirra svæða sem ekki hafa verið friðlýst eru svæði þar sem ógn stafar ...

Við Mývatn. Ljósm. Landvernd.Náttúruverndarsamtökin Fjöregg í Mývatnssveit og Landvernd hafa kært fyrirhugaða lagasetningu um Bakkalínur til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Að mati samtakanna væru slík lög brot á rétti umhverfisverndarsamtaka til að bera ákvarðanir stjórnvalda undir dómstól eða annan óháðan og sjálfstæðan úrskurðaraðila. Framkvæmdaleyfi fyrir Bakkalínum, þar með talið umhverfismat frá 2010, eru nú í skoðun hjá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála í fjórum kærumálum ...

Stjórn Fjöreggs, félags um náttúruvernd og heilbrigt umhverfi í Mývatnssveit, mótmælir fullyrðingu Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sem fram kom í hádegisfréttum ríkisútvarpsins þann 21. september síðastliðinn, um að allra leiða hafa verið leitað til þess að ná deiluaðilum saman að lausnum vegna lagningar ...

Landvernd og Fjöregg í Mývatnssveit hafna því að raflínur Landsnets verði lagðar um náttúruverndarsvæði við Leirhnjúk. Hafa samtökin kært leyfi Skútustaðahrepps til lagningar Kröflulínu 4, frá Kröflu að Þeistareykjum. Leirhnjúkshraun á að friðlýsa samkvæmt lögum um verndun Mývatns og Laxár. Þrátt fyrir það stendur nú til að leggja Kröflulínu 4 yfir þetta verðmæta náttúruverndarsvæði. Samtökin telja forsendur eldra umhverfismats brostnar ...

Lífríki Mývatns og Laxár í SuðurÞingeyjarsýslu hefur verið undir miklu álagi undanfarna áratugi og er svæðið á rauðum lista Frá MývatniUmhverfisstofnunar fjórða árið í röð. Kúluskíturinn, sem aðeins finnst á einum öðrum stað í heiminum, er horfinn og botni vatnsins má líkja við uppblásinn eyðisand. Bleikjan, aðalfiskistofn vatnsins, hefur verið nánast friðuð í nokkur ár til að koma í veg fyrir ...

Fjöregg* stendur fyrir málþingi um jarðvarmavirkjanir og áhrif þeirra á nærumhverfi sitt, að Skjólbrekku í Mývatnssveit þ. 7. nóvember kl. 11:00-16:00.

Boðið verður upp á súpu og brauð í hágeginu.

Erindi flytja m.a.

  • Stefán Arnórsson, jarðfræðingur - Almennt um jarðvarmavirkjanir
  • Ragnhildur Finnbjörnsdóttir, doktorsnemi í lýðheilsufræðum við Háskóla Íslands - Er brennisteinsvetni mengun eða veldur það bara „vondri lykt“?
  • Dr ...

Egg í hreiðri. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Fjöregg, félag um náttúruvernd og heilbrigt umhverfi í Mývatnssveit, skorar á stjórnvöld að auka landvörslu við Mývatn og Laxá. Verndarsvæðið hefur gildi á heimsmælikvarða. Það er á rauðum lista Umhverfisstofnunar sem þýðir að það er í verulegri hættu og er að tapa eða hefur tapað verndargildi sínu að hluta. Fjölgun ferðamanna allt árið gerir nauðsynlegt að veita fé til uppbyggingar ...

Nýtt efni:

Skilaboð: