Fjöregg* stendur fyrir málþingi um jarðvarmavirkjanir og áhrif þeirra á nærumhverfi sitt, að Skjólbrekku í Mývatnssveit þ. 7. nóvember kl. 11:00-16:00.

Boðið verður upp á súpu og brauð í hágeginu.

Erindi flytja m.a.

  • Stefán Arnórsson, jarðfræðingur - Almennt um jarðvarmavirkjanir
  • Ragnhildur Finnbjörnsdóttir, doktorsnemi í lýðheilsufræðum við Háskóla Íslands - Er brennisteinsvetni mengun eða veldur það bara „vondri lykt“?
  • Dr. Hilmar J. Malmquist, líffræðingur og forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands - Jarðvarmavirkjanir og áhrif á lífríki og vatnsgæði: affalssvatn frá Nesjavallavirkjun og Þingvallavatni.
  • Ágústa Helgadóttir, líffræðingur og sérfræðingur við Landgræðslu ríkisins - Áhrif jarðvarmavirkjunar á gróður.

*Fjöregg - Félag um náttúruvernd og heilbrigt umhverfi í Mývatnssveit

Málþingið er styrkt af Náttúruverndarsjóði Pálma Jónssonar


Birt:
6. nóvember 2015
Tilvitnun:
Fjöregg – félag um náttúruvernd og heilbrigt umhverfi í Mývatnssveit „Málþing um jarðvarmavirkjanir - áhrif á nærumhverfi“, Náttúran.is: 6. nóvember 2015 URL: http://nature.is/d/2015/11/06/malthing-um-jardvarmavirkjanir-ahrif-naerumhverfi/ [Skoðað:27. júlí 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: